Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 27
DÝRFINNA GUNNARSDÓTTIR
+ Dýrfinna Gunn-
arsdóttir fædd-
ist í Keflavík á He-
granesi í Skagafirði
15. apríl 1907. Hún
lést á sjúkrahúsinu
á Húsavík 23. júní
síðastliðinn. Hún
var dóttir Gunnars
Olafssonar og Sig-
urlaugar Magnús-
dóttur. Dýrfinna og
tvíburasystir henn-
ar Hallfríður voru
næstyngstar í hópi
14 alsystkina, sem
áttu einn hálfbróð-
ur. Dýrfinna ólst upp í Skaga-
firði. Hún kom fyrst á Máná á
Tjörnesi 1930 með Hallfríði
systur sinni sem þá var trúlofuð
Aðalgeiri Sigurðssyni sem þar
bjó. Aðalgeir lést 1931 og
dvaldi Dýrfinna með systur
sinni á Máná áfram og giftist
Agli eldri bróður Aðalgeirs árið
1933. Þau áttu Sigurlaugu Guð-
rúnu sem fæddist 1934, Aðal-
geir, fæddan 1936, og Hallfríði
Ingibjörgu sem fæddist 1945,
öll á lífi. Egill lést 1972 og
bjuggu mæðgurnar Dýrfinna
og Sigurlaug áfram á Máná
eftir lát hans. Útför Dýrfinnu
verður gerð frá Húsavíkur-
kirkju í dag.
ÉG KVEÐ með hlýjum huga og
þakklæti vinkonu mína Dýrfinnu
Gunnarsdóttur sem nú er látin.
Ég var í sveit á Máná í þrjú sum-
ur og þykir nú að þá hafi ég tekið
út jafn mikinn þroska og menntun
og síðar þegar ég fór fyrst í há-
skóla í útlöndum. Ég hændist að
húsmóðurinni á bænum og löngum
fylgdum við henni við hvert fót-
mál, hundurinn Mosi og ég.
Ég var tíu ára þegar faðir minn
skilaði mér á köldu vori heim að
Máná, landnámsjörðinni á Tjör-
nesi, sem er nyrst jarða í Suður-
Þingeyjarsýslu. Áin vall kolmórauð
fram í leysingum og hafði heima-
fólki ekki orðið svefnrótt nóttina
áður þegar hún tók sneið úr heima-
túninu. Litla timbur-
húsið stóð af sér vind-
hviðurnar sem báru
beljandi brim að
strönd, i norðri Háey
og Lágey, í eldhúsinu
ilmur af soðbrauði og
kleinum og mjólkin
volg á könnu; úti í fjósi
bjóst ejn kýrin til að
bera. Ég var kominn
af mölinni í nýjan
heim.
Inn í þennan heim
fylgdi ég húsmóður-
inni, Dýrfínnu, fyrsta
kvöldið til að vaka yfir
undri lífsins í dimmu fjósinu.
Hlaðnir torf- og gijótveggir, reka-
viðardrumbar í lofti, þröngur flór,
básar fyrir þær Veru, Kolbrúnu,
Bleik og Dimmu, stampar á milli;
í þá átti ég oft eftir að brynna
þeim kúnum. Og bera í þær hey.
Og blanda fóðurmjöl. Og moka
flórinn þrönga. Þá kynntist ég líka
verknaðinum „að bera út“. Flórinn
var mokaður í börur sem við Dýr-
finna bárum milli okkar yfir tvo
háa þröskulda og síðan út
skemmugöngin og stundum langa
leið út á tún. Verðlaunin fyrir allt
þetta amstur streymdu ylvolg í
fötu Dýrfinnu tvisvar á dag úr
þöndum júgrum blessaðra skepn-
anna.
Mjaltir kvölds og morgna voru
eins og helgistund í huga mér og
litla dimma fjósið sjálfur vettvang-
ur lífsins. Dýrfinna leysti greiðlega
úr öllum þeim aragrúa spurninga
sem á henni dundu og hrókasam-
ræður okkar fóru um víðan völl í
tíma og rúmi, langt út fyrir gömlu
skemmuna sem litla fjósið var hluti
af. Hún ræddi við mig sem jafn-
ingja og vin og fræddi mig um
skepnurnar. Þegar ég hafði lært
að hefta kýmar og binda tryggi-
lega upp á þeim halana var ég
fullfær í næstu upphefð: með fötu
og skemil settist ég undir kvíguna
Dimmu og eignaðist þar dýrmæta
vinu sem seldi mér greiðlega ham-
ingjusömum fjósamanni.
