Morgunblaðið - 14.07.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994 35
+ Hallgríniur
Helgason var
fæddur á hðfuð-
daginn, á Ref-
smýri í Fellum,
N-Múlasýslu, 29.
ágúst 1909. Hann
lést á heimili sínu
á Droplaugarstöð-
um í Jökuldal 30.
desember 1993.
Foreldrar hans
voru Agnes Páls-
dóttir, ættuð úr
Vestur-Skafta-
fellssýslu, og
Helgi Hallgríms-
son frá Birnufelli í Fellum. Þau
hjón bjuggu á Refsmýri í Fell-
um þar til að Helgi lést árið
1912, þá um þrítugt, en eftir
það bjó Agnes ein í áratug.
Hún flutti síðan að Asi og gift-
ist Brynjólfi bónda þar. Olst
því Hallgrímur upp á þessum
tveimur bæjum. Eldri bróðir
Hallgríms, sem hét Páll, lést á
barnsaldri og Guðrún Margrét
systir hans dó úr berklum um
tvítugt. Árin 1929-1931 var
hann í héraðsskólanum á
Laugarvatni, og 1934 giftist
hann Laufeyju Olafsdóttur frá
Holti í Fellum og hófu þau
búskap sinn þar. Laufey býr
nú á Egilsstöðum, hún flutti
þangað sl. vetur í þjónustumið-
stöð fyrir aldraða. Árið 1936
fluttu þau hjón að Arnheiðar-
stöðum í Fljótsdalshreppi og
bjuggu þar um sinn. Árið 1942
byggðu þau nýbýlið Drop-
laugarstaði á hluta af Arnheið-
arstaðalandi, og þar bjuggu
þau síðan allan sinn búskap,
50 ár. Varð því lífsstarf þeirra
þar. Heimili sínu og fjölskyldu
helguðu þau krafta sína alla.
Börn Hallgríms og Laufeyjar
eru þessi: Helgi náttúrufræð-
ingur, nú á Egilsstöðum, Olaf-
ur prestur á Mælifelli, Agnar
cand mag. í íslenskum fræðum,
búsettur á Egilsstöðum, Guð-
steinn bóndi á Teigabóli í Fell-
um, Guðrún Margrét, búsett á
Akureyri, og Bergljót, húsfrú
í Haga í Aðaldal. Utför Hall-
gríms fór fram frá
Áskirkju 8. janúar
1994.
ÞÓTT ÉG reyni að
gera þessa sam-
antekt sem best úr
garði, raunar með
góðri hjálp annarra,
vil ég geta þess að
eitt sinn kynntist ég
heimili þeirra hjóna,
Laufeyjar og Hall-
gríms sáluga, er við
Anna kona mín,
dvöldum smátíma hjá
dótturdóttur okkar
sem þá bjó í Fellabæ, vestan við
Fljótið. Fórum við þá til þeirra í
heimsókn að Droplaugarstöðum í
yndislegu veðri. Þann dag sýndi
Hallgrímur sálugi mér margt
skemmtilegt og var hinn ræðnasti,
svo það varð mér ógleymanlegur
dagur.
Af kunnugum er talið að Hall-
grímur sálugi hafi ekki tekið mikinn
þátt í félagsmálum, var hann þó
nokkur ár í hreppsnefnd og fleiri
nefndum. Hann stofnaði Heilsu-
verndarfélag Fljótsdæla um 1960.
Það starfaði vel um 10 ára skeið,
útvegaði félögum sínum náttúru-
lækningavörur og þess háttar.
Búskapurinn á Droplaugarstöð-
um byggðist aðallega á sauðfénu,
en jörðin er landlítil og erfið til
ræktunar, svo að búið varð aldrei
stórt. Kýr voru oftast til heimilis-
nota en um tíma var þó seld mjólk
í smáum stíl. Auk þess voru fáeinir
hestar, sem framan af voru notaðir
til jarðvinnslu og heyskapar, áður
en vélarnar leystu þá af hólmi.
