Morgunblaðið - 20.07.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 33
BRÉF TIL BLAÐSINS
,TILGANGUR með byggingu píramíta var aðeins að byggja þá.'
þjóðfélögum nútímans. Því leysti
bygging stórra mannvirkja þennan
vanda, því hún skapaði störf og jók
stöðugleika. Þessi kenning mín ger-
ir ekki endilega ráð fyrir að Egypt-
arnir hafi hugsað þetta sem atvinnu-
bótavinnu en hún skýrir hvers vegna
það reyndist snjallræði fyrir einvald-
inn að byggja píramíta.
Kínamúrinn
Hugmynd mín er að sama skýring
sé á byggingu Kínamúrsins og allra
hinna bygginganna. Þetta er enn
aðeins tilgáta og til þess að breyta
henni í fullmótaða kenningu þyrfti
margra ára rannsóknir. Þessi tilgáta
kom í huga minn nýlega í forvitni-
Um píramíta eða
atvinnuleysi
Frá Hafliða J. Asgrímssyni:
MIG LANGAR að byija á smá upp-
rifjun á mannkynssögunni. Einn af
afdrifaríkustu þáttum í þróun
mannsins er tilvist einkímblöðunga
(gras og korn). Án þeirra er hugs-
anlegt að við værum enn á safnara-
stiginu, flakkandi um í smáhópum.
Gras er undirstaða kvikfjárræktar
og kornrækt er stærsti híuti rækt-
unar. Elstu samfélög sem þekkjast
sem við kennum við siðmenningu,
þ.e. hafa verkaskiptingu og iög og
reglur o.s.frv., eru svokölluð áveitu-
samfélög. Þau voru staðsett þar sem
sérlega ákjósanleg skilyrði voru til
ræktunar korntegunda. Þau risu
m.a. í Kína, milli fljótanna Efrat og
Tígris, í Nílardalnum og í Mið-
Ameríku. í Ameríku var maís undir-
staðan, í Egyptalandi og Mesópót-
amíu var það hveiti en í Kína hrís-
grjón. Eitt af því sem einkennir
þessi sapifélög eru gríðarlegar
byggingar. Sumar standa enn,
þ. á m. Kínamúrinn og píramítar á
bökkum Nílar og í Mið-Ameríku.
Af öðrum eru aðeins eftir sagnir
eins og t.a.m. hengigörðum í Babýl-
on og babelsturninum. Ef við snúum
okkur að pítamítunum í Egypta-
landi, vegna þess að þeir eru enn
uppistandandi og miklar rannsóknir
hafa farið fram á þeim, þá hafa
menn staðið frammi fyrir miklum
leyndardómi. Hvers vegna voru þeir
byggðir? Píramítarnir hafa orðið
mönnum innblástur í dulspekihug-
myndir, spádóma og fleira og ótald-
ir eru þeir fræðimenn sem varið
hafa ævinni í að rannsaka þessi
heillandi fyrirbæri.
Leit að lausn
Fyrir nokkrufn árum taldi ég mig
hafa fundið svar við þessari spurn-
ingu. Leiðin að lausninni er sú að
ímynda sér hvernig menn byggðu
píramíta. Stórar steinblokkir voru
höggnar úr fjalllendi, dregnar niður
að Níl, fleytt niður hana, dregnar á
land og upp að byggingarstað pír-
amítans. Þar voru þær ef til vill
snyrtar til áður en þeim var komið
fyrir með mikilli nákvæmni í píram-
ítanum. Við þetta var aðeins notað
afl manna og kannski dýra og ein-
föld verkfæri eins og hamar og
meitill. Hugmyndir um háþróaða en
glataða tækni sem og yfirskilvitleg-
ar skýringar hefur ekki tekist að
styðja neinum rökum. Það er ljóst
að að baki eins píramíta liggur ótrú-
leg vinna. Það furðulega er að þótt
augljósasta notkun þeirra sé sem
grafhýsi þá .bendir ekkert sérstakt
til að þar hafi nokkur verið grafinn.
Grafir hafa hins vegar fundist í jarð-
hýsum.
Bygging píramítanna virðist hafa
verið hagað þannig að í hana færi
sem mest vinna. Hugmynd min er
sú að tilgangurinn með byggingu
píramítanna hafí aðeins verið sá að
byggja þá. í ftjósömu áveitusamfé-
lagi eins og því egypska fást marg-
ar uppskerur á ári og það þurfti
ekki ýkja margar hendur til að afla
þeirra í kornhlöður (kettir voru í
hávegum hafðir því þeir héldu niðri
músagangi í kornhlöðum forn-
Egypta). Fólkinu fjölgaði ört og
brátt var svo komið að fjöldi manna
hafði lítið fyrir stafni annað en
mæla göturnar. Þetta heitir í dag
atvinnuleysi. Eins og í dag voru
áhrif atvinnuleysis slæm á samfé-
lagið. Glæpum fjölgaði og pólitískur
óstöðugleiki jókst. Stjómkerfi allra
áveitusamfélaganna var eins. Það
byggðist á miðstýringu. Þannig
drottnaði einn einvaldur yfir öllu
ríkinu. í slíku ríki er agaleysi mun
hættulegra kerfinu en í lýðræðis-
legu samhengi. Atvinnuleysi í vest-
rænum iðnríkjum virðist vera komið
til að vera. Það eykst frekar en rén-
ar. Þetta er vegna þess að skýring-
in á því felst ekki í tímabundnum
sveiflum í efnahagslífínu heldur
stafar atvinnuleysið af tækniþróun.
Æ færri hendur afla okkur þess sem
við þurfum, því meira og meira af
því er gert í vélum. Við stöndum
frammi fyrir sama vandamáli og
forn-Egyptar. Ég er þó efins um
að við getum notað sömu lausn og
þeir. Hætt er við að enginn tryði á
gagnsemi píramíta og menn myndu
enn síður skilja hvers vegna þeir
ættu að gera það með hamri og
meitli en ekki nýjustu véltækni. En
hér er þessu komið á framfæri.
Með þökk fyrir birtingu.
HAFLIÐIJ. ÁSGRÍMSSON,
Vogatungu 6, Kópavogi.
Og; nú er hann
tvöfaldur!
Veröur hann
80
milljónir?
Grilljónauppskrift Emils:
7. Skundaðu á næsta
sölustað íslenskrar getspár.
2. Veldu réttu mllljónatölurnar
eða láttu sjálfvalið um getspekina.
3. Snaraðu út 20 krónum
fyrir hverja röð sem þú velur.
4. Sestu í þægilegasta stólinn
ístofunni á miðvikudagskvöldið
og horfðu á happatölurnar
þínar krauma í Víkingalottó-
pottinum í sjónvarpinu.
5. Hugsaðu um allt það sem
hægt er að gera fyrir 80 milljónir.
Verði ykkur að góðul
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingar teljast
samþykkja þetta, ef ekki fylg-
ir fyrirvari hér að lútandi.