Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Viðræður við Þjóðarflokkinn tefja stjórnarmyndun jafnaðarmanna
Carlsson kynnir
stjórnina í dag
Stokkhólmi. Reuter.
INGVAR Carlsson, leiðtogi jafnað-
armanna og verðandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar sagðist í gær
myndu fresta því fram til dagsins
í dag að tilkynna um nýja ríkis-
stjórn en ætlunin var að það yrði
gert í gær í kjölfar kosningasigurs
flokksins á sunnudag. Ástæða
seinkunarinnar er sú að Carlsson
hefur ekki getað rætt við Bengt
Westerberg, formann Þjóðar-
flokksins, vegna anna hins síðar-
nefnda.
Þrátt fyrir fylgisaukningu jafn-
aðarmanna vantaði þá herslumun-
inn til að ná meirihluta á þingi,
hlutu 45,4%. Carlsson hefur átt
viðræður við formenn sex smá-
flokka en mestar líkur eru taldar
á samstarfi við Þjóðarflokkinn,
verði á annað borð mynduð meiri-
hlutastjórn. Þjóðarflokkurinn tap-
aði fylgi, úr 9,2% í 7,2% og vegna
þessa sat Westerberg á löngum og
ströngum fundum með flokks-
mönnum sínum í gær. Hafði hann
sagst myndu segja af sér, yrði
útkoma flokksins verri en í síðustu
kosningum.
Iðnrekendur og kaupsýslumenn,
svo og fjölmiðlar hafa hvatt mjög
til þess að jafnaðarmenn myndi
stjórn með Þjóðarflokknum en tals-
menn hans vilja engu lofa. Sagði
Karin Pilsater, sem sæti á í fram-
kvæmdastjóm Þjóðarflokksins, að
líkurnar á samstarfi flokkanna
væru litlar. Flokksstjórnin hefði
ekki umboð kjósenda til að ganga
til stjórnarsamstarfs.
Fylgi eykst við aðild
Búist er við að jafnaðarmenn
muni hrinda af stað mikilli herferð
til að hvetja kjósendur til að sam-
þykkja aðild að Evrópusambandinu
í nóvember. Telja stjórnmálaskýr-
endur að líkurnar á því hafi aukist
í kjölfar kosningaúrslitanna, þrátt
fyrir að naumur meirihluti lands-
manna sé enn andvígur aðild, um
52%. Bilið minnkar þó óðum, fyrir
ári voru 38% fylgjandi henni, nú
eru þeir orðnir 48%.
Stærstu stjórnmálaflokkarnir
eru fylgjandi ESB-aðild, en afstaða
Jafnaðarmannaflokksins hefur
me§t áhrif þar sem hann er lang-
stærstur. Um 60% kjósenda hans
eru andvígir aðild en stjórnmála-
skýrendur telja að þar sem verð-
andi forsætisráðherra, Carisson,
sé henni fylgjandi geti það haft
úrslitaáhrif, fólk kjósi í samræmi
við flokk sinn, svo og forsgetisráð-
herrann.
Burma-leið-
togar hitta
Suu Kyi
Bangkok. Reuter.
TVEIR háttsettir liðsmenn her-
foringjastjórnar Burma, sem nú
nefnist Myanmar, áttu að sögn
þarlendra útvarps- og sjónvarps-
stöðva fund með stjórnarand-
stöðuleiðtoganum Aung San Suu
Kyi í gær.
Suu Kyi hefur verið í stofufang-
elsi síðan 1989 en árið eftir sigraði
flokkur hennar í frjálsum kosning-
um. Herforingjarnir virtu hins veg-
ar niðurstöðu þeirra að vettugi og
síðan hefur stjórn þeirra verið ein-
angruð á alþjóðavettvangi. Suu Kyi
hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Hér er hún með herforingjunum
en myndin er tekin af sjónvarps-
skjá.
Reuter
Stjömum
skipað í
læknis-
skoðun
New York. The Daily Telegraph.
KVIKMYNDASTJÖRNUM í
Hollywood mun bráðlega
verða gert að gangast undir
læknisskoðun hjá tryggingafé-
lögum áður en þau tryggja
myndirnar sem þær leika í.
Leikarnir verða að fara í blóð-
og þvagpróf til að kanna hvort
þeir neyti eiturlyfja eða
drekki óhóflega, auk þess sem
heilsufar þeirra verður kann-
að. Nú þegar hafa nokkrar
stórsljörnur gengist undir slík
próf, vegna ákvæða í starfs-
samningum þeirra, m.a. Demi
Moore, Bruce Willis og Syl-
vester Stallone.
Óvænt andlát
Ástæðu þessa herta eftirlits
má fyrst og fremst rekja til
dauða tveggja kvikmyndaleik-
ara á undanförnum mánuðum,
sem urðu til þess að trygginga-
félög urðu að greiða hundruð
milljóna dala í bætur. Fram-
leiðendur tveggja mynda sem
River Phoenix hafði ekki lokið
við að leika I, fengu 5,7
milljónir dala, um 400 milljón-
ir kr. í tryggingabætur og
framleiðendur myndar sem
John Candy fór með aðalhlut-
verkið í er hann lést, fengu
um 14,5 milljónir dala, tæpan
milljarð ísl. kr. Phoenix Iést
úr of stórum eiturlyfja-
skammti en Candy af völdum
RIVER Phoenix var fórnar-
lamb eiturlyfja en John
Candy lést úr hjartaáfalli.
hjartaáfalls.
