Morgunblaðið - 04.09.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 35
OLAFUR OLAFSSON
-I- Ólafur Ólafsson, fyrrver-
N ■ andi húsvörður Lands-
bókasafns, fæddist 20. janúar
1940. Hann lést á Landakots-
spítala 24. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Fossvogskapellu 29. ágúst.
ÉG MINNIST bróður míns, Ólafs
Ólafssonar, með kærleika og sökn-
uði. Fyrsta minningin er um hann
nýfæddan og hve ég sóttist eftir
að sitja við vöggu hans öllum
stundum og við dánarbeð hans sat
ég síðasta daginn sem hann lifði.
Rúm fimmtíu ár eru á milli þess-
ara stunda og það er eins og hring-
ur hafí lokast. Innan þess hrings
er hlýja lundin hans, glettni og
söngur. Foreldrar okkar voru
söngelskir, sér í lagi móðir okkar
sem söng öllum stundum ljóð og
sálma, oftast vaknaði ég sem barn
við sönginn hennar. Afar gest-
kvæmt var á heimili okkar og var
þá siður að bjóða gestum að taka
þátt í samsöng við orgelið. Þá
ómaði allt húsið af söng. Foreldrar
okkar sungu í kirkjukór og fylgd-
um við þeim á söngæfingar hvort
sem það var að degi til eða á kvöld-
in. Við tókum þá eftir því að bróð-
ir minn, aðeins á öðru ári, lærði
sálmana sem þar voru æfðir og
gat sungið þá þegar heim kom
þótt textana vantaði og frá því
að hann var tíu ára gamall undum
við okkur langtímum saman systk-
inin við söng og undirleik. Þá stóð
hann við orgelið og söng með
skærri drengjarödd sinni eins og
hann væri að halda alvöru tónleika
af innlifun þótt engir væru áheyr-
endurnir. Röddin hans dýpkaði síð-
an með árunum og varð að djúpum
bassa, hljómmiklum og hlýjum.
Það var sérstök nautn fyrir mig
að hlusta á hann syngja. Eitt af
því síðasta sem hann bað mig um
áður en hann missti meðvitund var
að syngja fyrir sig „Syngdu meðan
sólin skín, sumarlangan daginn“.
Mér tókst að komast í gegnum
eitt erindi án þess að klökkna en
um leið fann ég að lundinni og
lífi hans var lýst í þessu ljóði. A
lokastundinni var það minning
hans um æskusöngvana og allt
það sem var ljúft og gott hið eina
sem skipti máli.
Draumarnir rættust ekki allir.
Það virtist sem hann hlyti stærri
skerf sorga og mótlætis en flestir
aðrir en ekkert gat þó tekið bjart-
sýnina og hugrekkið frá honum,
jafnvel ekki eftir að hann var orð-
inn þjakaður af banvænum sjúk-
dómi. Blessuð sé minning hans og
Guð veri börnum hans styrkur og
skjól.
Sigríður Candi.
-I- Jóhann Ólafur Pétursson,
‘ húsasmíðameistari á Akra-
nesi, fæddist á Eyjólfsstöðum
í Vatnsdal í Austur-Húna-
vatnssýslu 29. desember 1920.
Hann lést hinn 20. ágúst síð-
astliðinn og fór útför hans
fram frá Akraneskirkju 26.
ágúst.
ÞEGAR mamma hringdi og sagði
mér að hann Hanni væri dáinn
fannst mér það einhvern veginn
svo óraunverulegt. Jafnvel þó ég
vissi að hverju stefndi. Ég taldi
víst að hann héldi áfram að vera
með okkur eins og hann hafði
verið svo lengi sem ég man.
Hann var rólyndur maður sem
gott var að vera í návist við.
Skarpgreindur, víðlesinn og góður
smiður.
