Morgunblaðið - 04.09.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 39
Afa sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Nú legg ég augun aftur.
0, Guð, þinn náðarkraftur
mín verði vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson.)
Sigríður, Guðmundur
og Tryggvi, Dalvík.
Kæra amma.
Það er erfítt fyrir okkur að koma
orðum að því hvernig okkur líður.
Það var mikið áfall fyrir okkur
að missa þig. Þótt við værum búnar
að búast við þessu, þá kom þetta
samt sem áður á óvart og erfitt er
að sætta sig við að fá ekki að sjá
þig aftur í þessu lífi.
Það var alltaf jafn gaman að
koma í heimsókn til ykkar og okkur
fannst eins og þú ættir alltaf eftir
að vera hérna með þitt fallega bros
og hlátur.
Að sjá hvernig andlit þitt ljómaði
upp þegar við komum í heimsókn,
það þurfti ekki mikið til að gleðja
þig.
Gleði þín var mest fólgin í því
að geta búið um hluti til að gleðja
aðra. Öll eigum við handavinnu eft-
ir þig sem við munum varðveita til
minningar um þig.
Jólin voru alltaf sérstakur tími
fyrir ykkur, þú áttir afmæli rétt
fyrir jólin og einhvem veginn var
alltaf eitthvað til að gleðjast yfir.
Þú varst einlæg, örlát, glettin,
þijósk og gefandi manneskja með
góð ráð.
Við vonum innilega að þér líði
vel þar sem þú ert stödd í dag og
að við eigum eftir að hittast aftur
einhvern tímann.
Veittu afa og mömmu styrk í
sorg sinni. Dauðinn er ekki enda-
lok, hann er byijun á nýju lífi.
Við eigum eftir að sakna þín,
elsku amma.
Guð blessi þig.
Drottinn mun vernda þig fyrir
öllu illu, hann mun vernda sál
þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu
þína og inngöngu héðan i frá og
að eilífu.
Þín barnabörn,
Bjarney, Kolbrún, Hafdís
og Heiðdís.
Elsku langamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristján, Sonja, Kristín, Krist-
ján Valur og Rósa María.
Drottinn er minn hirðir. Mig mun
ekkert bresta. Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast.
(23. Davíðssálmur.)
Nú er amma okkar dáin og horf-
in sjónum okkar. Það sem situr eft-
ir eru minningarnar um gönguna
sem við systkinin höfum fengið að
njóta með henni. Hún var alltaf ung
í anda og fylgdist vel með hvað var
að gerast hjá sínu fólki og í kringum
sig. Glaðlyndi og kærleikur ein-
kenndi hana sem smitaði út frá sér
og er helst að minnast þess þegar
öll fjölskyldan hittist saman hjá
ömmu og afa. Þá var oft glatt á
hjalla og hægt að sjá að amma
naut sín „í botn“ þegar stórfjöl-
skyldan var á einum stað saman
komin.
Amma var líka sjálfstæð kona
og hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum. Hún hafði líka gott skopskyn
og gat því brosað og hlegið með
manni, en hún lagði mikla áherslu
á trúrækni og góða siði, sem hafði
mikil áhrif á okkur og mun það búa
í hjörtum okkar um ókomna tíð.
Afí, megi Guð blessa þig og varð-
veita í missi þínum og styrkja þig
í einu og öllu. Viljum við systkinin
þakka samfylgdina og allar þær
góðu stundir sem við áttum með
ömmu og vottum öllum aðstandend-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Megi hún hvíla í friði.
Sigurður Hörður Ingimars-
son, Ágústa Eygló Ingimars-
dóttir, Svava Ingibjörg Ingi-
mundardóttir, Heimir Bjarni
Ingimundarson.
STOFHSITT 19SI ■
Sí FASTEICMAMIÐSTÖDIMf {jSr
SKIPHOLTI 50B - SÍMI62 20 30 - FAX 62 22 90 U
Opið hús
Framnesvegur 54, Reykjavík
Til sölu glæsileg nýlega uppgerð 52 fm risíbúð í þessu
fallega húsi. Komið og skoðið þessa góðu íbúð í dag
milli kl. 14 og 17.
Verslunar- og lagerhúsnæði
til sölu eða leigu
Vegna væntanlegs flutnings Hljómbæjar er hið þekkta úrvalshúsnæði
fyrirtækisins við Hverfisgötu til sölu eða leigu í einu lagi eða hlutum.
Eignin er öll í fyrsta flokks ástandi.
fjöldi bílastæða og góð aðkoma.
1. HÆÐ Verslunarhúsnæði 432 fm og lagerhúsnæði
332 fm. Stórir gluggar og góðar aðkeyrsludyr.
