Morgunblaðið - 20.07.1994, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gangverk eftir Ólaf
Benedikt Guðbjartsson.
Olafur
Benedikt í
Gallerí 11
ÓLAFUR Benedikt Guðbjarts-
son hefur opnað sýningu í Gall-
erí einn einn. Þetta er önnur
sýning Ólafs í galleríinu en
hann sýndi þar fyrst í águst
1992. Ólafur útskrifaðist úr
málaradeild Myndlista og
handíðaskóla íslands vorið
1988. Hann hefur sýnt í Cafe
List og Cafe 22 auk sýninga
erlendis. Sýningin verður opinn
frá 13.00 til 18.00 til 28. júlí.
Tónleikar í
anda Jenny
Lind
Sauðárkróki. Morg^unbladid
TÓNLEIKAR í anda Jennyar
Lind verða haldnir í Sauðár-
krókskirkju í kvöld klukkan
20.00. Flytjendur eru Susanna
Levonen sópran og Þórólfur
Stefánsson gítarleikari. Á efn-
isskránni eru verk eftir Grieg,
De Fall, Schubert og Rossini,
auk tónlistar við Ijóð eftir Gyrði
Elíasson.
„I Jenny Linds anda“ er efn-
isskrá sem Susanna og Þórólfur
ferðast með í sumar um Finn-
land, Svíþjóð, Danmörku og
ísland. Þau verða með tónleika
í Listasafni Akureyrar föstu-
daginn 22. júlí klukkan 20.30
og í Árbæjarsafni sunnudaginn
31. júlí klukkan 16.00.
Sumar-
kvöld í Há-
teigskirkju
KÓR Menntaskólans við
Hamrahlíð heldur tónleika í
Háteigskirkju í kvöld klukkan
20:30. Yfirskrift tónleikanna
er Islenskt sumarkvöld og er
efnisskráin eingöngu með verk-
um eftir íslensk tónskáld, þ.ám.
Atla Heimi Sveinsson, Pál
ísólfsson og Jón Nordal. Einnig
verður flutt nýtt verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur sem
hún samdi í tilefni af stúd-
entaútskrift MH í vor. Kórinn
mun flytja þessa dagskrá auk
fleiri verka á Evrópuhátíð kóra
Europa Cantat sem haldin
verður á Jótlandi 21.-31. júlí.
Skúlptúr
skúlptúr að
ljúka
Á KJARVALSSTÖÐUM fer nú
að ljúka sýningunni Skúlptúr
skúlptúr skúlptúr. Þessi sýning
á íslenskri samtímalist var
framlag Listasafns Reykjavík-
ur á Kjarvalsstöðum til Lista-
hátíðar í borginni fyrr í sumar.
Valin voru verk 29 íslenskra
myndlistarmanna sem komu á
eftir svokallaðri SÚM-kynslóð
og sýningunni ætlað að gefa
sýn yfír íslenska skúlptúrlist í
dag. Hún stendur fram á
sunnudag 24. júlí, daglega milli
klukkan 10 og 18. Kaffístofa
safnsins er opin á sama tíma.
Undanúrslit ráðin
í Tónvakakeppninni
„SJÖ tónlistarmenn hafa verið
valdir úr glæstum hópi tónlistar-
manna til að taka þátt í úrslita-
keppni um Tónvakann, Tónlistar-
verðlaun Ríkisútvarpsins" sagði
Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri
RÚV þegar hann var inntur eftir
gangi keppninnar. Annar hluti henn-
ar fór fram 21. júní sl. og voru þá
eftirfarandi keppendur valdir: Hulda
Guðrún Geirsdóttir, Björg Þórhalls-
dóttir, Kristjana Helgadóttir, Ólafur
Kjartan Sigurðsson, Guðrún María
Finnbogadóttir, Sif Tuliníus og
Bjarni Thor Kristinsson.
Að sögn Guðmundar verður loka-
keppnin haldin daglangt 25. júlí nk.
Hún fer fram á leyndum stað and-
spænis dómnefnd. Keppnin verður
öll hljóðrituð auk viðtala við kepp-
endur. Keppendur verða síðan
kynntir tveir og tveir í senn í helgar-
útvarpi Rásar 1 og verða fyrstu tveir
kynntir um Verslunarmannahelgina.
