Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Land vættirnar sitja fyrir svörum Isíðasta dálki var rætt við Pjallkonu íslands. Berlega kom í ljós, að hún var ekki alls kostar ánægð með stöðu sína í hinu ágæta þjóðfélagi okk- ar. Sérstaklega sýndi hún óánægju yfir því, að hennar ímynd skyldi ekki koma fram á skjaldarmerki landsmanna. Virtist hún afbrýði- söm út í land- vættirnar og afar óánægð með það, að þær allar skyldu tróna svo virðulega á áður umræddu skjald- armerki. Til þess að láta nú ekki halla á, leitaði ég uppi hinar frægu land- vættir til þess að fá að heyra þeirra hlið á málinu. Þama voru þær allar saman komnar á einum stað, drek- inn, ránfuglinn, nautið og risinn. Hann hafði lagt frá sér jámstafínn stóra og var ég því feginn. Hafði hann orð fyrir þeim félögum til að byija með. Hann sagði, að þær vættir væm vonsviknar yfír því, að mörgum landsmönnum virtist ókunnugt um afrek þeirra, sem unnin vom reyndar fyrir rúmum þúsund ámm, þá er þær bægðu frá innrás Haraldar Danakonungs og herliðs hans. Forsvarsmaður vættanna sagði það þjóðinni til lítils sóma, að böm- um landsins væri ekki lengur gert að lesa um afrek þeirra, sem skil- merkilega væru skráð í Heims- kringlu Snorra Sturlusonar, Haraldur Gormsson, Danakonungur, eða reyndar bryti hans, Birgir að nafni, hafði staðið fyrir því, að öllu verðmætu var rænt úr íslenzku skipi, sem strandaði við strendur Danmerkur. Þetta mun hafa gerst um 982. Landsmenn virðast hafa verið alveg eins háðskir og illgjamir og þeir em enn í dag, og var því ákveðið, „at yrkja skyldi um Dana- konung níðvísu fyrir nefn hvert, er á var landinu“, eins og í bók- inni segir. Kóngur brást við hinn versti og virðist ekki hafa ætlað að liggja uyndir níði íslands- manna. Segir svo í sögunni: „Nú ræzk Haraldr konungr um við sína spekimenn. Konungrinn lá þá í Sólundum ok heitaðisk at fara út til íslands at heija ok hefna níðs þess, er allir landsmenn höfðu gert um konunginn." Nú reis upp drekinn og vildi láta til sín heyra. Hann virtist ekki hafa heyrt um skaðsemi reykinga, því út úr honum stóð reykþefur mikill. Fannst honum seint ganga að koma að aðalefni sögunnar. En risinn bað hann vera þolinmóðan; allt yrði að koma í réttri röð. Jæja, Haraldur ákvað að senda njósnara til íslands og fékk hann töframann nokkum til þesí að bregða sér í hvaislíki og synda norður en koma síðan og gefa skýrslu um málið. „Nú kemur að mér,“ sagði drek- inn ljómandi, „lestu minn part.“ Risinn tók fram bókina: „En er hann kom til landsins, fór hann vestr fyrir norðan landit. Hann sá, at fyöll ok hólar váru fu llir af land- véttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn ok ætl- aði á land at ganga. Þá fór ofan eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir ormar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann. En hann lagðist í brot ok vestr fyrir land...“ Drekinn skríkti af ánægju. Næsti hluti njósnasögunnar er endurtekning á upphafínu. Njósn- arinn í hvalslíki kemur að Eyja- firði og syndir þar inn: „Þar fór móti honum fygl svá mikill, at vængimir tóku út ijöllin tveggja vegna, ok ijöldi annara fugla, bæði stórir ok smáir.“ Næst lá leið- in vestur fyrir og reyndi hann þá fyrir sér í Breiðafírði. Ekki tók þar betra við: „Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sínn út ok tók at gella ógurliga. Fjöldi land- vétta fylgdi honum.“ „Á ég að lofa ykkur heyra, hvernig ég baulaði á hann,“ spurði nautið glaðklakk- lega. Það var afþakkað. „Loksins kemur að mér,“ sagði nú risinn. Hann kvað sitt hlutverk hafa verið afgerandi og án efa það mikilvægasta. Heyrðist þá kurr í með-landvættunum hans. En hann hélt ótrauður áfram. „Ég var sá, sem tók á móti njósnaranum síð- astur og gaf honum þær köldu móttökur, sem hann gleymdi ekki.“ Svo segir bókin: „Brot hann þaðan ok suðr um Reykjanes, ok vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði jámstaf í hendi, og bar höfudit hæra en fjöllin, ok margir aðrir jötnar með honum.“ Risinn klapp- aði saman lófunum og varð af ærandi hávaði. Urðu nú almennar umræður og kom í ljós, að landvættimar telja sig enn fullgilda vamarmenn eða verur íslands. Þær sögðust hafa staðið vörð um sinn heittelskaða hólma í þau rúmlega þúsund ár frá því að Haraldur Gormsson hugðist gera hér innrás. „Hefir annars nokkur óvinur íslands ráð- ist á landið fyrr eða síðar?“ Þess- ari spurningu varpaði fram rán- fuglinn mikli. Hinar vættirnar tóku undir og sögðust ekki geta séð, hvemig nokkur gætu fundið að þjónustu þeirra. Þær hefðu svo sannarlega ekki sofnað á verðin- um, og myndu þær halda áfram að standa sína pligt og vernda öryggi Íslands. ... Landið hefði reyndar misst sjálfstæði sitt og þjóðin þolað mikl- ar hörmungar, en vættirnar vom fljótar að benda á, að allt það hefði gerst vegna innbyrðis deilna en ekki vegna árása að utan ... í lok- in sagði risinn, að þær landvættir væm þakklátar þjóðarfeðmnum fyrir að fá að koma fram á skjaldar- merkinu og vonuðust fastlega eftir því, að engin breyting yrði þar á. Svo mörg voru þau orð ... Þórir S. Gröndal skrifar frá <*d> ansskóli Jóns Péturs og Köru Bolholti 6, 36645 csa> ansskóli Heiðars Ástualdssonar Brautarholti 4, 20345 azzballettskóli Báru tigahlíð 45, sími 813730 ansskóli Hermanns Ragnars Faxafeni 14, 687580 ^K^ansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, 641111 c^> ansskóli Auðar Haralds Grensásvegi 12, sími 39600 cHlt dansskólinn Reykjauíkurvegi 72, 652285 anslína Huldu Þarabakka 3, 71200 agný Björk, danskennari Smiðjuuegi 1, sími 642535 anssmiðjan | Engjateigi 1, 689797 | Innritun í ofangreindum símum § alla daga vikunnar á milli 13.00 og 19.00 í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.