Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D
157. TBL. 82. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
ítalir í úrslit í fimmta sinn
BÚLGARINN Zlatko Iankov svíf- um í Heimsmeistarakeppninni í tveim mörkum gegn einu og
ur yfir Roberto Baggio þeim ít- knattspyrnu, sem fram fór í leika því til úrslita um heims-
alska, í fyrri undanúrslitaleikn- gær. Italir sigruðu í leiknum með meistaratitilinn í fimmta sinn.
Norður-Kóreumenn boða viðræður
Engin merki um
valdatogstreitu
Seoul. Reuter.
EKKERT benti til þess í gær að valdabarátta væri í uppsiglingu í Norður-
Kóreu vegna andláts Kims Il-sungs, leiðtoga landsins, og elsti sonur hans,
Kim Jong-il, virtist nánast öruggur um að taka við af föður sínum. Útvarpið
í Pyongyang sagði að Norður-Kóreumenn myndu ræða við bandaríska
embættismenn í næstu viku og búist er við að undirbúningsviðræður vegna
fyrirhugaðs leiðtogafundar kóresku ríkjanna heijist síðar í mánuðinum.
„Þetta bendir til þess að stöðug-
leiki ríki í Norður-Kóreu þrátt fyrir
andlátið,“ sagði Cha Young-koo,
sérfræðingur í málefnum Norður-
Kóreu við rannsóknarstofnun á sviði
varnarmála í Seoul. „Þetta er einnig
merki um að Norður-Kóreumenn
framfylgi núverandi stefnu, að
minnsta kosti í nánustu framtíð, í
kjarnavopnamálinu."
Ilætt við Bandaríkin
Útvarpið í Pyongyang sagði að
norður-kóresk sendinefnd myndi
ræða við bandaríska embættismenn
um framhald viðræðna í Genf sem
miða að því að finna lausn á deil-
unni um meintar tilraunir Norður-
Kóreumanna til að framleiða kjarna-
vopn. Viðræðunum var slitið eftir
andlát leiðtogans fyrrverandi.
Þá sagði útvarpið einnig að Kim
Jong-il væri nú í „forystu flokks,
ríkis og hers“. „Allt bendir til þess
að Kim Jong-il taki við völdunum
mjög fljótt," sagði embættismaður í
Seoul.
Erfitt til langframa
Fréttaskýrendur telja þó að erfitt
verði fyrir Kim Jong-il að treysta
sig í sessi til langframa. Margir
þeirra telja að andlát Kims Il-sungs
geti haft jafn mikil áhrif í Norður-
Kóreu og dauði Maós í Kína árið
1976 og Stalíns í Sovétríkjunum
1953. Fáir þeirra útiloka valdabar-
áttu milli umbótasinna og harðlínu-
manna, valdarán hersins, eða upp-
lausn stjórnkerfisins eins og í Aust-
ur-Evrópu og Sovétríkjunum. „Nú
þegar Kim Il-sung er látinn er engin
trygging fyrir því að ríkið sem var
skapað í hans eigin mynd lifi mikið
lengur en hann sjálfur," skrifaði
Aidan Foster-Carter, sérfræðingur í
málefnum Norður-Kóreu, í Thelnde-
pendent.
Serbar bíða ákvörðunar frá þingi sínu um friðaráætlun um Bosníu
Múslimar segja
áætlunina ill-
skásta kostinn
Pale. Reuter.
LEIÐTOGAR Bosníu-múslima og Króata lýstu í gær yfir stuðningi sínum
við alþjóðlegu friðaráætlunina um Bosníu, en Bosníu-Serbar sögðu að
ákvörðun um stuðning yrði aðeins tekin af sjálfskipuðu þingi þeirra. Utan-
ríkisráðherrar Bretlands og Frakklands, Douglas Hurd og Alain Juppe,
hvöttu stríðandi aðila til þess að samþykkja áætlunina, ef stríðið í landinu
ætti ekki að harðna til muna.
Þing Bosníu-Serba mun koma
saman í Pale á mánudag, og sömu-
leiðis þing_ múslima og Króata í
Sarajevó. A þriðjudag rennur út sá
frestur sem stríðsaðilunum hefur
verið gefinn til þess að samþykkja
friðaráætlunina eða hafna henni.
Bandaríkjamenn, Bretar, Frakk-
ar, Rússar og Þjóðvetjar lögðu frið-
aráætlun, sem skyldi samþykkt eða
hafnað, fyrir stríðandi fylkingar í
Bosníu fyrir viku. Þungamiðja áætl-
unarinnar er kort þar sem Bosníu
er skipt um það bil jafnt á milli ríkja-
sambands múslima og Króata ann-
arsvegar og Serba hinsvegar, en
þeir síðarnefndu hafa nú um 70%
landsins á valdi sínu.
