Morgunblaðið - 14.07.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 23
Að eiga val í kosningum
„VIÐ GÖNGUM að
sjálfsögðu með
óbundnar hendur til
þessara kosninga."
Þannig hljómar ein al-
gengasta klisjan sem
forystumenn stjórn-
málaflokka láta sér um
munn fara við hveijar
alþingis- og sveitar-
stjórnakosningar. I
þeim orðum felst að
skuldbindingarnar sem
giltu um málefnasam-
starf kjörtímabilið á
undan, eru að engu
gerðar; sá meirihluti
eða sú ríkisstjórn sem
var, er ekki endilega
það sem koma skal, því við hveijar
kosningar eru spilin stokkuð og
gefin upp á nýtt.
Siðleysi leikreglnanna
í íjölflokkakerfi eins og því sem
við þekkjum, þýðir þetta að kjósend-
ur vita aldrei að hveiju þeir ganga
frá einu kjörtímabili til annars.
Fólk á það hreint ekki víst að sú
stefnuskrá sem það kaus verði i
reynd sú stefna sem flokkur þess
framfylgir að kosningum loknum,
því sjaldnast liggur fyrir á kjördag
hvaða stjórnmálaflokkar muni hafa
samstarf sín á milli eftir kosningar.
í samningum um myndun ríkis-
stjórnar eða meirihluta í sveitar-
stjórn fara ýmis stefnumál forgörð-
um, þannig að kosningaloforðin
verða oft önnur i sýnd en reynd.
Þessi óvissa er einn helsti ókostur
ijölflokkakerfis og veikleiki lýðræð-
is. Þar sem stjórnmálafjokkar eru
jafn margir og hér á íslandi, án
þess að nokkur einn hafi hreinan
meirihluta, vill verða
ógreinilegt um hvað er
kosið hveiju sinni. Eitt
gleggsta dæmi þess er
samstarf núverandi
stjórnarflokka, Al-
þýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks, sem
leysti af hólmi ríkis-
stjórn hinna svokölluðu
„vinstri" flokka. Vafa-
lítið hafa velflestir
kjósendur litið svo á í
síðustu alþingiskosn-
ingum að þeir væru að
kjósa um áframhald-
andi samstarf félags-
hyggjuflokkanna í rík-
isstjórn. Úrslit kosn-
inganna voru enda ótvíræður sigur
fyrir þáverandi stjórnarflokka.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Forystumenn Alþýðuflokksins
hafa trúiega - líkt og hinir - litið
svo á að þeir hefðu „að sjálfsögðu"
óbundnar hendur til þess að taka
upp samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn - sem þeir og gerðu með al-
þekktum afleiðingum.
R-listinn slær tóninn
Öðruvísi - og að mínu mati mun
betur - tókst til í nýafstöðnum
borgarstjórnarkosningum, með
framboði og valdayfiitöku Reykja-
víkurlistans. í það skiptið þótti ekki
jafn „sjálfsagt" og ævinlega áður
að ganga með óbundnar hendur til
kosninga. Þvert á móti sameinuðu
flokkarnir krafta sína og sömdu um
skipan mála og sameiginlega
stefnuskrá fyrir kosningarnar en
ekki eftir þær. í fyrsta skipti í sögu
lýðveldisins - liggur mér við að
segja - vissu kjósendur nokkurn-
veginn að hveiju þeir gengu um
Flokkakerfið í sinni nú-
verandi mynd þarfnast
uppstokkunar, segir
Ólína Þorvarðardótt-
ir, um leið þarf að
treysta leikreglur lýð-
ræðisins þannig að þær
virki.
leið og þeir skiluðu atkvæði sinu í
kjörkassana. Þeir höfðu val.
Þetta val er hinsvegar ekki til
staðar í landsmálunum, eins og
sannaðist best í síðustu alþingis-
kosningum. En er þá ekki eðlilegt
að stjórnmáiaflokkarnir hugleiði
það að veita kjósendum slíkt val?