Sigurvegarinn kemur loks fram á
lokatónleikum í beinni útsendingu á
Rás 1 sunnudaginn 21. ágúst. Í saln-
um verður erlendur heiðursgestur,
einn helsti forvígismaður tónlistar á
Norðurlöndunum, en hann verður
síðar kynntur til sögunnar.
Niels-Henning
Örsted Pedersen
gestur á RúRek
hátíð
„Ég vil þakka öllum sem þátt tóku
í keppninni. Við eigum marga stór-
efnilega tónlistarmenn og -nema.
Þetta er staðreynd sem kemur okkur
alltaf í opna skjöldu. Dómnefnd
sagði að minnsta kosti sjö ættu skil-
ið að komast í úrslitaáfanga keppn-
inar og er það glæsileg niðurstaða
í harðri keppni." Guðmundur bætti
við að sigurvegarinn kæmi fram með
Sinfóm'uhljómsveit íslands á sérstök-
um hátíðartónleikum Ríkisútvarps-
ins í október sem verði útvarpað um
öll Norðurlöndinn í fyrsta sinn.
RúRek hátíð og
lýðveldistónleikar
Aðspurður um hvað fleira væri
framundan sagði Guðmundur að
næst á dagskrá væri RúRek hátíðin.
„Hún verður haldin í bytjun sept-
ember og verður glæsileg eins og
vera ber á lýðveldisafmælinu. Þar
verður fremstur í flokki Niels-Henn-
ing Örsted Pedersen og leikur hann
m.a. við setningarathöfnina. Með
honum á hátíðinni verður fjöldi mik-
illa listamanna innlendra og erlendra
stóijazzara og hljómsveitir en stjórn
hátíðarinnar gerir grein fyrir dag-
skránni síðar í lok ágúst.“
í nóvember efnir Ríkisútvarpið
svo til lýðveldistónleika með Hamra-
hlíðarkórnum ásamt innlendum
hljóðfæraleikurum og flokkum í
samvinnu við EBU, European Bro-
adcasting Union, að sögn Guðmund-
ar. Þetta er í annað sinn á tveimur
árum sem RÚV géngst fyrir beinni
útsendingu um alla Evrópu og víðar
og nær hún til 100 milljón áheyr-
enda. Á tónleikunum verður flutt
tónlist innlendra og erlendra tón-
meistara samtímans þ.á m. verk
þriggja íslenskra tónskálda.
„Ef allt gengur eftir er einnig
stefnt að því að skreyta lýðveldisár-
ið á fullveldisdaginn með tveimur
tónleikum í beinni útsendingu svo
sem eins og undanfarin ár 1. desem-
ber. Þar er um að ræða sumarauka
RúRek. Minnst yrði brautryðjenda í
íslenskri jazzsögu með því að svið-
Niels-Henning Örsted Peder-
sen leikur á RúRek hátíðinni
í haust.
setja og endurskapa fyrstu jazztón-
leikanna sem haldnir voru fyrir tæp-
um 50 árum. Þeir voru haldnir að
frumkvæði Jóhanns Guðmundssonar
frá Siglufirði eða Jonna í Hamborg
á Akureyri eins og hann var nefndur
og mörkuðu tímamót í okkar tónlist-
arsögu. Þá um kvöldið er stefnt að
enn öðrum tónleikum tileinkuðum
íslenskum tónskáldum. Ef að líkum
lætur verða frumflutt þijú viðamikil
tónverk eftir íslensk samtímaskáld,“
sagði Guðmundur að lokum.
>
Islensk verk í Bonn Hardtberg
Grátt og guggið
SÝNING á myndum eftir Mar-
gréti Birgisdóttur var opnuð í
ráðhúsinu í Bonn Hardtberg í
Þýskalandi þann 16. júní sl. Sýn-
ingin var opnuð af sendiherra
íslands í Þýskalandi Hjálmari W.
