Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1994 33
FRETTIR
Íshátíð í Hveragerði
„VIÐ viljum gera þetta að hátíð
fyrir Hveragerði, Hvergerðinga
og þá gesti sem hingað koma á
afmælisdaginn 2. júlí,“ sagði Al-
dís Hafsteinsdóttir, einn skipu-
leggjenda afmælisdagskrárinnar
hjá Kjörís hf. í Hveragerði en
fyrirtækið verður 25 ára á þessu
ári. í tilefni afmælisins verður
vegleg afmælisdagskrá á planinu
við fyrirtækið og um allan Hvera-
gerðisbæ.
Dagskráin verður krydduð með
ísnum frá Kjörís og hann þannig
gerður að almennum gleðigjafa
þennan dag. Aðaldagskráin verð-
ur frá 14-18 á laugardag en hefst
í raun með því að allir fá ókeypis
í sund í Laugarskarði milli 10 og
12.
Dagskráratriði eru fjölbreytt.
Félagar úr léttsveit Hveragerðis
hefja dagskrána á Kjörísplaninu,
félagar úr Leikfélagi Hveragerðis
flytja leikþátt, Raddbandið syng-
ur létt lög, hundar úr Hundaskóla
Guðrúnar sýna listir sínar,
kvennahljómsveitin Jarðþrúður
spilar, torfærutröll ekur yfir bíl-
hræ, Magnús Scheving sýnir leik-
fimi og Rúnar Júlíusson endur-
vekur 25 ára blómastemmningu.
Þeir sem verða 25 ára þennan dag
eru boðnir sérstaklega velkonjnir.
Auk dagskrárinnar á Kjörís-
planinu verður hægt að fá sér
ökuferð með gamaldags hest-
vagni um bæinn, harmonikkuleik-
arar og léttsveitarfélagar leika
tónlist um allan bæ, bein útsend-
ing verður á Bylgjunni frá Hvera-
gerði og Græna smiðjan skipu-
leggur gönguferðir milli sögu-
staða í bænum. Þá verður forn-
bílasýning i nágrenni Kjöriss.
Sértilboð verður á ís í öllum
búðum og sölustöðum í Hvera-
gerði. Barnaís verður seldur á 25
krónur.
Nokkur fyrirtæki í Hveragerði
hafa ákveðið að taka þátt í þessu
og m.a. verður sérstakur matseð-
ill hjá Húsinu á sléttunni. Ef veð-
ur Ieyfir ekki útihátíð verður dag-
skráin flutt inn í tívolíhúsið.
Kerlingarfjöll opnuð
SKÍÐASKÓLINN í Kerlingarfj'öll-
um tók nýlega til starfa, þrítugasta
og fjórða sumarið í röð. Fyrstu þtjú
námskeiðin voru ætluð unglingum.
Því síðasta lýkur 1. júlí en þá verð-
ur fyrsta helgarferðin farin. Sunnu-
daginn 3. júlí tekur við sex daga
fjölskyldunámskeið og síðan rekur
hvert námskeiðið annað fram til 24.
ágúst en þá endar starfstímabilið.
Leiðin til Kerlingarfjalla er orðin
greiðfær nánast öllum bílum, búið
að hefla veginn og ámar eru óvenju
vatnslitlar. Hins vegar er geysimik-
ill snjór á skíðasvæðinu og útlit
fyrir gott skíðasumar, segir í frétta-
tilkynningu.
Eins og jafnan leggur skólinn
áherslu á góða skíðakennslu, ekki
Fyrirlestur
um hamingju
HEIMSPEKINGARNIR Páll Skúla-
son og Vilhjálmur Árnason munu
laugardaginn 2. júlí kl. 17-19 halda
fyrirlestur um hamingjuna. Fyrir-
lestrarnir verða haldnir á Hótel Eddu
í Menntaskólanum á Laugarvatni.
Þeir verða síðan endurteknir á sama
stað 6. ágúst kl. 17-19.
