Morgunblaðið - 14.07.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 14.07.1994, Síða 24
24 FIMMTUÐAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 69U11. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á raánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. STAÐA ÞÝZKALANDS Clinton, Bandaríkjaforseti, sagði í opinberri heimsókn til Þýzkalands um síðustu helgi, að Þýzkaland gegndi lykilhlutverki í Evrópu og hvatti þýzku ríkisstjórnina til þess að leggja Bandaríkjamönnum lið við lausn vandamála víða um heim. Hann lagði ríka áherzlu á samband Banda- ríkjanna og Þýzkalands og benti á, að það væri þýðingar- meira nú um stundir en hin sérstöku tengsl Bandaríkja- manna og Breta. Yfirlýsingar Clintons um stöðu Þýzkalands hafa vakið athygli en koma ekki á óvart. í allmörg undanfarin ár hef- ur verið ljóst, að til þess mundi koma, að Þjóðveijar tækju við því pólitíska hlutverki, sem óhjákvæmlega fylgir fyrr eða síðar miklum efnahagsstyrk. Hins vegar hafa Þjóðveij- ar sjálfir verið tregir til að taka við því hlutverki eða öllu heldur axla þær byrðar. Eftir að sameining Þýzkalands er orðin að veruleika og Þjóðverjar hafa komizt yfir erfiðustu vandamálin í efnahagsmálum, sem leitt hafa af sameiningu þýzku ríkjanna er ljóst, að Þjóðverjar geta ekki öllu lengur vikizt undan því að taka á sig þá ábyrgð, sem fylgir sterkri stöðu þeirra á meginlandi Evrópu. Það hefur ekki farið á milli mála, að nágrannar Þjóð- verja hafa haft vissar áhyggjur ef endurnýjuðum styrk Þýzkalands. Þær áhyggjur eru skiljanlegar í ljósi sögunnar. Þjóðverjar sjálfir hafa augljóslega haft áhyggjur af eigin stöðu ekki síður en nágrannar þeirra og verið tregir til að láta aðra finna fyrir styrk sínum. Þeir hafa farið með lönd- um. En nú geta þeir ekki öllu lengur fylgt þeirri hógværu stefnu. Það eru einfaldlega gerðar svo miklar kröfur til þeirra, sem þeir verða að svara með einhveijum hætti. Samvinna Evrópuríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins og síðustu árin í vaxandi mæli innan Evrópusambandsins hefur orðið til þess að draga úr þessum áhyggjum á báða bóga. Ljóst er að Þjóðverjar vilja beita styrk sínum innan Evrópusambandsins á þann veg, að hann komi fram sem sameiginlegur styrkleiki evrópsku ríkjanna á alþjóðavett- vangi. Það er skynsamlegt en breytir engu um það, að Þýzkaland hefur endurheimt fyrri stöðu á meginlandi Evr- ópu og gegnir nú lykilhlutverki, hvort sem litið er til ann- arra Vestur-Evrópuríkja eða Mið-Evrópuríkjanna, sem áður lutu valdi Sovétríkjanna. Með sama hætti hafa Þjóðveijar mikilvægu hlutverki að gegna í samskiptum við Rússa og þekkja vandamál Rússa frá gamalli tíð betur en engilsax- nesku þjóðirnar, Bretar og Bandaríkjamenn. Tengslin við Bandaríkin hafa ráðið úrslitum fyrir Þjóð- veija frá stríðslokum. Þegar hvað mest gekk á í Berlín fyr- ir rúmum 30 árum kom John Kennedy í eftirminnilega heim- sókn til borgarinnar og flutti ræðu yfir hálfri milljón Berlín- arbúa, þar sem hann hvatti þá til dáða í baráttunni við kommúnismann. Sú heimsókn og sú ræða gerði Berlínarbú- um kleift að þrauka. í raun og veru voru Bandaríkjamenn í hálfa öld sá bakhjarl, sem öllu skipti fyrir Þjóðveija. Nú er Þýzkaland orðið þriðja mesta iðnaðarveldi heims og eðlilegt að Bandaríkjamenn ætlist til þess að Þjóðveijar taka á sig ábyrgð og skyldur,. sem því eru samfara. Þess vegna má búast við að þátttaka þeirra í alþjóðamálum eigi eftir að aukast mjög á næstu árum. Á milli íslendinga og Þjóðverja hafa á löngum tíma skap- ast sérstök tengsl. Fáar þjóðir hafa sýnt íslandi jafn mikinn áhuga og ræktarsemi og