Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAR AÐALS TEINN GUÐJÓNSSON + Óskar Aðal- steinn rithöf- undur fæddist á ísafirði 1. maí 1919. Hann lést í Reykja- vík 1. júlí síðastlið- inn, 75 ára að aldri. Foreldrar hans voru Guðjón Sig- urðsson, vélgæslu- ) maður á ísafirði, og Guðmundína Jóns- dóttir í Miðhúsum í Gufudalssveit. Árið 1943 kvæntist Ósk- ar Aðalsteinn fyrri konu sinni, Sigfríði Maríu Guðbjartsdóttur, f. 6.2. 1920. Þau eignuðust tvær ur dætur, Sigríði Ósk, f. 23.10. 1940, og Halldóru Björtu, f. 21.9. 1943. Óskar og Sigfríður skildu. Árið 1950 kvæntist hann seinni konu sinni, Valgerði Hönnu Jóhannsdóttur vita- verði, f. 29.1. 1922, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þijá syni: Flosa, f. 30.12. 1946, Gylfa, f. 5.6. 1948, og Braga, f. 11.1. 1951. Eftir eins vetrar 9. _ gagnfræðanám á Isafirði stund- aði Óskar Aðalsteinn íslensku- nám hjá Haraldi Leóssyni, kennara og bókaverði á ísafirði. Hann var aðstoðar- bókavörður við Bókasafn ísa- fjarðar á árunum 1941-46. Árið 1947 réðst hann sem vita- vörður í Hornbjargsvita þar sem hann vann til 1949. Hann stundaði ritstörf og blaða- mennsku á ísafirði árin 1949-53, en þá fór hann til starfa sem vitavörður á Galtar- 1*r vita. Gegndi hann starfi þar fram til ársins 1977 þegar hann gerðist vitavörður Reykjanes- vita. Þar starfaði hann til ársins 1992. Eftir Óskar Aðalstein liggja margar skáldsögur, barna- og unglingabækur, þáttasafn og fleiri ritverk. Ut- för hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. NÚ ÞEGAR föðurbróðir minn Óskar Aðalsteinn rithöfundur og fyn-ver- andi vitavörður á Hornbjargsvita og síðar Galtarvita er allur þá rifjast upf) minningar úr bernsku minni. Á Hornbjargsvita dvaldist ég í tvö *** sumur hjá frænda mínum og hans góðu konu Hönnu. Á ferð minni vestur frá Reykjavík heimsótti ég fyrst afa og ömmu sem bjuggu á Eríidrvkkjur Glæsileg kaíti- hlaðborð fidlegir salir og mjög gt)ð þjónusÉ. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR IÉTBL LirTLimt Túngötu 13, ísafirði. Frá ísafirði var farið með póstbátnum Fagranesi, en þar var matsveinn bróðir Ósk- ars, Þorlákur, oftast kallaður Láki. Ógleymanleg er myndin í huga mér, þegar Óskar stóð í fjör- unni í Látravík að taka á móti bátnum sem sigldi frá Fagranesi upp í fjöru með kost og fólk. Með sinni hlýju og glaðværð heilsaði hann mér svo allur kvíði hvarf. Mitt starf hjá þeim hjón- um var að gæta sona þeirra, Flosa og Gylfa. Óskar átti það til að fylgj- ast með leik okkar, dáðist að drullu- kökubakstri og öðrum „heimilis- störfum". Sérhvert hversdagslegt a.tvik í leik varð.að stórri sögu hjá Óskari. Minnisstæðar eru mér kvöldvökurn- ar á Hornbjargsvita. Óskar las gjaman upp úr bókum sínum og jafnvel lék persónumar í þeim. Auk þess las hann sem framhaldssögur þekkt bókmenntaverk og gerði það með tilþrifum, því hann gat verið leikari af lífi og sál. Hjá Óskari hófst áhugi minn á bókmenntum. Hann benti mér á að lesa Sölku Völku eftir Halldór Lax- ness. Auðvitað var margt í þeirri bók sem ég ekki skildi þá, en Óskar lagði sig fram um að útskýra fyrir mér textann sem ekki var saminn fyrir tíu ára telpu. Borgarbarninu leiddist aldrei á Hombjargsvita hjá þeim hjónum, návist þeirra var slík að hún gaf mér ógleymanlegar minningar um friðsæld og öryggi. Ég skynjaði strax samheldni þeirra í einu og öllu sem gerði tilvemna svo skemmtilega. Síðar þegar Óskar var vitavörður á Galtarvita heimsótti ég hann ásamt systur minni og áttum við þar skemmtilegar stundir. Óskar var skáldlegur að vanda, benti okkur á hið frábæra útsýni frá vitanum, yfir hafíð, Göltinn og á skipin sem áttu leið hjá. Þriðji viti sem þau hjón sáu um var Reykjanesviti, Hanna var þar vitavörður. Hin seinni ár var það árviss viðburður að fjölskylda mín fór í heimsókn út í Reykjanes- vita. Ailtaf var tekið vel á móti okkur, mikið spjallað og rifjaðar upp gamlar minningar. Að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum allar góðar og ógleymanlegar samverustundir um leið og ég votta Hönnu, börnunum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Edda Kjartansdóttir. LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fóiö myncíalistann okkar. 