Þeir Páll og Vilhjálmur munu
segja frá kenningum heimspekinga,
fjalla um viðhorf íslendinga og
greina frá eigin niðurstöðum um
eðli hamingjunnar og á hvaða for-
sendum menn geti talist hamingju-
samir.
Páll Skúlason er löngu kunnur
fyrir greinar og bækur sem hann
hefur sent frá sér undanfarna tvo
áratugi. Má þar nefna Pælingar, sem
er greinasafn, og Siðfræði sem er
nýjasta bók hans.
Vilhjálmur Árnason sendi í vetur
sem leið frá sér bókina Siðfræði lífs
og dauða þar sem hann íjallar um
ýmis siðfræðileg álitamál í starfi
heilbrigðisstétta. Bókin var tilnefnd
til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna.
Náttúruskoðun í Viðey
AÐSÓKN að Viðey hefur aukist mjög
i sumar. í júní sl. voru Viðeyjargest-
ir 3.551 en verða rétt um 5.000 í
júní í ár. Um þessa helgi verður að
venju úr ýmsu að velja fyrir Viðeyjar-
gesti.
Á laugardag verður náttúruskoð-
un með Árna Waag. Hún hefst kl.
14.15 við kirkjuna og stendur um
einn og hálfan til tvo tíma. Rétt er
að fólk verði á góðum gönguskóm.
Ljósmyndasýning, sem opnuð var
í Viðeyjarskóla um síðustu helgi,
verður opin laugardag og sunnudag
frá kl. 13.20-17. Þar er brugðið upp
myndum frá lífinu á Sundbakka,
þorpinu sem var í Viðey á fyrri hluta
þessarar aldar. Á laugardag mun
Órlygur Hálfdánarson leiðbeina á
sýningunni og einnig um Sundbakk-
ann og sýna Vatnsgeyminn, hið
skemmtilega félagsheimili Viðey-
ingafélagsins.
Á sunnudag verður staðarskoðun
heima við. Hún hefst í kirkjunni kl.
15.15 og tekur um þijá stundarfjórð-
unga. Hestaleigan er opin alla daga,
einnig eru veitingar á boðstólum í
Viðeyjarstofu. Leyft er að tjalda í
Viðey á góðri grasflöt í námunda við
ágætar snyrtingar. Ekkert tjald-
stæðagjald er tekið, en sækja þarf
um leyfi til staðarhaldara.
Bátsferðir verða úr Sundahöfn frá
kl. 13.
ÆÐI
&
u
BBWPIIIjWWWIWWiPPBPWlBBMBWÍHÉÍI
AEG kostar minna en þú heldur.
Mjög hagstæð verð á eldavélum, ofnum,
helluborðum og viftum.
ö
«|
©
Ui
<
©
us
<
©
\<
<
©
iU
<
©
iit
<
©
Ui
<
©
iíl
<
©
‘M
<
lalægt
20.000
íslenskum
heimilum
-eru AEG eldavélar. Engin
eldavélategund er á fleiri heimilum.
Kaupendatrvgg5 vi& AEG er (82.5%).*
Hvað segir petta þér um gæði AEG ?
’ Samkvæmt Markaðskönnun Hagvangs í des. 1993.
síst fyrir byijendur. Skíðasvæðið
er öllum opið, hvort sem menn fara
í kennslu eða ekki, og snjótroðari
dregur fólk á efstu tinda.
Landslið Kanada kemur til
æfinga
Það telst til tíðinda að 14-16
manna hópur frá skíðalandsliði
Kanadamanna í alpagreinum kemur
til tíu daga æfinga í Kerlingarfjöll-
um 28. júlí til 8. ágúst. Einnig send-
ir Skíðasamband Islands unglinga-
landslið sín til æfinga og nokkrar
skíðadeildir íþróttafélaga hafa einn-
ig boðað komu sína í Kerlingarfjöll.
Sniglar á lands-
mót í Húnaveri
ÁRLEGT landsmót Bifhjólasamtaka
lýðveldisins, Snigla, verður í Húna-
veri dagana 30. júní til 3. júlí.