Þjóðveijar. Þá er ekki fyrst og fremst átt við þýzk stjórnvöld heldur almenning í Þýzka- landi, sem hefur jafnan haft meiri áhuga á því að heim- sækja ísland en fólk í flestum öðrum löndum. Þennan áhuga höfum við íslendingar kunnað að meta. Við gerum okkur einnig grein fyrir því, að Þjóðveijar sækja mikið til fornrar menningararfleifðar okkar eins og sjá má í þýzku menning- arlífi fyrr og síðar. Áhugi og velvild almennings í Þýzkalandi nefur skilað sér í afstöðu þýzkra stjórnvalda til hagsmunamála okkar íslend- inga. Við höfum yfirleitt átt hauk í horni, þar sem þýzk stjórnvöld eru, þegar á hefur reynt. I samskiptum okkar við Evrópusambandið á næstu mánuðum og misserum skipt- ir velvilji Þjóðveija miklu máli. Raunar má ætla, að hann geti skipt sköpum um það, að hagsmunir okkar verði tryggð- ir, þótt við kjósum að fara aðrar leiðir en frændur okkar á öðrum Norðurlöndum í samskiptum við Evrópusambandið. EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIC Þarf að breyta smásölu? Skiptar skoðanir eru á því hvort breyta þurfí frekar fyrirkomulagi ÁTVR á smásölu áfeng- is. Gréta Ingþórsdóttir kannaði viðhorf nokkurra ólíkra aðila til málsins. Fjármálaráðuneytið hefur nú til umíjöllunar bréf frá Eftirlitsstofnun EFTA, skammstöfuð ESA (EFTA Surveillance Authority), vegna einkasölu ríkisins á áfengi. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur sagt að bréfið sé trúnaðarmál en bréf sem stofnunin sendi sendinefnd Svíþjóðar hjá Evrópusambandinu vegna sænsku áfengiseinkasölunnar hefur ekki farið leynt. í bréfinu til Svía er minnt á að í 16. grein samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið, EES, hafi aðildarríkin skuldbund- ið sig til þess að tryggja breytingar á ríkiseinkasölum í viðskiptum þann- ig að enginn greinarmunur verði gerður milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA hvað snertir skilyrði til aðdráttar og markaðssetningar vara. Samkvæmt túlkun ESA sam- ræmist einokun í innflutningi, út- flutningi og heildsölu ekki samn- ingnum og hefði átt að leggjast af 1. janúar sl. ESA telur einokun í smásölu geta samræmst samningn- um sé áfengistegundum í engu mis- munað eftir uppruna þeirra, þ.a. að reglur um kaup og sölu áfengis séu hlutlausar, að þær taki jafnt til allra EES-landa og EES-þegna og að þær séu skýrar og aðgengilegar öllum almenningi. Mikil breyting á starfsemi ÁTVR Sérpantanir af frísvæði ÁTVR Iagði af sérlista þegar nýja kerfið var tekið upp 1. mars. Hösk- uldur segir að í staðinn fyrir hann muni koma svokallaður sérvalslisti. Inn á hann muni m.a. sennilega koma 6-7 tegundir af bjór og honum sé ætlað að bæta úr þörf nýjunga- gjarnra. Vörur sem fari inn á hann þurfi ekki endilega að koma aftur heldur verði þær aðeins í sölu þar um skamman tíma enda séu allar þær vörur sem séu í reglubundinni sölu á aðallista eða a.m.k. á reynslu- lista. Höskuldur segir að viðskipta- vinir geti komið með hugmyndir um tegundir á sérvalslista, því sé ekki illa tekið. Fyrir utan þann lista sé öllum fijálst að biðja um sérpantan- ir af frísvæðinu sem komið var á í Tollvörugeymslunni á síðasta ári. „Þar er talsvert magn af áfengi falt með dags fyrirvara og þar geta ein- staklingar keypt áfengi," segir Höskuldur. Hann segir að engin gjöld séu lögð á úttektir veitinga- húsa af frísvæðinu en hins vegar þurfi einstaklingar að greiða 230 króna pöntunarkostnað vegna skeyta, faxa o.