Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER1994 21 Aðstoð við þróunarríkin er langtímaverkefni og menn mega ekki gera sér óraunhæfar vonir um skjótan árangur og góðir veitingastaðir hafa sprott- ið upp, vöruúrval er svipað því sem við eigum að venjast, margar gaml- ar byggingar hafa verið endumýj- aðar og umhverfið almennt hreins- að og fegrað." Árangur í Afríku minni en vænst var HELGA, Helgi, Sólveig og Gunnlaugur fyrir framan heimili sitt í McLean. Eldri heimasætan, Oddný, var í sumarfríi á íslandi þegar myndin var tekin. - Þeir sem mæla gegn þróunar- hjálp segja að lítið sem ekkert hafi áunnist, mörg ríki í Afríku séu enn ver á vegi stödd en þau voru á nýlendutímanum, þróunarhjálp stuðli að ósjálfstæði, hjálparfé sé misnotað af misvitmm stjórnar- herrum og til þess að efla hagvöxt sé hagkvæmara að iðnríkin kaupi framleiðsluvömr þróunarlandanna og hætti að niðurgreiða sínar eigin. Hvað segir þú um slíkar staðhæf- ingar? „Það er margt til í þessu og árangur, ekki síst í Afríku, er minni en vænst var. Hitt er annað og það má ekki gleymast að mikið hefur áunnist, þó misjafnlega hratt, því ekki er hægt að setja öll þróunarrík- in undir sama hatt. Þróunarhjálp hefur nýst best í löndum þar sem ríkisstjómir hafa lagt áherslu á menntun og tekjujöfnuð. Sum Asíu- lönd, t.d. Japan, sem fékk mikla fyrirgreiðslu hjá bankanum eftir heimsstyijöldina síðari, Tailand, Malasía og S-Kórea hafa náð mjög góðum árangri. Hagvöxtur meiri en í OECD- ríkjunum Þrátt fyrir örðugleikana sýna kannanir að meðalaldur í þróunar- löndunum hefur hækkað um allt að 17 ár frá 1950, ólæsi minnkað úr 39% 1970 í 29% 1985, mun fleiri börn á skólaaldri sækja skóla, fólk á í auknum mæli aðgang að drykkj- arhæfu vatni og ungbarnadauði hefur hraðminnkað. Ennfremur hefur hagvöxtur í þessum löndum aukist að meðaltali meira en í OECD- ríkjunum í heild á síðastliðn- um 40 árum. fjöldi ríkja sem notið hafa þróun- araðstoðar eru nú efnahagslega sjálfstæð og þurfa ekki á efnahags- aðstoð bankans að halda. félagslegu sviði, t.d. varðandi menntun, heilsugæslu, jafnréttis- mál o.fl. Vonandi verður það til þess að stuðla að betri jafnræðisþró- un, en það má þó aldrei gleymast að ríkisbúskapurinn verður að vera á heilbrigðum hagstjórnarnótum. Enginn vafi leikur á því að í ýmsum Afríkulöndum hafa mikil miðstýr- ing og flókin styrkja- og niður- greiðslukerfí staðið framförum fyrir þrifum. Alþjóðabankinn hefur farið inn á þá braut að aðstoða og lána ríkjum sem vilja koma hagstjóm á heil- brigðan grunn og takast á við skekkjur í hagkerfínu. Þetta felur t.d. í sér úttekt og endurskoðun á stjómsýslunni, skattkerfínu, verð- lagningu opinberrar þjónustu, gengisskráningu og landbúnaðin- um, sem víðast er undirstöðu- atvinnugrein. í upphafí voru deildar meiningar um þetta og ýmsir héldu því fram að með þessu væri bank- inn að seilast til áhrifa á innan- landsstjómmál, sem honum er ekki ætlað samkvæmt stofnskrá sinni. Úr þessari gagnrýni hefur dregið, enda á því skilningur að ekkert vit sé í að lána endalaust til ríkja sem halda uppi óskynsamlegri eyðslu- stefnu, þar sem engin efni eru til. Bankinn hefur líka lagt áherslu á leiðir til þess að draga úr spillingu, m.a. með því að stuðla að því að stjómkerfi vinni fyrir opnum tjöld- um og gerð sé sæmileg grein fyrir útgjöldum og notkun skattpeninga. Iðnríkin ekki reiðubúin að opna markaði sína Alþjóðabankinn er ekki pólitísk stofnun heldur