Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
—
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 19
LISTIR
m
■ —
EinQöngu fyrir korthaía VISA!
sting á 4ra stjörnu
nveröi i:íÆ &,
liinif. flug, akstur til
og frá flugvelli, gisting á 4ra stjörnu
lióteli með morgunverði
Fararstjórn: Hólmfriður Matthia
Beint leiguflug með Flugleiðum
Takmarkað sætaframboð.
Fjölbreyttar kynnisferðir: um Ba
slakað á á ströndinni í Sitges, I
lurnar og margt, mar
V/SA
roi
IdfmtlM d: siini ÍJBI 30QrJ jlíijj
í Keflaiiktyimi
settir miklir lagabálkar um grund-
vallaratriði velferðarinnar. Hin síðari
ár hefur lagasetning fremur miðast
við ákveðna hópa og hvaða þjónustu
beri að veita þeim af opinberri hálfu
eða fyrir almannafé. Hann skýrir
einnig muninn á gamla samhjálpar-
kerfinu, sem byggðist á skyldutil-
finningum og þakkarskuld, og nýja
lögbundna velferðarkerfinu, sem
veitir rétt til hjálpar án þess að stofn-
að sé til þakkarskulda. Undir lokin
segir Jón: „Sé litið til þessara feitu
ára að baki og spurt hvernig við
höfum varið fengnum, blasa við
ýmsar Ijótar vanrækslusyndir, sem
trúlega flestar snúa að börnunum,
atlæti þeirra, uppeldi, menntun og
framtíðarhorfum. Sú vanræksla
verður ekki auðveldlega aftur tekin.“
Hann segir einnig, að í stað átaka
milli stétta á þessari öld sé því spáð,
að hin næsta einkennist af átökum
kynslóðanna, „hinna velmegandi
öldnu og hinna skuldugu og eigna-
og vonlitlu ungu. Þegar má greina
forboða þessarar úlfúðar, t.d. varð-
andi húsnæðis- og námslánamál."
Af þessum fjórum ritgerðum verð-
ur ekki dregin önnur ályktun en sú,
að helst hafí íslenska þjóðfélagið far-
ið úr skorðum undanfarna áratugi
vegna röskunar á heimilis- og fjöl-
skyldulífi og börnin séu fórnarlömb
þessarar byltingar. Hvaða áhrif hef-
ur það á þróun þjóðlífs næstu 50 ár
á íslandi?
Guðmundur Andri Thorsson, ís-
lenskufræðingur og rithöfundur, á
síðustu ritgerðina í bókinni. Hún
heitir Áferð mannlífs og leggur höf-
undur þar út af kenndum sínum við
að þekkja íslendinga úr mannhafi á
götu í suður-evrópskri stórborg.
Forvitnilegt hefði verið að lesa
kafla í bókinni um þróun opinberra
umræðna og fjölmiðlunar á lýðveld-
istímanum. Byltingin þar er mikil og
virðist því miður draga úr nauðsyn-
legum mun á alvöru og dægurflug-
um. Kristján Kristjánsson, annar rit-
stjóranna, spyr í ritgerð sinni um
menntamál: „Hvernig á að skapa
akademíska umræðuhefð á íslandi,
hefla alúðarfulla fræðimennsku til
vegs og virðingar?“ Einfalda svarið
er, að þeir, sem taka þátfc í umræð-
um, geri það með virðingu fyrir efn-
inu og viðmælendum sínum. Fjalli
ekki um alvörumál í hálfkæringi eða
noti fræðasetur utan um tilfinninga-
ríkar einkaskoðanir. Bók Listahátíð-
ar í Reykjavík 1994 er ágæt tilraun
en misheppnuð vegna kaflanna um
sögu og stjómmál.