720JBor^arjjr^e^ra^imú97-29977^ LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 MINNINGAR Ég var ekki ýkja hár í loftinu þegar ég varð þess áskynja að til væri dularfullur og spennandi, ósýnilegur afabróðir sem gekk í daglegu tali undir nafninu Óskar frændi á vitanum. Ég velti þessum merkilega manni fram og aftur í barnshuganum og gerði hann að allskyns ævintýrapersónum en þeg- ar fundum okkar bar saman komst ég að því að hann og ævintýrið voru eitt. Hann birtist einn daginn í heimsókn í hús afa míns og ömmu á Njálsgötunni, sagði svo skemmti- lega og spaugilega frá og sýndi litl- um frænda engu minni áhuga en stóra fólkinu. Ég gat ekki gleymt honum og braut lengi heilann um það hvernig ég gæti sent þessum fína frænda mínum og fólkinu hans kveðju út í vitann, sem ég man enn hvemig ég gerði mér í hugarlund. Góðvinur foreldra minna, Haukur Morthens, sem sá um Lög unga fólksins í Út- varpinu tók vel í að lesa kveðju- skeyti til vitastrákanna þriggja, þeirra Flosa, Gylfa og Braga, og lagið sem Haukur valdi var „Ég vil fara upp í sveit“. Það var fyrirboði mikilla tíðinda í mínu lífi þvi fyrr en varði höguðu örlögin og skyld- menni því svo til að ég fór í sveit til Óskars, alla leið vestur á Galtar- vita, þá landskunnu uppsprettu veð- urskeyta. Þetta var fyrsta ferð mín á Vest- fírði og á leiðinni kynntist ég nátt- úrufyrirbærum á borð við Dynjanda í Arnarfirði og Leifa á Norðureyri sem reri okkur yfir Súgandaijörðinn og fylgdi okkur áleiðis yfir Gölt. Hundurinn Peikur hljóp á undan. Það er ekki víða í þessum heimi sem heimreiðin að einu húsi er jafn stór- brotin og óárennileg og að Galtar- vita. Eftir töskuburð undir strand- bergi um stórgrýtta fjöru sem aldr- ei virtist ætla að taka enda, grillti loks í gulan turn með tveimur rauð- um röndum og svolítið hvítt hús með rauðu þaki við hliðina. Ég var kominn í konungsríki þeirra Óskars og Hönnu og sona þeirra þriggja, í faðm Öskubaks og Galtar. Á hina hönd var hafið og Halamiðin og sá allt norður í Aðalvík með Ritinn nær og Straumnesið fjær. Sumrin mín á Galtarvita urðu fimm og lifa í minningunni sem ein samfelld sæla. Samneytið við vest- firsku náttúruna eins og hún verður fegurst og grösugust kenndi mér eitt og annað sem mér varð fyrst ljóst löngu síðar, en það var ekki síður mannlífið í þessu litla samfé- lagi sem sáði fræjum sem ennþá spíra inní mér, þegar þijátíu ár eru liðin. Á þeim tíma breyttist ærið margt en ekki þau Óskar og Hanna. Það er ein skemmtilegra þver- sagna tilverunnar að heimsmaðurinn og félagsveran Óskar Aðalsteinn kaus að búa á tveimur afskekktustu stöðum landsins, Hombjargsvita og Galtarvita, þar sem varla sást gestur jafnvel svo mánuðum skipti í skamm- deginu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að verða heimilismaður á því mikla menningarheimili sem hnipraði sig svo hógværlega á grænni tó milli blásvartra hamrabeltanna, þar var lestur fagurbókmennta jafn sjálf- sagður hlutur og að dýfa kexinu í kaffíð, og kúnstin að leika á fá- sinnið var heimilisfólkinu svo töm að ég minnist þess ekki að mér hafí leiðst einu sinni á Galtarvita. Grallarinn og húmoristinn Óskar ERFIDRYKKJLR Sími 11440 . SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTURlLESTAR J|a )(T| SERVANTPLÖTUR I 1 II SALERNISHÓLF II 11 BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR LAGER -NORSKHÁGÆÐA VARA tj.