efnahagsstofnun. Hlutverk hans er ekki að græða og honum er ekki ætlað að hafa áhrif á pólitískar innanlandsdeilur. Lönd þar sem stríðsátök og ættbálkaetjur geysa hafa orðið aftast á merinni í allri framþróun. Því er oft haldið fram að aukin viðskipti séu þróun- arlöndunum meira virði en öll þró- unaraðstoð. Kannanir benda raunar til að sú staðhæfíng sé rétt. Ef markaðir fyrir landbúnaðarfram- leiðslu væm opnaðir í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum myndi það Atkvæðaaflið eitt ræður ekki áhrifum ríkjanna Stjómarfulltrúamir hafa flestir náið samráð við yfírvöld í heimaríkj- unum. Okkar yfírvöld á Norðurlönd- unum fylgjast grannt með starfsemi bankans. í hverri viku em síma- fundir milli norrænu höfuðstaðanna til að ræða viðfangsefnin, sem hveiju sinni er til umfjöilunar í stjórninni, og við fáum síðan leið- beiningar um afstöðu Norðurland- anna í einstökum málum. Sem bet- ur fer er samstarfíð við höfuðborg- imar gott. Norðurlöndin eru sam- stiga, og hafa skýra stefnu á flest- um sviðum þróunarmála, þannig að okkar rödd í stjóminni hefur verið sjálfri sér samkvæm og sterk. Ég hef afskaplega gaman af þessu öllu saman, bæði formlegu stjómarfundunum, samráðinu við yfírvöldin á Norðurlöndunum og öllu því samráði sem fram fer milli stjómarmanna við undirbúning hinna ýmsu mála. Mér fínnst það mikill styrkleikavottur, að í flestum tilvikum tekst endanlega að ná sam- stöðu um afgreiðslu mála, því að ég er sannfærð um að árangur af starfmu væri minni, ef atkvæðaafl réði. Fátækari þjóðimar, sem njóta fyrirgreiðslu bankans, eru smáir hluthafar en það er ákaflega mikil- vægt að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Þetta starf hefur líka kennt mér, að það er ekki atkvæðaaflið eitt, sem ræður áhrifum ríkja í fjöl- þjóðastofnun sem þessari - einstak- ir stjórnarmenn, sem eru vel undir- búnir og færa góð rök fyrir máli sínu geta haft áhrif langt umfram atkvæðamagnið, sem þeir ráða.“ Mikil hugarfarsbreyting í Eystrasaltsríkjunum - Þú minnist lítið á Eystrasalts- ríkin - hefur skrifstofan engin tengsl við þau? „Vissulega, og mér er sagt að starfíð á skrifstofunni hafí að mörgu leyti orðið athyglisverðara, eftir að þau urðu hluti af okkar FJÓRAR STOFNANIR ► Alþj óðabankinn samanstendur í raun af fjórum stofnunum; IBRD (International Bank of Reconstructi- on and Development) Endurreisnar- og þró- unarbankinn eða Al- þjóðabankinn sem var stofnaður 1944. IBRD lánar til verkefna í löndum þar sem þjóð- artekjur á mann eru minna en 4.700 banda- ríkjadalir Lánin eru til ríkisstjórna, til 17 ára ef telgur eru undir 2.700 dölum en til 15 ára ef tekjur eru á bil- inu 2.700 - 4.700 dalir. ►IDA (International Development Assoc- iation) eða Alþjóða- framfarastofnunin, stofnuð 1960. IDA lán- ar til ríkja þar sem árstekjur á mann eru minna en 1.300 dalir. Lánin eru til allt að 40 ára, afborgunarlaus fyrstu 10 árin og vaxtalaus. Þessi kjör fá aðeins fátækustu ríki heims, flest þeirra eru undir 800 dala markinu. Stofnunin stendur ekki undir sér og því er IDA endurfj- ármagnað á þriggja ára fresti með fram- lögum frá iðnríkjum. ►IFC (The Internat- ional Finance Corpor- ation) eða Alþjóðal- ánastofnunin, stofnuð 1956, hefur það megin- hlutverk að efla hag- vöxt i þróunarríkjum með því að styðja einkageirann og lána til hans. IFC á hlut í mörgum hlutafélögum í þróunarríkjum, þar sem stofnunin getur gegnt lykilhlutverki í að koma slíkum rekstrí af stað. Þegar rekstur