Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR p- Stefán n\jög hæfur Fyrsta fyrirspumin var f 7 liðum, lögð fram 9. ágúst og varðaði ráðn- ingu Stefáns Jóns Hafsteins til að annast verkefni á vegum borgar- ; stjóra. =3 f Gt/^IuikI O Og þessu hjóli eigið þið alltaf að snúa til vinstri, stelpur. Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga lokið Lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga óbreyttur LANDSÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á föstu- dag ályktun þar sem lagst er gegn því að sameining sveitarfélaga verði framkvæmd með því að hækka lágmarksíbúatölu sveitar- félaga með lagasetningu. Þinginu lauk síðdegis á föstudag með kjöri stjórnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjáims- son, borgarfulltrúi í Reykjavík, var endurkjörinn formaður til næstu fjögurra ára. A þinginu reyndist ekki stuðn- ingur við hugmyndir um að hækka lágmarksfjölda íbúa í sveitarfé- lagi, en lágmarkið er í dag 50 íbú- ar. í ályktun landsþingsins eru sveitarstjórnarmenn hvattir til að hafa áfram frumkvæði að umræðu um stöðu og hlutverk sveitar- stjórnarstigsins. Jafnframt segir að nú sé eðlilegt að fleiri kostir séu skoðaðir varðandi sameiningu sveitarfélaga. Stuðningur við flutning grunnskólans Miklar umræður urðu um flutn- ing grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. í máli margra full- trúa kom fram ótti við að rekstur grunnskóla ætti eftir að verða sveitarfélögum kostnaðarsamur og mun dýrari en hann er í dag. Tilfærslan myndi leiða til þess að almenningur gerði meiri kröfur til sveitarstjórna um betri þjón- ustu skólanna og að kennarar myndu knýja fram hærri laun. Á þinginu heyrðust einnig þær radd- ir að sveitarstjórnarmenn ættu ekki að vera velta þessu máli fyr- ir sér öllu lengur heldur taka þennan málaflokk yfir strax og án skilyrða. Niðurstaða varð að setja þrjú skilyrði fyrir stuðningi við málið. í fyrsta lagi að fullt samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga varðandi flutning verkefna og tek- justofna til sveitarfélaga til að standa undir þeim aukna kostnaði er yfirtökunni fylgir. í öðru lagi að vanda sveitarfélaga sem yfir- taka hlutfallslega háan grunn- skólakostnað miðað við tekjur verði mætt. í þriðja lagi að fullt samkomulag náist um kjara- og réttindamál kennara. Vetrarstarfið hefst! Ný stundaskra frá 5. sept. nk. Næringarfræðileg þjónusta Einkaráðgjöf Kjörþyngdarnámskeið Mælingar • Morguntímar • Hádegistímar • Eftirmiðdagstímar • Kvöldtímar • Leikfimi • Tækjaþjálfun • Skokkhópar BARMGÆSLA FAXAFENI 14 REYKJAVÍK SÍMI 689915 Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins Stúdentablað á tímamótum Auðunn Atlason hef- ur verið ráðinn rit- stjóri Stúdenta- blaðsins í Háskóla ís- lands. Hann hyggst breyta Stúdentablaðinu verulega, bæði stækka það og fjölga tölublöðum og breyta áherslum. — Hvernig kom val þitt til sem rítstjóri Stúdenta- blaðsins? „Ég svaraði auglýs- ingu til umsóknar með langri greinargerð um efnistök, útlit, ritstjórn- arstefnu og var ráðinn á þeim forsendum að hrinda því í framkvæmd." — Telur þú að val þitt hafi verið pólitískt? „Varla, ég hef ekki stundað nám við Háskóla íslands og stend þar af leiðandi fyrir utan báðar fylkingar. Þar á ofan er ég ekki skráður í neinn stjórn- málaflokk. Blaðið verður þó ekki mein- laust eða ópólitískt. Það verður kraftmikið og þar verður tekin afstaða. Til þess þarf ekki skír- teini í stjórnmálaafli eins og sumir virðast telja nauðsynlegt. Ég lít á það sem mitt hlutverk að gera blaðið allra háskólastúd- enta. Það er mín póiitík." — Hefurðu kannski þegar hafist handa? „Fyrsta blaðið er í bígerð. Síð- ustu daga hef ég sett mig í sam- band við fjölbreyttan hóp fólks sem hefur ólíkar skoðanir, við- horf og áhugasvið. Það mun vinna með mér í vetur við að koma út fjölbreyttu blaði og hefja það upp úr skotgröfum stúdentastjórnmála.