Hannessyni að viðstöddu fjöl-
menni, en auk þess tóku til máls
við opnunina bæjarstjórinn í Bonn
Hardtberg Gerhard Lorth og
Margrét Birgisdóttir. Á sýning-
unni eru 22 myndir, bæði grafík-
TONLIST
llallgrímskirkja
Orgeltónleikar
Andreas Liebig
Verk eftir J.S. Bach, Moz-
art, Nielsen, Buckley og
Reger
Sunnudaginn 17. júlí
SUMARKVÖLD við orgelið held-
ur vinsældum sínum og sl. sunnu-
dagkvöld lék þýskur orgelleikari,
Andreas Liebig, á Klais-orgel Hall-
grímskirkju. Liebig starfar sem or-
gelleikari í Noregi. Hann hóf tónleik-
ana á Prelúdíu og fúgu í Es-dúr, sem
allir orgelleikarar sækjast eftir að
ieika, sakir stærðar og mikilleiks
verksins. Liebig hefur tækni góða
en ofbauð verkinu með ofhlæði í
raddskipan, svo að kontrapúnktískt
raddferlið rann saman í einn hljómn-
ið, bæði í prelúdíunni en þó sérstak-
lega fúgunum, er tónvefnaðurinn
náði hámarki í samskipan þriggja
stefja í fímm radda kontrapúnkti,
eins og hann gerist magnaðastur
hjá Bach.
Stutt kóralforspil við sálminn
Sæti Jesús, sjá oss hér, var fallega
leikið og sama má segja um þijú
myndir og myndir unnar með
blandaðri tækni. Myndirnar eru
allar unnar á þessu ári.
Margrét útskrifaðist úr Mynd-
lista og handíðaskóla Islands,
grafikdeild, árið 1985. Hún hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga í
Reykjavík og á Norðurlöndunum
og hélt sína fyrstu einkasýningu
í Gallerí Úmbru í janúar 1993.
Sýning Margrétar í Bonn Hardt-
berg stendur til 8. ágúst nk.
smáverk eftir Mozart. Verk, sem er
kallað Leipziger-Gigue (K.574),
samdi Mozart er hann kom við í
Leipzig og er verkið varðveitt í
nótnabók Carls Immanuel Engel,
hirðorgelleikarans þar í borg. Þetta
er þriggja radda píanóverk, í stíl
Bachs, og var það mjög sérkennilega
leikið, í allt of miklum hraða, jafn-
vel þó gigue eigi að vera hraður
dansþáttur. Annað verkið eftir Moz-
art var Adagio (K.617), samið fyrir
glasharmonikku (fundin upp af
Benjamín Franklín), flautu, óbó, lág-
fiðlu, og selló. Glasharmonikkan
naut nokkurra vinsælda um skeið,
aðallega vegna snilldarleiks blindrar
stúlku, Marianne Kirchgássner, sem
ferðaðist um alla Evrópu og flutti
m.a. þetta verk Mozarts, sem er
tveggja þátta, adagio og rondo. Lieb-
ig lék aðeins fyrri hluta verksins,
sleppti rondóinu, og var flutningur
hans mjög fallega útfærður, bæði
hvað varðar leik og raddskipan.
Þriðja verkið eftir Mozart. var Ánd-
ante (K.616) fyrir sjálfspilandi org-
el, sem Liebig lék leikandi vel.
Sjö stutt forspil, op. 51, eftir Carl
Nielsen, eru ekki merkilegar tón-
smíðar en oft mátti þó heyra
skemmtilega og frumlega hljómskip-
an og það var þokki yfír leik Liebig
og í þessum verkum, svo sem einnig
KVIKMYNPIR
II á s kó I a bí ó
Græðgi (Greedy) ★ Vi
Leikstjóri Jonathan Lynn. Handrit
Babaloo Mandel. Aðalleikendur
Michael J. Fox, Kirk Douglas, Nancy
Travis, Jonathan Lynn, Ed Begley
Jr., Bob Balaban, Phil Hartnian, Oliv-
ia D' Abo. Bandarísk. Universal 1994.
GRÆÐGI fer vel í gang. Vænt-
anlegir erfingjar þess moldríka
gamalmennis, Kirks Douglas, eru
að safnast saman á heimili hans í
enn eina afmælisveislu karlsins.
ÖIl stjórnast þau af peninga-
græðgi, eru tilbúin að fórna öllum
ærlegum tilfinningum til að kom-
ast efst á erðaskrána. Svífast
einskis í að skíta hvert annað út
og vinna sig í áliti karldurgsins,
sem hefur ómælt gaman af öllu
í Mozart, enda var raddskipanin
smekklega útfærð.
