Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994 31
öðru fólki og guði. Og ég er sann-
færður um að guð fylgdist gaum-
gæfilega með þessum umræðum.
Huldar vættir ljóssins voru fundar-
gestir á Reykjanesvita þær stundir.
Ég hef semsagt misst góðan vin.
Samt fmnst mér ekki tilefni til
að barma sér. Allt sem tengist Ósk-
ari Aðalsteini er svo óendanlega
fjarri öllu því sem kallast getur sorg
eða sút. Þvert á móti var hann og
er fulltrúi lífsins og ljóssins. Og
hann mun lifa áfram í hugum þeirra
sem nutu samvista við hann
skamma stund.
Grétar Kristjónsson.
Óskar Aðalsteinn, rithöfundur og
vitavörður, er látinn. Hann var ná-
granni minn og vinur frá því hann
og Hanna kona hans fluttust á
Reykjanesvita. Óskar naut leiðsagn-
ar og kennslu hjá Guðmundi Hagal-
in rithöfundi og í nokkur ár var
hann aðstoðarbókavörður hjá hon-
um við bókasafnið á ísafírði.
Fyrsta bók Óskars kom úr 1939
en tveimur árum síðar kom út Grjót
og gróður, athyglisverð og raunsönn
lýsing á lífi fátæks verkamanns í
litlu sjávarþorpi. 1947 varð Óskar
að yfírgefa ísafjörð og flytja að
Hornbjargsvita. Um þennan kafla í
lífí Óskars fjallar allýtarlega ein
besta bók hans, Lífsorusta. Síðar
fluttist hann á Galtarvita og þaðan
til Reykjanesvita. Síðustu árin
bjuggu Óskar og Hanna í Reykja-
vík. Á ísafirði hafði Óskar tekið
virkan þátt í félagslífi; í leikfélagi
staðarins og KFUM.
Óskar var skemmtilegur heim að
sækja. Vel að sér í bókmenntum og
hleypidómalaus í garð annarra rit-
höfunda og á framgangi þjóðmála
hafði hann mikinn áhuga, svo og á
sálarrannsóknum. Við hjónin sökn-
uðum þeirra Óskars og Hönnu þeg-
ar þau fluttu héðan af svæðinu.
Enginn er ég spámaður. En mér
kæmi ekki á óvart að sumar bækur
Óskars ættu eftir að lifa betur en
ýmsar þær sem nú er hossað af
bókmenntaspírum.
Hönnu og öðrum aðstandendum
sendum við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hilmar Jónsson, rithöfundur.
Nú er til moldar borinn Óskar
Aðalsteinn, skáld og vitavörður. Ég
átti þess kost að kynnast honum
litla stund, er ég heimsótti hann í
vitann suður á Reykjanesi, þar sem
förunautur hans, Valgerður Hanna
Jóhannsdóttir, annaðist umsýslu.
Óskar var kurteis maður, glaðvær,
kom víða við í orðræðu sinni, en það
fann ég fljótt að þótt hann væri
góðviljaður og legði aldrei illt til
náungans, þá var hann glöggskyggn
og sá vel löst og kost á hverjum
manni.
Óskar Aðalsteinn var eins og
sönnu skáldi sæmir frábitinn yfir-
borðsmennsku og því upphafna
skrumi, sem annarlegir tímar hafa
stundum sveipað rithöfunda sína.
Hann unni kyrrðinni, kaus að lifa
fjarri ysnutn, gaf gaum að blæbrigð-
um landsins og skynjaði að þar býr
fleira en sýnist.
Óskar Aðalsteinn var heiðursfé-
lagi í Félagi íslenskra rithöfunda,
og má hafa það ásamt öðru til
marks um að hann var of góðfús,
of skarpskyggn til þess að láta glepj-
ast af þeirri helstefnu aldarinnar,
sem ánetjaði um skeið helst til
marga íslenska rithöfunda og dró
þá til stuðnings við ofbeldi og
glæpaverk.
Hann var í hópi þeirra hugrökku
drengskaparmanna, sem aldrei
misstu sjónar af muninum á góðu
og illu, og þó hann hafi vafalaust
goldið þess í ýmsu, hvikaði hann
aldrei frá trú sinni á lýðræði, frelsi
og mannréttindi.