Er ekki löngu tímabært að skil-
greina upp á nýtt afstæður ís-
lenskra stjórnmála; skerpa og jafn-
vel „leiðrétta“ átakalínur sem nú
um stundir virðast fremur liggja
þvert á flokkana en milli þeirra?
Úrelt flokkakerfi
íslenska flokkakerfið, þó ungt sé
að árum á mælikvarða veraldarsög-
unnar, er til orðið við allt aðrar
aðstæður en þær sem nú ríkja,
innanlands og utan. Sá ágreiningur
um utanríkisstefnu landsins, sem
um áratugi var helsti ásteytingar-
steinn hérlendra stjórnmála, heyrir
nú sögunni til. Hrun Berlínarmúrs-
ins og skipbrot hins kommúníska
hagkerfis í Sovétríkjunum hafa
ásamt öðru umbylt heimsmyndinni
og alþjóðastjórnmálunum á örfáum
árum. Við hafa tekið tímar nýrra
Ólína
Þorvarðardóttir
Leikhús fáránleikans
ÉG HAFÐI ekki
ætlað mér að taka
þátt í blaðaskrifum,
hvað sem síðar kann
að verða, um það
mikla moldviðri, sem
fjölmiðlar hafa þyrlað
upp í sambandi við
silfursjóðinn frá Mið-
húsum, þótt ég hafi
talið mér skylt að
svara fjölmiðlum, sem
spurt hafa einstakra
spurnjnga . um þetta
mál, Ég hefi í rauninni
ekki meira um hann
að segja en það, sem
kom fram í grein minni
í Árbók hins íslenzka fornleifafé-
lags 1980. Enginn hefur skrifað
um sjóðinn síðan, þótt öllum sé
það að sjálfsögðu heimilt og öllum
fræðimönnum, sem til hafa getu,
að rannska hann eins og aðra gripi
safnsins, en ég taldi vart að Þjóð-
minjasafnið ætti að sjá um rann-
sókn, enda hafði ég ekki breytt
skoðun minni á aldri sjóðsins.
En vegna blaðagreina undan-
farna daga tel ég mig knúinn til
að koma með fáeinar leiðréttingar.
Á því hefur þegar komið leið-
rétting, sem Þórarinn Eldjárn
sagði í grein sinni í Mbl. 5. júlí,
að ég hefði ekki hitt James Gra-
ham-Campbell, er hann dvaldist
hér við rannsókn silfursins. Ég
hitti hann fyrst rétt til að heilsa
honum í safninu 1. júní en síðan
snæddum við hádegisverð ásamt
tveimur starfsmönnum Þjóðminja-
safnsins 3. júní og skýrði hann
mér þá frá meginatriðum í niður-
stöðu sinni, sem síðan komu í
skýrslu hans. Síðan hitti ég hann
sem snöggvast tvívegis, en ekki
var þá frekar rætt um rannsókn-
ina.
Það er ekki rétt í grein Vil-
hjálms Arnar Vilhjálmssonar í
Mbl. 8. júlí, að varla hafi verið
unnt að koma fundi
okkar Campbells í
kring. Ég hafði í
mörgu að sinna þessa
fyrstu daga mína á
safninu að nýju og gat
ekki komið því við að
við snæddum kvöld-
verð saman þennan
dag, eins og fyrst stóð
til. En þarna gafst
nægur tími til að ræða
þetta mál. Einnig
hljótum við Kristján
Eldjárn báðir að hafa
haft góð tök á að sjá
á staðnum, að við
hefðum grafið ofan í
óhreyfða mold, þar sem silfrið
var. Þau Edda og Hlynur í Miðhús-
um fundu ekki fornminjar á „ná-
kvæmlega sama stað um haustið“,
eins og í greininni segir, heldur
„um 2,5 m frá funda(r)stað silfurs-
ins“ að því er segir í bréfi þeirra
til Vilhjálms, sem er víst eina
heimildin sem hingað suður hefur
borizt um þann fund. — Méf þyk-
ir illt að þurfa að gagnrýna sam-
stafsmann opinberlega, en þetta
virðist vera hið rétta.