er orðinn að raunveru- leika og henta þykir fjárhagslega, selur IFC hlutabréf sín. ►MIGA (Multilateral Investment Guarantee Agency), stofnuð 1988, hefur það hlutverk að stuðla að fjárfestingu einkaaðila í þróunar- ríkjunum með því að láta þeim í té trygging- ar gegn áhættu, sem ekki er viðskiptalegs eðlis t.d. sljómarbylt- ingu, lokun gjaldeyri- sviðskipta og annarra ófyrirséðra atburða. kjördæmi. Eystrasaltsríkin eru oft tekin sem dæmi um iönd, sem vel hefur tekist við að endurskipuleggja sig í átt til lýðræðis og markaðshag- kerfís og vitaskuid er ánægjulegt að vera fulltrúi slíkra ríkja og fylgj- ast með þróuninni. Erfíðleikamir, sem þarf að yfirstíga eru miklir, t.d. þarf að byggja lagakerfíð, dóm- stóla og löggæslu upp frá grunni, bankakerfíð byggðist ekki á við- skiptasjónarmiðum og rekstur fyrir- tækja miðaðist hvorki við raunveru- lega eftirspum né arð af starfsem- inni. Það er því ekki aðeins hugar- farsbreyting, sem er að eiga sér stað heldur miklu fremur hugar- farsbylting og slíkt kemur ekki átakalaust. Samstarf stjórnvalda í Eystrasaltsríkjunum við Alþjóða- bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn hefur verið gott. Mér hefur fundist afar spennandi að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa og það er allt annað yfirbragð á höfuðborgum ríkjanna nú en fyr- ir tveimur árum. Nýtísku verslanir Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ríkisstjómir bruðli með hjálparfé og nýti það ekki í þágu þeirra fátæku. Alþjóðabankinn hefur strangar reglur til þess að fylgja því eftir að lánsfé sé nýtt til þeirra verkefna sem lánað er til. Starfslið bankans fylgist með framkvæmdunum, og útborganir eru í samræmi við fram- vindu verkefna. Eftir á er gerð út- tekt og mat lagt á hvort markmið- um hefur verið náð. Auðvitað tekst ekki allt eins og best verður á kos- ið, enda víða við mjög erfíð skilyrði að stríða. Alþjóðabankanum hafa orðið á mistök í þróunarstarfí eins og öðrum. Ekki síst vegna þess að á árum áður vógu umhverfissjón- armið ekki þungt, hagvöxtur var talinn meginmarkmið sem sjálf- krafa hlyti að leiða til jöfnunar lífs- gæða milli ríkra og fátækra og það var almennt vanmat á hversu flókið og tímafrekt viðfangsefnið er. Á síðari árum hefur farið fram gagnger endurskoðun á stefnu bankans t.d í umhverfísvernd, og á leiða til stóraukins hagvaxtar í ýmsum þróunarlöndum þar sem skilyrði til ræktunar og búskapar eru afar hagkvæm. Þetta er hins vegar stærra skref en iðnríkin hafa verið reiðubúin til að stíga og land- búnaðarvöru hefur oftast verið haldið utan við fríverslunarsamn- inga.“ Helga hefur svör við hvers kyns gagnrýni á þróunarhjálp á reiðum höndum. Hún svarar henni með alvöruþunga en segir að skilgrein- ing á því í hveiju þróun felist hafa breyst og ýmislegt hafi lærst af reynslunni. Upphaflega hafí Al- þjóðabankinn aðallega lánað til af- markaðra verkefna eins og bygg- ingu orkuvera og vega. Æ ljósara sé að þróun verður ekki viðvarandi án þess að tillits sé tekið til um- hverfís- og mannlífsþátta. Því hafi bankinn undanfarin ár lánað meira til félags-, mennta- og heilsumála. Samfara því hefur hann lánað til að byggja upp nauðsynlegustu þjóð- félagsstofnanir. „Verkefni, sem bankinn lánar til, eru í mörgum tilvikum afar marg- þætt, t.d. getur verkefni í mennta- geiranum falið í sér byggingu skóla- mannvirkja, útgáfu kennslubóka og allra námsgagna, menntun kennara og jafnvel styrkjakerfí til þess að örva fátæka foreldra til þess að senda börn sín í skóla. Þegar hank- inn hefur störf í nýju landi, eins og t.d. í löndum sem áður voru hluti af Sovétríkjunum er nauðsynlegt að byija á að kortleggja þjóðféiags- gerðina, efnahagsstarfssemina og þarfimar. Þegar verkefnum er hmndið í framkvæmd ber ákveðinn hópur bankastarfsmanna ábyrgð á framvindunni í samvinnu við ríkis- stjórn landsins." Lúxuslíferni - Er eitthvað hæft í því að hátt- settir starfsmenn þróunarhjálpar þ.