Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 7 Fimleikafólk - foreldrar A Innritun stendur yfir Veturinn 1994-1995 verður boðið uppá: - Áhaldafimleika fyrir alla aldurshópa. - Trompfimleika fyrir pilta og stúlkur. - Æfingatima fyrir foreldra. - Tíma fyrir börn 3ja-4ra ára með foreldrum. - Morguntíma. Allir þjálfarar með mikla reynslu, bæði íþróttakennarar og fimleikakennarar. Skráning í símum 618470 og 618140 og Ármannsheimilinu v/Sigtún kl. 15.00-19.00. Fimleikadeild Ármanns. ^ 44^ 4^ 44^ Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum... ...ef þú stundar líkamsþjálfun. Hausttilboð Tímabilið 5.september-19.september 12 tímar 6.000, með afsl. 5.400 25 tímar 11.600, með afsl. 9.860 Mánud.-fimmtud.kl. 8.00 -12.00 og 15.00 - 21.00. Föstud. kl 8.00 -13.00 og laugard. kl 10.00 -13.00. Bekkirnir tryggja árangurinn! Ókeypis kynningartími! Þú hefur engu að tapa nema kílóum og sentimetrum! i Detri ma í ÆFINGABEKKJUM LÆKJARGÖTU 34a- U 653034 HAFNARFIRÐI. Eitt blab fyrir alla! íCigí«nMíií> - kjarni málsins! LISTIR Norrænir tónlistardagar í Kaup- mannahöfn 5.-10. september Verk eftir átta íslensk tónskáld flutt Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. í NÆSTU viku verða Norrænu tón- listardagarnir haldnir í Kaupmanna- höfn, þar sem flutt verða verk eftir átta íslensk tónskáld. Dagamir em haldnir annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum fimm. í þetta skiptið em það ekki aðeins tónverk- in og tónskáldin, sem verða í brenni- punkti, heldur einnig flytjendurnir í þeim tilgangi að leiða athyglina að sjálfu tónleikahaldinu. Meðal flytjenda er Manuela Wiesler. Þegar Mogens Winkel Holm formað- ur samtaka danskra tónskáida kynnti dagskrá tónlistardaganna sagði hann að því væri ekki að leyna að ný tónlist ætti undir högg að sækja hjá tónleikagestum. Til að auka áhugann ætluðu forráðamenn tónlistardaganna nú að freista þess að draga athyglina að sjálfum tón- leikunum og þeim göldrum sem fælust í því að tónlistin sprytti upp og yrði lifandi fyrir framan áheyr- endur. Auk hljómsveitar- og kamm- ertónleika verður flutt tónlist á svo- kölluðum „Mixture Concerts" eða blönduðum tónleikum. Þeir hefjast kl. 22.30 og þar verður tónlistin flutt sem nokkurs konar uppákoma, þó án nakins fólks eða annarra skrýti- legheita, en áhrif til dæmis sköpuð með ljósum. Á þessum tónleikum verður meðai annars flutt tölvu- og raftónlist. Á tónlistardagana verður boðið nokkrum gagnrýnendum frá löndum utan Norðurlandanna. Ýmis norræn tóniistarsamtök hafa á undanförn- um árum kynnt norræna tónlist markvisst utan Norðuriandanna. Síðast var Winkel Holm á tónlistar- hátíð fyrir nýja tónlist í Mexíkó og hann sagðist ekki efast um að áhugi væri á norrænni tónlist utan Norð- urlandanna. Hann væri þó ekki svo einfaldur að ætla að fara að hrópa um þann áhuga, því auðvitað væri hann bundinn við litla hópa, sem á annað borð hefðu áhuga á samtíma- tónlist. Norræn tónlist þætti hafa sérstakan tón, sem greindi hana frá öðrum, en tónlist frá einstökum Norðurlöndum hefði líka sinn sér- staka tón. Ekki gæti hann skilgreint hann, en sjálfur hefði hann ákveðna tilfinningu fyrir þessu. Eins og allir sem hefðu verið á íslandi vissu væri náttúran þar mjög sérstök og það færi ekki hjá því að það skilaði sér einhver náttúrutónn í tónlistina. Finnsk tónlist væri afar sterk og kröftug og dönsk tónlist hefði oft eitthvað með fall að gera, einhvers konar syndafall, sem gæfi henni einhvern heimsendabrag. En al- mennt mætti segja að náttúran hefði þýðingu fyrir norræn tónskáid, enda væru heiti tónverkanna oft einhvers konar náttúruskírskotanir. Almennt virðist breiddin í nor- rænni samtímatónlist vera mikil og tónskáldin leita víða fanga, til dæm- is í barokktónlist, þjóðlagatóniist, tölvu- og raftækni og svo í evr- ópskri tónlistarhefð eins og hún legði sig. Þessi fjölbreytileiki verður borinn á borð fyrir áheyrendur á sextán tónleikum. Nóttin er verk fyrir sópran, alt, lítinn kvennakór og hljómsveit eftir Atla Heimi Sveinsson,_ sem flutt verður af dönsku Útvarpshljómsveitinni á reglulegum fimmtudagstónleikum hennar, undir stjórn Leif Segerstam. Á íslenskum kammertónleikum verða flutt verk eftir Snorra S. Birg- isson, Leif Þórarinsson, Hiimar Þórðarson, Hauk Tómasson og Áskel Másson. Flytjendur eru danskir. Það er einmitt gert í þeim tilgangi að kynna annarra landa tónlistarmönnum verkin, svo þau fari þá hugsanlega víðar. Á blönd- uðum tónleikum verða flutt verk eftir þá Lárus H. Grímsson og Þor- steinn Hauksson. Verk Lárusar er elektrónískt verk fyrir segulband, en verk Þorsteins er fyrir flautu og tölvu, þar sem tölvuhljóðin eru byggð á flautuleik Kolbeins Bjarna- sonar. Auk tónieika verður frumflutt sænsk kammerópera, Farkosturinn, eftir sænska tónskáldið og söngvar- ann Thomas Jennefelt. Operan er klukkutímalöng. Grunnhugmynd höfundarins var fólk, sem vinnur að því að láta drauma sína um fjar- læga staði rætast. I tilefni tónlistardaganna hefur Dansk musiktidskrift gefíð út mynd- arlegt hefti á ensku. Þar eru yfírlits- greinar um norræna tónlist, um ein- stök verk og kynning á öllum tón- skáldunum og flytjendum, svo heft- ið er hin besta heimild um norrænt tónlistarlíf nú sem stendur. Sigrún Davíðsdóttir Náttúruleg andlitslyfting Kenni æfingar til styrktar andlits- og hálsvöðvum. Einkatímar. Hekla Smith. Ttmapantanir ísíma 611189 (símsvari). Útsala Síðustu dagar útsölunnar. 20% afsláttur á öllum útsöluvörum. ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.