Hefð er fyrir að halda mnótið
fyrstu helgi í júlí. Verður ýmislegt
gert sér til ánægju og m.a. haft ofan
af fyrir fólki með dansleikjum og
íþróttaiðkan.
Sniglabandið, hljómsveitin Urmull
frá ísafirði og Bandover frá Akur-
eyri leika- fyrir dansi og
„kántrý-gestur" sýnir sig.
-------♦ 4-4------
■ MARKAÐSTORGIÐ í Hvera-
gerði verður opið á laugardag og
sunnudag frá kl. 12 til 19. Eins og
endranær verður þar margt urn-að
vera; sígaunaspákona spáir um
framtíðina fyrir gesti og þeir kom-
ast á hestbak og geta rennt fyrir
bleikju á staðnum. Að sjálfsögðu
fæst þarna allt á grillið og ótal-
margt fleira.
PABBI/MAMMA
Allt fyrir nýfædda barnið
ÞUMALÍNA
©
«!
cA
ll
<!
©I
I 0'
helluborð
Competence 3100 M-w;
Tvær hraSsu&uhellur
18 cm og tvær
hraSsuSuhellur 14.5 cm.
Onnur þeirra er sjólfvirk .
VerS kr. 17.790,-
©
k Eldavél
Competence 5000 F-w;
60 cm -Undir- og yfirhiti,
blástursofn, blástursgrill, grill,
geymsluskúffa.
Verð kr. 62.900,-.
Eldavél
Competence 5250 F-vk:
60 cm meS útdraganlegum
ofni - Undir- og yfirhiti, klukka,
blástursofn, blástursgrill, grill
og geymsluskúffa.
Verð kr. 73.663,-
E533I ▲ rofaborð
-Competence ’
3300 S- w:
Gerir allar hellur sjálfvirkar.
Barnaöryggi.
Verð kr. 24.920,-
©
m
<
©
ui
<
©
rv
<
i h elluborð
Competence 110 K:
-stál eSa hvítt meS rofum -
Tvær 18 cm hraSsuSuhellur,
önnur sjálfvirk.Tvær 14.5 cm
hraSsuSuhellur. ~
Verð kr. 26.950,-
luSlÍ i keramik
-helluborð
- Competence 6110 M-v/r.:
Ein stækkanleg hella 12/21 cm,
ein 18 cm og tvær 14.5 cm.
Verð kr. 43.377,-.
keramik-helluborð
með rofum - Competence
6210 K-wn: Ein 18 cm
hraSsuSuhella.Ein stækkanleg
12/21 cmog tværl4.5cm.
Verð kr. 56.200,-
l veggofn
- Competence
5200 B-stál.:
Undir- og vfirhiti, blástursofn,
blástursgriil, grill og klukka.
Verð kr. 62.936,-
Hvítur ofn kostar
Verð kr.57.450,-
eða 54.577,- staðgreitt.
«1311 UndÍrborðsofn -
Competence 5000 E - w:
Undir- og yfirhiti, blástursofn,
blástursgriil og grill.
Verð kr. 57.852,-
Sami ofn í stáli (sjá myndj, verð
kr. 68.628,- eða 65.196,- staðgreitt.
©
Vifta
teg. 105 D-w
60 cm - Fjórar hraSastillingar.
BæSi fyrir filter og útblástur.
Verð kr.9.950,-
B R
:
©I
©1
©
< I
©
©I
©i
< i
©
<
© I
- 9.
©
m
©I
m I
<
<
Q 1
m |
©
Djohmssomhf
Lágmúla 8, Simi 38820
AEG AJEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG
©1
Umboösmenn:
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfiröinga. Borgarnesi.
Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson,
Grundarfiröi. ÁsubúÖ.Búöardal
Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi.
Rafverk, Bolungarvlk.Straumur.ísafiröi.
Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavlk.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga,
Ðlönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki.
KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík.
UrÖ, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn GuÖmundsson, Egilsstööum.
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi.
Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Hjalti Sigurösson,
EskifirÖi. Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga,
Fáskrúösfiröi. KÁSK, Höfn
Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri.
Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavlk.
Rafborg, Grindavlk.