ám. starfsmenn Alþjóðabankans séu á gríðarlega háum launum, ferðist aldrei öðru vísi en á fyrsta farrými, gisti á rándýrum hótelum og lifí miklu munaðarlífí? „Þetta er gagnrýni, sem nokkuð hefur borið á, og á því leikur eng- inn vafi að starfsmenn bankans búa við þokkaleg kjör. Bankinn leitast við að fá bestu sérfræðinga á sínu sviði til starfa og honum ber að hafa starfslið úr öllum heimshlut- um, þannig að hann verður að vera samkeppnisháefur einnig í löndum þar sem kjör eru góð. Raunar bygg- ist launakerfið á samanburði við kjör í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi. Starfsmenn bankans þurfa að dvelja langdvölum fjarri sínu heimalandi, en ég held að sam- anburður við sendiráðsstarfsmenn bendi eindregið til þess að kjör í bankanum séu ekki jafngóð og sendierindrekar búa við. Þeir sem ferðast á vegum bank- ans þurfa oft að dvelja við mjög erfiðar aðstæður í löndum þar sem hreinlæti og aðbúnaði er áfátt. Mér finnst réttlætanlegt að þeir búi við sæmilegar aðstæður á hótelum og ferðist á sem þægilegastan hátt þegar þess er kostur. Ferðalög eru þó ekki á fyrsta farrými, heldur „business-class“, og það má ekki gleymast að jafnvel í flugi eru að- stæður ósambærilegar við það sem við eigum að venjast. Það er allt annað að fljúga stuttar vegalengdir milli góðra flugvalla eins og tíðkast í Evrópu og Bandaríkjunum heldur en langar vegalengdir frá Washing- ton til fjarlægra Asíu- og Afríku- landa, þar sem nútímaþægindi eru af skornum skammti. Aðhald í rekstri bankans er tví- mælalaust vaxandi og fjárlög fyrir árið 1995 eru lítillega lægri en fyr- ir 1994 og stefnan er sú að útgjöld vaxi ekki tvö næstu fjárlagaár." Ríkidæmi og fátækt Fjölskylda Helgu hefur komið sér vel fyrir í einbýlishúsahverfí í Mc- Lean, sem er í Virginíufylki rétt utan við Washington. Þar eins og víðast hvar í Bandaríkjunum er bfll hið mesta þarfaþing. Vegalengdir eru miklar og Helgi fer ófáar ferð- imar til að sækja bömin í og úr skóla, á fótboltaæfírigar, í píanó- tíma, sund o.fl. o.fl. „Við búum í vemduðu umhverfi, dæmigerðu miðstéttarhverfí og hér eru börnin vonandi örugg. Ég get ekki sagt að ég hafí kynnst banda- rísku þjóðlífi mikið, en það sem ég hef kynnst finnst mér notalegt og afslappað. Nágrannarnir eru þægi- legir í viðkynningu og virðast ekki taka sjálfa sig of hátíðlega. Þegar við fluttum inn komu allir, kynntu sig og buðu okkur velkomin nieð heimabökuðum kökum og blómum. Það er samt ekki þannig að þeir séu inn á gafli hvejir hjá öðmm öllum stundum. Mér rennur oft til rifja að sjá hvflíkur munur er milli ríkra og fátækra. Á morgnana þegar ég fer í vinnuna keyri ég framhjá íburðar- miklum glæsihúsum en þegar inn í borgina kemur sé ég fátæklinga, illa hirta og vannærða, tína saman pjönkur sínar eftir að hafa sofið við útblástur frá loftræstikerfum húsa. Hér í þessu auðuga landi er líka fjöldinn allur af bágstöddu fólki eins og svo víða í veröldinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.