“ — Verður blaðið opið fyrir alla stúdenta? „Að sjálfsögðu — því fleiri sem vinna við blaðið, því betra blað. Stúdentablaðið hefur liðið fyrir þá staðreynd að hafa verið fylkingapólitískt í gegnum tíð- ina, sem hefur oft og tíðum ver- ið ávísun á einlitt blað og einlita efnisumfjöllun. Þessu á að breyta í vetur. Öllum sem hafa áhuga á að starfa við blaðið er velkomið að líta í kaffi til mín upp á skrifstofu stúdenta- ráðs.“ — Hvernig verður _____________ staðið að efnisvali? „í stað eingöngu stúdentapóli- tíkur og hagsmunabaráttu stúd- entaráðs verður leitað mun víðar fanga í vetur. í grófum dráttum verða efnisflokkar fimm, það er háskólamál, almenn þjóðfélags- mál, menningarmál, vísindi og dægurmál í léttum dúr. Að auki er stefnt að því að taka eitt aðal- efni í hveiju blaði til rækilegrar umfjöllun- ar. Þetta er gert und- ir því leiðarljósi að háskólastúdentar eru líka hluti af samfélag- inu sjálfu og eiga því að láta sig þau mál varða.“ — Er þá ætlunin að láta rödd stúdenta heyrast úti í þjóðfélag- inu? „Tvímælalaust — sú rödd er hins vegar ekki eintóna. Stúd- entar eru stór hópur og innan hans rúmast margar skoðanir. Ég vil virkja háskólastúdenta til umræðna á síðum blaðsins og Auðunn Atlason ► Auðunn Atlason er fædd- ur í Reykjavík 4. febrúar árið 1971. Hann ólst upp í Reykjavík og útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reylqavík árið 1990. Hann fluttist þá til Berlínar þar sem hann stundar nám í stjórnmála- fræði við Freie Universitet. Hann tók sér árshvíld frá námi til að ritstýra Stúdenta- blaðinu, en snýr að því loknu aftur út og hyggst ljúka prófi í stjórnmálafræði. Hann á eftir um eins árs nám og rit- gerð. Auðunn er í sambúð með Sigríði Rögnu Jónsdótt- ur háskólanema og eiga þau einn son, Illuga Auðunsson, sem er tveggja og hálfs árs gamall. VIII virkja stúdenta til umræðna Hlutlaust án þess að vera meinlaust til að taka afstöðu til einstakra mála. Það sama gildir um há- skólakennara en frá þorra þeirra heyrist eingöngu hávær þögn þegar þjóðfélagsmál ber á góma.“ — Hvað á blaðið að koma oft út í vetur? „Þrátt fyrir að blaðið verði stækkað verulega er stefnt að því að koma blaðinu út á þriggja vikna fresti. Það mun okkur vonandi takast, en starfsmenn blaðsins eru auk mín Kristján Karlsson umbrotsmað- ur og Sæmundur Norðfjörð aug- lýsingasafnari. Einnig mun fimm manna ritstjórn starfa að blaðinu." — Hver verður stefna blaðs- ins? „í stuttu máli byggist hún á þremur atriðum. í fyrsta lagi skemmti- legt, læsilegt og lestrarvert. Það hlýt- ur að vera markmið hverrar blaðagreinar að hún sé lesin. í öðru lagi á blaðið að vera hlut- laust án þess að vera mein- laust. Það er landlægur mis- skilningur að hlutleysi felist í þægilegum spurningum silkihanskafréttamennsku. þriðja lagi á blaðið að vera gagnrýnið og ekki síst sjálfs- gagnrýnið í málefnum háskóla- stúdenta og háskólans." °!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.