Morgunblaðið - 14.07.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 15
SÞ fagna
niðurstöðu
Þjóðverja
BOUTROS
Boutros-
Ghali, fram-
kvæmda-
stjóri Sam-
einuðu þjóð-
anna, fagnar
úrskurði
stjórnlaga- Boutros-Ghali
dómstólsins
þýska um að stjórnarskrá
landsins komi ekki í veg fyrir
að Þjóðvetjar sinni friðar-
gæslu. Telur Boutros-Ghali að
þetta þýði að Þjóðverjar eigi
eftir að gegna auknu hlutverki
á alþjóðavettvangi.
Umhverfis-
átak í Kína
KÍNVERJAR segjast ætla að
veija yfir 200 milljörðum
yuana, tæpum 1.700 milljörð-
um króna á næstu sex árum
til að hreinsa umhverfið. A
síðasta ári vörðu þeir sem
svarar 18 milljörðum kr. til
verksins. Nokkrar kínverskar
borgir eru taldar vera með
menguðustu stöðum heims.
Skrímslaleit
í þýsku vatni
BAÐSTRANDARGESTUM
við vatnið Neuss í Þýskalandi
var skipað á brott í gær og
svínsblóði hellt út í vatnið til
að ná á land „Loch Neuss
skrímslinu“ svokallaða, gælu-
krókódíl sem slapp frá eiganda
sínum fyrir þremur dögum.
Lítið fylgi
Japansstjómar
UM helming-
ur japanskra
kjósenda er
ósáttur við
hina nýju
stjórn fijáls-
lyndra demó-
krata og sós-
íalista og 38%
eru sátt við hana, samkvæmt
skoðanakönnun sem gerð var
um helgina. Sögust 28% kjós-
enda styðja forsætisráðherr-
ann, Tomiichi Murayama, þar
sem ekki væri um neinn annan
að ræða.
Murayama
Greenpeace-
menn látnir
lausir
NORSKA strandgæslan lét í
gær lausa fimm félaga í nátt-
úruverndarsamtökunum
Greenpeace, nokkrum stund-
um eftir að þeir voru hand-
teknir á tveimur gúmmíbátum
nærri norsku hvalveiðiskipi.
Var fólkið flutt um borð í skip
samtakanna, Síríus.
Bandarísk
nafnskírteini
BANDARÍKJAMENN íhuga
nú að gefa út nafnskírteini
sem mönnum verður skylt að
bera, vegna þess hversu erfið-
lega hefur gengið að koma í
veg fyrir ólöglega innflytjend-
ur til landsins. I skírteini yrði
mynd, segulrönd með nauð-
synlegum upplýsingum og
jafnvel fíngraför.
Franskir fjölmiðlar segja Breta hafa verið undirlægjur Bandaríkjanna
Þjóðverjar að
taka forystuna
París, London, Berlín. Reuter.
FRÖNSK dagblöð sögðu í gær að
Þýskalandsheimsókn Bills Clintons
Bandaríkjaforseta staðfesti nýja
stöðu Þjóðveija í Evrópu. Þýskaland
hefði um langa hríð verið efnahags-
legur risi en pólitískur dvergur; hið
síðara ætti ekki lengur við. Úr-
skurður þýska hæstaréttarins um
að senda mætti herlið til friðar-
gæslu utan Evrópu og sú ákvörðun
franskra stjórnvalda að Helmut
Kohl Þýskalandskanslari yrði heið-
ursgestur í París við hátíðarhöld
vegna þjóðhátíðardagsins í dag, 14.
júlí, sýndu stóraukin áhrif Þjóð-
veija.
Ihaldsblaðið Le Figaro sagði að
þýsk stjórnvöld þyrftu nú að móta
stefnu sína í alþjóðamálum og með-
an Kohl væri kanslari væri líklegt
að Evrópusambandið yrði grund-
völlur hennar.
Vinstriblaðið ■ Liberation sagði
hvatningu Clintons til Þjóðveija um
að axla auknar byrðar í forystu
vestrænna ríkja sýna breytta stöðu
með tilkomu Evrópusambandsins
og minnkandi vægi Bretlands.
Gömul aðferð Bandarikjanna, að
beita Bretum fyrir sig til að koma
af stað vandræðum i Evrópu, hefði
mistekist.
Clinton sagði á mánudag að
tengsl Bandaríkjamanna við Breta
ættu sér sögulegar rætur en sam-
starfið við Þjóðveija væri nú ef til
vill mikilvægara en við aðrar Evr-
ópuþjóðir. Breski kaupsýsiumaður-
inn Sir James Goldsmith var kjörinn
á þing Evrópusambandsins nýverið'
en hann bauð sig fram í Frakk-
landi. Hann gagnrýndi í vikunni
Clinton harðlega fyrir ummæli for-
setans í Þýskalandsheimsókninni.
„Clinton forseti hefur sýnt ótrúleg-
an skort á sögulegum skilningi sem
bætist við ótrúlegan skort hans á
visku“, sagði sir James. Hann sagði
Clinton hafa afhjúpað hvert inntak
„hinna sérstöku tengsla" Breta og
Bandaríkjamanna væri nú. í reynd
hefðu Bretar aðeins verið undir-
lægja Bandaríkjamanna og upp-
skæru að lokum fyrirlitningu þeirra
eins og alltaf yrði raunin í slikum
samböndum.
TRIGANO
lsland
Sœkjum
þaAheim!
á 'Vango
tandsins mesta
úrval af
tjöldum á
sýningarsvæði
OG TILBOÐSVEISLA
Á ÚTIVISTARVÖRUM
Á SÝNINGARSVÆÐI
/T|.^ w'M' Mikiö úrval af hústjöldum,
> J | , j »]i 1 göngutjöldum,
kúlutjöldum og íslenskum
I í “V tBkT-yá: ” ■ ... gæðatjöldum frá
'&ÍÍ&LS * Seglageröinni.
'3omon
, v&r
T I L B O Ð 1
CLARA hústjald 4 manna HHMi
+ 2 Nitestar svefnpokar 47.000
<-5°) jcIrX?r»Ti1
TILBOÐ 2
PEKING 180 4 manna tjald
+ 2 Nitestar svefnpokar 23.000
(-5°)
19.900
T I L B O Ð 3
SÓLTJALD í garðinn m. 4 súlum
1.40 m á hæð og 6 m langt
aðeins
T I L B O Ð 4
DUKDALF Relax sólstóll
Æk
TILBOÐ 5 á ollum skóm
DEMON gönguskórRSI
2.500
\
Daíwa
Veiðivörur
GÓNGUSKOR
SÓLHÚSGÖGN
BAKPOKAR
FATNAÐUR
SVEFNPOKAR
SÓLTJÖLD
VEIÐIVÖRUR...
• •• þar scm
ferdalagád
byrjar!
;RÐIN
EYJASLOÐ 7 101 REYKJAVIK S. 91 -621 780