Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994 33 MINNINGAR OMAR HREINN MAGNÚSSON + Ómar Hreinn Magnússon var fæddur í Reykjavík 15. nóvember 1941. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar lians voru hjónin Petrína G. Nikulásdóttir frá Kljá í Helgafells- sveit og Jón Magn- ús Jónsson frá Hvestu í Arnarfirði. Þau áttu fimm börn, auk Ómars. Þau eru: Guðmund- ur, f. 28.1. 1932, d. 11.2. 1973; Hafsteinn, f. 9.10. 1933; Þór- unn, f. 16.4. 1935; Sigríður, f. 28.3. 1937; Jón, f. 28.10. 1939. Fyrir hjónaband átti Jón Magn- ús dóttur, Helgu, f. 17.1. 1920. Ómar vann á íþróttavöllum Reykjavíkurborgar á þriðja áratug, fyrst á Melavellinum og síðar á Laugardalsvelli. Ut- för hans fer fram frá Neskirkju í dag. GÓÐVINUR minn og vinnufélagi Ómar Hreinn Magnússon er látinn. Með honum er genginn góður drengur. Það er ekki langt síðan við áttum tal saman og fór vel á með okkur, sem ávallt, en svona er lífíð, dauðinn er aldrei langt undan. Vinur minn Ómar var svolítið sérstakur, ekki allra vinur, en þeim sem hann tók, var tryggð hans fölskvalaus, já alveg einstök, það hef ég fengið svo ríkulega að reyna gegnum árin. Hann var mikill vinur vina sinna. Ómar var einstaklega barngóður, það lýsir kannski best hans innri manni. Hann var dulur um sína hagi, afskiptalaus um mál annarra en ef einhver þurfti hjálpar við reyndist hann góður félagi. Ómar var félagi í Þrótti og einn af þeim sem settu svip sinn á félag- ið fyrstu ár þess, lék með yngri flokkum félagsins og meistara- flokki. Hann fór afar vel með knött- inn svo unun var að sjá, enda höfðu önnur félög áhuga að fá Ómar í sinn hóp, en hann var Þróttari fyrst og síðast, því varð ekki breytt. Mörgum þótti þessi snjalli knatt- spyrnumaður hætta of fljótt. Ómar vann á íþróttavöllum Reykjavíkurborgar á þriðja áratug, fyrst á Melavellinum og síðar á Laugardalsvelli. Hann sá um fé- lagavellina frá Melavellinum og gerði það mjög samviskusamlega. Kom það sér þá oft vel hversu hand- laginn hann var eins og fylgir mörg- um úr hans ætt. Hann var afar vandvirkur í öllu sem hann gerði og þjónusta hans við fé- lögin vár líka vel metin, enda vann hann af mik- illi samviskusemi. Ómar fæddist og ólst upp á Fálkagötu 20. Foreldrar hans sæmd- arhjónin Petrína _ og Magnús áttu auk Óm- ars þrjá syni og þrjár dætur. Faðir hans lést árið 1970 og bjó Ómar með móður sinni þar til hún lést 1982. Eftir það bjó hann einn á æskuheimili sínu og þar lést hann 5. þ.m. Með Ómari er genginn góður vin- ur okkar Regínu og barna okkar. Við þökkum honum samfylgdina og sendum systkinum hans og skyldmennum samúðarkveðjur við fráfall þessa góða drengs. Baldur Jónsson. Þó liðin séu tæplega Fjörutíu ár síðan ég yfirgaf mínar æskustöðv- ar, Grímsstaðaholtið, þá lifa minn- ingarnar samt í skæru ljósi og þar er ætíð hægt að sjá hvaða einstakl- ingur var með það jákvæða í huglíf- inu og eins á það sama við um hið neikvæða. Vel man ég fjölskylduna á Fálka- götu 20b. Þar var engin sýndar- mennska, lítilsvirðing ásamt lævísu huglífi til. Þar var um fjölskyldu að ræða sem leit á málsefnið frá réttri hlið. Þess vegna á ég góðar minningar um þá fjölskyldu og nú við hið snögglega fráfall Ómars Hreins Magnússonar hugsa ég í djúpri þögn einverunnar hver er hinn raunverulegi tilgangur jarð- lífsins; reglusemi og góðvild, það eitt er ekki nægjanlegt, en mín trú er sú að á bak við hina skamm- vinnu stund