Um 1950 byggði Hallgrímur raf-
stöð við Hrafngerðisána, sem renn-
ur rétt fyrir utan bæinn og er hún
enn í gangi. Raunar var bæjarstæð-
ið upphaflega valið með tilliti til
þess að virkja ána, enda ekki vel
hentugt að öðru leyti, svona yst í
landareigninni. Bæinn kenndi hann
við Droplaugu fornkonu, sem Aust-
firðingasögur fjalla um, en hún átti
heima á Arnheiðarstöðum. Bæjar-
nafnið var aldrei samþytkkt af yfir-
völdum en festist samt við bæinn,
sem aldrei hefur verið nefndur ann-
að.
Hallgrímur var vel ritfær og
samdi nokkrar minningargreinar
um nágranna sína, sem allar birt-
ust í Tímanum, enda var hann
lengst af tryggur framsóknarmað-
ur. Páll Zophaníasson, þingmaður
Norðmýlinga um langt skeið, reynd-
ist honum mikil hjálparhella við
uppbyggingu býlisins.
Stundum skrifaði Hallgrímur líka
skeleggar blaðagreinar, ef honum
var mikið niðri fyrir, eins og í sam-
bandi við riðuveikiniðurskurðinn
1990, sem hann barðist mjög á
móti.
Hallgrímur var fremur léttlyndur
og gat verið gamansamur í viðræð-
um. Hann hafði gaman af að skipt-
ast á skoðunum við menn og sló
þá gjarnan fram ýmsum fjarstæð-
um til að örva samtalið og kalla
fram viðbrögð. Hann var greiðugur
við nágranna sína og naut líka
hjálpsemi þeirra í ríkum mæli.
Þrátt fyrir töluverða nýbyggingu
á nýbýlinu safnaði hann aldrei
skuldum og lét eftir sig vænan sjóð.
Hallgrímur var einn þeirra
manna sem ekki lét aðra segja sér
fyrir verkum í hveiju máli, hafði
sjálfstæðar skoðanir, fór sínar eigin
leiðir og var því af sumum álitinn
nokkuð sérvitur. Hann var gagn-
rýninn á margt í samtímanum og
lét það óspart í ljós. Var t.d. lengi
andvígur notkun tilbúins áburðar á
tún og í garða. Einn bónda þekkti
ég vel vestur í Strandasýslu sem
drýgði allan sinn áburð með gam-
alli veggjamold, en vildi aldrei nota
tilbúinn áburð og munu rannsóknir
hafa staðfest margj; af því síðar.
Hallgrímur mun hafa verið afar
tralistur maður á alla grein, loforð
hans staðið sem stafur á bók. Ég
veit og fann líka að hvers konar
smámunasemi og yfirdrepsskapur
var eitur í hans beinum. Þá var
hann trygglyndur og ráðhollur.
Gestrisni hefur vafalaust verið mik-
il á Droplaugarstöðum, enda var
svo oft áður fyrr, að það voru heim-
ilisfólkinu miklar ánægjustundir er
gesti bar að garði. Þótt ég hafi
ekki þekkt Hallgrím sáluga mikið,
var ég sjálfur alinn upp við nokkuð
gamaldags búskap og þekkti allt
verklag vel, enda aðeins tveimur
árum eldri en hann.
Það má segja um Hallgrím á
Droplaugarstöðum eitthvað svipað
og Stephan G. Stephansson yrkir:
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra seinast.
Guðbrandur Magnússon.
HALLGRÍMUR
HELGASON
KATRIN
JÓNSDÓTTIR
Katrín Jónsdóttir, fyrrum
húsfreyja á Glitstöðum i
Norðurárdal, fæddist 2. mars
1899. Hún lést á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi 4. júní
síðastliðinn og var útför hennar
gerð frá Hvammskirkju í Norð-
urárdal 11. júní.
