Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 33 ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR + ANNA Guðrún Halldórsdóttir, Tómasarhaga 29 Reykjavík, fæddist að Skriðulandi Arnarneshreppi Eyjafjarðarsýslu, 20. október 1908. Hún lést á Land- spítalanum 22. ág- úst sl. Foreldrar hennar voru Sigrún Sigurðardóttir f. 7. nóvember 1884 að Ytra-Kambhóli, Arnarneshreppi, d. 22. febrúar 1970 á Hjalteyri og Halldór Benedikt Halldórsson útvegsbóndi, f. 12. janúar 1874 að Þrastarhóli í Arnarneshreppi, d. 26. _ júlí 1945 á Hjalteyri. Bræður Onnu voru Sigurður, f. á Akureyri 24. apríl 1904, d. 6. september 1979 á Hjalteyri, og Ragnar Stefán, f. á Akureyri 2. septem- ber 1905, d. 13. maí 1955 á Hjalteyri. Anna giftist 19. októ- ber 1935, Agli Kristinssyni vél- sljóra, f. 4. maí 1908 að Mýrar- koti á Höfðaströnd Skagafirði, hann lést 29. desember 1976. Barn þeirra er Agnes og maki hennar er Arni Gunnarsson. Barnabörn Onnu eru Finnur, Sveinbjörg, Gunnar og Anna Guðrún. Barnabarnabörnin eru fimm. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskapellu á morgun. HINN 22. ágúst síðastliðinn upp- lifði ég sorglegasta og um leið lengsta dag í lífi mínu. Því þá missti ég ekki einungis mína ástkæra ömmu, heldur einnig mína bestu vinkonu. Allt frá því að foreldrar mínir kenndu mér sem lítilli stelpu, þá 9-10 ára, að taka strætó úr Garðabæ og „alla leið vestur í bæ,“ var ég tíður gestur hjá ömmu á „Tómó“. Alltaf tók amma mér opnum örmum, og svo spjölluðum við nöfnumar saman um allt milli himins og jarðar við eldhúsborðið á Tómasarhaga, 64 ára aldursmur- inn á okkur skipti þar engu máli. Það var alltaf gaman að spjalla við ömmu. Hún fylgdist vel með öllu því sem átti sér stað í þjóðfé- laginu hverju sinni, og hafði hún sínar skoðanir. Einnig var amma mér eins konar viskubrunnur, þar sem hún hafði upplifað ólíka tíma, því í haust, hinn 20. október hefði hún orðið 86 ára gömul. Hún hafði gaman af að segja mér frá því þegar hún var ung stúlka í sveitinni, síldaræv- intýrinu á Siglufirði, og margt ann- að sem á daga hennar hafði drifið. Ommu minni var margt til lista lagt, hún var mikil hannyrðakona, °g liggja eftir hana fallega útsaum- aðar myndir, svo ekki sé minnst á alla þá dúka sem hún heklaði um ævina af svo mikilli list og vand- virkni. Einnig hafði amma mikið dálæti á blómum og þá einna helst rósum. Hafði amma mín svo sannarlega græna fingur, svo vel döfnuðu og uxu blómin hjá henni. Sérstök eftir- vænting var alltaf hjá okkur báðum á sumrin þegar rósin hennar ömmu, úti undir eldhúsglugganum á „Tómó“, fór að fá knúpa og springa út. Núna er rósin þín, amma mín, í fullum blóma, og veit ég að þú hefðir orðið ánægð með það. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Söknuðurinn og tómleikinn sem ég hef upplifað síðustu daga er ólýsanlegur. Síðasta 21 ár, rúmlega, hefur amma mín á „Tómó“ verið einn af þessum föstu punktum í tilveru minni. Ég þakka Guði fyrir þau yndislegu ár sem ég átti með þér amma mín, og allar góðu minningarnar sem við upplifðum saman. Minningarnar um ömmu mína á „Tómó“ mun ég varð- veita sem dýrmætan fjársjóð í gegnum líf mitt og vonandi seinna hlotnast mér sú hamingja að segja börnum mínum, og síðar barna- börnum frá ömmu minni sem var mér svo hugleikin, veitti mér innri styrk og hvatti mig áfram. Þó að amma hafi til að byija með ekki verið neitt ýkja hrifin af því framhaldsnámi sem ég valdi mér, þá eru það hennar hvatningar- orð sem sitja eftir í huga mínum þegar ég náði ekki almennu lög- fræðinni um vorið 1993. „Anna mín þú kemst þangað sem þú ætlar þér,“ og ég náði prófinu um haust- ið. Amma mín var alveg einstök manneskja. í mínum huga eru það fyrst og fremst forréttindi að hafa fengið að kynnast þér amma mín, vera hjá þér og bera nafn þitt. Amma mín var réttsýn kona, heiðarleg, trygglynd, reglusöm, og hógværðin uppmáluð. Verkalýðs- málin voru henni afar hugleikin, eins bar hún hag íslenskra sjó- manna mjög fyrir brjósti. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera hjá þér elsku amma mín, þegar þú kvaddir þennan heim, og halda um hönd þína, og vona ég svo innilega að þú hafir fundið fyrir návist minni. Ekki hvarflaði það að mér amma mín, þegar ég kvaddi þig eldhressa tveimur dögum áður, kyssti þig á báðar kinnar, að næsta kveðju- stund færi fram á dánarbeði þínu. Það má með sanni segja að veg- ir lífsins eru órannsakanlegir, menn deyja og menn fæðast. Sumir eru svo gæfusamir að verða gamlir og halda jafnframt heilsu sinni, en aðrir ekki. Amma mín, lukkan þín fólst í því eftir að þú varðst ein á Tóm- asarhaga að þú gast séð um þig sjálf. Þú þurftir ekki að vera upp á aðra komin því ég veit að þannig vildir þú hafa það og þannig fékkst þú að hafa það allt til dauðadags. Elsku hjartans amma mín. Núna ert þú komin til Egils afa, foreldra þinna, tveggja bræðra, og fleiri horfinna ættingja og vina. En ég vil trúa því að þó þú sért komin ti! þeirra en farin frá mér, að þú munir halda yfir mér verndarhendi og vaka yfir mér og mínum. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Óþekktur höfundur.) Með þakklæti fyrir allt. Anna Guðrún Arnadóttir. Nú hefur þú kvatt okkur, elsku amma. Of fljótt finnst okkur sem eftir lifum. I sorg okkar og sökn- uði til þín, huggum við okkur við minningarnar um elskulega ömmu sem við geymum í hjörtum okkar. Til þín, amma, hefur allaf verið svo gott að leita. Svo umhyggjusöm og hlý fylgdist þú með velferð okk- ar bamabarnanna-og langömmu- MINNINGAR barnanna. Þú gladdist með okkur á góðum stundum og deildir með okkur áhyggjunum þegar þannig stóð á. Alltaf til staðar tilbúin til að rétta hjálparhönd eða spjalla um heima og geima. Skipti þá engu máli hvort það var litla langömmu- barnið sem leitaði í hlýju þína, unglingurinn sem langaði til að ræða um framtíð sína og áhugamál eða fullorðna barnabarnið sem naut þess að vera í návist þinni. Alltaf áttir þú nóg að gefa okkur af sjálfri þér. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þeir voru til dæmis ófáir sunnudagsbíltúrarnir sem ég fór með þér og afa sem lítil stúlka, út fyrir bæinn með nesti og landa- kort. Þetta eru mér afar ljúfar minningar. Þið afi höfðuð mjög gaman af að ferðast og frædduð mig um nöfn og jafnvel sögu þeirra staða sem við fórum fram hjá eða komum til. Þessar ferðir höfum við oft rifjað upp nú í seinni tíð og hlegið saman að spaugilegum at- burðum úr þeim. Þér var margt til lista lagt. Hæfileikar þínir til hvers konar handavinnu bera þér víða fagurt vitni. Þú hafðir yndi af að sauma út og hekla og þar var vandvirknin og nákvæmnin í fyrirrúmi. Oft var það er ég leit til þín í heimsókn, að þú vísaðir mér inn í herbergi til að sýna mér nýja útsaumsmynd sem þú hafðir keypt og varst svo spennt að fara að sauma eða að þú sýndir mér með stolti þess sem skapar, mynd sem þú hafðir nýlok- ið við að sauma. Það var svo auð- velt og ánægjulegt að gleðjast með þér. Þú hafðir líka yndi af blómum. Blómin í stofunni þinni báru grænni blöð og blómstruðu oftar og feg- urri blómum en blóm í öðrum stof- um. Þú sagðist spjalla við þau og veit ég að þau hafa ekki þurft ann- an áburð. Ömmukleinur og ömmupönnu- kökur hefur verið eftirsótt meðlæti í afmælum í fjölskyldunni. Ef af- mæli stóð fyrir dyrum var jafnan