Björn Bjarnason
BÖRNIN OG BYLTINGIN
BÆKUR
Þ j ó ð f é 1 a g s m á 1
TILRAUNIN ÍSLAND
Erindasafn, ritstjórar Kristján Krist-
jánsson og Valgarður Egilsson. Ut-
gefandi: Listahátið í Reykjavík 1994
í samvinnu við Háskóiann á Akur-
eyri 1994,176 bls., 976 kr.
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1994
bað nokkra einstaklinga _að velta
fyrir sér stöðu iýðveldisins Islands á
fimmtíu ára afmæli þess. Afrakstur-
inn er að finna í þessari bók. Sam-
kvæmt forskrift ritstjóra áttu höf-
undar að ganga þannig til verks, að
„efnistök séu í senn fræðileg, per-
sónuleg og ögrandi". Við lesturinn
sótti stundum á, hvort sumt væri
ekki ritað í hálfkæringi.
Ritgerð Gunnars Karlssonar, dokt-
ors í sagnfræði og prófessors við
Háskóla Islands, heitir 1100 ára til-
raun. Höfundur er í hópi áköfustu
herstöðvarandstæðinga og háir það
dómgreind hans. Hann segir: „Við
eigum eftir að öðlast sjálfstæði í
þeim skilningi að ýtrasta vald í land-
inu lúti boðum frá Reykjavík en ekki
Washington, því að hervald er alltaf
hið ýtrasta vald, hvar sem er.“ Þurf-
um við að ráða yfir svo öflugu her-
valdi, að við stöndum jafnfætis
Bandaríkjunum? Við höfum fullt vald
til þess að segja upp varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin. Við höfum
hins vegar ekkert vald til að snúast
gegn hervaldi og höfum leyst úr
þeim vanda á farsælan hátt með
aðild að Atlantshafsbandalaginu og
vamarsamningnum við Bandaríkin.
Vitlaust ártal er í ritgerð dr. Gunn-
ars, þegar hann segir landhelgisbar-
áttunni hafa lokið 1972. Það gerðist
ekki fyrr en 1975 með útfærslunni
í 200 sjómílur.
Ritgerð Ólafs Þ. Harðarsonar,
doktors í stjórnmálafræði og dósents
við Háskóla Islands, um þátt stjórn-
málanna einkennist nokkuð af því
yfirlæti, sem setur vaxandi svip á
afstöðu ýmissa háskólakennara til
stjórnmálamanna. I nafni fræðanna
dæma þeir stjórnmálamenn eftir
einkaskoðunum sínum. Dr. Ólafur
segir, að íslenskir stjórnmálamenn
hafi algjörlega brugðist í umræðum
og við mótun stefnu í Evrópumálun-
um. Þessi kenning byggist á því, að
hér vilji einhveijir stjórnmálamenn
aðild íslands að Evrópusambandinu
(ESB) en forðist að ræða málið við
kjósendur. Kenningin verður æ frá-
leitari eftir því sem fleiri kannanir
sýna stuðning meirihluta kjósenda
við hugsanlega aðild að ESB. Ólafur
segir: „Óttinn við að almenningsálit
yrði andsnúið aðild og þjónkunin við
skammtímahagsmuni varð hins veg-
ar til þess að málinu [þ. e. spurning-
unni um aðild að ESB] var stungið
undir stól, ekki á dagskrá eins og
það heitir, og_ leiðir sennilega til þess
að farkostur íslendinga inn í Evrópu-
sambandið verður ekki „Norður-
landahraðlestin“ heldur „uxakerran"
frá Austur-Evrópu og móttökurnar
í samræmi við það.“ Lítilsvirðing á
nýfijálsum þjóðum í Austur-Evrópu
leynir sér ekki, en tilfinningar af
þessu tagi eiga auðvitað ekki að ráða
afstöðu manna til jafnmikilvægra
mála og aðildar Islands að ESB.
