Morgunblaðið - 04.09.1994, Page 32

Morgunblaðið - 04.09.1994, Page 32
4? SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR EINARSSON 4- Einar Einars- * son, frá Urriða- fossi, fæddist 12. maí 1909 í Kols- holti í Villinga- holtshreppi í Flóa. Hann lést á heimili sínu, Hraunbæ 15 í Reykjavík, hinn 26. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Gíslason bóndi á Urriðafossi og kona hans, Rann- _ veig Gísladóttir. ' —w Systkini Einars voru: Helgi Óskar, f. 1908, d. 1961. Gíslína Guðrún, f. 1910, d. sama ár. Gísli Kolviður, f. 1912, d. 1928. Ólafur, f. 1915, d. 1916 og Haraldur, f. 1920, d. 1985. Einar kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Hall- dóru Jónsdóttur frá Hvam- meyri við Tálknafjörð, 31. maí 1952. Hún er dóttir hjónanna Jóns Ólafssonar og Jóhönnu Jónsdóttur Steinhólm. Einar og Halldóra eignuðust fjögur börn. Elst er Jóhanna, f. 11. nóvember 1952. Hún starfar sem kennari við Fóstruskóla íslands. Maður hennar er Bjarni Reynarsson, aðstoðar- forstöðumaður Borgarskipu- lags Reykjavíkur. Eiga þau þrjú börn. Næstur er Einar, f. 2. apríl 1955. Hann er verk- fræðingur og starf- ar hjá B.M. Vallá. Kona hans er Hrönn Albertsdóttir skrif- stofumaður. Hún á tvö börn. Næst er Rannveig, f. 27. maí 1961. Hún er félags- ráðgjafi í Keflavík. maður hennar er Kristmundur As- mundsson héraðs- læknir í Grindavík. Eiga þau tvö börn. Yngstur er Jón Helgi, f. 27. október 1964. Hann er raf- magnsverkfræðingur og starf- ar í Los Angeles. Unnusta hans er Dagmey Valgeirsdótt- ir innanhússarkitekt. Eiga þau einn son. Einar stundaði bú- skap á Urriðafossi með for- eldrum sínum og eftir lát föð- ur síns með Haraldi bróður sínum fram undir 1960. Allt frá barnsaldri og fram að átt- ræðu stundaði hann netaveiði á laxi í Þjórsá. Það var hans aðalstarf þrjá mánuði á ári. Fyrri hluta ævinnar stundaði hann ýmis störf yfir vetrar- mánuðina, en frá um 1940 starfaði hann sem húsvörður í Iðnó og umsjónarmaður með skemmtunum í Alþýðuhúsinu. Einar verður jarðsunginn frá Arbæjarkirkju mánudaginn 5. september. Á SKERI úti í vatnsmesta fljóti landsins er hár og grannur maður með dökkt hár að leysa laxa úr neti. Framan við hann byltist Þjórsá jökullituð og ófrýnileg. íNokkru ofar steypist áin fram af klettastalli, þar er Urriðafoss, vatnsmesti foss landsins. Regn- bogi myndast úr fossúðanum. Maðurinn lítur upp að fossinum. Það er að vaxa í henni tautar hann. í skarði í klettum, sem standa upp úr ánni nokkru ofar við fossinn, seytlar vatn, mikið þegar hátt er í ánni, annars minna. Hvemig kemst hann með feng sinn í land úr skerinu, líklega 10 væna laxa? Nokkru síðar stekkur hann milli stórgrýtishnullunga sem standa upp úr vatnsflaumnum og augnabliki síðar er hann kom- inn í land með feng sinn og stikar upp snarbratta bakkana við ána ‘ eins og hann fínni ekki fyrir morgunveiðinni sem hann ber í strigapoka á bakinu. Það er ótrú- legt að þessi maður sé kominn á áttræðisaldur. Þannig minnist ég tengdaföður míns, Einars Einarssonar frá Urr- iðafossi. Þjórsá og veiðiskapurinn var líf hans og yndi. Enginn þekkti ána eins vel og hann og yngri menn höfðu ekki sömu tilfínningu fyrir því hvemig netin fæm í ánni og því veiddu fæstir jafn vel og hann. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að fylgja honum nokkr- um sinnum eftir við veiðarnar og kynnast þessum ævintýraheim hans. Við veiðarnar var hann eins og eðlilegur hluti af náttúrunni, enda var hann náttúmbarn. Einar mótaðist af íslenskri bændamenningu á fyrri hluta aldarinnar. Heimilið að Urriðafossi var menningarheimili á þeirra tíma mælikvarða. Faðir hans var kenn- ari að mennt og oddviti hreppsins. Bærinn Urriðafoss var í þjóðleið um Suðurland. Á langri ævi upp- lifði Einar þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfé- lagi á þessari öld. Ég kynntist Einari fyrst árið 1973 þegar ég fór að venja komur mínar í Hraunbæ 15 til að heilsa upp á elstu dóttur hans, Jóhönnu, sem seinna varð eiginkona mín. Einar var frekar hlédeægur maður en gæddur miklum mannkostum. Hann var yfirleitt fámáll en allt sem hann sagði var yfirvegað. Hann hafði ríka kímnigáfu og átti til að lauma út úr sér hnyttnum athugasemdum um málflutning okkar sem yngri vorum. Hann bar ekki tilfínningar sínar á torg, þessi stóri sterki maður, en þeir sem þekktu hann vissu að þar fór við- kvæmur og næmur maður. Hann var sífellt að hugsa um farsæld ijölskyldu sinnar og velferð barna sinna. Barnabörnin horfði hann á með viðkvæmni og stolti. Árið 1952 kvæntist Einar Hall- dóru Jónsdóttur frá Hvanneyri í Tálknafírði. Þau byggðu sér rað- hús í Hraunbæ 15 í Reykjavík um miðjan sjöunda áratuginn og bjuggu þar allan sinn búskap. Mikil samstaða og ástúð einkenndi sambúð þeirra, ekki minnist ég þess að þeim hafi nokkru sinni orðið sundurorða. Það var með sams konar ástúð sem Halldóra hjúkraði eiginmanni sínum sein- ustu misserin eftir að heilsu hans hrakaði. Sú umönnun var sjálfsögð og átakalaus af hennar hendi. Ein- ar og Halldóra eignuðust fjögur börn sem öll eru uppkomin. Þau bera öil merki góðs uppeldis á kærieiksríku heimili. Á yngri árum var Einar heima við búskapinn með foreldrum sín- um en fór síðan að sækja ýmsa vinnu yfir vetrarmánuðina. Ekki kom til greina að ráða sig í vinnu öðru vísi en að hægt væri að vera laus yfír sumarmánuðina, því veið- skapurinn á Urriðafossi var það sem mestu skipti. Frá því um 1940 starfaði hann sem húsvörður í Iðnó og hafði umsjón með dansleikjum í Alþýðuhúsinu. í gamla Iðnó bjó hann um árabil uppi á lofti þar til hann kvæntist og stofnaði fjöl- skyldu. Hann starfaði í Iðnó svo lengi sem heilsan leyfði. Starfslok hans þar urðu um svipað leyti og Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið. Ég aðstoðaði tengdaföður minn nokkrum sinnum við dyravörsluna í Alþýðuhúskjallaranum. Hann hafði einstakt lag á að róa óróa- seggi, bauð þeim í nefíð og eftir stutta stund voru allar erjur gleymdar. Fólkið sem sótti dans- leikina var allt vinir hans og sama er að segja um leikara og starfs- fólk í Iðnó. Öll sumur var Einar við laxveið- ar á Urriðafossi. í maí flutti fjöl- skyldan austur með sitt hafurtask og