í efnisskrá er tilgreint að verk
eftir John Buckley sé frumflutt á
fslandi. Frumflutningur á verki get-
ur aðeins átt sér stað einu sinni, því
annars væri sífellt hægt að tala um
frumflutning á hveijum stað fyrir
sig. Verkið er ekki sérlega skáldlegt
en byggir á miklum andstæðum í
styrk. Tónmál verksins er oft eins
og leikið af fíngrum fram og fráleitt
að það búi yfir nokkrum skyldleika
við ákallandi ljóð John Donne.
Tónleikunum lauk með þrumuleik
Liebigs í Fantasíunni og fúgunni
yfir tónana BACH, eftir Reger. I
gegnum hávaðann mátti vel heyra
að Liebig er leikinn orgelleikari og
það var aðeins í upphafí fúgunnar,
að slegið var af í styrk en síðan
rann allt saman, svo að þrumandi
niðurlag verksins missti marks. Það
getur verið mikil freisting að nota
hljómkraft Klais-orgelsins. Það má
þó ekki ofbjóða verkunum svo, að
erfítt sé að aðgreina t.d. fjölradda
tónferli og með því að nota sí þrum-
andi kraft orgelsins, nærri því frá
upphafi til enda verks, verður rism-
ikið niðurlag, eins t.d. í verki Re-
gers, algjörlega áhrifalaust.
Jón Ásgeirsson
saman undir niðri og kyndir öfund-
sýkina á milli þeirra. Erfingjarnir
fara svo endanlega á taugum þeg-
ar Douglas gamli kynnir þá fyrir
straumlínulagaðri vinkonu sinni á
besta aldri, fyrrum flatbökusendli.
Nú hans hægri hönd og vænlegur
erfíngjakandídat. Góð ráð dýr. Þá
minnast þau lítils frænda (Michael
J. Fox) sem heillaði karlinn fyrir
langalöngu og leita hann uppi. En
þó Fox sé tiltölulega sómakær pilt-
ur og í sambúð með hinni vönduð-
ustu stúlku (Nancy Travis), þá eru
bellibrögð frændgarðsins og pen-
ingasýkin ekki lengi að afvatna
allar frómar tilfinningar í bijósti
hans í garð hins aldraða frænda
og fyrr en varir er hann líka kom-
in í keppnina eftir auðæfunum.
Jafnvel þó svo hann vinni hug og
hjarta gamla mannsins.
Því miður lognast myndin fljót-
lega útaf í enn eina hjartahlýja en
marklausa og máttlausa
hollívúddsápuna og sú broslega
ádeila sem hélt henni gangandi
fyrsta veifið smá-lognast útaf og
kafnar loks í hallærislegum, ham-
ingjusamlegum endaspretti. Fox
virðist ekki ætla að eiga aftur-
kvæmt í hóp vinsælustu leikara
kvikmyndaborgarinnar og ein af
ástæðunum er augsýnilega að hann
hefur það bamslega útlit á móti sér
í dag sem fleytti honum á toppinn
í Aftur til framtíðar-myndbálknum.
Douglas er mun mannborulegri þó
hann gæti verið langafi hans.
D’Abo er augnayndi en Travis verð-
ur að fara að velja sér bitastæðari
hlutverk ef hún á ekki að falla fljót-
lega í gleymsku. En það eru erfingj-
amir Balaban, Hartman og ekki
síst Begley Jr., sem er óborganleg-
ur í uppstríluðum fígúrahlutverkum
sem þessum, sem kitla helst hlátur-
taugamar. En því miður fá þeir lít-
ið að njóta sín, frægir handritshöf-
undamir eru svo uppteknir við að
prédika yfir lýðnum.
Leikstjórinn breski, Jonathan
Lynn, sem sló í gegn fyrir örfáum
árum með hinni bráðfyndnu Vinní
frænda, tekst hvorki að skapa
ádeilu né gamanmynd, að maður
tali ekki um svarta gamanmynd.
Hinsvegar vinnur hann fyrir laun-
unum sínum sem leikari, „bötl-
erinn“ hans er það eina sem getur
talist skemmtilegt í myndinni.
Sæbjörn Valdimarsson
Með þrumandi krafti
>
i
i
í
>
t
i
I
í
I
I
t
I
I
-