Leyfist mér að minna á þá afstöðu
mína, að auðvitað eigi að ræða fyrir
opnum tjöldum og sem mest, hvort
aðild að ESB sé okkur hagkvæm. Á
hinn bóginn hef ég ekki fundið þau
rök, sem duga mér til að hefja mark-
vissa baráttu fyrir ESB-aðild Ís-
lands. Ritgerð Ólafs Þ. Harðarsonar
er enginn vegvísir í því efni. Hún
vekur þá spurningu, hvort gagn sé
af því að leita álits í Háskóla íslands
á kostum og göllum þess, að ísland
sé innan eða utan ESB. Er það al-
vara eða grín, þegar höfundur gefur
til kynna, að nota megi Atómstöðina
sem heimild við mat á aðild Islands
að Atlantshafsbandalaginu? Er unnt
að færa einhver fræðileg rök fyrir
þessari niðurstöðu Ólafs Þ. Harðar-
sonar: „Tilraunin um smáríkið ísland
hefur miklu frekar tekist vegna þess
að við höfum unnið í happdrættinu
FRÁ hátíðarhöldum á Þingvöllum 17. júní 1994.
en vegna þess að við höfum unnið
skynsamlega á sviðum stjórnmála
og hagstjórnar."?
Tryggvi Gíslason, skólameistari á
Akureyri, á lengstu ritgerðina í bók-
inni og fjallar um stöðu íslenskrar
tungu. Hann telur, að íslensk tunga
muni áfram vega þyngst í varðveislu
sjálfstæðrar menningar og stjómarf-
arslegs sjálfstæðis, landfræðileg og
menningarleg einangrun sé úr sög-
unni. Honum finnst flest benda til
þess, að íslensk tunga geti áfram
gegnt hlutverki sínu sem félagslegt
tjáningartæki í flölþættu samfélagi
nútímans. Til þess að svo megi verða
þurfi þjóðin að standa áfram saman
um varðveislu tungunnar.
í ljósi umræðna um stöðu verka-
lýðshreyfingarinnar er grein Hrafn-
kels A. Jónssonar verkalýðsforingja
af Austurlandi tímabær. Hann bend-
ir á, að rekstur verkalýðshreyfingar-
innar er orðin atvinnumennska, og
telur, að staða hreyfingarinnar sé
mjög veik ekki síst vegna umræðna
um skylduaðild að verkalýðsfélögun-
um. Segir hann, að þetta kerfi verði
brotið niður á allra næstu árum, sem
að hans mati yrði „hið mesta óþurft-
arverk gagnvart íslensku samfélagi".
Að mati Hrafnkels getur verkalýðs-
hreyfíngin helst við sjálfa sig sak-
ast, þegar hin veika staða hennar
er skoðuð, hún hafi ekki hirt um að
laga starfsemi sína að breyttum
veruleika í íslensku samfélagi.
Pétur Pétursson, doktor í félags-
fræði og guðfræði, prófessor við
Háskóla íslands, ritar um hlut trúar
og kirkju í sjálfstæðisbaráttunni.
Hann er þeirrar skoðunar, að það
hafi ýtt undjr sjálfstæðisvilja þjóðar-
innar, hve íslendingar eru „stórir í
trú sinni“ og gangi út frá því sem
sjálfsögðum hlut að þeir geti og eigi
að vera sjálfstæð þjóð og að á þá
sé hlustað á alþjóðavettvangi. Til
marks um höfðingjadirfsku okkar
vísar hann til dansks biskups, sem
öfundaði okkur af því, hve örugg við
vorum í návist páfa og tókum honum
af mikilli gestrisni og reisn. Pétur
segir: „Kirkjan og prestastéttin átti
ekki lítinn þátt í því að færa íhalds-
samt og staðnað bændasamfélag í
gervi þjóðlegs og fijálslynds borgara-
samfélags." Ágæt ritgerð hans fjall-
ar meira um tímann fyrir lýðveldis-
stofnun en þróun kristni og kirkju
eftir 1944. Kristín Sigfúsdóttir,
hússtjórnarkennari og kennari við
Menntaskólann á Akureyri, skrifar
um aðbúð, lífshætti og heilbrigði
þjóðarinnar. Mér þykir þetta
skemmtilegasta ritgerð bókarinnar
og höfundi takast með knöppum stíl
sínum að draga upp einstaklega
skýra mynd af þróun okkar úr sjálfs-
bjargarsamfélagi í neyslusamfélag.
