Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
Er það satt, að maður ætti Ekki ef maður Af hveiju er sagt „þú ert Ef þú ert heppinn, mun
ekki að hræðast þegar mað- hefur von. aldrei einn á ferð“? hundurinn þinn vera með
ur gengur úti I stormi? þér...
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Orfá orð
til Þorgeirs Pálssonar, BólstaðarhKð 7
Frá Matthíasi Á. Mathiesen:
ÖRFÁ orð vegna bréfs í Morgun-
blaðinu 24. júní sl. frá þér til Steins
Lárussonar framkvæmdastjóra
vegna þjóðhátíðarinnar 17. júní. Eg
las í bréfi þínu að þú varst á þjóðhá-
tíðinni á Þingvöllum. Ég vona að
þú hafir haft mikla ánægju af því
eins og aðrir þeir sem þar voru og
við mig hafa talað. Ohlutdrægir
segja mér að þjóðhátíðin hafi tekist
vel, en eins og þú bendir réttilega
á dylst engum að umferðarmálin
fóru verulega úrskeiðis.
Sem betur fer var þjóðhátíðin
næsta slysalaus og þeim mikla fjöida
sem hana sótti til mikils sóma og
er ástæða til að þakka það. Auðvit-
að koma alltaf upp einhver vanda-
mál á slíkum stórhátíðum og verður
seint hægt að koma í veg fyrir slíkt.
Skorast þjóðhátíðarnefnd ekki und-
an jgagnrýni á því sem er hennar.
Eg ætla að víkja að umferðar-
vandamálum sem upp komu, enda
eru orð Steins í viðtali á Stöð 2, 18.
júní sl. um það vandamál tilefni
skrifa þinna.
Frá upphafi starfa sinna var þjóð-
hátíðarnefnd í samstarfi við alla þá
innlendu aðila sem verða að hafa
afskipti af slíkri þjóðhátíð. Leitaði
nefndin álits þeirra og kom fram
með tillögur sínar sem hún taldi að
mættu koma að gagni og skynsam-
legri væru til framkvæmda að henn-
ar dómi. Nefndin leitaði jafnframt
til útlanda þar sem ekki var inn-
lenda aðstoð að fá.
Stjórn umferðarmála á vegum er
í höndum lögreglustjóra í hveiju
lögsagnarumdæmi. Þó er heimilt að
fela einum lögreglustjóra alla um-
ferðarstjóm og skipulag við sérstak-
ar aðstæður á ákveðnum svæðum
eins og gert var á þjóðhátíðinni
1974. Fulltrúi dómsmálaráðuneyt-
isins gerði í öndverðu grein fyrir
því að ekki yrði sama fyrirkomulag
nú og var 1974 heldur skyldu lög-
Athugasemd
frá Harmon-
ikkufélagi
Reykjavíkur
Frá Karli Jónatanssyni:
VEGNA bréfs frá Gesti Friðjóns-
syni „Óhreinu börnin hennar Evu“
sem birtist í Morgunblaðinu 29.
júní sl. vil ég taka það fram að
Harmonikkufélagi Reykjavíkur var
ekki á nokkum hátt ýtt til hliðar
eða á neinn annan hátt einangrað
frá hátíðarsvæðinu á Þingvöllum
17. júní. Um það var samið að við
gengjum um svæðið í smáhópum
og spiluðum þar sem okkur þótti
best henta hverju sinni. Þjóðhátíð-
arnefnd sveik því ekki á nokkurn
hátt samninga við Harmonikkufé-
lag Reykjavíkur og af okkar hálfu
var ekki undan neinu að kvarta
hvað varðar skipulag á okkar
skemmtiatriði.
Fyrir hönd Harmonikkufélags
Reykjavíkur,
KARL JÓNATANSSON.
reglustjóramir í Ámessýslu og
Reykjavík skipuleggja og stjórna
umferðarmálum sinna lögsagnar-
umdæma. Skyldi nefndin hafa sam-
band við þá varðandi upplýsingar
og fyrirmæli. Upplýsingar og fyrir-
mæli um skipulag og stjómun um-
ferðarmála á þjóðhátíðinni 17. júní
komu síðan frá þessum tveimur
embættum. Hafi ákvarðanir um
skipulag og stjórnun umferðarmála
þennan dag verið ástæðan fyrir
þeim umferðarvandamálum sem
upp komu verður þvi að leita skýr-
inga hjá embættum lögreglustjóra
í Árnessýslu og Reykjavík.
Við sem vomm á þjóðhátíðinni
1974 munum eftir umferðarvanda-
málunum sem þá urðu jafnvel þótt
tvö ár hafi þá verið til undirbúnings
og skipulagningar umferðarmála og
eitt Iögreglustjóraumdæmi hafi far-
ið með umferðarmálin. Fjölmiðlar
sögðu: „Mesta umferðarteppa í
1100 ár.“ „Fjöldi manns var þrjá
tíma eða meira frá Þingvöllum til
Reykjavíkur.“ (Vísir 29. júlí 1974.)
En hvað sagði framkvæmdastjóri
þjóðhátíðarinnar 1974 og reyndar
ritari nefndairnnar, Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur, um skipulag
umferðarmála þá? í viðtali við Þjóð-
viljann 30. júlí 1974 segir hann:
„Hátíðin fór fram samkvæmt
áætlun að mestu. Reyndar skilst
mér að það hafi orðið umferðartaf-
ir, en það kemur mér eiginlega ekki
við, það var lögreglan sem annaðist
þá hlið skipulagningarinnar."
Indrið G. Þorsteinsson hafði sömu
viðhorf til umferðarvandamálanna
1974 og Steinn Lárusson 1994.
Það er ljóst af framangreindu að
lögreglunni er mikill vandi á hönd-
um þegar skipuleggja þarf fólks-
flutninga í sambandi við stórhátíðir,
og því þýðingarmikið að nýta sér
fengna reynslu.
Þjóðhátíðamefndin var skipuð af
ríkisstjóm að höfðu samráði við
þingflokkana. Var það með svipuðu
fyrirkomulagi og skipun eða kosn-
ing nefnda þjóðhátíða allt frá 1930.
Það er ekki rétt með farið að þær
Ásta Erlingsdóttir og Ása Hregg-
viðsdóttir hafi verið í nefndinni. Þær
störfuðu fyrir nefndina ásamt öðru
ágætu fólki sem vann frábært verk
við gerð dagskrár og skipulag henn-
ar á þjóðhátíðini undir ömggri for-
ystu Steins Lárussonar fram-
kvæmdastjóra.
Aðalatriðið nú er að átta sig á
því hvað aflaga fór og læra af
reynslunni. Það er stutt í 1000 ára
afmæli kristnitöku á íslandi.
MATTHÍAS Á. MATHIESEN,
formaður Þjóðhátíðarnefndar.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.