Morgunblaðið - 14.07.1994, Side 40

Morgunblaðið - 14.07.1994, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 Word námskeið 94026 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 40% afsláttur af öllum uppfærslum. A Með því að nýta möguleikann á uppfærslu Novell NetWare fyrir 31. júlí 1994, velur þú að njóta þess besta sem kerfið býður upp á hverju sinni. Og þú færð þar að auki 40% afslátt af listaverði - í boði Novell og Tæknivals hf. W Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Tilboð Tveggja manna tjald Verð 3.330 kr. Tilboð til SAFNKORTSHAFA 2.990 kr. og 2990 punktar inn á safnreikning. Verkfærataska Verð 4.500 kr. Tilboðtil SAFNKORTSHAFA 3.990 kr. og 3990 punktar inn á safnreikning. Ferðagasgrill Verð 5.150 kr. SAFNKORTSHAFAR FÁ AÐ AUKI 5150 punkta inn á safnreikning. I SAFNK0RTESS0 | Enginn kostnaður, aðeins ávinningur! MORGUNBLAÐIÐ I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Heiðrúnu svarað í VELVAKANDA í fyrra- dag lætur Heiðrún Júlíus- dóttir í ljósi óánægju vegna vangoldinna launa fyrir símhringingar til kynning- ar á Reykjavíkurlistanum fyrir borgarstjómarkosn- ingarnar. Af því tilefni er rétt að taka fram, að þetta verkefni var að öllu leyti í höndum þeirra Hrannars B. Arnarsonar og Helga Hjöi'var. Samið var um að þeir tækju það að sér sem verktakar, greiddu þeim laun sem þeir réðu til verka og bæru annan tilfallandi kostnað. Reykjavíkurlistinn greiddi þeim fyrir verktök- una og lagði til húsnæði og síma. Verkið var því ekki unnið á vegum kosn- ingaskrifstofu Reykjavík- urlistans. Það er leitt ef þeir Hrannar og Helgi hafa ekki staðið við umsamdar greiðslur til starfsmanna sinna, en við þá eina er að sakast. Fyrir hönd kosninga- stjómar, Valdimar K. Jónsson. Fyrirspurn til launadeildar Ríkisspítalanna MIG LANGAR að koma eftirfarandi fyrirspurn til þess er sér um launamál eftirlaunaþega Ríkisspítal- anna. Ég er 72 ára gömul og er því búin að vera á eftir- launum í tvö ár. Á þessu tveggja ára tímabili hafa launaflokkahækkanir átt sér stað hjá Ríkisspítölun- um. Þessar hækkanir hafa hins vegar ekki skilað sér sjálfkrafa í mitt launaum- slag, né fjögurra annarra kvenna sem ég veit að era á eftirlaunum hjá Ríkis- spítölunum. Við höfum all- ar unnið á símavaktinni. Á þessu tímabili fékk ég reyndar afturvirka leið- réttingu á laununum mín- um eftir að hækkun hafði orðið og þá samkvæmt minni ósk. Núna á þessu ári hafa launin hækkað tvisvar, 1. janúar og 1. júní, en ég fékk ekki þá hækkun. Ég hef reynt að grennsl- ast fyrir um hvemig á þessu standi en alls staðar komið að lokuðum dyrum. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að biðja um þetta í hvert skipti sem hækkun á sér stað því að sjálfsögðu á þetta að ganga sjálfkrafa fyrir sig. Nú óska ég eftir svari á sama vettvangi og þessi klausa birtist. Margrét Hansen, Ásholti 2, Reykjavík. Hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur MARÍA hringdi og vildi koma því á, framfæri til hjólreiðafólks að það sýni meiri tillitssemi í garð gangandi vegfarenda. Hún segir að hjólreiðafólk ætti að gera vart við sig þegar það kemur að gangandi vegfarendum og nota meira hjólreiðastígana sem búið er að leggja. Hjól- reiðafólk virðist ekki geta ákveðið sig hvort það ætlar að haga sér í umferðinni eins og gangandi vegfar- andi eða eins og vélknúið ökutæki. Oft ber það við, segir María, að einhver kemur á fljúgandi ferð upp að hlið- inni á henni svo hún hrekk- ur við og stígur til hliðar, og þá kemur kannski ann- að hjól upp að hinni hlið- inni svo litlu má muna að slys hjótist af. Henni finnst öll sú um- ræða sem verið hefur í fjöl- miðlum upp á síðkastið, þar sem hjólreiðafólki finnst að ekki sé tekið nóg tillit til þess, of einhliða. Tillitssemin ætti ekki að gilda eingöngu í aðra átt- ina heldur báðar, þannig að hjólreiðafólk verður líka að virða umferðarreglur og rétt hins gangandi vegfaranda. Tapað/fundið Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Mamya, 12 ára gömul, sem í var 24 mynda átekin filma, var lögð á bílhúdd við Vífilsgötu og þaðan ekið sem leið lá um Gunn- arsbraut, Guðrúnargötu og Rauðarárstíg að Hlemmi. Þá uppgötvuðust mistökin en vélin fannst ekki þrátt fyrir að sama leið væri ekin til baka og leitað. Þetta gerðist þriðjudaginn 5. júlí sl. Hafi einhver fundið vélina er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 10160 eða hafa samband við vanskila- munadeild lögreglunnar. Hestar í óskilum TVEIR hestar töpuðust úr girðingu á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi 19. júní sl. Grunur leikur á að þeir hafi strokið suður til Borg- aríjarðar og farið um Fróð- árheiði. Annar er jarpur og ójárnaður, hinn er rauðtvístjörnóttur og járn- aður (skaflaskeifur). Báðir eru eins markaðir: gagn- bitað bæði. Þeir sem verða hestanna varir vinsamlega hringi í síma 93-66920 (Ólafur Jens eða Ólöf Helga). Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með mörg- um lyklum, þ.á m. pen- ingaskápslykli, var skilin eftir í Konfektbúðinni, Laugavegi 12a, fyrir u.þ.b. þremur vikum. Upplýs- ingar í síma 10777 eða í búðinni. Teikning tapaðist TAPAST hefur teikning af tillögu um sumarbústað við Þingvallavatn með nafni eiganda, sennilega við Laugarvatn. Finnandi vinsamlega hringi í síma 91-18510 eða skili á skrif- stofu byggingarfulltrúa á Laugarvatni. Svefnpoki fannst SVEFNPOKI fannst í Þórsmörk sl. helgi. Upplýs- ingar í síma 656421 eftir kl. 17. Úr tapaðist KVENGULLÚR, Pier- point, með skelplötuáferð á úri og brúnni leðuról, tapaðist á Miklatúni eða í miðbæ Reykjavíkur mið- vikudaginn 6. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 861045. Blómaker tapaðist HVÍTT blómaker með gul- um stjúpum hvarf af stiga- palli við Túngötu 32, lík- lega á sunnudag. Sá sem veit hvar kerið er niður- komið er vinsamlega beð- inn að láta vita í síma 14549. Veski tapaðist SVART seðlaveski með skilríkjum, ávísanahefti, debetkorti o.fl. tapaðist í miðbænum aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi vin- samlega hringi í síma 75566. Fundarlaun. Úr fannst KVENÚR fannst að kvöldi 17. júní á göngustíg í Heið- mörk. Upplýsingasími er 671913. Myndavél tapaðist OLYMPUS AF-1 mynda- vél í gráu hulstri tapaðist á Fjórðungsöldu við minn- ismerki af Geir Zoéga á Kjalvegi. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 32742. Kápa og peysa týndust DÖKK ullarkápa og brún peysa töpuðust í Ingólfs- kaffi sl. laugardagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 77001. Gæludýr Kettlingar SJÖ vikna kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 44401. Kettlingar FIMM sjö vikna kassavana kettlinga vantar góð heim- ili. Upplýsingar í síma 654436. Kettlingar TVEIR kassa- og hunda- vanir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 40500 eða 622264. Víkverji skrifar... * Iþrótta- og tómstundaráð og fleiri aðilar um alit iand standa fyrir margvíslegum námskeiðum fyrir yngri kynslóðina á hveiju sumri og hefur sennilega aldrei verið meira framboð heldur en í ár. I borginni hafa reiðnámskeið ITR í Víðidal lengi notið mikilla vinsælda og svo mun einnig hafa verið í ár. Til að bregð- ast við mikilli aðsókn hefur reiðnám- skeiðum verið fjölgað á hverju ári tii að anna eftirspurn. Annað námskeið tengt útivist og sveitastörfum mun einnig hafa verið mjög vinsælt hjá borgarbömum á þessu sumri, þ.e. umhirða og aðstoð í húsdýragarðinum í Laugardal. Þar munu færri hafa komist að en viidu og hefur ekki væst um krakkana í návist dýranna í góða veðrinu að undanfömu. Þetta leiðir hugann að þeim merka og nauðsynlega skóla sem sumardvöl í sveit er hveiju bæjarbarni. Áhrif siíkrar dvalar vara oft alla ævi og koma fram í ýmsum myndum, jafn- vel bókstaflega eins og til dæmis má sjá í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódögum. XXX Frétt á forsíðu Morgunblaðsins síðastiiðinn sunnudag fjallaði um að eigandi gæludýrabúðar í Jap- an hefði gripið til þess ráðs að leigja viðskiptavinum sínum hunda og ketti klukkutíma í senn.. Þannig fær búð- areigandinn tekjur í reksturinn og reyndar er leigan taisverð eða um þúsund krónur á klukkutímann, mis- jafnt eftir stærð dýranna. Hundar hafa reynst mun vinsælli á dýraleig- unni og á þennan hátt kemst fólk, sem ef til vill hefur ekki aðstöðu til að eignast eða halda hund, í kynni við dýr og ferfætlingarnir fá lang- þráða hreyfingu. Þessi frétt leiddi huga skrifara að því að fyrir nokkru heyrði hann dýra- lækni tala um hvað það væri sorg- legt að þurfa að lóga fallegum, nokk- urra mánaða gömlum heimilishund- um, sem fólk hefði gefist upp á að eiga. Fólkið hefði kannski keypt sér hvolp af vinsælu hundakyni fyrir tugi þúsunda en síðan komist að því nokkrum mánuðum síðar að það hafði hvorki áhuga né aðstöðu til að hafa hund. Nýjungagirni og bráðlæti væru gjarnan að baki ákvörðun um hundakaup í upphafi, en það væri meira en að segja það að ala upp og hugsa um hunda. Einhverjum tækist að koma hundinum í aðra vist en ótrúlega margir ættu ekki aðra leið en að leita eftir -aðstoð dýralækn- isins við að svæfa dýrið. Þetta vafst- ur skildi oft eftir sig sár og sorg, einkum meðal þeirra yngri. Skrifari ætlar að leyfa sér að vona að fréttin um japönsku dýraleiguna gefi engum þá hugmynd að hefja leigu á dýrum í lengri eða skemmri tíma. Hugsunarleysið sem ræður ríkjum hjá mörgum er þeir fá sér heimilishund er slæmt, en dýraleiga er lítið geðfelldari hugmynd og henda ferfætlingunum þannig á milli manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.