Það er ekki rétt í grein Svein-
björns Hrafnssonar í Mbl. 8. júlí,
að hlutur Kristjáns Eldjárns í
þessu silfursjóðsmáli hafi aðeins
verið sá, að hann hafi verið stadd-
ur þar eystra er sjóðurinn fannst.
— Hann fór fyrstur fræðimanna á
staðinn, að beiðni minni, sama
kvöldið og mér var tilkynnt um
fundinn og lagði fyrstur mat á
hann. Tjáði hann mér svo í síma
seinna um kvöldið, „að þetta væri
gríðarmerkur fundur, hálsbaugar,
armhringar og brotasilfur,“ eins
og ég hefi skrifað í dagbók mína
eftir honum. Og ekki er það held-
ur rétt sem þar segir í framhaldi:
„Hann var þá ekki þjóðminjavörð-
ur lengur, hann var forseti lýðveld-
isins.“ Kristján hafði látið af emb-
Fjölmiðlar hafa snúið
málefnum Þjóðminja-
safnsins upp í leikhús
fáránleikans, segir Þór
Magnússon, og telur að
það sé eitthvað annað
sem undir býr en á yfir-
borðinu birtist.
ætti forseta 1. ágúst, en silfrið
fannst mánuði síðar, 31. ágúst.
Að lokum segir í grein Ólafs
Ásgeirssonar í Mbl. 9. júlí: „Þjóð-
minjavörður fylgdist með rann-
sókn dr. Graham-Campbells“ og
mun þar átt við mig. — Ég fylgd-
ist ekki með rannsókninni á neinn
hátt og kom ekki inn í vinnustofu
hans meðan á rannsókninni stóð.
Þetta vil ég taka fram, ef grein-
ar þessar yrðu síðar notaðar sem
sagnfræðilegar heimildir.
Það er annars undarlegt, að
þessi skynsama þjóð, íslendingar,
skuli ekki löngu vera búin að sjá
hvernig fjölmiðlar hafa snúið mál-
efnum Þjóðminjasafnsins undan-
farin misseri upp í leikhús fárán-
leikans og að það sé eitthvað ann-
að sem undir býr en á yfirborðinu
birtist.
Höfuridur ev þjóðmii\javörður.
- kjarni málsins!
Þór Magnússon
bandalaga og samvinnu milli þjóða.
í stað spurningarinnar um herinn
og NATO standa íslendingar
frammi fyrir því hvort þeir vilja
vera þjóð meðal þjóða og hoppa upp
á Evrópuhraðlestina, eða halda að
sér höndum og horfa á eftir henni
hverfa í fjarskann... með ófyrirséð-
um afleiðingum fyrir „sjálfstæði"
þjóðarinnar. Áleitið umhugsunar-
efni sem hingað til hefur valdið
meiri ágreiningi innan flokka en
milli þeirra. Sama má segja um
ýmis innanlandsmál: Aðgerðir í
ríkisfjármálum; afstaðan til velferð-
arkerfisins eða styrkjakerfis land-
búnaðarins, aðgangur að fiskimið-
unum, viðbrögð við atvinnuleysi
o.s.frv. Allt veldur þetta meiningar-
mun innan flokka, þótt hvergi séu
átökin jafn auðsæ og innan Alþýðu-
flokksins um þessar mundir.
Af þessu má ljóst vera að þær
flokkagirðingar sem reistar voru
fyrr á öldinni eru orðnar rislitlar,
og liggja jafnvel niðri á löngum
köflum. Flokkakerfið í sinni núver-
andi mynd þarfnast uppstokkunar.
