Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 9
Bústin jarðepli
ÞAU voru engin smásmíði jarðeplin sem komu upp úr kartöflugarði
við Logafold í Reykjavík enda eru litlu garðyrkjumennirnir, þeir Kjart-
an, Gunnar, Svavar og Atli hreyknir.
Alþjóðaþingmannasambandið
Geir H. Haarde í
framkvæmdastj órn
GEIR H. Haarde, for-
maður íslandsdeildar
Alþjóðaþingmanna-
sambandsins, Inter-
Parliamentary Union,
var kjörinn í 13 manna
framkvæmdastjóm
sambandsins á 92.
þingi þess sem haldið
var í Kaupmannahöfn
12.-17. september.
Geir var einróma kjör-
inn í framkvæmda-
stjórnina sem einn full-
trúi Vesturlandahóps-
ins innan Alþjóðaþing-
mannasambandsins, en
hann hefur undanfarin
tvö ár gegnt formennsku þess hóps.
Geir er fyrsti íslenski þingmaðurinn
sem tekur sæti í framkvæmdastjórn
Alþjóðaþingmannasambandsins.
Við lok þings Alþjóðaþingmanna-
sambandsins lét Geir H. Haarde af
störfum sem formaður Vesturlanda-
hópsins innan sambandsins, en hóp-
urinn er skipaður þingmönnum 35
þjóðþinga frá ríkjum Vestur- og Mið-
Evrópu og Norður-Ameríku auk
Ástralíu og Nýja-Sjálands. Tveir
þingmenn gáfu kost á sér í embætt-
ið, en það voru þeir
Peter Bosa frá Kanada
og Leo McLeay frá
Ástralíu. Varð niður-
staðan sú að Kanada-
maðurinn hlaut kosn-
ingu.
Nýr forseti
Þá var jafnframt á
þingi Álþjóðaþing-
mannasambandsins .
kosinn nýr forseti sam-
bandsins, en kosið var
á milli tveggja fram-
bjóðenda, þeirra Gabri-
els Valdes Subercase-
aux, forseta öldunga-
deildar síleska þingsins, og Ahmeds
Fathys Sorours, forseta egypska
þingsins. Baráttan milli þessara
tveggja frambjóðenda var mjög hörð
og jöfn og lyktaði hún með því að
Ahmed Fathy Sorour var kjörinn
forseti sambandsins með naumum
atkvæðamun.
Meginviðfangsefni þings Alþjóða-
þingmannasambandsins að þessu
sinni voru efling mannréttinda, bar-
áttan við fátækt og fijáls heimsvið-
skipti.
Vatnstjón
íhúsum
nema millj-
arði kr.
F’JÁRHAGSLEGT tjón af völdum
vatnsleka í húsum er talið vera að
minnsta kosti einn milljarður króna
á hveiju ári. Þetta kemur fram í
skýrslu Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaðarins, Átak um forvamir
vatnstjóna, en verkefnið vann Rann-
sóknarstofnunin í samvinnu við
tryggingafélögin.
ÁTAR
Tfremslu
röð frá
upirhaff
GEIRt
- sími 91 -887660 - fax 91 -814775
Flest vatnstjón verða vegna bilana
á lagnakerfum og eru innsteyptar
lagnir og aðrar huldar lagnir í gólfi,
baðkerum eða einangrun útveggja,
valdar að þeim. Skýringa á hinum
raunverulegum orsökum tjóna vegna
hulinna neysluvatns- og hitalagna
er sjaldnast að leita í efnisgöllum
heldur er oftast um að ræða óheppi-
lega staðsetningu lagna, lélegan frá-
gang lagnaumhverfis, ranga efni-
snotkun eða aðra handvömm hönn-
uða, iðnaðarmanna, húseigenda eða
annarra.
Rörakerfi svíkja helst
Athugunin náði til vatnstjóna sem
urðu á höfuðborgarsvæðinu síðustu
þijá mánuði ársins 1993. Tildrög
þess að ráðist var í rannsókn á orsök-
um vatnstjóna er að þeim fer sífellt
fjölgandi, segir í skýrslunni. Athug-
unin var framkvæmd á þann hátt
að pípulagningarmenn sem önnuðust
viðgerðir á lagnakerfum sem höfðu
bilað og valdið vatnstjónum á þessu
tímabili svöruðu að viðgerð lokinni
nokkrum fyrirfram ákveðnum spurn-
ingum.
Langflest tjónin mátti rekja beint
til rörakerfa, eða í 64% tilvika, en
undir þann flokk falla eingöngu píp-
ur og tengi. Þegar um mannleg mis-
tök var að ræða hafði t.d. oft flætt
út yfír brúnir baðkera.
Tjónatilvikum var skipt í flokka
og undir flokkinn Tæki og búnaður
voru auk lausra tækja eins og þvotta-
og uppþvottavéla flokkuð blöndunar-
tæki, vatnslásar og annar búnaður,
tengdur rörakerfi, bæði hita-, neyslu-
vatns- og frárennsliskerfa. Til þessa
flokks mátti rekja fimmta hvert tjón,
flest þeirra urðu vegna bilunar í
blöndunartækjum eða vatnslásum.
164 kr.
á dag koma
sparnabinum
í lag!
Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að
spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú
bíður með að spara þangað til þú
Síðustu sætin
til Benidorm
frá 39.900,- 28. sept.
Nú seljum við síðustu sætin til
Benidorm í sumar á hreint
frábærum kjörum. Njóttu
haustsins í yndislegu veðri við
frábæran aðbúnað á góðu
íbúðarhóteli á Benidorm í 3 vikur.
Flamingo Benidorm íbúðarhótelið
býður alla þjónustu, góðan garð
með sundlaug, móttöku allan M v- 2 1 'búð> Flamingo, 28. sept.
sólarhringinn, verslun,
veitingastað og að sjálfsögðu
nýtur þú góðarar
þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan
tímann.
Verð frá kr.
39.900
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Verð frákr.
54.900
Flugvallarskattar og forfallagjöld,
kr. 3.660 f. fullorðna, kr. 2.405 f. börn, ekki innifalin
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
heldur að þú hafir „efni" á því
byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem
hluta af reglulegum útgjöldum
þínum, þannig verður sparnaðurinn
auðveldari en þú heldur.
Ert þú búin(n) aö spara
164 kr. í dag?
Hringdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og byrjaðu
reglulegan sparnað með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
GOTT FÓLK' / SlA