Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingi öjálslyndra lokiö:
Við skulum gefa Denna dæmalausa gott klapp . . .
Umfangsmikil leit að gangnamanni á Eyvindarstaðaheiði
Kom í Leitimar eftir
30 kílómetra göngu
FIMMT-ÍU leitar- og gagnamenn
úr Skagafirði, frá Blönduósi og á
vegum Landhelgisgæslunnar leit-
uðu gagnamanns á Eyvindarstaða-
heiði aðfaranótt og árla þriðjudags.
Gangnamaðurinn, Reykvíkingur
um fertugt, kom fram heill á húfi
við Ströngukvíslarskála í gærmorg-
un. Hann hafði gengið 30 km leið
til norðurs eftir að vélhjól hans bil-
að við Blöndujökul. Pétur Helgason,
formaður björgunarsveitarinnar á
Sauðárkróki, sagði að maðurinn
hefði verið furðu hress við komuna
í skálann. Hann hefði verið vel
klæddur og ekki brugðið af leið.
Pétur sagði að maðurinn, sem
er ættaður úr Skagafirði, hefði ver-
ið í leitum með Skagfirðingum á
sunnudag. „Maðurinn skildi við fé-
laga sinn við Blöndutjöm um klukk-
an hálftvö eftir hádegi. Þeir ætluðu
að hittast aftur við Urðargil, en
maðurinn skilaði sér Qkki og félagi
hans hélt til hinna í Ströngukvíslar-
skála. Gangnamennirnir hringdu
svo í Flugbjörgunarsveitina í
Varmahlíð um klukkan ellefu um
kvöldið. Á eftir er hringt í okkur
og boltinn fer af stað. Varmhk'ðing-
amir fara strax af stað. Við ákváð-
um hins vegar að boða menn hing-
að klukkan tvö ef Varmhlíðingamir
yrðu einhvers vísari á leiðinni. Ann-
ars var eiginlega ekkert hægt að
leita í niðamyrkri um nóttina. Þegar
tók að birta komu svo þyrla frá
Landhelgisgæslunni og tvær sveitir
frá Blönduósi okkur til aðstoðar,"
sagði Pétur.
Hann sagði aðallega hafa verið
leitað í kringum Urðargil, Blöndu-
tjörn og upp að Hofsjökli. Þyrlan
hefði fundið hjól mannsins á milli
Kvísiarjökuls og Blöndujökuls upp-
úr klukkan sjö í gærmorgun. „Eftir
það ákváðum við að breyta leitar-
skipulaginu þannig að ieitað yrði
frá hjólinu með slóðinni.
Var vel klæddur
Aðeins um klukkutíma eftir að
hjólið fannst var okkur tilkynnt að
maðurinn hefði gengið í fangið á
ríðandi gangnamönnunum. Þeir
voru um 5 km frá Ströngu-
kvíslarskál. Maðurinn hafði þá
gengið um 30 km vegalengd um
nóttina. Hafði fyrst farið að
jöklinum og svo að skálanum. Hann
hafði þá ekki villst en var saknað
því hann hafði ekki skilað sér eftir
að hjólið bilaði. Ég held að það
hafi farið einhver olíutappi,“ sagði
hann.
Pétur sagði að maðurinn hefði
verið kunnugri á svæðinu en upp-
haflega hefði verið haldið. Hann
hefði varla bragðið af leið og verið
vel klæddur.
Heimsmeistaramótið í brids í Nýju Mexíkó
f slensk pör í úrslitum
ÞRJÚ íslensk bridspör komust í úr-
slit heimsmeistaramótsins í blönduð-
um tvímenningi sem lauk í Albuqu-
erque í Nýju Mexíkó á mánudag-
snótt. Ekkert þeirra náði að blanda
sér í baráttu um verðlaunasæti.
I blönduðum flokki keppa saman
karl og kona. Jacqui McGreal og
Þorlákur Jónsson urðu efst í undan-
keppni mótsins, en þá kepptu 480
pör víðsvegar að úr heiminum um
180 sæti í úrslitakeppninni. Þeim
Jacqui og Þorláki gekk hins vegar
ekki vel í úrslitakeppninni og end-
uðu í 159. sæti.
