Morgunblaðið - 14.07.1994, Side 38

Morgunblaðið - 14.07.1994, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk Hæ, sjáið þið! Þessi strákur kom Hvað ætlarðu að gera við kúluna, með keiluspilskúlu í sumarbúð- strákur? irnar! t BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Svar við myndlistar- grein Eiríks Þorláks- sonar „Sumargestir“ Frá Guðmundi Karli Ásbjörnssyni: MER VAR fremur skemmt er ég las skrif þín í Morgunblaðinu þann 7. júlí um myndlist og þar sem ég gat ekki varist brosi, heldur fór einnig að skellihlæja, svo mér leiddist allavega ekki, en þar sem við góða skemmtun má oft bæta, ætla ég að svara grein þinni um „sumargestina", nánar tiltekið þeim hluta greinarinnar sem fjall- ar um málverkasýningu mína í aðalsal Hafnarborgar 2.-18. júlí. Sumargestir Það er mér alveg nýtt að vera flokkaður sem „sumargestur“ hér á landi, eins og skilja má af fyrir- sögn greinarinnar. Ég veit ekki betur en að mín búseta sé hér á íslandi, jafnvel þó ég hafi haldið sýningar erlendis. Áður en lengra er haldið, vil ég þakka þér fyrir birtingu á vel valdri mynd af mál- verkinu Issveppir, sem titilmynd greinar þinnar. Þá þakka ég þér þó nokkurt hól og þú nefnir ís- sveppi sem dæmi, en þar stendur orðrétt: „Guðmundi Karli tekst einna bezt upp í vatnslitamyndun- um þó þar sé einnig að finna ýmislegt kunnuglegt. Miðillinn krefst ákveðins hófs af listamann- inum sem skilar sér í mildum litum og vel mörkuðum samsetningum, eins og sést í íssveppir (nr. 43) þar sem einangrað myndefni rís tígulega á móti áhorfandanum, slíks hófs hefði listamaðurinn mátt gæta víðar, um leið og sjálf- stæð sýn á myndefnið skilar mun meira til áhorfanda en ferð í troðn- ar slóðir fyrri kynslóða." Það virð- ist nokkuð fara í taugarnar á þér að ég skuli ekki alltaf taka „ein- angrað myndefni" fyrir. Því svara ég svo: Eg er ekki enn kominn með gláku. Þú minnist í grein þinni á „landslagsmálverk sem einfald- ast er að einkenna sem kunnugleg formúluverk, þarna eru á ferðinni þekkt myndsvið og kunnar nátt- úruperlur, sem aðrir listamenn hafa fengist við lengi, og jafn ólík- ir menn og Jóhannes Kjarval, Sig- urður Sigurðsson og Claude Monet hafa gert eftirminnileg skil“. Þú virðist eiga hér við fimm af mínum málverkum gerð á Þingvöllum, sem þú kallar málverk af „náttúru- perlum“. Til hamingju Eiríkur með fræðsluna. Samkvæmt þínum skrifum hefur þú gert stórkostlega listsagnfræðilega uppgötvun, já, hvorki meira né minna en eina þá stærstu sem gerð hefur verið: „Ciaude Monet málaði á Þingvöll- um“. Þetta hefur enginn maður vitað til þessa nema þú. Hvar eru málverk Claude Monets frá Þing- völlum, Eiríkur? Samasemmerki Áfram vitna ég í þín skrif: „Hér er hins vegar hvorki að finna ný- stárlega myndbyggingu né sjónar- horn sem gæti gert árangurinn eftirminnilegan, auk þess sem sætbleik birta eyðileggur beztu tilraunirnar". Ef þú Eiríkur hefur sett samasemmerki í þínum huga á milli orðanna sætur og bleikur, þannig að sætur sé sama sem bleikur og öfugt, þá svara ég þér þannig að í málaralist er ekkert sem bannar notkun á bleikum lit. Þér sem iistgagnrýnanda ætti að vera kunnugt um t.d. rauðu perí- óduna hans Picassos, sem þráft fyrir nafnið er nú fremur bleik en rauð. (Bleikt er að sjálfsögðu blæ- brigði af rauðu.) Nú sé ég ekki, og ekki heldur aðrir sem ég veit um, að undanteknum þér, að bleik birta sé mjög áberandi í þeim landslagsmyndum, sem um ræðir. Þú hefðir komist nær því rétta, hefðir þú minnst á gula, græna, bláa éða blágráfjólubláa birtu. Svo er eitt málverk á sýningu minni, sem þú minnist ekki á, en ég nefni hér, af vatnaliljum í ráð- andi djúpum allsterk bláum litum. Þú getur varla hafa átt við hana er þú nefnir Claude Monet í grein þinni. Ekki passar hún á nokkurn hátt inn í orðalagið hjá þér, þótt Monet hafi reyndar málað fjöldann allan af vatnaliljumálverkum, en hugmyndirnar að þeim, svo og tækni við beitingu pensilsins, sótti hann aðallega til japanskrar og kínverskrar málaralistar. (Þér hef- ur kannski ekki verið kunnugt um það.) Persónulýsingar Að lokum nokkur orð um port- rett myndirnar. Þar minnist þú á góðar persónulýsingar þegar bezt lætur og nefnir tvö dæmi. Þökk sé þér hrósið. Hafi ég náð góðum persónulýsingum, þá hef ég náð því helsta og því erfiðasta í port- rettmálun. Næst 'skrifar þú „en aðeins furðulegar þegar ekki hefur verið gætt hófs, t.d. í vangasvip á kafi í snítuklút, og með gosflösku í virðingarsessi á skrifborði fyrir- myndarinnar". Hér kemst þú að orði, eins og um eitt málverk sé að ræða, en þau eru reyndar tvö. Fyrrnefnda portrettið hefur verið sýnt erlendis, þar þótti það nýstár- legt og var minnst á það sem dæmi um framúrskarandi portrett, og kurteislega orðað, er talað var um portrett af manni með tóbaks- klút. GUÐMUNDUR KARL ÁSBJÖRNSSON, Miðvangi 2, Hafnarfirði. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist i Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.