Því ágæta fólki sem bjó á Tjör-
nesi kynntist ég: Egill bóndi Dýr-
finnu var orðinn fótafúinn, en lét
sig ekki vanta í fjárhúsin um sauð-
burðinn til að marka, spila af lam-
bærnar í húsinu og fylgjast grannt
með þeim sem voru komnar að
burði. Ekki haggaðist gamli grái
sixpensarinn, blái stakkurinn
hæfði hinum aldna bónda eins og
hann væri gjöf almættisins, en í
annríkinu átti tóbakstaumurinn
það til að lengjast meðan ærnar
stimpuðust við garðann. Á kvöldin
sat hann með tóbaksdósirnar í litlu
stofunni og sagði frá því þegar
þeir Aðalgeir bróðir hans skutu
selina, beittu sauðum í fjöruna,
gengu til rjúpna eða lögðu upp
dýrmætan varning á Húsavík. Hjá
Agli var maður upp með sér, hann
sagði „heillin" svo hlýnaði um
hjartaræturnar.
Sigurlaug dóttir þeirra hjóna
átti heima á Máná með ungum
syni sínum og nafna afa á bænum.
Hún fræddi mig um ólíka persónu-
leika ánna, dásamaði fræknar
forystukindur frá fyrri tíð, en mest
þó sjálfa lambadrottninguna, benti
mér á fuglana í varpinu og kenndi
að þekkja kríu á hreiðri. Aðalgeir
bróðir hennar bjó á nýbýlinu
Mánárbakka með sínu fólki, í Ár-
holti bjó Gunnar fóstursonur Egils
og Dýrfinnu og hans fjölskylda,
yngst systkinanna er Hallfríður
Ingibjörg sem þá bjó í Héðinshöfða
með sína fjölskyldu. Öllu þessu
ágæta fólki kynntist ég og leyndi
sér aldrei hve Dýrfinna unni þeim.
Mér duldist ekki að lífsbaráttan
var með öðrum brag norður á Tjör-
nesi og hagir aðrir en ég hafði
vanist sem bam í úthverfi sístækk-
andi Reykjavíkur. Litla snotra
timburhúsið var byggt 1904, að
hluta úr rekaviði, og þótti stórvirki
á þeim tíma þó grunnflöturinn losi
rétt 40 fermetra. Úr kjallaranum,
sem mér þótti undur að væri með
moldargólfi, var innangengt um
göng út í sketnmu, sem geymdi
forvitnileg amboð frá liðnum tíma.
Ég, sem hafði verið sendisveinn í
GUNNLA UGUR EGGERTSSON
+ Gunnlaugur Eggertson var
fæddur í Hjörsey 1. nóvem-
ber 1909. Hann lést á Borgar-
spítalanum 27. júní síðastliðinn
eftir stutt veikindi. Foreldrar
hans voru Magnús Eggert
Magnússon bóndi í Einholtum
og kona hans Guðríður Guð-
mundsdóttir. Albræður Gunn-
laugs voru Guðmundur, skóla-
stjóri í Kópavogi, og Kjartan,
bóndi i Einholtum, sem báðir
eru látnir. Magnús, fv. yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, er einn
á lífi þeirra bræðra. Hálfbræð-
ur Gunnlaugs, synir Magnúsar
Eggerts, voru Oskar, bústjóri
í Kópavogi, og Einar, kafari í
Reykjavík, sem eru báðir látn-
ir. Gunnlaugur var bóndi í Ein-
holtum frá 1930 til dauðadags.
Árin 1930 til 1956 bjó hann
félagsbúi með móður sinni og
Kjartani bróður sínum. Árin
1956-1981 bjuggu þeir bræður
saman, en eftir lát Kjartans var
Gunnlaugur eini bóndinn í Ein-
holtum. Gunnlaugur var
ókvæntur og barnlaus. Útför
hans fer fram frá Fossvogs-
kirlqu í dag.