Undir lok ritgerðarinnar segir Krist-
ín: „Það mikilvægasta af öllu á ári
flölskyldunnar er að efla tilfinninga-
tengsl við sína nánustu og reyna að
halda fjölskyldunni saman. Það
stefnir í að um 40% nemenda í grunn-
skólum komi frá fjölskyldum þar sem
sambúðarslit foreldra hafa orðið. Það
er brýnna en allt annað að efla virð-
ingu fyrir náunganum og umhverf-
inu, kenna börnum og ungmennum
að rækta hlýjar tilfinningar og um-
burðarlyndi gagnvart öðrurn."
Sölvína Konráðs, doktor í sálfræði
og kennari við Háskóla íslands, ritar
um ungt fólk á aldrinum 16-24 ára
og skiptir því í lýðveldiskynslóð
1944-1954, Marshallkynslóð 55-64,
unglingakynslóð 65-74, forsjár-
hyggjukynslóð 75-84 og sjálfsdýrk-
unarkynslóð 85-94. Dr. Sölvína
bendir á þá staðreynd, að eitt af
því, sem einkenni íslenska menningu
sé skortur á rannsóknum og hún
bætir við: „Skólakerfið hefurtil langs
tíma verið vettvangur tilraunastarf-
semi sem byggst hefur á pólitískum
hentugleikastefnum, hugmynda-
fræðilegar áherslur hafa vegið
þyngra en hagsmunir nemenda. Slíkt
skólakerfi getur aldrei orðið skilvirkt
eða hvetjandi.“
Þegar þjóðfélagið hefur verið opn-
að jafnmikið og einangrun okkar er
endanlega rofin, er brýnna en nokkru
sinni, að skóla- og menntakerfið
standist kröfur á heimsmælikvarða.
Án þess visnar þjóðin í skel minni-
máttarkenndar. Kristján Kristjáns-
son, doktor í heimspeki og lektor við
Háskólann á Akureyri, ritar um
menntamál. Hann er gagnrýninn á
þá stefnu, sem fylgt hefur verið í
skólamálum undir rangnefninu „ís-
lenska nýskólastefnan“. Dr. Kristján
kemst þannig að orði: „Ekkert verð-
ur eins til þess að skrílmenna æsku-
fólk (og þá undanskil ég jafnvel ekki
forheimskandi fjölmiðla sem láta þó
ekki sitt eftir liggja) og upplausn
heimila: rof fjölskyldna og fjölskyldu-
tengsla." Síðar segir hann: „Skóia-
kerfíð verður, hvort sem okkur líkar
betur eða verr, að taka að sér sið-
ferðilegt varðstöðuhlutverk í samfé-
laginu, nú þegar grunnurinn, sem
heimilin lögðu áður, er víða að
bresta." Með öðrum orðum á ekki
aðeins að gera þá kröfu til skólanna,
að þar sé veitt góð menntun, heldur
séu þeir einnig grunnur, sem heimil-
in lögðu áður. Ef marka má grein
Kristjáns stendur íslenskt skólakerfi
tæplega undir þeim kröfum, sem
gerðar eru til þess. Einfalda leiðin
að krefjast stærri hluta af skattfé
almennings dugar ekki tii úrbóta í
því efni. Huga verður að innra starfi
skólanna og hinni opinberu skóla-
stefnu.
Jón Björnsson sálfræðingur, fé-
lagsmálastjóri Akureyrarbæjar, ritar
um fjölskyldu og félagsmál. Hann
lýsir því, hvernig löggjöf um þessi
málefni hefur þróast á undanförnum
50 árum. Á fyrstu áratugunum voru