Nú er hann genginn, en verk
hans lifa, ljóð og sögur, dýrmætur
vitnisburður um hugsun, mannlíf
og aldarfar með lítilli þjóð á tímum
stófelldra breytinga. Ástvinum hans
og ættingjum votta ég einlæga sam-
úð.
Baldur Hermansson,
formaður FÍR.
JÓHANN
J. JAKOBSSON
+ Jóhann J. Jak-
obsson , efna-
verkfræðingur, var
fæddur 9. maí,
1920, á Finnsstöð-
um í Höfðahreppi,
A-Hún. Hann and-
aðist í svefni að
morgni 6. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jakob
Jens Jóhannsson,
bóndi á Finnsstöð-
um og síðar að Spá-
konufelli, og kona
hans Emma Pálína
Jónsdóttir, hús-
freyja s.st. Systkini Jóhanns
eru: Jón S., f. 1918, d. 1991;
tvíburabróðir Jóns var Árni, en
hann lést aðeins fárra ára gam-
all; Ástríður, f. 1917, lést 1980.
Árni Björn, f. 1924 og býr nú
á Ítalíu. Hinn 17.júlí 1948
kvæntist Jóhann Láru Ólafsson,
f. 20.2. 1924, og eru börn
þeirra: 1) Birna Jakobína, f.
30.1. 1949. 2) Lárus Jóhann, f.
29.1. 1954. 3) Jakob Páll, f.
19.6. 1957, búsettur í París.
Jóhann átti son fyrir hjóna-
band, Reyni Hlíðar, 6.11. 1946,
prentara í Reykjavík, og stjúp-
dóttir hans, og dóttir Láru, frá
fyrra hjónabandi hennar, er
Stella Jóhanna Margeson, f.
Klinker, f. 11.3. 1945, hjúkrun-
arkona, sem búsett er í Banda-
ríkjunum. Jóhann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1941. Hann stundaði sér-
fræðinám í efnaverkfræði við
University of Minneapolis í
Bandaríkjunum, og lauk þaðan
prófi í efnaverkfræði árið 1944.
Hann stundaði framhaldsnám í
analýtískri efnafræði í Dan-
mörku árið 1954 og í olíurann-
sóknum í London árið 1955,
ennfremur í notkun geisla-
virkra ísótópa í iðnaði í Banda-
ríkjunum 1959. Árið 1955 starf-
aði hann sem efnaverkfræðing-
ur hjá bandarísku félagi, en í
lok þess árs réðst hann til At-
vinnudeildar Háskólans sem
efnaverkfræðingur og varð
deildarstjóri þar árið 1961.
Sama ár stofnaði hann eigin
verkfræði- og efnarannsókna-
stofu, Fjölver hf. í Reykjavík,
og starfaði þar eingöngu frá
árinu 1971. Hann var fram-
kvæmdastjóri Kjarnfræða-
nefndar Islands 1962-64, for-
stöðumaður Almannavarna rík-
isins 1964-68 og var yfirverk-
fræðingur og síðar verksmiðju-
sljóri Sementsverksmiðju ríkis-
ins 1969-71. Hann var í At-
vinnumálanefnd ríkisins 1955-
1963. Útför Jóhanns fer fram
frá Fossvogskirkju í dag.
Kveðjuorð
JÓHANN Jakobsson, efnaverk-
fræðingur, vaknaði ekki aftur til
þessa lífs að morgni 6. þessa mán-
aðar. Þannig er lífíð stundum, að
hverfulleikinn er á næsta leiti, þótt
menn kenni sér ekki meins, þegar
gengið er til hvílu að kveldi. Við
höfðum verið vinir og félagar á
margvislegan hátt á ævigöngunni
allt frá því við kynntumst í Mennta-
skólanum á Akureyri fyrir meira
en 50 árum síðan. Hans er nú sakn-
að af stórum hópi vina og kunn-
ingja, sem nutu starfa hans og fag-
þekkingar á langri leið.