Skilafrest-
ur vegna
minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. 1 mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
í NORÐURÁRDAL er eitt falleg-
asta bæjarstæði á Islandi þar sem
standa Glitstaðir. Þar reistu Katrín
amma og Eiríkur afi myndarlegt
bú og bjuggu lengst ævinnar. Það
var alltaf sérstakt tilhlökkunarefni
að heimsækja þau og nóg um að
vera. Kjallari stóra hússins heillaði
okkur börnin og geymdi marga
leyndardóma frá fyrri tíð. Sérstak-
lega eru minnisstæðar þær stundir
er öll fjöiskyldan spilaði púkk með
fiskikvörnum við eldhúsborðið. Án
efa voru það áhrif ömmu sem gerðu
að verkum hve skemmtilegt það var
og aldrei munum við eftir ósætti
eða hávaða, öðrum en hlátri, þar
sem hún var nærri.
Fyrir allmörgum árum, eftir að
heilsu afa hrakaði, ákváðu þau að
í'lytja á Dvalarheimilið í Borgarnesi
og áttu þar notalegt ævikvöld, en
afi lést 1991. Þrátt fyrir að hús-
næðið væri smærra í sniðum en
stóra húsið á Glitstöðurn var áfram
nóg pláss fyrir alla. Áfram var
veitt af rausn og séð til þess að
enginn færi burtu svangur og ekki
gleymdist litla fólkið. Þó veiting-
arnar væru vel þegnar var það þó
amma sjálf sem öllu máli skipti.
Hún var svo elskuleg og.jákvæð og
í þeirri kyrrð og ró sem henni fylgdi
varð amstur hversdagsins lítilvægt.
Amma var mikil hannyrðakona
og ptjónaði fallega sokka og vettl-
inga að ekki sé talað um fíngerða
útsauminn hennar. Mikið af þessu
gaf hún ættingjum og eru þessir
hlutir okkur nú dýrmætari en
nokkru sinni fyrr.
Minnið var gott og amma fylgd-
ist vel með atburðum líðandi stund-
ar jafnt því sem átti sér stað í þjóð-
félaginu sem og innan fjölskyld-
unnar. Ekki átti hún í vandræðum
með að muna nöfn og afmælisdaga
fjölmargra barnabarna og barna
þeirra. Henni var mjög umhugað
um velferð afkomendanna og taldi
það eitt sitt mesta lán að þeir væru
allir heilbrigðir. Við systkinin erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast hennar einstæða persónu-
leika.
Enda þótt hún gæfi svo ríkulega
af sjálfri sér gerði hún ekki kröfur
um endurgjald. Aðspurð um heilsu
kvað hún sér alltaf líða vel og hefð-
um við grun um að eitthvað væri
að var það örugglega betra í dag
en í gær. Jafnvel þó við vissum og
sæjum að „elli kerling" væri komin
í skrokkinn til að vera var andlegi
styrkurinn samur. Hún bar háan
aldur sinn einstaklega vel og hélt
andlegum styrk og reisn alveg fram
á dánarstundu. Ævinni lauk amma
með ró og æðruleysi. Sátt við Guð
og menn beið hún þess sem verða
vildi. Á dánarbeði hugsaði hún sem
áður mest um okkur sem eftir lifð-
um. Fyrir henni var dauðinn ekki
endalok heldur upphaf annarrar
tilveru. Hún verður áfram með
okkur í andanum.
Björn, Katrín, Elín og Elríkur.
RÓSASMÆRA — Oxalis enneopliylla rosea
Smærur
(Oxalis)
BLOM
VIKUNNAR
294. þáttur
Fagursmæra —
Oxalis adenophylla.
Þessa jurt fann
breskur áhuga-
garðyrkjumaður í
Andesijöllum i
Chile árið 1905, svo
hún er tiltölulega
ný í hópi garðjurta.
