Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
*
Astandinu
verður
að linna
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
GRUNNSKÓLI Skútustaðahrepps
og Tónlistarskóli Mývatnssveitar
voru settir 8. septernber síðastliðinn
í Reykjahlíðarskóla. Skólastjóri
Garðar Karlsson flutti skólasetning-
arræðu og ræddi m.a. það óþolandi
ástand sem nú ríkti í skólamálum
Mývetninga og að því yrði að linna.
Hann gat þess að breyting hefði
orðið á skólastjórn og kennaraliði
tónlistarskólans, Viðar Alfreðsson
sem verið hefur skólastjóri skólans
allmörg undanfarin ár lét af því starfi
síðastliðið vor. Garðar Karlsson hefur
nú verið ráðinn skólastjóri tónlistar-
skólans ásamt grunnskólanum. Við
lok skólasetningarinnar sem var flöl-
menn, sungu allir viðstaddir Blessuð
sértu sveitin mín við undirleik þýska
kennarans.
Á fyrsta kennsludegi í Reykjahlíð-
arskóla, mánudaginn 12. september
mættu aðeins þrír nemendur af 24
frá suðurhluta Mývatnssveitar í
skólabílinn. Þessi skóladeila virðist
því vera óleysanleg eins og er.
Verðmæt-
ur afli úr
Smugunni
ÞAÐ hefur verið heilmikil törn hjá
strákunum í löndunargenginu eftir
að frystitogarinn Baldvin Þorsteins-
son EA kom úr stærsta túr sem ís-
lenskt skip hefur farið í Smuguna.
Þeir voru tvo daga að landa úr skip-
inu sem kom með 400 tonn af fryst-
um flökum sem gerir um eitt þúsund
tonn af fiski upp úr sjó. Verðmæti
aflans er um 92 milljónir króna, en
síðast kom skipið með álíka verð-
mætan afla að landi vorið 1993,
91,4 milljónir króna.
Allt fullt
Búið var að fylla alla frystigáma
á hafnarsvæðinu þannig að síðdegis
í gær þurfti að fara með nokkur
bretti í frystigeymslur Strýtu hf.
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri
á Baidvini Þorsteinssyni sagði fyrri-
hluti túrsins hefði gengið vel en ör-
deyða síðustu níu dagana. „Nú snúum
við okkur að karfaveiðum. Það er
stefnt á Skeijadýpiskarfa en ef það
er eitthvað meira í úthafínu þá lítur
maður þangað,“ sagði Arngrímur.
Tónleikar Kristins og Jónasar
KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda tónleika í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið
22. september, kl. 20.30. Á tónleikunum munu þeir flytja íslensk og
erlend lög og aríur af ýmsu tagi. Kristinn undirritaði á dögunum
samning við Scala-óperuna í Mílanó þar sem hann mun syngja eitt
af burðarhlutverkunum i Rínargulli Wagners snemma árs 1996, en
á næstunni syngur hann í óperunni „Selda brúðurin" eftir Smetana
í Genf og hlutverk Mefistofelesar í „Fordæmingu Fásts“ eftir Berlioz
í París. Jónas hefur verið virkur í tónlistarlífi sem einleikari og einn-
ig leikið með fjölmörgum söngvurum um áraraðir og hefur sam-
starf þeirra Kristins staðið í meira en áratug.
lörð til sölu
Jörðín Litli Dunhagi I í Arnarneshreppi er til sölu.
Á jör&inni er íbúðarhús byggt 1985 ca 125 m2, geldneytafjós 200 m2,
byggt 1983, hesthús fyrir ca 40 hross og hlaða 1.325 m. Ástand húsa
er gott. Ræktun 1 8,5 ha og ræktunarmöguleikar ca 20 ha.
Fullvirðisréttur enginn. Fjarlægð fró Akureyri 12 km.
Tilboð þar sem fram komi verð og greiðslufyrirkomulag sendist til
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Oseyri 2, 600 Akureyri, merkt: Jörð 94",
fyrir 28. september nk.
Frekari upplýsingar gefnar þar í síma 96-24477 á skrifstofutíma.
