Morgunblaðið - 01.07.1994, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Nicole Kidman
• •
011
fjölskyldan
leikur í
myndinni
►KVIKMYNDIN „My Life“
segir frá dauðvona þjónustu-
fulltrúa sem tekur mynd-
bandsupptökur af lífi sínu til
minningar um sig. Kvikmynd-
in sjálf varð síðan minnisvarði
Sondru Rubin móður leik-
sljórans Joels Rubins, en hún
lést fjórum mánuðum eftir að
kvikmyndin var frumsýnd.
Hún leikur ættingja sem býð-
ur ástföngnu parinu, Michael
Keaton og Nicole Kidman, inn
um dyrnar í einu atriði mynd-
arinnar. Reyndar Ieikur öll
fjölskylda Rubins í kvikmynd-
inni. „Ef myndbandið er stöðv-
að í brúðkaupsathöfninni sést
öll fjölskylda mín. Þar eru
bróðir minn, konan mín, börn-
in mín, frænkur minar og
frændur," segir Rubin. „Þetta
verður þó í síðasta skipti sem
, ég bý til kvikmynd með ætt-
ingjum, vegna þess að í hvert
skipti sem ég klippti eitthvert
atriði úr myndinni, þurfti ég
að hafa áhyggjur af því að ég
væri að sniðganga ættingja
mína.“
Michael Keaton leikur
dauðvona þjónustufulltrúa.
Brimkló
komin sam-
anáný
NÚ ÞEGAR sveitaböllin eru
allsráðandi í skemmtanaflóru
Islendinga hefur verið ákveðið
að slá ugp alvöru sveitaböllum
á Hótel Islandi. Þá komast
borgarbörnin hjá því að fara
út fyrir borgarmörkin og geta
samt skellt sér á sveitaball. Af
þessu tilefni hefur hljómsveitin
Brimkló verið endurvakin eftir
þó nokkurt hlé. Hún mun hita
upp fyrir aðra hljómsveit, Fán-
ana, sem síðan mun halda uppi
dansi langt fram á nótt. Þá er
líklegt að söngvari Brimklóar,
Björgvin Halidórsson, muni
einnig taka lagið með Fánun-
um.
gggwwpm.
...
MARISA TOMEI leikur á móti Robert Downey í kvikmyndinni
„Just in Time“.
Marísa Tomei þykir
vera hrokagikkur
í HOLLYWOOD fer það orðspor
af Marisu Tomei sem hlaut
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn
kvikmyndinni „My Cousin
Vinny“ að hún sé hrokagikk-
ur. Samkvæmt sögusögnum
húðskammaði hún hár-
greiðsludömuna sína fyrir að
mæta of seint, þrátt fyrir að
ástæðan fyrir seinkuninni væru
tvö óvænt dauðsföll í fjölskyldu
hennar. Síðan á hún að hafa
sýnt kvikmyndatökuliði nýrrar kvik-
myndar „Just in Time“, sem hún
leikur í, mikla fyrirlitningu meðan á
tökum stóð. Hún segist sjálf vera
alveg eins og hún hafí alltaf verið:
„Fólk gerir ósjálfrátt ráð fyrir að
ég hljóti að vera orðin hrikalegt
merkikerti, jafnvel fólk sem ég hef
þekkt lengi.“ Hún ber þó ekki á
móti þessum sögusögnum, en segir
þær að mestu leyti byggðar á mis-
skilningi.
baukinn f Háskólabíói!
wilDlieifes a relatíve.
hutverki frænda, sem öil fjölskyldan
snattast í kríngum í von um arf.
Kvikmyndir
Ný kvikmynd
um Regn-
manninn?
FRAMHALD kvikmyndarinnar
Regnmaðurinn (Rain Man) gæti
verið væntanlegt. Dustin Hoffman
fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn
í myndinni árið 1988 og hefur sýnt
því mikinn áhuga. Samningar eru
þó ennþá á viðræðustigi. I upphaf-
legu kvikmyndinni lék Hoffman
hinn innhverfa Raymond Babbitt
og yngri bróðir hans var hinn
fégráðugi Charlie (Tom Cruise).
Samkvæmt heimildarmönnum eru
Barry Morrow höfundur sögunnar
um Regnmanninn og Muray Schisg-
al leikritaskáld þegar sestir við
skriftir á nýju handriti. Víst er að
kvikmyndaáhugamenn bíða með
öndina í hálsinum eftir að sjá fram-
vindu málsins en Regnmaðurinn sló
í gegn um allan heim á sínum tíma.
SJÁUM VIÐ Dustin Hoffman aftur í hlutverki Raymonds og
Tom Cruise í hlutverki Charlies?