2. HÆÐ Skrifstofuhúsnæði 124,5 fm
auk mikils lagerrýmis.
Lóðin er 1,604 fm og fylgir
henni byggingarréttur.
VAGN JONSSON
FASTEIGNASALA
Skúlagötu 30
Atli Vagnsson hdl.
SÍMI61 44 33 • FAX 6144 50
Erum með f sölu stórskemmtilega 104 fm hæð við
Tómasarhaga auk bflskúrs.
Eignin er mikið endurnýjuð m.a. gluggar, gler og þak.
Frábær staður.
Makaskipti vel hugsanleg á minni eign.
Verð 10,4 millj. Hafðu samband.
HÓLL, fasteignasala,
sími 10090.
iíÓLl
FASTEIGNASALA
© 10090
SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v.
Franz Jezorski, lögg. fast.sali.
Stuðlaberg - Hf. Hér
færð þú ca 150 fm raðh. auk bílsk.
á þessum vinsæla stað í Hafnarf.
Húsið afh. tilb. að utan, fokh. að
innan. Gert ráð fyrir sólstofu og
góðri verönd. Teikn. á Hóli. Verð
8,2 millj.
Jörð á Vesturlandi
Sannkölluð paradís á jörð
Vorum að fá f sölu mjög áhugaverða jörð á Vesturlandi sem er í
um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Á jörðinni er ca 200 fm steypt
íbúðarhús ásamt þremur gullfallegum sumarhúsum. Húsunum
fylgir allt innbú. Jörðinni fylgir veiðiréttur í lax- og silungsá. Einn-
ig er að finna stórbrotið landslag með þó nokkru beitilandi og
ræktuðu landi. Á jörðinni er gott berjaland og rjúpnaveiði á haust-
in. Þetta er kjörið tækifæri fyrir félagasamtök, hestamenn og annað
útivistarfólk. Myndir og teikningar á Hóli. Verðið kemur þægilega
á óvart kr. 8,0 millj. fyrir allan pakkann.
Framnesvegur
Gullfallegt parhús ca 130 fm á
þremur hæðum. Húsið er allt
endurn. og í góðu ástandi utan
sem innan. Góður suðurgarður
m. uppgerðu útihúsi. Láttu
drauminn rætast og skoðaðu
þetta. Nánari uppl. á Hóli.
Tómasarhagi. Faiieg 105
fm íbhæð á þessum góða stað í
vesturbænum. Aðeins steinsnar
frá sjónum og fjörunni á Ægisíðu.
Hús talsv. endurn. Bílsk. fylgir.
Verð 9,9 millj, Laus strax.
Bergstaðastræti
Stórglæsileg miðhæð í þessu fallega húsi. íbúðin er 133 fm auk 30
fm svala og bílskýlis. Ef þú vilt kaupa vandaða eign í algjörum sér-
flokki, þá skaltu ekki hika við að skoða þessa. Verð 12,9 millj. Áhvíl-
andi byggingasjóður 5,2 millj.
OPIÐHÚSKL. 14-17
Framnesvegur 6
Hér bjóðum við upp á sérl. fallega
og bjarta 85 fm íb. á 2. hæð í nýl.
húsi í hjarta vesturbæjar steinsnar
frá gamla, góða miðbænum. Mjög
vandaðar innr. og gólfefni. Suður-
svalir. Næg bílastæði. Hér þarf
ekkert að gera annað en flytja inn.
Áhv. byggsj. 2,3 millj. Verð 7,7
millj. Laus strax. í dag kl. 14-17
verða Ólafur og Soffía á staðnum
og sýna þér þessa glæsieign.
Reyrengi 49
Hér skoðar þú í dag fallegt 200 fm
parhús í byggingu. Afh. fokh. að
innan, tilb. að utan. Áhv. húsbr.
m. 5% vöxtum. Verðið er aldeilis
hlægilegt 8,5 millj. Hvað gerir það
per fm?
Nesvegur57
Þetta er ein af þessum dæmigerðu
skemmtil. sérhæðum í vesturbæn-
um 4ra herb. 107 fm á 1. hæð
ásamt bílsk. Hús nýl. Steni-klætt
að utan. Góðar svalir. Verð 9,6
millj. Áhv. 5,0 millj. Þú gengur beint
inn og skoðar milli kl. 14 og 17.
Það er konfekt á boðstólum.
Mávahlíð 14
Hér færðu fallega 3ja herb. 81 fm
íb. á 1. hæð. íb. er laus strax. Hlíð-
arnar standa alltaf fyrir sínu. Verð
6,8 millj. Áhv. 2,2 millj. Þú skoöar
hjá Karli og Önnu í dag kl. 14-17.
Á morgun gæti það verið of seint.
OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17