Skjólstæðingar heimahjúkrunar sífellt fleiri og álagið eykst
Ekki hægt að sinna
fleiri beiðnum
Oskir um fleiri stöðugildi hafa verið árangurslausar
KONNÝ K. Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Akureyri, segir að álag á starfsfólk heimahjúkrunar sé sífellt
að aukast og nú sé komið að þeim tímapunkti að ekki sé hægt að
sinna öllum beiðnum um þjónustu. Margítrekað hafi verið óskað eft-
ir fleiri stöðugildum við heimahjúkrun án árangurs. Til að koma til
móts við auknar þarfir skjólstæðinga hafi þurft að skera niður á
öðrum sviðum við fyrirbyggjandi störf, svo sem við skólahjúkrun,
ungbarna- og mæðraeftirlit.
Starfsemi heimahjúkrunar hófst
árið 1974, tveimur árum síðar
nutu 30 skjólstæðingar þjón-
ustunnar en til þeirra var farið í
975 vitjanir. Á hveiju ári hefur
skjólstæðingum fjölgað, voru 198
árið 1986 og var þá farið í um
9.800 vitjanir. Á liðnu ári voru
skjólstæðingarnir orðnir 302 og
vitjanir voru 21.572 talsins og
hafa aldrei verið fleiri. Haldbærar
tölur fyrir yfírstandandi ár liggja
ekki fyrir en ljóst er þó að enn
hefur skjólstæðingum fjölgað.
Vítahringur
Stöðugildum hefur ekki fjölgað
frá árinu 1990 þegar allir starfs-
menn heilsugæslustöðvarinnar
urðu ríkisstarfsmenn. „Við höfum
margreynt að fá fleiri stöður en
án árangurs,“ segir Konný en með
því að bæta við tveimur stöðum
hjúkrunarfræðinga telur hún að
hægt sé að veita viðunandi hjúkr-
un fyrir þann skjólstæðingahóp
sem heimahjúkrunin sinni nú.
Stöðugildi við heimahjúkrun eru
12, hjúkrunarfræðingar eru í 5
stöðum og sjúkraliðar 7. Sífellt
fleiri leita eftir þjónustu heima-
hjúkrunar og kapp hefur verið lagt
á að sinna öllum beiðnum og finna
bestu lausn hveiju sinni. Frá 1.
desember 1992 höfum við veitt
kvöldþjónustu. Föst helgarþjón-
usta hófst snemma árs 1989.
Kostnaður við kvöld- og helgar-
þjónustu hefur ekki fengist greidd-
ur sérstaklega úr ríkissjóði, þrátt
fyrir síendurteknar beiðnir þar um.
Eftir helgarvinnu (yfirvinnu) hefur
starfsfólkið þurft að taka frí sem
leiðir til þess að álagið verður enn
meira á það starfsfólki sem fyrir
er.
Þetta er vítahringur sem erfitt
er að komast úr. Fleiri skjólstæð-
ingar bætast í hópinn og starfs-
fólkið fer hraðar og hraðar yfir
sem leiðir af sér ófullnægjandi
þjónustu. Óeðlilegt álag er á
starfsfólk heimahjúkrunar og við
sjáum engan veginn fram á að
geta sinnt öllum beiðnum um þjón-
ustu sem berast.
Samráð
Konný segir að mun betur þurfi
að vanda útskriftir hjúkrunar-
sjúklinga af deildum sjúkrahúsa.
Það geti ekki gengið að lofa sjúkl-
ingum heimahjúkrun án þess að
samráð um það sé haft við stjórn-
endur heimahjúkrunar. Samvinna
og samráð þurfi að vera mun
meira milli stofnana sem sinni
sjúkum og öldruðum.
Beðið fyrir
bænum og
bæjarstjórn
BÆNAVIKA stendur yfir hjá
Hvítasunnukirkjunni og verð-
ur á hveiju kvöld þessa viku
gengið kringum bæinn og
beðið fyrir bæjarfélaginu, at-
vinnulífinu, bæjarstjórninni
og fleiru.
Bænastundirnar byija kl.
20.00 með sameiginlegri bæn
í Hvítasunnukirkjunni og síð-
an fara þeir sem til þess eru
búnir í göngu en hinir halda
áfram bæn í kirkjunni. Að
lokinni göngu safnast allir
aftur saman í kirkjunni og
þar verður sungið og beðið
saman.
í frétt frá kirkjunni er fólk
hvatt til að mæta og vera
með í fyrirbæn fyrir bæjarfé-
laginu.
VETUR
Þriðjudaga, fimmtudaga,
föstudaga og sunnudaga.
Verð frá kr. 3.200
fluqfélaq
iiorémiaiitls hf
SÍMAR 96-12100 og 92-11353