Morgunblaðið - 14.07.1994, Page 21

Morgunblaðið - 14.07.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 21 LANDSMÓT UMFÍ Leikfimiflokkur Iðunnar sýndi á landsmótinu 1911 á Melavellinum í Reykjavík. Myndirnar eru úr Ræktun lýðs og lands, sögu UMFI á 75 ára afmæli, eftir Gunnar Kristjánsson. Starfsíþróttir hafa löngum sett mikinn svip á landsmót UMFÍ en keppt var í fyrsta sinn í þeim á Eiðum 1952. Lilja Þórinsdóttir vann þar til verðlauna í að leggja á borð. LANDSMÓTIÐ 1949 var haldið í Hveragerði og var það hið sjöunda í röðinni. Ráðgert hafði verið að halda mótið á Austurlandi en vegna vorharðinda töldu heimamenn ráðlegast að fresta mótinu um ár. Aðrir forystumenn UMFÍ voru ekki á því og var ákveðið að halda mótið í Hveragerði. Undirbúningi á mótsstað lauk á tilsettum txma, þótt ekki væri nema hálfur mánuður til stefnu. ef til vill fleiri stökk“ eins og það er orðað á auglýsingaspjaldi, kapp- göngu þar sem vegalengdin var fjórðungur úr enskri mílu, 50 og 100 metra kappsundi og fótbolta- leik eða knattsparki. Sund var einn- ig á dagskrá bæði til sýningar og keppni en þó ríkti enn talsverð tor- tryggni og vantrú í garð sundsins enda voru aðstæður á mótinu bág- bornar, óhreint sundstæði og ískalt vatn í ljótum polli. Einnig fór Íslandsglíman fram og var keppt um Grettisbeltið sem fyrst var glímt um í ágústmánuði árið 1906. Beltið var kennt við glímufélagið Gretti sem stofnað var á Akureyri það sama ár. Ólafur- V. Davíðsson vann beltið fyrsta árið en í næstu tvö skipti sigraði Jóhannes Jósefsson sem síðar var kenndur við Borg. Að þessu sinni var hann fjarri góðu gamni og sigr- aði sunnanmaðurinn Guðmundur Stefánsson en Siguijón Pétursson athafnamaður og stofnandi Álafoss var í öðru sæti. Almenn ánægja var ríkjandi á meðal fólks eftir þetta fyrsta landsmót UMFÍ. Nokkur tekjuhalli varð af mótshaldinu, full- ar þrjátíu krónur og þurfti fjórð- ungssamband Norðlendinga að axla þá byrði. Skýringuna var að finna í of lágum aðgangseyri. Það kost- aði aðeins 25 aura inn á mótið en hálft kíló af franskbrauði kostaði það sama, tímakaup verkamanna var 30 aurar og lítri af mjólk var seldur á 22 aura. Mótshald fellur niður 2. og 3. landsmót UMFÍ voru haldin í Reykjavík með þriggja ára millibili, hið fyrra 1911 en hið síð- ara 1914. Síðan liðu tuttugu og sex ár þangað til 4. landsmótið var haldið í Haukadal 1940. Ástæðurn- ar fyrir þessu langa hléi voru marg- ar, mesti móðurinn var runninn af mönnum, sérstaklega í Reykjavík en mótahald hélt áfram í einhverri mynd víða á landsbyggðinni. Trú- lega hafa erfiðar aðstæður á stríðs- tímum valdið þessari deyfð og ekki bætti úr skák innreið spönsku veik- innar og frostavetursins mikla 1918. Reyndar öðluðust íslendingar fullveldi sitt þetta sama ár en framfarasóknin var í rénum og það dofnaði yfir hreyfingu ungmennafé- laganna. Fleiri ástæður mætti tína til en einkum skorti forsendur ann- ars staðar en í Reykjavík og Akur- eyri til mótshalds af þessu tagi. Það þurfti öfluga og víðtæka íþróttaiðk- un til þess að standa að landsmóts- haldi og stóran hóp manna sem hefðu einhveijar frístundir en hvor- ugt var fyrir hendi á landsbyggð- inni á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þá er sú skýring nefnd að landsmótshald hafi á þessu árabili lent í einhvers konar tómarúmi milli ÍSÍ og UMFÍ þar sem íþrótta- sambandið stóð fyrir sérhæfðari íþróttamótum en ekki hátíðum með breiðu menningarlegu sniði þar sem allir gátu verið með eins