GUNNLAUGUR Eggertsson flutt-
ist þriggja ára í Einholt, sem þá
voru í Hraunhreppi, en eru nú í
Borgarbyggð. Eftir að Gunnlaugur
komst á legg bjó hann félagsbúi,
fyrst með móður sinni og Kjartani
bróður sínum, en eftir að móðir
þeirra dó, með Kjartani einum. Þá
gerðist Guðlaug Jónsdóttir, frænka
þeirra bræðra, ráðskona hjá þeim.
Kjartan dó árið 1981. Eftir það var
Gunnlaugur eini bóndinn í Einholt-
um, en Guðlaug frænka hans var
áfram ráðskona hjá honum. Hún
dó nokkru fyrir síðustu jól. Á með-
an þeir bræður Gunnlaugur og
Kjartan bjuggu félagsbúi, starfaði
Kjartan mikið í félagsmálum fyrir
hrepp og sýslu, en Gunnlaugur sá
meira um búreksturinn.
Það má segja að Gunnlaugur
hafi alið allan sinn aldur í Einholt-
um, þó að hann sé ekki fæddur
þar, og þaðan fór hann ekki fyrr
en tæpum sólarhring áður en hann
dó. Hann ferðaðist lítið, nema
vegna brýnna þarfa fjárbóndans.
Hann kynntist því öðrum héruðum
lítið af eigin raun og kom aldrei
til annarra landa.
Á undanförnum árum hafa ein-
staka menn haldið því fram að það
væri þjóðsaga að íslensk bænda-
menning væri öflug. Þessi skoðun
er misskilningur borgarbúa, sem
hafa ekki átt þess kost að kynnast
fólki í sveitum, t.d. mönnum á borð
við Gunnlaug í Einholtum. Hann
var ekkert einsdæmi um gáfað fólk,
sem náði miklum þroska við þær
aðstæður sem voru í sveitum lands-
ins á fyrsta hluta þessarar aldar.
Skólarnir voru að vísu farskólar,
þar sem hvert barn fékk aðeins
fárra vikna kennslu á ári, en marg-
ir kennararnir náðu samt ótrúlega
miklum árangri. Unga fólkið í
sveitunum hafði margt nokkuð
góðan tíma, t.d. á veturna, til að
mennta sig á eigin spýtur. Víða var
unnt að ná í góðar bækur, t.d. í
lestrarfélögum, og hávaðasamir
ljósvakamiðlar trufluðu ekki. Þess-
ar aðstæður sköpuðu sjálfmennt-
aða spekinga, sem fer nú fækkandi
vegna breyttra þjóðfélagsað-
stæðna. Gunnlaugur var einn af
þeim. Hann var skarpgreindur
maður. Skólaganga hans í æsku
var stutt. Þrátt fyrir það og að
hann ferðaðist lítið, var hann ein-
hver margfróðasti maður, sem ég
hefi þekkt. Áhugamálin voru ótrú-
lega mörg. Hann hafði mikla
ánægju af því að ræða um stjórn-
mál, trúmál, búfræði, sögu, landa-
fræði, tækni og bókmenntir. Hann
gat vitnað í ljóð góðskáldanna og
á yngri árum fór hann iðulega með
heilu kaflana úr bestu bókmennta-
verkum þjóðarinnar.
Gunnlaugur var snillingur í að
finna umræðuefni, sem viðmæl-
anda hans hentaði, og rökræða
það. Þá kom í lós hve þekking
hans var víðfeðm. Tvö dæmi skulu
nefnd um það, en auðvelt væri að
hafa þau fleiri. Sá sem þetta skrif-
ar varð vitni að því að Gunnlaugur
ræddi af áhuga og þekkingu um
þær breytingar sem hefðu orðið á
mataruppskriftum á þessari öld og
hann vitnaði í uppskriftir í nýlegum
tímaritum. Kunningi minn, sem er
áhugamaður um tækni, sagðist
hafa rætt lengi við Gunnlaug um
flugeiginleika þyrlna.