þ.h. Höskuldur sagð- ist að vísu ekki vita hvaða gjöld kunni að falla á vöru sem ________ þar er vegna geymslu en sá sem geymi vín þar hljóti að bera einhvern kostnað af því. Vín sem keypt er af frísvæðinu bera að öðru uldur segir að biðtími frá því sótt er um reynslusölu og þar til vara kemst að sé mjög misjafn en skv. heimildum Morgunblaðsins horfa menn fram á allt að fimm ár í vinsæl- ustu flokkunum. Ættu að bretta upp ermarnar 1. mars sl. tók ÁTVR upp nýtt fyrirkomulag um val á víntegundum og varð að sögn Höskuldar Jónsson- ar, forstjóra ÁTVR, mikil breyting á starfsemi fyrirtækisins. Fyrir- komulagið felst í því að framleiðend- ur eða umboðsmenn þeirra sækja um að koma áfengistegund á reynslulista. Áfengið er flokkað eftir gerðum og í sumum flokkum eru undirflokkar eftir verði. í hverjum flokki og/eða undirflokki er reynslu- listi. Höskuldur segir að fyrsta varan af reynslulista hafi komið í sölu 1. júní sl., núna séu á bilinu 10-15 vörur í reynslusölu og um hver mán- aðamót muni koma 5-10 vörur inn í reynslusölu. Miðað er við að 20% af þeim vörum sem eru á aðallista í viðkomandi vöruflokki. Vara fer í reynslusölu í þrjár útsölur ÁTVR og þarf að ná 0,5% hlutfalli af allri sölu í sama flokki til að komast á aðal- lista. Til að tolla inni á aðallista þarf hún að ná 1% heildarsölu tólf mánuði á undan hveiju sinni. Hösk- leyti nákvæmlega sömu gjöld og þau sem seld eru í útsölum ATVR. Að- spurður um hvort honum fyndist óeðlilegt að gjöld ÁTVR af því áfengi væru lægri vegna þess að ÁTVR þyrfti ekki að bera geymslu- kostnað sagðist Höskuldur ekki vilja tjá sig um það atriði. „Mikið af þeirri vöru sem kemur til okkar stendur ákaflega stutt við.“ öðru lagi breyttist vín með hveijum árgangi, þ.e. á 12 mánaða fresti. Viðmælandinn sagði að áfengis- framleiðendur sem framleiddu eftir- sótt vín á hagstæðu verði hrektust frá vegna þessara óaðgengilegu reglna og þeim fyndist ekki taka að selja á íslenska markaðinn. Hösk- uldur sagðist ekki kannast við þessa óánægju enda hefðu mörg hundruð framleiðenda samþykkt að gangast undir reglurnar. Engin mismunun fælist í þessu vegna þess að þær giltu jafnt gagnvart öllum framleið- endum. Höskuldur sagði að þær væru mjög svipað- ar á hinum Norðurlöndun- um. Ennþá ber innfluttur bjór 35% aukagjald á cif- Reglurnar óaðgengilegar Höskuldur sagði að samningagerð sem tengdist þeim vörum sem hafa farið inn á reynslulista hafi gengið eðlilega fyrir sig og átakalítið. ÁTVR setur erlendum framleiðend- um þau skilyrði að þeir gefi fast cif-verð (verð á hafnarbakka á áfangastað) til 14 mánaða og skuld- bindi sig þar að auki til þess að varan haldist óbreytt í 14 mánuði. Áfengisinnflytjandi sagði í sam- tali við Morgunblaðið að framleið- endur væru óánægðir með þessi skilyrði. Það væri í fyrsta lagi erfitt fyrir þá að ábyrgjast óbreytt flutn- ingsgjöld til svo langs tíma og í verð. Sú gjaldtaka samræmist ekki EES-samningnum. Höskuldur sagð- ist ekki geta tjáð sig um það mál. Verðlagningarreglur væru staðfest- ar af fjármálaráðuneytinu. Auka- gjaldið hefði upphaflega verið 72% og það hefði verið lækkað mun hrað- ar en upphaflega hefði verið áætlað. Aukagjaldið var sett á til að bæta stöðu innlendrar framleiðslu gagn- vart hinni erlendu og átti að leggj- ast af í áföngum. Markmið í heilbrigðis- og félagsmálum í greinargerð með 16. grein EES kemur fram að til þess að tryggja stöðu sína ef deilumál vegna 16. greinar kæmi fyrir dómstóla hafí Norðurlöndin fjögur, Finnland, ís- land, Noregur og Svíþjóð, gefið yfir- lýsingu við samninginn þar sem áréttað er að áfengiseinkasala sé mikilvægur þáttur í stefnu þessara ríkja í heilbrigðis- og félagsmálum. I lögum um ÁTVR segir að mark- mið hennar sé að afla ríkissjóði tekna. Aðspurður um hvernig heil-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.