Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 SUNNUDAGUR4. SEPTEMBER1994 Morgunblaðið/Kristinn Júlía og Fríða Sophia: Við erum ekki enn farnar að borga okkur laun, en höfum hins vegar fjárfest í Skoda til að nota í út- keyrsluna. Við settum okkur strax það markmið að vera ekki með neina yfirbyggingu. FRÁ HVGMYND TIL FRAMKVÆMDA eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Veitingastofa með græn- metisrétti á matseðlin- um hafði lengi verið draumur vinkvennanna Júlíu Sigurðardóttur og Fríðu Sop- hiu Böðvarsdóttur. Það dróst þó að setja fyrirtækið á stofn enda þótt Fríða Sophia væri orðin þekkt fyrir snilli sína í matreiðslu græn- metisrétta. Júlía, sem hafði meiri áhuga á rekstrinum sem slíkum, sótti því námskeiðið hjá Stjórnun- arfélaginu til að fá þá hvatningu sem til þurftu og stofnuðu þær síðan fyrirtæki sitt, Grænt og gómsætt, nú í júlíbyijun. Rúmum mánuði síðar tóku þær einnig við rekstri veitingastofunnar í Tækni- garði, Dunhaga 5, í Reykjavík. Júlía, sem aðallega hefur fengist við skrifstofustörf, hafði verið heimavinnandi í þijú ár og var að leita sér að vinnu þegar hún sá námskeiðið auglýst. „Eg var mjög ánægð með námskeiðið í heild sinni. Þó finnst mér að það hefði mátt leggja meiri áherslu á að vinna með okkar eigin hugmyndir. Flestar vor- um við með lítil fyrirtæki í huga, en ekki stórfyrirtæki eins og mið var tekin af. Eg var þó sérstaklega ánægð með námskeið Fannýjar Jónmundsdóttur, sem hvatti okkur óspart og fékk okkur til að finnast við vera hreint frábærar. VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ►Á SÍÐASTA ári veitti ríkisstjórnin 60 milljóna króna styrk til atvinnulausra. Hluta af því fé var varið til nám- skeiðahalds á vegum félagsmálaráðuneytisins fyrir atvinnu- lausar konur. Námskeiðið, sem haldið var hjá Stjórnunarfé- lagi íslands og bar yfirskriftina Frá viðskiptahugmynd til framkvæmda, stóð yfir í tólf vikur, frá 22. október til 9. mars, og sóttu það 14 konur. Á námskeiðinu voru konurn- ar meðal annars þjálfaðar í markaðsfræðslu, stjórnun, við- skiptaensku, tölvufræði og sjálfsstyrkingu. Þekkingu þá og kunnáttu sem konurnar hlutu á námskeiðinu hafa þær nýtt sér með einum eða öðrum hætti og hefur því fénu verið vel varið. Flestar þessara kvenna vinna nú að því að stofna fyrirtæki og hafa þrjár þeirra nú þegar sett fyrir- tæki á laggirnar. í mars síðastliðnum opnaði Ása María Björnsdóttir Smíðar og skart, verslun með handunna list- muni, í sama mánuði stofnaði Hugrún Pétursdóttir heild- sölufyrirtæki sitt HP Lín, sem flytur inn lín fyrir hótel og veitingahús, og í júlíbyrjun stofnaði Júlía Sigurðardóttir ásamt vinkonu sinni Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur Grænt og gómsætt, fyrirtæki sem selur út grænmetisrétti. Konur þessar hafa allar byrjað smátt og þakka útsjónarsemi og sparsemi hversu vel hefur gengið. Stór lán hafa ekki verið tekin og eignir ekki verið veðsettar. Stofnkostnaður fyrir- tækja þeirra hefur verið á bilinu 100 þúsund krónur til 1 milljón króna. Veitingastofan beið í upphafí var ég ekki með hug- mynd að fyrirtæki en hún kom fljótt, því að við Fríða Sophia, sem erum æskuvinkonur, höfðum lengi talað um veitingastofuna okkar. Eg fór því á námskeiðið og klófesti svo Fríðu Sophiu, þennan listakokk." Fríða Sophia sem er geðsjúkraliði að mennt, var ekki með öllu óvön veitingarekstri