„Vond áætlun“
Alija Izetbegovic, forseti Bosníu-
músiima, sagðist myndu mælast til
þess við þingið að áætlunin yrði sam-
þykkt, ef tryggt yrði að Bosnía-
Herzegóvína yrði áfram til sem sjálf-
stætt ríki og landamæri þess viður-
kennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við
erum ekki þeirrar skoðunar að þessi
áætlun sé góð. Þvert á móti, þetta
er vond áætlun, en allir aðrir mögu-
leikar eru verri,“ sagði Izetbegovic.
Bosníu-Serbar hafa látið í ljósi
miklar efasemdir um áætlunina, en
samkvæmt henni þurfa þeir að gefa
eftir rúmlega fjórðung þess lands
sem þeir ráða nú yfir. Radovan
Karadzic, leiðtogi þeirra, sagði það
ekki á sínu valdi að samþykkja áætl-
unina, heldur væri það í verkahring
þingsins.
Stjórnmálaskýrendur töldu líklegt
að þing Serba myndi biða og sjá
hvaða ákvörðun yrði tekin á þingi
múslima og Króata í Sarajevó, og
myndu sennilega setja skilyrði fyrir
því að samþykkja áætlunina.
Utanríkisráðherrarnir hvöttu
deiluaðila til þess að sættast á áætl-
unina, og jafna ágreiningsmál síðar.
Hurd sagði áætlunina uppfylla skil-
yrði Izetbegovics, ög ekki verða til
þess að landið yrði hlutað sundur.
Reuter
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakklands og Bretlands, Alain Juppe
og Douglas Hurd, ásamt Alija Izetbegovic (t.h.) svara spurningum
fréttamanna í Sarajevó í gær, eftir fund um friðaráætlunina.
Leitin að eftirmanni Jacques Delors
Santer reiðubúinn
Brussel. Daily Telegfraph, Reuter.
JACQUES Santer, forsætisráðherra
Lúxernborgar, hefur fallist á að
verða eftirmaður Jacques Delors sem
framkvæmdastjóri Evrópusam-
bandsins, ESB, takist samkomulag
um það. Var þetta haft eftir honum
í fyrrakvöld, en hann lagði þó
áherslu á, að stjórn sín styddi enn
Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra
Belgíu, til starfans. Sagt er, að fátt
eða ekkert skilji milli þeirra forsætis-
ráðherranna og því geti orðið erfítt
fyrir Breta að fallast á Santer eftir
að hafa beitt neitunarvaldi gegn
Dehaene.
Reynt verður að ráða fram úr því
á sérstökum fundi í Brussel á morg-
un hver Verði eftirmaður Delors og
stendur leitin fyrst og fremst að
kristilegum demókrata, þar sem
Delors er sósíalisti. Santer uppfyllir
það skilyrði, en hann er svo mikill
sameiningarsinni í Evrópumálum,
að það var að hans kröfu, að í Maast-
richt-sáttmálanum er talað um „æ
nánara bandalag". Hann er mjög
hlynntur félagsmálakafla Maast-
richt-sáttmálans og ýmsir telja, að
hann muni fyrst og fremst verða
leppur eða ganga erinda Frakka og
Þjóðveija sem framkvæmdastjóri
Evrópusambandsins.
Sprengjutilræðin
á Rhodos
Segja út-
lendinga
að verki
Aþenu. Reuter.
GRÍSKA lögreglan reynir nú
ákaft að finna menn sem stóðu
fyrir sprengjutilræðum á eyj-
unni Rhodos, sem er rétt undan
strönd Tyrkiands, á mánudag
og þriðjudag. Orðrómur er á
kreiki í Grikklandi um að Tyrk-
ir standi fyrir tilræðunum til
að hefna fyrir meintan stuðn-
ing Grikkja við kúrdíska upp-
reisnarmenn er hafa ráðist á
ferðamannastaði í Tyrklandi.
Grafa undan
ferðaþjónustu
Ráðherra laga og reglu í
Grikklandi, Stelios Papathem-
elis, sagði að gerð sprengnanna
sýndi að ekki væri um innlenda
hryðjuverkamenn að ræða.
Ljóst væri að tilræðin væru
gerð til að grafa undan ferða-
þjónustunni, sem er mikilvæg
tekjulind fyrir Grikki.
Talsmenn stjórnvalda í
Grikklandi hafa ekki kennt
Tyrkjum um tilræðin, en full-
trúi stjórnarandstöðuflokks og
embættismaður á Rhodos gáfu
í skyn að svo gæti verið. Tyrk-
ir gagnrýndu Grikki harðlega
er tyrkneskur stjórnarerindreki
var myrtur í Aþenu 4. júlí.
Talið er að hryðjuverkamenn
hafi þar verið að vei'ki.