Gunnlaugur spilaði á orgel á
yngri árum, líklega án þess að fá
nokkurn tíma tilsögn í tónlist. Hann
átti dálítið safn af nótum, sem aðal-
lega voruíslensk sönglög og kirkju-
tónlist. Á síðari hluta ævinnar
hætti hann að spila, sagðist ekki
geta unað við mismuninn á sínum
hljóðfæraleik og þvi sem han heyrði
í útvarpi. Þeim sem þetta ritar er
það í barnsminni, þegar hann hlust-
stórri kjötverslun í Vogahverfi og
hjólað með nýlenduvörur í blokkir,
sté nú fýsibelg og sveið kálfslapp-
ir; á bita voru hangilæri, reykt í
hænsnakofanum; hér stóðu tunnur
með súru slátri, sem ég hafði aldr-
ei bragðað fremur en hræring; úti
á spýtu spyrtir þyrsklingar sem
maður barði á steðja.
Sú reynsla að upplifa næstum
horfna tíma veitti mér þroska á
Máná. Merkilegt var líka að kynn-
ast tungutaki sveitafólks og hvern-
ig það endurspeglar aðra lífshætti
en ég hafði vanist. En lærdómsrík-
ast var, og alls ekki auðlært, að
sjá og skynja heiminn á nýjan
hátt: kennileiti, skýjafar, sjólag,
veðrabrigði — skepnur og menn.
Ærnar hættu að vera einsleitir
ullarballar og urðu svipmiklir per-
sónuleikar. Heiðin fékk á sig mynd,
einnig leiti, melar og mýrar — stórt
og smátt fékk sérkenni sem óþjálf-
að auga fær ekki greint i þeirri
móðu sem heitir einu nafni nátt-
úra. Sambýlið við þá miklu móður
sýndist mér stundum geta verið
hart og óvægið. Hafís kom með
sinn kalda gjóstur, kal í túnum,
illa spratt og óþurrkar í ofanálag.
Orðið hábjargræðistími fékk merk-
ingu, og um leið sú mikla ást og
virðing sem góðar skepnur áttu
hjá heimafólkinu. Enn man ég eft-
irsjána í rómi Dýrfinnu um gömlu
Bleik þegar hún sagði mér að brátt
neyddist hún til að eyðileggja
blessaða skepnuna. Og hlýjuna
man ég þegar hún kallaði kýrnar
til sín — „kúrí kúrí“ úr hólfinu á
morgnana; gæluróminn þegar hún
gaf hænunum; natnina þegar hún
hirti blómin sín. Samt átti hún til
að styggjast og eitthvað varð
„ótætis“ þetta eða hitt, einkum ef
matur eða verðmæti fóru til spillis.
Og ekki leyndi sér ef hún varð
„alveg vita forviða“ á mannlegum
brestum, en af þeim virtist mér
leti höfuðsynd. En þá var nú gam-
an þegar mikið gekk undan með
dugnaði og krafti knárra manna
sem fengu að launum sæmdarheit-
ið „piltarnir", sagt með alveg sér-
stöku stolti og hlýju.
Þar sem ég gekk til flestra verka
með Dýrfinnu og fólki hennar
lærðist mér að skynja eitthvert
aði á sunnudagsmorgnum á tónlist
frænda síns í betri stofunni í gamla
torfbænum í Einholtum. í hugskoti
mínu eru það fegurstu tónleikar
sem ég hefi heyrt. Enn þann dag
í dag finnst mér að sunnudags-
morgnar séu fegurstir, ef þeir eru
kyrrir og næði til að njóta fagurrar
tónlistar, svo dúptæk voru upp-
eldisáhrif frænda míns.
Gunnlaugur hafði mikla ánægju
af því að umgangast húsdýrin.
Hann sagðist alltaf eiga erfitt með
að senda búféð til förgunar, einkum
ær og kýr, sem hann hafði umgeng-
ist lengi. Éflaust þótti honum vænst
um hundinn sinn, Týra. Það var
falleg stund þegar Gunnlaugur
kvaddi Týra í hinsta sinni, nú fyrir
nokkrum dögum. Það var ekki
kveðja húsbónda og hunds, það var
kveðja vina.