Þótt hann gegndi margvíslegum
störfum, m.a. á opinberum vett-
vangi, varð þó aðalstarf hans á
sviði hagnýtrar verkfræði- og efna-
rannsókna, en á því sviði stofnaði
hann og rak efnarannsóknarstof-
una Fjölver hf., sem hann stofnaði
1961, en þar gerðist hann sam-
starfsmaður og aðaltrúnaðarmaður
olíufélaganna allra, sem Ieituðu til
hans með hin margvíslegustu verk-
efni, auk þess, sem allir sem þurftu
á slíkri þjónustu að halda gátu jafn-
an leitað til hans sem
hlutlauss aðila í hvers
konar vandmálum. Það
má segja, að frá því
fyrir 1960 og síðan
hafi hann verið sá, sem
bar hma raunverulegu
ábyrgð á að allar olíu-
vörur, sem fluttar voru
til landsins, stæðust
þær tæknilegu kröfur,
sem gerðar eru til elds-
neytis fyrir flugvélar,
skip og hvers konar
iðnað í landinu, svo og
fyrir smurningsolíur og
alls kyns sérvörur í
tengslum við starfsemi olíufélag-
anna og annarra.
Hann var ávallt mjög samvizku-
samur í störfum sínum, og niður-
stöður hans og skýrslur nutu viður-
kenningar og virðingar hjá þeim,
sem á þjónustu hans þurftu að
halda. Því var það, að það tókst
sérstakt og ánægjulegt samstarf
milli hans og íslenzku olíufélaganna
við uppbyggingu og rekstur efna-
rannsóknarstofu, þar sem sameig-
inlega var unnið að uppbyggingu
fullkominnar rannsóknaraðstöðu
fyrir olíuvörur og aðrar rannsóknir.
Ólíufélögin þurftu á þessari þjón-
ustu og fyrirgreiðslu að halda og
fengu það til baka, sem um var
beðið, svo að aldrei bar þar nokk-
urn skugga á. Fyrir það samstarf
allt ber nú að þakka.
Jóhann hafði verið við beztu
heilsu, og í gamni heitið því að
verða 100 ára. Þetta minnti mig á
hina frægu heitstrengingu Stein-
gríms, læknis, Matthíassonar Joch-
umssonar á ungmennafélagsþing-
inu á Akureyri, víst 1912, sem hafði
heitið því sama, en bætti því við,
„en falla dauður ella.“ Nú hefir það
sama hent vin minn Jóhann.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn,
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvem.
Skyndilegt fráfall ástvinar skilur
eftir sig stórt sár, sem tíminn einn
fær læknað. Við hjónin sendum
Láru og allri fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Önundur Ásgeirsson.
Þegar sumarið skartaði sínu feg-
ursta og miðnætursólin skein hvað
skærust kaus Guð að kalla þig til
sín, svo óvænt.
Á þeim tímum þegar kvöldið er
varla kvöld, og nóttin ekki nótt,
heldur virðist aðeins dagur.
Eins og miðnætursólin sem ekki
gengur til viðar, mun minning þín
ávallt skína í huga mér.
Guð blessi minningu þína.
Þinn sonur,
Lárus Jóhann.
Á björtu og fögru sumarkvöldi
lagðist afi til hvílu, lét aftur augun
og sofnaði í hinsta sinn. Margar
minningar streyma um huga manns
eftir margar og góðar samveru-
stundir með afa. Hann var alltaf
hress og hraustur á líkama og sál,
traustur sem klettur og alltaf tilbú-
inn að ræða málin ef eitthvað bját-
aði á.
Afi hjálpaði mér mikið með skóla-
nám mitt. Alltaf var hægt að leita
til hans með stærðfræðina og var
hann að rnínu áliti sá besti stærð-
fræðikennari sem völ var á, hann
var þolinmóður, fór hægt yfir efni
og vildi sjá árangur.
Afi vildi hafa nóg fyrir stafni og
þegar hann hætti að vinna tók
margt við, matseld, göngutúrar,
sund og ferðalög að ógleymdri veið-
inni.
Þegar afi fór í ferðalög til Frakk-
lands var mjög tómlegt í Stekkjar-
hvamminum, en þegar hann kom
heim var gleðin tekin á ný með
skemmtilegum ævintýrasögum frá
afa í Frakklandi, en svo verður
ekki aftur, nú hefur afi farið í ferða-
lag í annan heim þar sem Guð mun
vernda hann.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
söknuði og þakklæti.