Um leið þarf að treysta leikreglur
lýðræðisins þannig að þær virki;
að það sé í valdi fólksins en ekki
pólitískra hrossakaupmanna hvern-
ig stjórnað er eftir hveijar kosn-
ingar.
Stjórnarmyndun fyrir
kosningar!
Róm var ekki byggð á einum
degi, og flokkakerfinu verður held-
ur ekki bylt á einni nóttu. Fyrstú
skrefin hafa hinsvegar verið stigin
og þeim má fylgja eftir af skyn-
semi. Eitt gæfulegt spor í lýðræðis-
átt felst í hugmynd sem hreyft var
nýlega, um að kosið verði um
stjórnarmynstur í næstu alþingis-
kosningum. í þessari hugmynd felst
sú kærkomna hugarfarsbreyting að
ekki sé endilega „sjálfsagt" að
ganga með óbundnar hendur til
kosninga. Að þvert á móti geti slík
afstaða jafnast á við ábyrgðarleysi,
að ekki sé sagt siðleysi, eins og
málum er háttað.
í lýðræðisríki er það ekki nema
sjálfsögð krafa að kjósendur geti
haft raunveruleg áhrif á stjórnar-
hætti. Það geta þeir því aðeins -
við íslenskar aðstæður - að kosið
sé um stjórnarmynstur og málefna-
samning. Því væri óskandi að for-
ystumenn stjórnmálaflokkanna
sýndu nú sóma sinn í því að kasta
grímunni fyrir kosningar og láta
kjósa um raunverulegar fyrirætlan-
ir sínar.
Höfundur er íslenskufræðingur
og áhugamaður um stjórnmál.
afmælistilboð
a
KitchenASd
í tilefni 30 ára afmælis okkar og 75 ára afmælis KitchenAid
bjóðum við takmarkað magn af nýjustu heimilishrærivélinni K90
á kr. 31.400 (rétt verð kr. 36.900).
Staðgreitt kr. 29.830.
K90 vélin er framtíðarvél með enn sterkari mótor og hápóleraðri
stálskál með handfangi.
Fjöldi aukahluta er fáanlegur, m.a. kommylla og kransakökustútur.
Islensk handbók fylgir.
KitchenAid
Lágvær - níðsterk - endlst kynslóðir
Umboðsmenn:
REYKJAVÍKURSVÆÐI:
Rafvörur ht., Ármúla 5.
H.G. Guðjónsson, Suðurveri.
Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf.
Miðvangur, Hafnarfirði.
VESTURLAND:
Rafþj. Sigurdórs, Akranesi.
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Biómsturvellir, Hellissandi.
Versl. Hamrar, Grundarfirði.
Versl. E. Stefánss., Búðardal.
VESTFIRÐIR:
Kf. Króksfjarðar, Króksfj.
Vélsmiðja Tálknafjarðar.
Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri.
Rafsjá, Bolungaryik.
Húsgagnaloftið, (safirði.
Kf. Steingrímsfj., Hólmavík.
NORÐURLAND:
Kf. Hrútfiröinga, Borðeyri.
Kf. V. Húnvetn., Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki.
KEA, Akureyri og útibú á Norðulandi.
Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Versl. Sel, Skútustöðum.
AUSTURLAND:
Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.
Rafvirkinn, Eskifirði.
Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði.
Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum.
Kf. Fram, Neskaupsstað.
Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði.
Kf. Fáskrúðsfjarðar.
Kf. A-Skaftfell., Djúpavogi.
Kf. A-Skaftfellinga, Höfn.
SUÐURLAND:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Versl. Mosfell, Hellu.
Kf. Rangæinga, Rauðalæk.
Reynisstaður, Vestmeyjum.
Kf. Árnesinga, Selfossi.
SUÐURNES:
Samkaup, Suðurnesjabæ.
Stapafell, Suðurnesjabæ.
tmtm Einar
""" Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900