Fyrir hönd systkina minna vil
ég þakka Hanna samfylgdina og
Einn af bestu vinum mínum
hefur kvatt hinstu kveðju eftir
harða baráttu við skæðan sjúk-
dóm, sem sló hann niður af fullri
hörku síðustu vikurnar. Óli kvart-
aði samt ekki heldur tók ávallt á
móti okkur vinum sínum með sama
hlýja, einlæga brosinu og um-
hyggjunni fyrir því sem á daga
okkar drifi. Þetta kann að hljóma
eins og viðkvæmnisleg lofrolla,
samin undir áhrifum sorgar og
söknuðar, en svo er ekki. Sannleik-
urinn er sá að Óli var og er sá
vinur vina sinna sem allir verða
ríkari á að kynnast óg þá meina
ég ríkari af góðum tijfinningum
og jákvæðu hugarfari. Ég kynntist
Óla lítið til að byija með nema sem
glaðlegum manni sem átti þétt og
hlýtt handtak og hafði svo fallega
og hljómmikla bassarödd, sem
yndi var að heyra í söng, hvort
sem hann söng með vinum sínum
eða dekraði við eyru viðstaddra
með einsöng. Við vinir hans erum
vön að segja að Óli sé „náttúru-
bassi“, hann hafði svo mjúkan og
hreinan bassatón.
Svo leið tíminn og fyrir aðeins
rúmu ári fór ég að kynnast Óla
betur þegar vinahópurinn okkar,
Bergmál, fór að koma oftar saman
og syngja og ferðast. Starfið í
hópnum hefur verið bæði mér og
öðrum óendanlega dýrmætt og
gefandi. Við vissum ekki þegar
við fórum með Óla og nokkrum
góðum vinum í þriggja daga ferð
um Snæfellsnes og Flatey sl. sum-
ar, að hann kæmist ekki með í
fleiri slíkar ferðir. Við vonuðum
að honum myndi batna þó svo að
vágesturinn hefði þegar gert vart
við_ sig.
I febrúar var haldið upp á fímm-
tugsafmæli eins vinar okkar og
þá var verulega farið að ganga á
þrek Óla. Hann var þá orðinn svo
illa þjáður að hann varð að hafa
dýnu bakatil til að fleygja sér nið-
ur öðru hvoru þegar þrautir í hálsi
voru nánast óbærilegar. Samt
stjómaði hann söng og skemmtiat-
riðum hjá vini sínum og var hress
og broshýr eins og hans var von
og vísa.
Örfáum dögum síðar var hann
lagður inn og gerð aðgerð á hálsi
til að taka burt krabbameinssýkt-
an hálslið. Aðgerðin gerði hálsinn
stífan og bassaröddin varð ekki
söm aftur nema í einn sérstakan
dag rúmri viku áður en hann dó.
Þá tóku tvær af bestu vinkonum
hans sig til og fóru með hann og
vin hans í bílferð austur að Mið-
engi í Grímsnesi, en þar er einn
af kærustu stöðum Óla. Þessi ferð
gladdi hann meira en orð fá lýst
og í gleði sinni fór hann að syngja
senda Stínu og fjölskyldunni allri
innilegustu samúðarkveðjur og
vona að góður guð styrki þau.
Sigrún Sigurðardóttir.
Krossar
"I---------------T áleiði
Í viSarlitog málaðir. .
Mismunandi mynstur, vönduo vinna.
Stml 91-35929 oq 35735
í bílnum með vinum sínum Kötu,
Kollu og Karli Vigni.
Þá hljómaði mjúka bassaröddin
enn á ný eins og forðum og vinirn-
ir héldu að nú væri Óli kannski
að erða sterkari til heilsunnar og
fengi lengri tíma. En kannski var
þetta gjöf frá æðri mætti til að
gera þennan dag svo ógleymanleg-
an og fagran, hver veit?
Við heimsóttum hann oft, hlóg-
um með honum og sátum langtím-
um saman að spjalli. Við fundum
öll að góð vinátta er öllu heimsins
gulli dýrmætari og kærleikurinn á
sér engin landamæri. Við lærðum
svo margt á þessum síðustu
mánuðum sem endist okkur allt
lífíð. ■
Hvað var svona sérstakt við
þennan tíma og þennan mann?
Hann var svo jákvæður og lagði
aldrei illt til nokkurs manns. Það
var það sem ég tók eftir í fari
hans. Hann talaði um samferða-
fólk sitt af samúð og velvild en
svo var oft stutt í glettnina og
skoplegu hliðarnar án nokkurrar
meinhæðni.
