Morgunblaðið - 21.09.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 21.09.1994, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Spánverj- ar hafna vínáætlun ESB Madrid. Reuter. HÖRÐ mótmæli Spánveija og ítala hafa leitt til þess að Evr- ópusambandið verður að taka til nýrrar athugunar tilllögur um að dregið verði úr vínfram- leiðslu og gæði víns aukin. Landbúnaðarráðherra Spánar, Luis Atienza, sagði í blaðagrein að Spánveijar gætu ekki sætt sig við fækkun vín- garða og líkti því við að „rífa úr okkur hjartað." Hann kvað fyrirhugaðar breytingar „um- deildustu tillöguna síðan Spánn gekk í EB 1986“. Samkvæmt tillögunni á að skera niður vínframleiðslu um 36 milljónir hektolítra á ári, eð'a tæplega 20%. Það táknar að hætta verður vínyrkju á 340,000 hektara svæði á Spáni og að um 30,000 munu missa atvinnuna. Tillögunni hefur verið harð- lega mótmælt á Spáni, þar sem henni hefur verið líkt við at- lögu gegn menningu Miðjarð- arhafsþjóða. Atienza kveðst reiðubúinn að beita neitunar- valdi sínu til þess að koma í veg fyrir að hún verði sam- þykkt. Blaðið E1 Pais bendir á að víða séu vínekrur það eina sem komi í veg fyrir gróðureyðingu og fólksflótta. Auk þess sé ósanngjarnt að kreíjast meiri fórna af Suðurlandabúum en þjóðum, sem búi norðar og séu auðugri. > Ovæntur demanta- fundur í Finnlandi INNAN námaiðnaðarins hafa fáar fréttir komið jafn mikið á óvart og tilkynning námafé- lagsins Ashton Mining of Australia um demantafund í Finnlandi. Önnur fyrirtæki hafa verið að leita í Norðvest- urhéruðum Kanada, í Afríku og Ástralíu en svo virðist sem könnun Ashton á jafn ólíkleg- um stað og Finnlandi hafi far- ið mjög leynt. John Robinson, aðalfram- kvæmdastjóri Ashton, segir, að fundist hafi tvö jarðlaga- svæði eða svokallaðar kimber- lítæðar þar sem demanta er að finna og auk þess stök kim- berlítsvæði, 21 alls. Á einu svæðinu fengust 26 karöt af demöntum, sem voru meira en 8 mm í þvermál, úr 100 tonn- um en að meðaltali 17 karöt úr 100 tonnum. Sanyo býr til þrívídd- arskjá Tókýó. Reuter. FYRIRTÆKIÐ Sanyo Eleetric hefur þróað ódýran skjá sem má nota til að sýna þrívíddar- myndir og grafíkmyndir án þess að nota þurfi gleraugu. Tæki með slíkum skjá verða líklega fáanleg 1997 að sögn fyrirtækisins. Sanyo hyggst nota skjáinn í ýmsu skyni í sambandi við tölvur, leikvélar, tæki sem líkja eftir raunverulegum aðstæð- um, kennslugögn, læknisbún- að, sjónvarp o.fl. VIÐSKIPTI Ráðstefna Fagþings og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis um erlenda fj árfestingu Skaðar möguleika á fjár- festingn að standa utan ESB Morgunblaðið/Sverrir FRÁ ráðstefnu Fagþings um erlenda fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi, sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Á ráðstefnu um erlenda fjárfestingu í ís- lenzku atvinnulífi töldu nokkrir fyririesarar að það myndi ekki auka möguleika Islend- inga á að laða erlenda fjárfesta að landinu að standa utan Evrópusambandsins. NOKKRIR fyrirlesarar á ráðstefnu, sem Fagþing og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið héldu í gær um erlenda Ijárfestingu á íslandi, töldu að það myndi skaða möguleika ís- lendinga á að laða til landsins er- lenda fjárfestingu að standa áfram utan Evrópusambandsins (ESB). Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs og al- þingismaður, fjallaði um þýðingu leikreglna viðskiptalífsins fyrir það að laða erlenda fjárfestingu að land- inu. „Hvað er Evrópusambandið að gera?