kom ekki aftur fyrr en eftir réttir. Árið 1958 byggðu Einar og Halldóra sér lítið sumarhús í hvammi í túnfætinum á Urriða- fossi. Þar leið þeim Halldóru og börnunum alltaf vel í góðu nábýli við Harald, bróður Einars, og síðar sosn hans, Einar Helga. Einar missti heilsuna fyrir tæp- um þremur árum og gat ekki stundað veiðarnar lengur, en hug- urinn var sífellt fyrir austan. Nú er hann án efa kominn austur og fylgist með því hvernig netin fara í árstraumnum. Vinir hans og samferðamenn eru flestir farnir yfír móðuna miklu. Þar munu þeir án efa ræða um kenjar stórfljóts- ins og aflabrögð. Áfram byltist Þjórsá til sjávar og býður nýjum ævintýramönnum byrginn. Blessuð sé minning Einars Ein- arssonar frá Urriðafossi. Bjarni Reynarsson. Nú þegar ég lít til baka að tengdaföður mínum látnum, kem- ur eitt og annað fram fyrir hug- skotssjónir mínar, sem ástæða væri að skoða betur og festa á blað. JON MAGNUSSON + Jón Magnússon * var fæddur í Reykjavík 31. mars 1934. Hann lést á heimili sínu hinn 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Dag- björt Eiríksdóttir og Magnús Einars- son, sjómaður og síðar starfsmaður í Vélsmiðjunni Héðni og húsvörð- ur í Bjarnaborg, bæði eru látin. Son- ur Jóns er Ragnar, fæddur 1. apríl 1957, garð- yrkjubóndi Sólbakka, Borgar- firði. Kona Ragnars er Kristín Þórkatla Kristvinsdóttir. Börn þeirra eru: Garðar Kári, Ragn- heiður Helga og Guðrún Þór- dís. Systkini Jóns eru: Erla, vistmaður í Víðihlíð; Margrét, verslunarmaður, maki Krist- ján Einarsson; Þráinn, sjómað- ur, látinn 1966; Magnea, póst- maður; Páll, verkamaður, maki Pauline Magn- ússon og Eðvald, sjó- maður. SKOLASKOR Full búð af nýjum vörum Teg. 1068 st. 36-41. Loðfóðraðir. Litir; Svartir, dökkbrúnir, brúnir. )0 kr. Teg. 224 st. 36-41. Kuidafóður. Litir: Svartir, vínrautt, brúnt, dökkgrænt. 990 kr. í dag kveð ég hinstu kveðju kæran vin minn og mág, Jón Magnússon, eft- ir þijátíu ára nána vináttu. Það er sjald- gæft í dag að fólk búi alla sévi í gamla bænum eins og Jón, enda sannkallað miðbæjarbam. Hann var fæddur á Laugaveginum, upp- alinn á Hverfisgötunni, í því mæta húsi Bjamaborg og bú- andi þar um fímmtíu ára skeið, síðast sem húsvörður, þar til búseta lagðist af í húsinu. Eftir það fluttist hann á Bræðraborg- arstíg 3 og bjó þar til dauða- dags. Jóni þótti ákaflega vænt um „Borgina“ eins og Bjarnaborgin var kölluð í daglegu tali og gladd- ist mjög þegar hann sá þær breyt- ingar sem húsið tók, enda eitt af fallegustu húsum Reykjavíkur. Jón byijaði ungur sjómennsku, aðallega á togurum og þótti þar vel liðtækur enda þrekmaður mik- ill og var alla tíð þéttur á velli. Eftir lát bróður síns, Þráins, sem drukknaði árið 1966, fór Jón alfar- ið í land. Þeir bræður voru alla tíð Sjábu hlutina í víbara samhcngi! Skóverslun Kópavogs "“munli - kjarni málsins! Sérstaklega er mér minnisstætt hversu vel mér var tekið, er konan mín dró mig fram fyrir föður sinn fyrsta sinni. Með vingjarnlegum samræðum, byggðum á mikilli eðlisgreind og staðgóðri, alhliða þekkingu á mönnum og málefnum, fékk hann mig strax