Lífið sem við fáum að láni er
stutt, en minningin um líf sem vel
var varið er eilíf.
Guðbjörg Lárusdóttir.
Elsku afi minn er dáinn. Upp
koma minningar um liðna tíð og
man ég þegar ég kom í heimsón
til hans, hvað hann hló dátt og
klappaði á öxl mér og sagði: „Nei,
mikið ertu orðin stór.“ Síðan fór
hann í nammikrúsina sína og náði
í súkkulaði.
Ég bið algóðan Guð að varðveita
afa minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Lára Kristjana Lárusdóttir.
Þegar við kveðjum afa okkar er
margt sem kemur upp í hugann.
Hann var ekki sá dæmigerði afi sem
sest í helgan stein og tekur lífinu
með rÓ. Afí okkar var fullur lífsorku
og þurfti alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni. Hestar komu þar mikið
við sögu og átti hann nokkra góða
gæðinga sem hann eyddi tíma sín-
um með, einkum þó Bjarti. Einnig
stundaði hann leikfimi, fór í sund
og las bækur, og ræktaði þannig
bæði líkama og sál. Afi átti margar
góðar stundir í gróðurhúsinu sínu
þar sem hann sat á góðvirðisdögum
og baðaði sig í sólskininu.
Alltaf fengum við hlýjar móttök-
ur þegar við komum í heimsókn,
súkkulaði og klapp á öxlina. Og
brosið var aldrei langt undan, afi
var gamansamur í meira lagi og
átti auðvelt með að koma öllum í
gott. skap. Með sanni má segja að
hann hafí verið hrókur alls fagnað-
ar hvar sem hann kom. En öllu
gamni fylgir einhver alvara og afi
hafði alltaf ráð undir rifi hveiju.
Hann var mjög vitur maður og
hafa margir í fjölskyldunni leitað
til hans um góð ráð og hjálp við
heimalærdóminn. Hafði hann af
þessu mikið gaman.
í seinni tíð lagði hann ósjaldan
land undir fót og ferðaðist til ann-
arra landa. Þar var Frakkland oft
efst á lista og kannski eitt af hans
mestu áhugamálum. Þess má geta
að afi talaði mjög góða frönsku og
var stoltur af.
Eitt var það sem aldrei mátti
vanta hjá afa, en það voru fréttirn-
ar og saltstangirnar, skolað niður
með svörtu kaffi og mola. Að því
loknu var bollanum hvolft á undir-
skálina, en það gerði hann svo hann
gæti gengið að bollanum sínum vís-
um.
Þó afi sé ekki staddur hér hjá
okkur lengur, þá verður hann ávaílt
með okkur og passar upp á að við
förum gætilega eins og svo oft var
hans síðasta kveðja. Blessuð veri
minning hans.
Magnús Már, Jóhann Þór,
Sigríður og Þór.
Andlát Jóhanns Jakobssonar
kom á óvart þar sem hann var ávallt
svo þróttmikill, enda átti hann því
láni að fagna, að vera alla tíð heilsu-
góður. Jóhann var giftur móður-
systur minni og sótti ég alla tíð
mikið tii þeirra og var alltaf tekið
opnum örmum. Eftir að ég eignað-
ist fjölskyldu var hún jafn velkomin
og ég og þau hjón í miklu uppá-
haldi hjá dætrum mínum. Jóhann
ól upp Stellu Jóhönnu dóttur Láru
frá fyrra hjónabandi. Hún er núna
búsett í Bandaríkjunum, en við vor-
um mikið saman á okkar yngri
árum og góðar vinkonur og erum
enn. Seinna lágu leiðir okkar Birnu
saman og er hún í dag ein af mín-
um bestu vinkonum.
Á mannamótum var Jóhann
hrókur alls fagnaðar og minnist ég
60 ára afmælis hans sem er ein af
skemmtilegustu afmælisveislum
sem ég hef farið í.
Árið 1961 stofnaði Jóhann Fjöl-
ver, verkfræði- og efnarannsókna-
stofu, sem m.a. sér um rannsóknir
á bensíni og olíu þegar það kemur
til landsins og er eftir því sem ég
best veit ein sinnar tegundar hér á
landi.