og matreiðslu fyrir ýmsa aðila. Hún hafði umsjón með veitingastofu Listasafns íslands í fjögur ár, matreiddi á Hótel Vala- skjálf um tíma, sá um matreiðslu- þátt í Gestgjafanum og kenndi bæði í Heilsuskólanum og í Kvöld- skóla Kópavogs, þar sem hún kenn- ir reyndar enn. „Eg kynntist grænmetisfæði þegar ég bjó í Danmörku," segir hún. „Eftir að ég kom heim gerðist ég grænmetisæta, las mér til um slíkt fæði og prófaði mig áfram í matreiðslunni. Smám saman spurð- ist matreiðsla mín út og síðustu árin hef ég haft nóg að gera og yfirleitt verið í tvöfaldri ef ekki þrefaldri vinnu. Ég var þó orðin leið á að vinna fyrir aðra, langaði til að útfæra eigin hugmyndir og dreymdi alltaf um veitingastofuna." Veitingastofan fékk þó aðeins að bíða en þær ákváðu að útbúa græn- metisrétti í bökkum og selja í fyrir- tæki. „Við vildum ekki taka stór lán Grænt og góms- ætt, fyrirtæki Júl- íu Sigurðardóttur og Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur selur út grænmet- isrétti til fyrir- tækja, en einnig reka þær vinkon- ur veitingastof- una í Tæknigarði. Fríða Sophia sér um matreiðsluna, en Júlía um fjár- málin, markaðs- setningu og út- keyrslu matar- bakkanna. og stofna okkur í skuldir," segir Júlía. „Ég lauk námskeiðinu í mars og þá fórum við að leita að hús- næði undir starfsemina og fengum inni í samlokugerð eldsnemma á morgnana og á kvöldin, eftir að vinnu á staðnum lauk. Stofnkostnaður fyrirtækisins var aðeins 100 þúsund krónur. Það var yfirdráttarheimild sem við fengum, 50 þúsund krónur hvor um sig, til að kaupa hráefni. Við notuðum síð- an heimilistækin, símann, tölvuna og hnoðarann hennar Fríðu.“ Fyrstu viðskiptavinirnir vóru starfsmenn á skrifstofu Kópavogs- bæjar, en seinna bættust við starfs- menn hjá Félagsmálastofnun og Hitaveitunni. Núna selja þær út tugi bakka á hveijum degi^ en þar með er ekki öll sagan sögð. í byijun ágúst tóku þær við rekstri veitinga- stofunnar í Tæknigarði og fengu um leið aðstöðu fyrir fyrirtæki sitt. í Tæknigarði elda þær að meðaltali fyrir þijátíu til fjörutíu manns á dag, auk þess sem veitingastofan er opin gestum og gangandi. íslenskar jurtir í krydd Fríða Sophia sér um matreiðsl una en Júlía um ijármálin, mark- aðssetningu og útkeyrslu matar- bakkanna. Síðan þær hófu rekstur- inn hafa þær unnið fram eftir alla daga, og um helgar semur Fríða Sophia matseðlana meðan Júlía færir bókhaldið. „Ég er sú spar- sama,“ segir Júlía. „Fríða fékk að kaupa inn í fyrsta skiptið og þar með var aurinn búinn. Ég sé því um innkaupin núna. Við erum ekki enn farnar að borga okkur laun en höfum hins vegar fjárfest í Skoda til að nota í útkeyrsluna. Við settum okkur strax það markmið að vera ekki með neina yfirbyggingu. Þó getur farið svo að við fáum okkur aðstoð í eldhúsið því uppvaskið tef- ur okkur frá öðrum störfum." Fríða Sophia notar aðeins eigin uppskriftir í réttina, leggur áherslu á ferskt og hollt hráefni, bakar brauðin sjálf og tínir íslenskar jurt- ir sem hún notar í krydd. „Við erum líklega þær einu á markaðnum sem seljum út græn- metisrétti,“ segir Júlía. „Við höfum fengið mjög jákvæðar viðtökur, enda er fólk farið að borða miklu meira af þessari tegund matar en það gerði. Okkur finnst það líka mjög ánægjulegt þegar fólk segir hversu vel því líði af matnum okk- ar.“ I \ í I I ' 1 : > > i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.