til að líða eins og ég hefði tilheyrt fjölskyld- unni lengi og að ekkert væri sjálf- sagðara. Áttum við margar ánæg- justundirnar eftir það, þar sem dægurmálin voru krufín og sögur sagðar. Ekki er mér síður hugleikið er ég heimsótti æskuslóðir hans að Urriðafossi fyrsta sinni. Vart var ég kominn í bústaðinn er ég var drifinn niður að á til að vitja með honum netja. Hljóp Ein- ar við fót niður eftir og geislaði af honum áhuginn og ástin á æskuslóðunum um leið og hann fræddi mig um allt það sem fyrir augu bar. Var sem Einar tæki hamskipt- um er hann komst í návígi við ána sína. Hljóp hann upp og niður stór- grýtta urðina við fljótið sem tví- tugur smalapiltur væri, dró net, og bar upp afla og hafði ég ekki roð við honum. Já, þeir þættir í lífi Einars sem risu hæst voru óumdeilanlega ást hans á umhverfinu sem ól hann ásamt óbilandi umhyggju og elju- semi fyrir fjölskyldu sinni sem borið hefur jafn ríkan ávöxt og þeir sem til þekkja vita best. Með Einari er borinn til grafar góður, heiðarlegur og réttsýnn maður sem hefur lagt sitt á vogar- skálarnar. Kristmundur. mjög nánir og náði Jón sér aldrei eftir þetta slys. Hann gerðist þá starfsmaður Reykjavíkurborgar um árabil þar til hann hóf störf hjá Vélsmiðjunni Héðni. Jón var þá farinn að bila í baki af áratuga erfiðisvinnu, en varð að öðru leyti aldrei misdægurt. Svo heitfengur var hann að það þurfti mikil frost og storm til að hann færi í peysu. Fyrir um sjö árum fór að syrta í álinn og atvinnuleysisvofan að gægjast úr skúmaskotum. Erfitt var fyrir mann á sextugsaldri með bilað bak að fá vinnu við hæfí og hófst þá sú þrautaganga sem at- vinnulausir einir þekkja. Aldrei heyrðist Jón kvarta eða barma sér þótt litlir aurar væru til, tók því sem að höndum bar með æðru- leysi. „Þetta bjargast einhvern veginn,“ var hann vanur að segja og brosti. Mjög fáir vissu hve kröpp kjör hans voru, svo leynt fór hann með það. Vonin og kvíðinn leyndi sér ekki í rödd- inni þegar hann talaði um vinnu sem kannski var í vændum: „Kannski fæ ég vinnu í sumar hjá Borginni eða hálfan daginn hjá Múlalundi," sem auðvitað var dregið af bótunum. Síðasta ár var honum loksins bjart og gjöfult, þá fékk hann góða vinnu í gatnagerðinni og síð- an um haustið vinnu sem gang- brautar- og portvörður í Austur- bæjarskólanum. Þá var mikil gleði og kátt í koti því Jón var ákaflega barngóður og eignaðist marga góða vini af yngstu kynslóðinni. Ljúfmennskan og blíðan þegar börn áttu í hlut var einstök og fóru mín börn og annarra í fjöl- skyldunni og meðal vina ekki var- hluta af því. ÖIl elskuðu þau Jónsa frænda. Barnabörnin á Sólbakka urðu honum ákaflega kær og létt var í Jóni þegar hann skrapp í Borgarfjörð og þangað var hanr, að undirbúa för þegar kallið kom. Afabörnin sakna nú sárt Jónsa afa, en minningin lifir um góðan dreng sem öllum vldi gott gera og var vinur vina sinna. Ragnar minn, Kristín og börn, ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Megi minning um góðan dreng lýsa ykkur í framtíðinni. Krislján Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.