og lands- mótin voru hugsuð í upphafi. Nýir tímar og heitt í veðri Eftir endurvakninguna í Haukadal í júní árið 1940 hefur landsmót UMFÍ verið haldið reglu- lega, oftast með þriggja ára milli- bili, síðast í Mosfellsbæ í júlí árið 1990.12. landsmóti UMFÍ var hald- ið að Laugarvatni 2. til 3. júlí árið 1965 og er af mörgum talið vera landsmót allra landsmóta. Einstök veðurblíða var ríkjandi þá helgi, 20 gráðu hiti á laugardeginum og 4 til 6 vindstig en á sunnudeginum var 24 gráðu hiti og logn. Til marks um hitann er sagt að þarna hafi verið staddur væntanlegur lands- liðsþjálfari íslands í knattspyrnu, nýkominn frá Indlandi. Hann sagði að sólin væri reyndar heit á Ind- landi en hún væri heitari á Laugar- vatni. í Morgunblaðinu frá 6. júlí má lesa um skáta sem hafi hampað hitamæli í sólinni sem sýndi 53 stiga hita. Strax á föstudagskvöldið fór fólk að þyrpast að Laugarvatni og önnur fjölmennasta borg á Islandi tók að myndast. Tjöldin skiptu þús- undum og gestir munu hafa verið á bilinu 20 til 25 þúsund þegar mest var en þátttakendur og starfs- menn voru tæplega 1300 að tölu. Það voru seldir 13 þúsund að- göngumiðar en börn yngri en 16 ára fengu frítt inn. Hitinn kom flestum í opna skjöldu því í Reykja- vík og á Vesturlandi var hafátt og þoka upp á miðja Mosfellsheiði. Hátíðin hófst á morgni laugar- dags með lúðrablæstri og litskrúð- ugri skrúðgöngu þar sem fremstir fór Austfirðingar í rauðu og hvítu, Eyfirðingar í svörtu, Þingeyingar í dökkrauðu, Snæfellingár í bláu, Kjalnesingar í rauðu og svöitu og loks gestgjafar Skarphéðins í bláum og hvítum búningi. Ræður voru að vanda fluttar og lúðrasveitin blés „Rís þú unga Islands merki“ og þótti athöfnin vera látlaus og hátíð- leg. Að henni lokinni hófst keppnin og allt svæðið iðaði af lífi, knatt- spyrna á malarvellinum, fijálsar íþróttir á aðalvellinum, starfsíþrótt- ir við vatnið, þar á meðal jurtagrein- ing, blómaskreyting, gróðursetning og sauðfjárdómar og sund í plast- pokalaug sem keypt var frá Dan- mörku og sett upp á staðnum. Að auki var keppt í glímu, handknatt- leik og körfuknattleik. Um kvöldið léku Hljómar fyrir dansi og af frá- sögnum að dæma virðist sem fáir hafa þorað að dansa eftir tónlist þeirra, heldur létu sér nægja að hlusta og horfa á. Á sunnudeginum þurftu hátt á finnnta hundrað manns að leita sér aðstoðar vegna sólbruna og 10 til 12 manns munu hafa fengið aðkenningu af sólsting. En af keppninni sjálfri er það að segja, að hún var spennandi í flest- um greinum en Skarphéðinsmenn sigruðu að lokum og Þingeyingar urðu í öðru sæti. Fjallað var um mótið i leiðurum allra dagblaða landsins og einkum var þar rætt um myndarskapinn sem einkenndi mótshaldið og renndi um leið stoð- um undir þá kenningu að ung- mennafélögin voru svo sannarlega ekki dauð úr öllum æðum. Höfundur er lausamaður í blaða- mennsku. DAGAR fimmtudag, föstudag og iaugardag (Opið laugard. kl. 10-14) Tilboð Barnagalli, verð 3-990, markmanns- vettlingar fylgja. Fullorðinsgalli, verð 6.600, Pólóbolur fylgir íþróttataska, verð áður 1.590 nú 990. Nýtt greiðslu- kortatímabil hafið 10% staðgreiðsluafsláttur af öðrum Rucanor vörum SPORTBUÐIN Ármúla 40 - Sfml 813555 og 813655 7 ÞVOTTAKERFI, HLJÓÐLÁT, SPARNEYTIN TEKUR BORÐBÚNAÐ FYRIR 12 MANNS VERÐ 48.900 stgr. Fjöldi ánœgðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning RONNING BORGARTÚNI 24 SlMI 68 58 68 DPPÞVOTTAVÉLAR HLJOMFUJTMNGSTÆKl - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.