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29 - Mulatorgi - s. 38640 sem skildi hvað það er hollt að vera skapgóður, hugsuðurinn og skáldið Óskar við skriftir inní svefnher- bergi, bóndinn með orf og nýdengd- an ljá í slægjunni í Hvamminum og heyið dregið heim á hestvagni, nema af Norðurtúninu; þar þurfti klyf- bera, Óskar að fara í fjósið að heilsa upp á Drottningu eða Óskar að gægjast til skýja eða í mælabúrið, bjöllusöngur skilvindunnar og heiðgulur ijóminn útskýrður fyrir malbiksbarninu, kvikmyndatöku- maðurinn og badmintonleikarinn, upplesarinn og leikarinn að lesa húslestur, samræðusnillingurinn Óskar sem naut sín fram í fíngur- góma þegar gesti bar að garði, ýmist sjó- eða landleiðina, að ekki sé talað um rispurnar í talstöðina þegar vitaskipið kom í kallfæri. Eg sé þá alla í anda, þessa Ósk- ara þegar ég lít um öxl, sem er oft því ég bý enn að þeim sjóði sem mér áskotnaðist á vitanum hjá Ósk- ari, Hönnu og bræðrunum forðum. Nú er Óskar, minn góði frændi á vitanum, kominn á nýjan og skær- ari vita við enn stærra og víðara haf. Ég minnist hans af þesskonar þakklæti sem maður lærir að upp- lifa á heimsins fallegasta sólskins- degi vestur á Gaitarvita þegar veð- urskeytið byijar á núll núll fimm og síðan fimm núll. Valgeir Guðjónsson. Við fyrsta andvarp er lífsleiðin mörkuð og þeirri ákvörðun verður ekki breytt að neinu verulegu leyti. Þó er okkur ætluð þessi leið til þroska og framþróunar. Þetta vissi Óskar Aðalsteinn, þess vegna varðveitti hann barnið í sjálf- um sér af svo mikilli kostgæfni og tókst það svo frábærlega allt sitt líf, allt til hins síðasta. Hann hló sem barn og grét sem barn en hugsaði sem heimspekingur og víða fundust perlur í tali hans og rituðu máli og mátti það vera veglegt veganesti hveijum, sem kunni að nota sér og nú þegar hann er allur eru minning- arnar sem lifa og verða ekki frá okkur teknar, minningar um góðan dreng og verða skráðar um aldur og aldrei gleymdar. Þar bjó hugur þekkur og hjarta hlýtt og vonin lifði björt og heið og brjóstið fullt af fögnuði yfir því að vera til, jafnvel í gegn um þjáning- arnar ljómaði bros og innri friður og lipur gamansemi var efst í huga hans. Þegar við fundum hann á sjúkra- húsinu þar sem hann háði sitt síð- asta stríð, hóf hann máls á því hve- nær við gætum farið saman í næsta ferðalag, því hann hlakkaði til þeirr- ar ferðar þó enn væri ekki búið að ákveða neitt um það. En nú er hann farinn í ferðina löngu og við munum dvelja við minninguna um góðan dreng og hún verður ekki frá okkur tekin og næst þegar við förum í ferð mun hann einnig verða þar í andanum og alls ekki frá okkur víkja. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta líf væri leið á langri braut til náms og fullkomnunar og því var svo nauðsynlegt að byrgja sig upp með sem mest af fegurð og friði, því það var það vegarnesti, sem hvorki ryð né mölur fá grandað og það mátti flytja með sér tit æðri vistar á himnum og höndla til fram- þróunar. Það er víst að leið hans lá Ijóss til himinsala. Hann fór til að heyra og sjá himnabornin tala. Þegar við kynntumst Hönnu og Óskari fyrst íyrir sex árum úti í Danmörku, en þar lágu leiðir okkar saman, var það fyrir hreina tilviljun, eða kannski að forsjónin hafi ætlast til þess frá upphafi, en þá var það lán í lífi okkar, því það er lán að kynnast góðu fólki, það lyftir sál- inni og lýsir upp tilveruna. Við þökkum þær stundir, sem okkur hlotnuðust í návist þeirra hjóna og biðjum guð að styðja og styrkja Hönnu og börnin þeirra í sorginni