hins jarðneska ævidags sé annað og betra sem við tekur. Saknaðartilfinningin er þung, en hana getur enginn búið til. Hún kemur aðeins inn á huglífið ef sá sem við kveðjum Var jákvæður gagnvart okkur og þess vegna sakna ég Ómars Hreins Magnús- sonar. Ég vil enda þessa hugleiðingu mína með því að votta eftirlifandi systkinum hans og öðrum kunningj- um samúð mína. Þorgeir Kr. Magnússon. Þegar ég frétti lát þessa ágæta vinar og samstarfsmanns, setti mig hljóðan. Hvernig mátti þetta vera, hann aðeins 52 ára gamall og við góða heilsu? Sem oftar verður fátt um svör. Við Ómar höfðum verið samstarfsmenn hér á Laugardals- velli í átta og hálft ár, en hann hafði unnið hér miklu lengur eða rúm tuttugu ár. Ómar var verkstjóri og bifreiða- stjóri hér á vellinum og þurfti því starfsins vegna að fara á velli félag- anna hér i Reykjavík til alls kyns þjónustustarfa. Þar var hann vel kynntur og metinn af verkum sín- um. Flest þau ungmenni, sem komu hér til sumarstarfa eða til lengri tíma, nutu leiðsagnar og hand- leiðslu Ómars fyrstu skrefin og var það vel, því hann var ljúfmenni og þægilegur í allri umgengni, hjálp- samur með afbrigðum og'kunni vel til verka. Það er _því skarð fyrir skildi við fráfall Ómars, þó ekki mest vegna verkkunnáttunnar, því hann hafði kennt nokkrum ungum mönnum vel til verka og þekkingin flyst áfram til kynslóðanna heldur vegna fráfalls hans sem vinar og félaga. Ómar bjó einn eftir lát for- eldra sinna og þó að hann væri dulur að eðlisfari þá var hann glað- ur á góðri stund og opinn og glað- sinna í hópi góðra vina, sem munu sakna hans sárt við ýmis taakifæri. Ómar var á yngri árum góður knattspyrnumaður og lék með yngri flokkum Þróttar og um 200 leiki með meistaraflokki félagsins. Segja má, að líf hans og starf hafi að mestu snúist um knattspyrnu og þannig lauk því einnig, því síðasta ævikvöldið horfði hann á útsend- ingu frá HM í knatttspymu, gekk síðan til náða og sofnaði svefninum langa. Eg vil að lokum þakka Ómari störf hans í þágu íþróttavalla Reykjavíkur og votta systkinum hans og öðrum aðstandendum inni- lega samúð mína og samstarís- manna hans hér á Laugardalsvelli á liðnum árum. Megi bjartar minn- ingar um ljúfan dreng fylgja okkur um ókomin ár. Jóhannes Óli Garðarsson. í þessum fáu orðum viljum við kveðja góðan vin og starfsfélaga, Ómar Magnússon. Það var mikið reiðarslag þegar okkur var tilkýnnt á vinnustað okk- ar, Laugardalsvelli, á fimmtudags- morguninn, að Ómar, annar verk- stjóri okkar, væri dáinn. Ómar var hvers manns hugljúfi sem gott var að vinna með. Hann mismunaði aldrei mönnum og var góður leið- beinandi fyrir okkur sem erum að læra að vinna í þessum harða heimi. Ómar var maður sem hægt var að treysta í hvívetna, hann var ákveð- inn og öruggur og átti aldrei í vand- ræðum með að leysa þau verk sem fýrir lágu. En nú er vinur okkar horfínn til nýrra verka og kveðjum við með trega og söknuði þennan góða vin og starfsfélaga. Jóni Magnússyni og öðrum aðstandendum vottum við okkar samúð á þessari erfiðu stund. Minningin um góðan mann mun lifa i hjörtum okkar allra um aldur og ævi. F.h. starfsfólks Laugardalsvallar og gervigrasvallar,.. Guðmundur Orn Ingvason ' og Ingvar Sverrisson. Það stendur kannski mörgum nær en mér að rita minningargrein um Ómar. Við unnum aðeins saman í nokkur sumur fyrir mörgum árum og höfum ekki hist reglulega und- anfarin ár. Hins vegar veit ég