Á þeim stutta tíma
sem hún hefur verið
þekkt hefur hún þó
náð miklum vin-
sældum sem þæg
og góð garðjurt um
víða veröld. Jafnvel
norður á ísaköldu
landi hefur hún
unnið hug og hjörtu
garðyrkjufólks og sést víða í
görðum hér, enda kjörin stein-
hæðajurt, harðgerð og nægju-
söm. Það var þó ekki fyrr en
hún komst á haustlaukalista
Garðyrkjufélags Islands, fyrir
um það bil áratug, að hún fór
að verða vel þekkt hér, þó áður
hefðu nokkrir safnarar lumað á
henni í garði sínum. Eitt er það
þó sem hún er ekki alveg sátt
við hér. íslensk sumur mættu
bjóða upp á ögn fleiri sólskins-
stundir! Hún er nefnilega ekki
á því að sýna okkur sín fögru
blóm nema þegar sólin skín, en
þá gefur líka að lita. Hin stóru
fögru blábleiku blóm bókstaf-
lega þekja jurtina og eru ævin-
týri líkust. Blöðin eru grágræn
og mynda fljótt þéttar breiður
eða smáþúfur 10-15 sm á hæð,
og blómgunartiminn er júní.
Ekki virðist hún vandfýsin á
jarðveg en sólríkan stað þarf
að velja henni. Fjölgun er afar
auðveld með því að losa hnýði
út úr þúfunum. Best er að hafa
þau í sólreit fyrsta veturinn.
Rósasmæra —Oxalis enneáp-
hylla rosea, er eldri systir
fagursmærunnar og þó komin
enn lengra að, eða alla leið frá
nágrenni suðurpólsins, suður-
odda S-Ameríku, Patagóníu og
Falklandseyjum. Eitthvað hlýt-
ur veðurfari þarna að svipa til
okkar rysjóttu veðráttu hér, svo
vel virðist þessi heimshorna-
flakkari kunna við sig í görðum
okkar. Ég hef reynt að velja
henni margvíslegustu vaxtar-
júní/júlí.
staði í garðinum,
þurra og raka,
bjarta og dimma,
skýlda og stormum
barða, allstaðar vex
hún og kvartar
ekki. Það væri þá
helst að skugginn
færi svolítið í taug-
arnar á henni, enda
lætur hún það þá í
ljós með því að
spara við mig blóm-
in! Hún er sami sól-
dýrkandinn og syst-
ir hennar og opnar
helst ekki blómin
nema í sólskini.
Blómgunartími er
Súrsmæra — Oxalis acetoc-
ella er eina íslenska smæran
og raunar ein af fágætustu jurt-
um landsins, er þó auðræktuð
í skjóli og skugga. Hún fannst
fyrst snemma á öldinni í Borg-
arfirði eystra en síðar mun hún
hafa fundist víðar á Austur-
landi. Súrsmæran er ákaflega
fínleg jurt, hvar sem á hana er
litið. Blöðin ljósgræn og þunn,
blómin allstór en fínleg, fann-
hvít með bláleitum æðum. Fræ-
belgirnir sem eru hýðisaldin
opnast af miklum krafti þegar
fræin eru þroskuð og þeyta
þeim langar leiðir. Súrsmæran
er um 10 sm á hæð og blómstr-
ar fyrri hluta sumars, maí/júní.
Fræðiheiti súrsmærunnar —
Oxalis acetocella — er dregið
af gríska orðinu oxys = súr og
latneska orðinu acetum = edik
svo það er ekki að furða þó hún
sé kennd við súr. Gamalt danskt
húsráð var að nota blöðin til
að ná burt ryðblettum.
Súrsmæran vex víða um
norðurhvel jarðar, allt norður
að heimskautsbaug. Helst kýs
hún raka, skuggsæla laufskóga
þar sem hún getur kúrt af sér
veturinn undir lauf- og fanna-
sæng.
ÓBG
Ath.
Höfundur greinarinnar Fjalla-
sóley (nr. 292, birt 17.6.) ér
Sigríður Hjartar. Þetta leiðrétt-
ist hér með.
Umsj.maður.