Gunnlaugur var orðinn háaldrað-
ur maður. Hann var einbúi síðan
Guðlaug dó í nóvember. En hann
vildi samt ekki yfirgefa Einholt,
þar sem hann hafði alið allan sinn
aldur. Ég held því að frænda mín-
um hafi ekki verið það á móti skapi
að kveðja Einholt og jarðlífið nú.
Blessuð sé minning góðs manns.
Magnús Öskarsson.
smá brot af þessu stóra dæmi.
Umfram allt lærðist að sá raun-
veruleiki sem hveijum og einum
sýnist að sé, er einatt annar og
meiri: drættirnir fínni, blæbrigðin
ríkari í náttúru og mannlífi. í besta
skilningi lærði ég að heimurinn er
ekki allur þar sem hann er séður.
Þetta er sá lærdómur sem ég tók
með mér eftir þijú sumur á Máná
og gleymi aldrei hvert sem ég fer.
Dýrfinna unni náttúrunni og
skepnunum. Fagrir voru morgn-
arnir þegar við mjólkuðum kýrnar
úti í dýjareitnum við hjalandi læk
og syngjandi mófugla. Þrátt fyrir
að erfiðisverkin væru mörg dásam-
aði hún lífið þessar morgunstund-
ir. Blátt hafið var eins og spegill
norður í hafsauga, kýrnar hristif -
hausa og blökuðu eyrum fyrir
flugnasveiminum og ég sé Dýrf-
innu fyrir mér þar sem hún stend-
ur með fötuna sína, þétt, með grá-
ar fléttur, á gömlu slitnu bleiku
mjaltapeysunni og horfir blíð á
svip yfir dýrðina sem hún gefur
sér tóm til að njóta mitt í annrík-
inu. Garðurinn hennar sunnan und-
ir húsinu er hluti af þessu ríki-
dæmi, og blómin í stofugluggun-
um. Seint um kvöld þegar erfiðu
dagsverki er lokið á hún það til
að setjast og líma bobba og skeljar
á kassa, skera út eða pijóna. Egill
tekur veðrið, viðtækið suðar í stof-
unni. Að lokinni kvöldhressingu^.
mjólk og kleinum, fæ ég að velja
mér lesefni úr bókahillunni í
skonsu þeirra hjóna: sögur af veiði-
mönnum, refaslóðum eða Tarzan.
Dýrfinna raular kannski þar sem
hún velur fegurstu eintökin úr
bobbasafninu sínu og Mosi gamli
geispar á bæjarhellunni.
Gestabækurnar hennar útskornu,
hillurnar, kassamir og blóma-
skreyttu gripirnir eru gjafir sem
hún færir ættingjum og vinum;
allt ber það fegurðarskyni hennar*,
vitni.
Síðasta sumar kom ég enn í
stutta heimsókn á Máná og var
launað sem löngum fyrr með þykk-
um leistum eins og þeir gerast
bestir.
Dýrfinna kom ung kona að
Máná og bjó þar alla tíð, rúm 60
ár. Hún gerði ekki víðreist um
þessa veröld, kom aldrei til Reykja-
víkur, en vegsamaði oft æskuslóðir
í Skagafirði sem hún sótti stundum
heim. Hún var hlý og einlæg
sveitakona, friðsöm og góð kona
sem blóm og skepnur launuðu vel
umhirðu, mannfólk kunni að meta
og við Mosi gamli hændumst
báðir að. Ég þakka ómetanlega#&
samverustundir. Ættingjum send-
um við öll, foreldrar mínir og systk-
ini, samúðarkveðjur. Friður veri
með Dýrfihnu Gunnarsdóttur.
Stefán Jón Hafstein.
LEGSTEINAR
Flutningskostna&ur innifalinn.
Shittur afqreiöslufrestur.
Fóiö myndalistann okkar.
720 BorggrfirSi eyslro, simi 97-29977
Fallegt og varan-
legt á leíði
Smíðum krossa og ramma
úr ryðfrfu stáli, hvfthúðaða.
Elnnig blómakrossa á leiði.
Sendum um land allt. Ryð-
frítt stál endist um ókomna
tið. Sendum myndalista.
Blikkverk sf
sími 93-11075.