fáa menn sem eiga það jafn vel skilið að þeirra sé minnst, ef hægt er að orða það svo, eins og Ómar Magn- ússon. Hann er einn allra besti drengur sem ég hef hitt um ævina og ég á aldrei eftir að gleyma þeim sumrum sem við störfuðum saman. Þvílíkt og annað eins Ijúfmenni er vandfundið. Ég byijaði að vinna ásamt fleiri krökkum á Laugardalsvelli sumarið 1987 og Ómar var þá næsti yfir- maður okkar. Hann hafði gífurlegt verksvit og mikla reynslu af störf- um á vellinum á meðan við vissum ekki hvor endinn á skóflu sneri upp. Það hlýtur því að hafa tekið á taugar hans að horfa upp á okk- ur vitleysingana mála vítateigana fimm metrum of langa daginn fyrir landsleik, setja níu grindur í stað tíu á hlaupabrautina fyrir 400 metra grindahlaupskeppni og draga íslenska fánann öfugt að húni. Engu að síður heyrðum við aldrei skammaryrði af hans vörum, aðeins föðurlegar ráðleggingar og þolin- mæði hans virtist ekki eiga sér nein takmörk. Það gerðist jafnvel að hann tók á sig mistök sem við bárum ábyrgð á. Hjálpsemi hans var einnig aðdáunarverð. Engu skipti hvað það var sém hann var beðinn um, alltaf gerði hann það sem hann gat til þess að leysa úr málum fólks. Ég held að ekkert af okkur krökkunum, sem unnum saman með Ómari á vellinum, eigi nokkurn tíma eftir að gleyma þessum sumr- um. Bestu vinnustaðaminningar sem ég á eru frá Laugardalsvelli og Ómar á mikinn þátt í því hversu gleðilegar þessar minningar eru. Mig tekur sárt að hann skuli horf- inn á braut og votta Jóni bróður hans og öðrum aðstandendum sam- úð mina. Ef til er himnaríki, þá er Ómar þar. Ármann Þorvaldsson. Þegar stofnfundur SÍTR, sem samanstendur af Skemmti- og tóm- stundafélagi starfsmanna íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, var haldinn 6. nóvember 1993, gerðist Ómar Hreinn Magnússon stofnfé- lagi þar. Undirritaður, sem þá var búinn að þekkja Ómar í mörg ár, fagnaði að fá Ómar í félagið sem góðan félaga, og sást best á því hvað fé- lagslyndur Ómar var, þótt einrænn væri að eðlisfari og flíkaði ekki til- fínningum sínum við hvern sem er. Ómar tók virkan þátt í félags- störfum SÍTR, hvort sem það var utandyra eða innan, og var gott að eiga hann að þegar þurfti að vinna og skipuleggja eitthvað, oftast með stuttum fyrii*vara. Við félagsmenn söknuðum hans 1. júlí síðastliðinn, þegar við héldum okkar fyrsta golfmót í sumar, en í golfi sem ýmsu öðru var Ómar lið- tækur. Ómar komst ekki vegna slæmsku í fæti. Ómar var lágvaxinn maður og þrekinn, vel á sig kominn líkam- lega, enda 'góður íþróttamaður á sínum yngri árum, og gerði garðinn frægan fyrir knattspyrnufélag sitt, Þrótt, sem hann stofnaði ásamt öðrum árið 1949, og lék með öllum flokkum og var fyrirliði meistara- flokks til margra ára. Á vinnustað sínum, Laugardals- velli, gekk Ómar að starfi sínu með sama æðruleysi og dugnaði sem einkenndi hann dags daglega, bæði handlaginn og úrræðagóður. Hans verður eflaust sárt saknað af vinnu- félögum sem yfirmönnum, því góð- ur drengur er fallinn frá. Hans verð- ur einnig saknað af félagsmönnum SÍTR og vottum við ættingjum hans hluttekningu okkar. Megi Guð geyma góðan dreng. Fyrir hönd SITR, Halldór Jónsson. Frágangur afmælis- og minningar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minn- ingargreina séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. I K jí <. co v; =3 Tjaldadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.