og aðra sem eiga um sárt að binda, - og hjálpa þeim að ylja sér við minninguna um allt það góða, sem þau urðu aðnjótandi í fari þessa ágæta manns. Guð blessi ykkur öll. Fjóla og Jón. Það vita þeir sem sjómennsku hafa stundað við strendur þessa lands, að vitinn fyrir stafni getur oft farið, - án þess maður endilega geri sér það ljóst, — að gegna miklu hlutverki í lífi manns. Um þetta get ég borið vitni, hafandi stundað sjó- róðra í aldarfjórðung. í nætur- myrkrinu hef ég starað á þessa vita, oft örþreyttum augum. Séð ljóskeil- ur þeirra skera kolsvart myrkrið og éljasortann. Ég hef bundið ástfóstri við þessi skæru ljós. Þau hafa leitt mig heilan heim að loknum hveijum róðri. Vísað mér veginn til hins fyrir- heitna lands. Um tíma var einn sérstakur viti í huga mér. Þar á ég við Galtarvita. Galtarviti var ekki aðeins einn þýðingarmesti vitinn á Islandi, af því hann er staðsettur við eina hættulegustu strönd í heiminum. Fyrir mig var hann ekki síður mikil- vægur vegna mannsins sem sat undir ljósinu. Mannsins sem tendr- aði ljósið og sá um að það logaði allar nætur. Mannsins sem einnig tendraði annarskonar ljós, — ljós ímyndunarinnar. Mannsins sem skrifaði „Dísir drauma minna“. Ég var ungur maður og lífsþorst- inn mikill. Þess vegna dáði ég þann sem hafði skrifað svo sérkennilega bók. Sögu sem er ekki saga í eigin- legum skilningi, — heldur hljóm- kviða. Orð sem sungu fagurlega söng lífsins og ástarinnar, lífsins og ljóssins. Og ég stóð eins og steinrunninn við stýrishúsgluggann og starði heim að Galtarvita og ósk- aði mér að ég gæti sjálfur skrifað. Löngu seinna, — allt of löngu seinna, kynntist ég svo þessum ein- kennilega rithöfundi. Þá var hann sestur að á Reykja- nesvita, sem ekki er síður mikilvæg- ur sæfarendum. Og í algjörum takti við brimið og straumköstin, lifði hann og starfaði. Gætti hins eiginlega ljóss á vitanum, en einnig og ekki síður hins óeiginlega ljóss sem lofar hið innra með manni og er kannski hið eina mikilvæga í heiminum. Og hann hvatti mig til dáða. Ekki með fagurgala eða skjalli. Ekki með fyrirheitum um frægð og frama, — heldur miklu fremur með loforðum um betra líf. „Það er hættulegt að vanrækja rithöfundinn í sjálfum sér,“ sagði Óskar Aðalsteinn og maður fann að þar var einn á ferð sem vissi hvað hann söng. Ef maður vildi lifa mannsæmandi lífí, var aðferðin ekki sú að safna veraldlegum auði og búa við þægindi nútímans. Ekki að eltast við duttlunga tískunnar eða dægurmálin, heldur að „lepja í sig straumana sem um mann streyma, eins og þorskurinn í sjónum". Maður átti semsagt að gefa gaum að lífinu í öllum sínum margbreytileika og skapa úr því sitt eigið sjálf. Það er að vera maður. Með virðingu og þökk, minnist ég allra þeirra stunda sem við hjón- in sátum með Óskari og Hönnu undir ljóskeilum Reykjanesvita og ræddum við þau um lífið. Alltaf var umræðuefnið lífið og allt sem því tilheyrir. Þarna, nánast á enda ver- aldar, — eða kannski öllu heldur upphafi veraldar, var afstaða tekin til vandamála líðandi stundar. Og leiðarljósið var ekki stundarhagur eða uppfylling veraldlegra gæða, heldur var mið tekið af því sem máli skipti í eilífðinni. Og þessa daga og þessi kvöld, leið tíminn með þeim ógnarhraða, að maður vissi ekki sitt ijúkandi ráð fyrr en heim- sóknartíminn var orðinn tvöfaldur eða jafnvel þrefaldur miðað við upp- haflega ætlan. Ef tíminn yfirleitt leið þá nokkuð. Óskar Aðalsteinn var ekkert viss um það. Þetta nefni ég hér, til að undir- strika að ekkert var sjálfgefið hjá þessum einkennilega manni. Hér birtist efahyggjan og sannleiksleitin sem einkennir alla menn sem eru heiðarlegir gagnvart sjálfum sér,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.