hringt til ömmu og pantaður stafli af pönnukökum. Það var alveg sama hversu háan stafla þú bakað- ir, alltaf kláruðust pönnsurnar. Börnin min, ásamt öðrum börn- um í ljölskyldunni, hafa átt í þér yndislega langömmu. Þú gerðir þér far um að spjalla við þau, hlusta á þau og fylgjast þannig með líðan þeirra og þroska. Einmítt vegna umhyggju þinnar fyrir börnunum vissir þú alltaf hvað best var að eiga í frystikistunni eða í ísskápn- um til þess að gleðja hveija litla sál sem til þín kom. Elsku amma það er komið að kveðjustund. Megi minningin um þig vera okkur leiðarljós og fyrir- mynd á okkar lífsins göngu. Far þú í friði elsku amma. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og fjölskylda. Tengdamóðir mín, Anna Guðrún Halldórsdóttir, fæddist árið 1908 að Skriðulandi og bjó í Arnames- hreppi þar til hún fluttist til Siglu- fjarðar árið 1935. Sem ung stúlka starfaði Anna við sveitastörf og störf tengd sjávarútvegi á Hjalteyri við vestanverðan Eyjafjörð. Anna giftist, Agli Kristinssyni vélstjóra, árið 1935, og hófu þau búskap í Siglufirði. Þau eignuðust eina dóttur, Agnesi. Meðan Anna bjó í Siglufirði starfaði hún við sfld- arsöltun og fiskvinnslu, lengst hjá Þráni Sigurðssyni. Árið 1944 urðu þáttaskil í lífi Önnu, þegar þau hjónin hófu bygg- ingu einbýlishúss að Laugarvegi 15 þar í bæ. Mér er minnisstæður garð- urinn og ræktun hans, sem var hennar verk. Anna hafði mikla ánægju af garðyrkjustörfum og notaði frístundir sínar gjaman í þau. Árið 1961 fluttust þau Anna og Egill til Reykjavíkur og bjuggu á Tómasarhaga 29. Anna hóf fljót- lega störf hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík og vann þar óslitið til 1.980. Áhugamál Önnu voru einnig bóklestur og hannyrðir. Öll handa- vinna lék í höndum hennar og hún hafði mikla ánægju af. Falleg verk liggja eftir Önnu hjá ættingjum hennar og vinum. Eftir að Anna settist í helgan stein h'eklaði hún dúka, sem hún seldi í verzlunum í Reykjavík og á Akureyri. Dúkarnir eru niðurkomnir víðsvegar um landið og einnig erlendis. Anna hafði dálæti á Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og lestur ævisagna og endurminninga var henni hug- leikinn hin síðari ár. Á meðan Egill lifði fóru þau á hvetju sumri norður, til Siglufjarð- ar og Eyjafjarðar, að heimsækja ættingja sína og kunningja. Hugur þeirra leitaði ætíð norður í land. Eftir að Anna var orðin ein fór hún í nokkur ár á æskustöðvar sínar og kom ávallt endurnærð til baka. Anna bjó á Tómasarhaga 29 í rúmlega þijátíu ár. Eiginmann sinn, Egil, missti hún árið 1976. Heilsugóð og hress var hún, miðað við háan aldur, og fylgdist vel með þjóðmálum. Mér eru minnisstæð heimboðin á Tómasarhagann um jól og við önnur tækifæri. Anna var hugsjónakona, sem átti sér draum um betri heim, um jöfnuð og réttlæti. Lífsskoðun hennar mótaðist á langri og farsælli lífs- göngu, sem nú er lokið. Ég minn- ist, mætrar konu, af hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning tengdamóður_ minnar. Árni Gunnarsson. Dagana 1.-5. september verða skóladagar i Borgarkringtunni Gott verð - frábœrt úrval - allar vörur ffyrir skólann Sérstakir kynningarbásar frá Módelsamtökunum, sem kynna námskeið í vetur og verða með sýningu daglega;Tómstundaskólanum sem kynnir fjölbreytt úrval námskeiða fyrir alla aldurshópa; Danssmiðjunni.sem kynnir nýjustu dansana og sýnir þá daglega; Make up for ever búðinni sem verður með sýnikennslu daglega, Blómum undir stiganum heldur sýnikennslu daglega; Betra lífi sem les í Víkingaspilin fyrir gesti og gangandi. Atn. OpiB sunnutíaginn 4. septemher frá ki. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.