“ sagði Vilhjálmur. „Megin- hlutverk þess er að sétja leikreglur á þeim sviðum, þar sem þjóðirnar ná meiri árangri með sameiginleg- um leikreglum en þar sem þær setja leikreglur hver fyrir sig. Þess vegna hefur verið búinn til innri markaður ESB, felldir niður allir múrar á milli ríkja, leikreglur samræmdar meira og minna í viðskiptum." Vilhjálmur sagði að Islendingar hefðu fylgt bandalagsríkjum sínum í EFTA við gerð samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, en nú hefðum við dregizt afturúr, þar sem flest EFTA-ríkin væru að ganga í Evrópusambandið. Ekki á korti fjárfesta Stæði ísland eitt fyrir utan ESB; sagðist Vilhjálmur óttast þrennt. I fyrsta lagi myndi ísland einangr- ast. Einangrun væri ekki eingöngu staðreyndamál, heldur líka huglægt mál. Riki utan Evrópusambandsins væru oft ekki á korti fjárfesta, sem beindu fjárfestingum sínum til Evr- ópu. Slíkt snerist meðal annars um hugsunarhátt stjórnenda í erlendum fyrirtækjum. Fæstir vissu þeir hvað EES væri, en allir hefðu á hreinu hvað Evrópusambandið væri og beindu þangað fjárfestingum sín- um. í öðru lagi sagði Vilhjálmur skipta máli hvaða leikreglur, hvaða viðskiptalöggjöf, væri hægt að segja eriendum fjárfestum að gilti hér á landi. Máli skipti hvort hægt væri að tryggja sömu leikreglur í viðskiptum og giltu hjá Evrópusam- bandinu. Evrópska efnahagssvæðið veitti íslendingum mikinn rétt í við- skiptum við ESB, en með honum væri þó ekki tryggt að allar reglur ES_B yrðu teknar upp hér á landi. í þriðja lagi sagði Vilhjálmur að með breyttu alþjóðlegu umhverfi kæmu upp fjölmörg vandamál, sem yrði að taka á sameiginlega milli þjóða. Fullveldið snerist nú um að hafa áhrif á sameiginlegar ákvarð- anir, sem meðal annars væru tekn- ar á vettvangi Evrópusambandsins og móta þær reglur, sem giltu. Með því að standa fyrir utan væru ís- lendingar að afsala sér atkvæðis- rétti um eigin mál. Fjandskapur við útlendinga skaðar Islendinga sjálfa Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, lagðist gegn þeim undanþágu- ákvæðum frá fjármagnsflutningum í EES-samningum, sem banna út- lendingum að fjárfesta í íslenzkum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- um. Sveinn sagði að í umræðum um EES-samninginn hefðu menn verið hræddir með sögum um landa- kaup útlendinga, yfirvofandi arðrán erlendra auðhringa og að Island yrði að þrælakistu útlendra auð- manna, yrðu erlendar fjárfestingar leyfðar. „En þessar raddir þagna ein af annarri og dómur sögunnar mun verða sá að tortryggni og jafn- vel fjandskapur í garð erlendrar þátttöku í íslenzku atvinnulífi hafi stórskaðað okkur sjálf,“ sagði Sveinn. Hann sagði að íslendingar væru alltof seinir af stað í því mikla kapp- hlaupi um erlenda fjárfesta, sem náð hefði hámarki í lok síðasta ára- tugar. „Ég get heldur ekki að því gert að ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur fyrir okkur að þessu leyti ef við ætlum okkur að standa einir Evrópurikja utan ESB,“ sagði Sveinn. EFTA-aðild glatar mikilvægi sínu Daninn Christian Hom, yfirhag- fræðingur ABN AMRO Securities Scandinavia, sagði í erindi sínu á ráðstefnunni að aðild íslendinga að ýmsum alþjóðasamtökum væri mjög mikilvæg í augum erlendra ijárfesta, sem sæktust eftir pólitísk- um stöðugleika og jákvæðu stjórn- máialegu umhverfi. Nefna mætti NATO, Sameinuðu þjóðirnar, Al- þjóðabankann, Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, EFTÁ og loks EES. „Hins vegar mun þátttaka ykkar í EFTA glata mikilvægi sínu ef Noregur, Finnland, Svíþjóð og Austurríki ganga í Evrópusam- bandið. Ég tel að þetta muni hafa neikvæð áhrif á stöðu íslands í al- þjóðaviðskiptum," sagði Hom. Skýringarit um stjórn sýslulögin komið út FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út bókina Stjórnsýslulögin - skýringarrit - eftir Pál Hreinsson lögfræðing, aðstoðarmann um- boðsmanns Alþingis en hann var einnig einn af höfundum frum- varps þess er varð að stjórnsýslu- lögum fyrir rúmu ári og gildi tóku hinn 1. janúar síðastliðinn. í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að í ritinu sé leitast við að skýra nokkra helstu þætti stjórn- sýslulaganna og framsetningin í samræmi við venjubundna efnis- skipan lögfræðilegra skýringar- rita. Hver lagagrein sé tekin sjálf- stætt til umfjöllunar óg reifðar skýringar og helstu dómar og álit umboðsmanns Alþingis, sem að gagni geta komið við túlkun hlut- aðeigandi lagagreinar. Þá segir að auk umfjöllunar um hinar almennu málsmeðferðar- reglur stjórnsýslunnar, formregl- urnar, sé vert að benda sérstak- lega á að bókin geymir óvenju ítar- lega umfjöllun um hinar almennu efnisreglur stjórnsýsluréttar, þ.e. jafnræðisregluna og meðalhófs- regluna. Ritinu er skipt í hluta í sam- ræmi við kaflaskiptingu stjórn- sýslulaga og telur 377 blaðsíður. I frétt ráðuneytisins kemur fram að útgáfa þessi reki smiðshöggið á umfangsmikið kynningar- og fræðslustarf sem forsætisráðu- neytið hafi gengist fyrir til að kynna bæði almenningi og starfsl- iði stjórnsýslunnar efnisatriði stjórnsýslulaga. Þetta sé í fyrsta skipti sem forsætisráðuneytið hlutast til um að gefa út eiginlegt skýringarrit til leiðbeiningar um beitingu settra laga. Skýringarritið er fyrst og fremst ætlað þeim starfsmönnum stjórnsýslunnar sem koma að með- ferð og töku ákvörðunar um rétt- indi og/eða skyldur einstaklinga og fyrirtækja í því skyni að auð- velda og tryggja eftir föngum samræmi í framkvæmd stjórn- sýslulaganna. Áður hefur komið út á vegum ráðuneytisins bæklingurinn Réttur þinn í samskiptum við hið opin- bera, sem borinn var inn á hvert heimili í landinu í því skyni að kynna aimenningi meginatriði iag- anna. Þá voru lögin, ásamt at- hugasemdum sem þeim fylgdu í meðferð Alþingis, færð í búning handbókar og gefin út undir heit- inu Stjórnsýslulögin ásamt grein- argerð til að auðvelda þeim, sem kynna vilja sér efni laganna, að- gang að þeim. í frétt forsætisráðuneytisins er þess einnig getið að við meðferð málsins á Alþingi hafi verið lögð á það rík áhersla að gildistaka laganna yrði undirbúin og fylgt eftir með námskeiðum fyrir starfslið stjórnsýslunnar og lauk skipulögðu fyrirlestrahaldi á veg- um ráðuneytisins í því skyni á síð- asta misseri. Þ er Ríkiskaup sem annast birgðahald og heildsöludreifingu í umboði útgefanda. Semur Turner við Time? New York. Reuter. TURNER Broadcasting Systems, sjónvarpskerfi íjöimiðlakóngsins Teds Tumers, og fyrirtækið Time Wamer ræða samkomulag um að Time verði meðeigandi í einu kaplakerfi Tumers í skiptum fyrir um 20% hlut Time að sögn Wall Street Joumal Tilraun af hálfu beggja fyrirtækja til þess að eignast keðju sjónvarps- stöðva gæti greitt fyrir samkomulagi að sögn blaðsins. Time á þrjá fulltrúa i stjórn Turn- ers og getur þar með komið í veg fyrir að Ted Tumer stjórnarformaður kaupi net sjónvarpsstöðva. Yfir standa viðræður um að Time kaupi NBC af fyrirtækinu General Electric að sögn blaðsins. Skipti á hlutabréfum og kapal- kerfi gætu gert Time kleift að fjár- magna sjónvarpskeðju eða grynnka á skuldum, segir blaðið enn fremur. Fyrirtæki Turners var rekið með 143 milljóna dollara hagnaði 1993. Tumer hefur sagt að hann muni ekki selja fréttasjónvarpið CNN (Cable News Network), sem mundi aðstoða sjónvarpskeðju við fréttaöflun. ' € I u € \ i í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.