Bragi Hauksson og Sigríður Sól-
ey Kristjánsdóttir enduðu í 71. sæti
í úrslitakeppninni og Anna ívars-
dóttir og Jakob Kristinsson enduðu
í 177. sæti. Þrjú önnur íslensk pör
kepptu í mótinu en komust ekki í
úrslit. Heimsmeistarar í þessum
flokki urðu Pólveijamir Danuta
Hocheker og Apolinare Kowalski
en í öðru sæti urðu Bob Hamman
frá Bandaríkjunum og Sabine Zen-
kel frá Þýskalandi.
í Albuquerque stendur nú yfir
mikil bridshátíð þar sem fram fara
heimsmeistaramót í ýmsum flokk-
um í tvímenningi og sveitakeppni.
í gær hofst heimsmeistaramótið í
tvímenningi, bæði í opnum flokki
og kvennaflokki. Fjögur íslensk pör
keppa i opna flokknum og þijú pör
í kvennaflokki.
íslenskur skurðlæknir
Fyrstu verðlaun
fyrir krabbameins-
rannsóknir
Ársæll Kristjánsson
AEvrópuþingi þvag-
færaskurðlækna,
sem haldið var í
Berlín í sl. júlímánuði,
flutti Ársæll Kristjánsson,
sérfræðingur í þvagfæra-
skurðlækningum, erindi
um rannsóknir sem hann
hefur unnið að. Vöktu er-
indi hans mikla athygli og
hlaut hann fyrstu verðlaun
fyrir erindi sín tvö. Þátt-
takendur vora um 3.000.
Fluttu þeir 700 erindi og
lögðu fram rannsókna-
gögn. Voru fyrst valdir úr
10 og síðan valdi dóm-
nefnd besta erindiðtil 1.
verðlauna. Hlaut Ársæll
þau verðlaun fyrir tvö er-
indi um svipað efni, rann-
sóknir varðandi krabba-
mein í þvagblöðra. Eru
það bæði peningaverðlaun
til áframhaldandi rann-
sókna og sérstök birting á
erindunum í fagtímaritum, en
ekki þykir síst um verður heiður-
inn sem þessu fylgir, bæði fyrir
Ársæl og stofnunina sem hann
starfar hjá.
Ársæll er starfandi sérfræð-
ingur í þvagfæraskurðlækning-
um við Háskólasjúkrahúsið í
Lundi og hóf rannsóknir á
krabbameini í þvagblöðru á árinu
1993. Eru rannsóknirnar fjár-
magnaðar af rannsóknasjóði
sænska krabbameinsfélagsins.
Snúa þær aðallega að meðferð
þar sem um er að ræða nýmynd-
un á blöðrunni, að því er Ársæll
sagði í símtali við Morgunblaðið.
Þá er blaðran fjarlægð og búin
til ný úr þörmum sama einstakl-
ings. Kvað Ársæll nokkuð langa
reynslu af þessari aðferð, hún
hefði verið tekin upp í Lundi
1975. Hins vegar vita menn ekki
alveg hvaða árhrif þetta kunni
að hafa á líkamann þegar frá líð-
ur. Vitað er að það er í lagi fyrstu
árin, en þarmamir hafa aðra eig-
inleika en blaðran og geta virkað
öðru vísi á beinasamsetningu og
frágangsefni. Er tilgangur rann-
sóknarinnar m.a. að kanna eftir
nýmyndun þvagblöðru nýrnast-
arsemi, tíðni sýkinga og vefja-
breytingar í blöðranni og öðrum
líffærum. M.a. hvort nýrun séu
í meiri hættu með svona tilbúna
blöðru í langan tíma. Sagði Ár-
sæll þetta mjög spennandi við-
fangsefni, sérstaklega
rannsóknirnar á áhrif-
um á nýrnastarfsem-
ina.