Var þá maðurinn fullkominn?
kynni einhver að spyija. Ekki
myndi Óli sjálfur samþykkja það,
enda hógvær um sjálfan sig og
gerði jafnvel mest grín að sjálfum
sér ef því var að heilsa.
Ég held að ég tali fyrir munn
flestra nánustu vina hans er ég
segi einfaldlega að í honum fund-
um við vin sem aldrei hætti að
gefa allt sem hann gat af sínum
bestu eiginleikum, umhyggju,
elsku og takmarkalausri hlýju, það
var hans mesti auður.
Nú syrgjum við ekki að Óli fékk
hvíld sem var tímabær, heldur
grátum við þær stundir sem við
vildum eiga eftir að deila með
honum í framtíðinni, við söng og
vinafund. Þannig er vináttan. Það
getur enginn komið í skarðið sem
Oli skilur eftir, en áhrifin af fram-
lagi hans til vináttuandans í hópn-
um munu lifa um ókomna framtíð
og minna okkur á að kærleikurinn
er eilífur og bönd hans sterkari
en dauðinn. Við eigum öll þá von
og trú að hittast á ný þegar við
lítum „nýjan himin og nýja jörð“.
Þá verður á ný glaðst saman og
sunginn gleðisöngur því þá verða
öll sorgartár þornuð.
Börnunum hans sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur er
þau, svo alltof fljótt, sjá á bak
ástríkum föður og kærum vini.
Ég bið góðan Guð að veita þeim
styrk og huggun og blessa þau.
Þórdís Malmquist.
Blómmtofa
FriÖfinm
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö öll tllefni.
Gjafavörur.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 — slmi 871960
JÓHANN ÓLAFUR
PÉTURSSON
t
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur,
BJÖRN EINARSSON,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 6. september
kl. 15.00.
Gertrud Einarsson,
Halla Einarsdóttir,
Jónas Einarsson, Guðbjörg Haraldsdóttir,
Ingimar Einarsson, Matthea K. Guðmundsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDUR GEORGS TAKACS
kennari, sjónhverfingarmaður og
búktalari,
sem lést 26. ágúst í St. Jósefsspítala (
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju fimmtudaginn 8. sept.
kl. 13.30.
Sveinn Kjartan Baldursson, Auður Vésteinsdóttir,
Rannveig Kristrn Baldursdóttir,
Baldur Georg Baldursson, Mari'a Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Tómasarhaga 29,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
mánudaginn 5. september nk. kl. 13.30.
Agnes Egilsdóttir, Árni Gunnarsson,
Anna Guðrún Árnadóttir,
Gunnar Árnason, Bryndís Guðmundsdóttir,
Finnur Sveinbjörnsson, Dagný Halldórsdóttir,
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Stefánsson
og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar.tengdamóðir,
amma og langamma,
BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Hjaltabakka,
Miðleiti 5,
Reykjavík,
sem andaðist 29. ágúst sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 6. september kl. 13.30.
Ásgeir Guðmundsson,
Ásta Hávarðardóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
Loftur Jónsson,
Katri'n Jónsdóttir,
Gunnhildur Jónsdóttir, Gunnar M. Hansson,
Þórarinn Jónsson, Anna Kristfn Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EIRÍKS KRISTÓFERSSONAR
fyrrverandi skipherra.
Sérstakar þakkir færum við ríkisstjórn
íslands og Landhelgisgæslunni.
Bergljót Eiríksdóttir, Sigrfður Aðalsteinsdóttir,
Eiríkur Eiriksson, Jakobína S. Sigurðardóttir,
barnabörn og langafabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengadföður, afa og langafa,
GUÐJÓNS GUNNLAUGSSONAR,
Víðilundi 13,
Akureyri.
Guðrún Jónsdóttir,
Jón Trausti Guðjónsson, Þórdfs Guðmundsdóttir,
Gunnsteinn Guðjónsson,
Anna Guðjónsdóttir, Jón Gísli Grétarsson,
Jóhann Guðjónsson,
Magnús Guðjónsson, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir,
Ingvar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.