Jóhann var alla tíð mikill at-
hafnamaður. Var hann einn af
frumkvöðlum að stofnun Stálfé-
lagsins og sat í fyrstu stjóm þess.
Einnig stofnaði hann ásamt fjöl-
skyldu sinni fyrirtækið Nyco, en það
framleiddi m.a. íslenska ilmvatnið
„Mont Bleu“.
Hann var mikill útilífsmaður og
átti um árabil hesta sem hann hafði
mikið yndi af.
Síðustu árin var hann að kynna
alþjóðasamtökin „Servas“ sem hafa
móttöku erlendra ferðamanna og
gagnkvæma gestrisni að aðal-
markmiði. Geta meðlimir Servas
þegið erlendis sömu þjónustu og
þeir hafa látið í té hér heima. Var
Jóhann mjög ötull í þessum samtök-
um og heimsótti meðlimi þeirra í
Frakklandi.
Með þakklæti mínu og fjölskyldu
minnar kveðjum við Jóhann og
sendum fjölskyldu hans innilegustu
samúðarkveðjur.
Rannveig Gísladóttir.
Mánudaginn 4. júlí mætti Jóhann
Jakobsson aftur til starfa í sitt
gamla fyrirtæki, Fjölver hf., nú til
sumarafleysinga. Útitekinn, sælleg-
ur og í sama góða forminu, sem
einkennt hafði hann þau rúmlega
10 ár, sem samstarf okkar stóð.
Greinilegt var að Jóhann naut þess
að byija aftur og endurnýja kynni
við starfsmenn og viðskiptamenn
stofunnar. Á þriðjudeginum spurði
hann mig hvort hann mætti ekki
hefja vinnu fyrr á morgnana, þar
sem hann vaknaði snemma og iðaði
í skinninu að hefjast handa. Það
var að sjálfsögðu auðsótt mál. Þeg-
ar ég mætti til vinnu daginn eftir
var Jóhann ekki mættur og skýring-
in sú, er síst hefði komið okkur, sem
unnum með honum þessa tvo daga
í hug, að Jóhann hafði orðið bráð-
kvaddur um nóttina.
Jóhann lauk námi í efnaverk-
fræði frá Minnesota-háskóla 1944
og hóf síðan störf hjá iðnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans strax eft-
ir heimkomuna 1945 og starfaði
þar til 1961.
Árið 1962 stofnaði Jóhann efna-
rannsóknastofuna Fjölver. Þótti það
djarft teflt, þar sem slík starfsemi
hafði verið einokuð af ríkisstofnun-
um, sem reyndust ekki alltaf vera
auðveldustu samkeppnisaðilarnir.
Starfsemin þróaðist í þá átt að olíu-
félögin urðu stærstu viðskiptavin-
irnir og árið 1983 varð að sam-
komulagi milli Jóhanns og olíufé-
laganna að hinir síðarnefndu
keyþtu starfsemina. Þá hófst sam-
starf okkar Jóhanns. Ég var nýkom-
inn frá námi og réðst til starfa hjá
Fjölveri hf. Það var góður skóli að
hefja starf hjá slíkum brautryðj-
anda sem Jóhann var. Skipuleg
vinnubrögð voru hans aðal. Hann
var hamhleypa við vinnu, margar
rannsóknir í gangi í einu og afköst
mikil. Öll verkefni tekin með
áhlaupi. Jóhann miðlaði mér af ára-
tugalangri starfsreynslu sinni og
allt okkar samstarf reyndist mér
ómetanlegur skóli. Frá tíu ára sam-
starfi er margs ánægjulegs að
minnast og ofarlega eru mér í huga
margir fjörugir kaffitímarnir þar
sem þjóðmálin voru rædd, Jóhann
hafði yfirleitt ákveðnar skoðanir og
lá ekki á þeim og ekki hvað síst
þegar athafnir stjórnmálamanna
áttu í hlut.
Ég sendi Láru og fjölskyldunni
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og bið Jóhanni vini mínum Guðs
blessunar.
Ragnar Jóliannesson.