Þótt ekki væri það
viðfangsefnið í þessum
erindum Ársæls, þá er
þáttur í rannsóknunum á þvag-
blöðru m.a. unninn í samvinnu
við sjúkrahúsið í Mansoura í
Egyptalandi, en þar er nýgengi
krabbameins í þvagblöðra með
því hæsta sem þekkist í heimin-
um og búa Egyptar yfir mikilli
reynslu á sviði meðferðar. Orsök
krabbameinsins þar er í flestum
tilvikum sníkillinn schistosoma
sem lifír í fljótinu Níl og berst
inn í líkama fólksins, eins og t.d.
þeirra sem vaða berfættir um
flæðilönd við ána. í mönnum
veldur schistosoma aðallega
sjúkdómum í þvagfærum,
þ á m. krabbameini. Sest hann
þá í bláæðamar í þvagblöðranni.
Kvaðst Ársæll hafa farið fjórum
sinnum til Egyptalands í þessu
sambandi og var á förum þangað
nú í vikunni. Bjóst við að þurfa
að fara 2-3 ferðir í viðbót. Hann
►Ársæll Kristjánsson er þvag-
færaskurðlæknir í Svíþjóð, þar
sem hann hefur verið undan-
farin 7 ár. Hann útskrifaðist
úr Iæknadeild Háskóla íslands
1985 og fór til Svíþjóðar 1987,
starfaði fyrst í 5 ár í Örebro
og flutti sig fyrir tveimur
árum til Lundar. Ársæll er
sonur Krisljáns Benediktsson-
ar, fyrrverandi bæjarfulltrúa
í Reykjavík, og Svanlaugar
Ermereksdóttur kennara.
Kona hans, Ásdís Kristjáns-
dóttir sjúkraþjálfari, starfar á
bijóstholslækningadeild Há-
skólasjúkrahússins í Lundi.
Þau búa í Svíþjóð með börn
sín þijú. Reiknar Ársæll með
að Ijúka rannsóknum sínum á
krabbameini í blöðru og afleið-
ingum þess á næstu tveimur
árum.
kvað nei við því að svipaðir snigl-
ar væru á Norðuriöndum, þessi
sjúkdómur hefði annan uppruna
þar. „Hér höfum við aðra áhættu-
þætti svo sem reykingar," sagði
Ársæll, „og hægt er að benda á
nokkur efni tengd litariðnaði og
gúmmíiðnaði, þ.e. áhættan er
meiri hjá þeim sem vinna mikið
í gúmmívinnu og ýmsum sterkum
efnum.“ Hann segir meðferðina
á sjúkdómum vera þá sömu.
Stofnunin sem Ársæll Krist-
jánsson starfar við fæst
einungis við sjúkdóma
í þvagfæram. Hefur
sjúkrarúm. Þar
fara fram þvagfæra-
skurðlækningar og
nýrnaskurðlækningar.
Sagði Ársæll þetta því einstaka
aðstöðu, hún fengist ekki betri.
Hann sagði að stöku íslenskir
sjúklingar hefðu legið á þessu
sjúkrahúsi, en það sé frekar sjald-
gæft. Alltaf hefðu þó á undan-
förhum árum komið einhveijir.
Ársæll sagði aðspurður að líf-
slíkur þeirra sem fá krabbamein
í blöðruna séu góðar ef það er
uppdagað á byijunarstigi. Ein-
kennin era þá þau að blóð kemur
í þvagið, þótt venjulega séu engir
verkir. Ætti fólk því að fara strax
til læknis og láta rannsaka það
ef það verður vart við bióð í þvagi.
Sagði hann að af þeim sem skorn-
ir eru upp séu 50% lifandi eftir
þau 5 ár, sem tölfræðin miðar
við, en krabbamein sé auðvitað
hættulegur sjúkdómur og lífslíkur
versni ef krabbameinsfrumurnar
hafí dreift sér úr blöðrunni.
I\lý þvag
blaðra búin til 120
úr þörmum