Tryggingaf élögin sem
tryggðu myndir Phoenix neita
að greiða tryggingarnar út
þar sem leikarinn hafi ekki
sagt satt um eiturlyfjanotkun
sína. Tveimur mánuðum fyrir
lát sitt undirritaði hann ásamt
læknum sínum yfirlýsingu þar
sem hann kvaðst aldrei hafa
neytt ofskynjunarlyfsins LSD,
heróíns, kókaíns, of mikils
áfengis, þunglyndis-, róandi-
eða ofskynjunarlyfja.
í októberhefti viðskipta-
tímaritsins Worth segir að
nokkur af stærstu trygginga-
félögum Bandaríkjanna krefj-
ist þess nú að fá nákvæma
útlistun á heilsufari aðalleik-
ara í þeim kvikmyndum sem
þau tryggi áður en samningur
er gerður. Sjálf geta félögin
ekki sett leikurunum skilyrði
en þau hafa hins vegar þrýst
á kvikmyndaframleiðendur,
sem fyrirskipa leikurunum að
fara í læknisskoðun til þess
að fá tryggingu.
Framvæmdastjórastaða NATO
Ellemann-J ensen
kemur til greina
Kaupmannahöfn. Reuter.
UFFE Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, útilok-
aði ekki þann möguleika að hann sæktist eftir stöðu framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali sem dagblaðið Politi-
ken birti í gær. Þá sagði breska blaðið The Independent að Ellemann-
Jensen kæmi vel til greina í embættið.
Flest aðildarríki NATO styðja
belgíska utanríkisráðherrann, Willy
Claes, í embættið og framboð Elle-
manns-Jensen kynni því að flækja
málin, en mönnum er mikið í mun
að sátt verði um eftirmann Manf-
reds Wörner, sem lést í síðasta
mánuði. Að sögn heimildarmanna
innan NATO munu aðildarríkin
ekki taka endanlega ákvörðun um
framkvæmdastjóra fyrr en í lok
september, að beiðni dönsku stjórn-
arinnar.
Vill verða forsætisráðherra
„Ég hef aðeins áhuga á einu
starfi nú, og um það verður tekin
ákvörðun á miðvikudag,“ sagði
Ellemann-Jensen í samtali við Poli-
tiken og vísaði þar til þingkosning-
anna sem gengið verður til í dag.
Hafði blaðið eftir heimildarmör.n-
um innan ríkisstjórnar jafnaðar-
manna að stjórnin væri ekki andvíg
því að styðja hann til embættisins.
Er Ellemann-Jensen var spurður
að því hvort hann væri reiðubúinn
að ræða framkvæmdastjórastöð-
una eftir kosningar, sagðist hann
ekki geta svarað því að svo stöddu.
Hann hefur hingað til neitað áhuga
sínum á embættinu enda tekið þátt
í kosningabaráttunni í heimalandi
sínu af fullum krafti.
Varasamt fiskmeti
London. Reuter.
FISKUR, sem lengi hefur verið tal-
inn hollari en flestur annar matur,
er kannski ekki jafn heilnæmur og
af er látið. Að minnsta kosti ekki
ef hann kemur úr Norðursjónum
eða öðrum menguðum sjó.
Mikil mengun á svæðum eins og
Norðursjónum og stundum í fisk-
eldinu veldur- því, að fiskurinn er
oft sjúkur og getur þess vegna bein-
iínis verið hættulegur heilsu manna.
Kemur þetta fram í bresku tíma-
riti, Healthy Eating, en þar segir,
að rannsóknir sýni, að sumir hlutar
Norðursjávar séu eins og efnasúpa.
Þar sé að finna skordýraeitur, olíu
og eitraða málma eins og kadmíum.
í tímaritinu er vitnað til hol-
lenskrar skýrslu en í henni segir,
að 40% af sandkola, flyðru og skar-
kola séu hlaðin kaunum og sárum
og óhæf til neyslu. Það hvetur þó
ekki fólk til að hætta fiskáti, heldur
aðeins að vanda valið.
jgj|f)STUTT
Hizbollah-
skæruliðar
í Bosníu?
HIZBOLLAH-skæruliðasam-
tökin, sem hafa aðalstöðvar
sínar í Líbanon og njóta stuðn-
ings írana, segja einn liðs-
manna sinna hafa fallið í bar-
dögum með múslimum í Bosn-
íu. Ekki var nánar tilgreint
hvar eða hvenær maðurinn,
Ramzi Mehdi, hefði fallið en
sag^ að hann yrði grafinn í
Suður-Líbanon.
Abioia
læknisþurfi
LÆKNASAMTÖK í Nígeríu
hafa beðið um bráðafund með
Sani Abacha, hershöfðingja og
æðsta manni herforingja-
stjórnar landsins, og vilja þeir
að hann leyfi stjórnarand-
stöðuleiðtoganum Moshood
Abiola að fá nauðsynlega
læknishjálp. Abiola, er talinn
hafa sigrað í síðustu forseta-
kosningum í Nígeríu en er nú
sakaður um landráð. Sum fé-
lög læknasamtakanna hafa
verið í verkfalli í nokkrar vikur
en bjóðast til að hefja aftur
störf fái Abiola hjálp.
Grikkir
fá bréf
STJÓRNVÖLD í Frakklandi
og Þýskalandi hafa ritað grísk-
um ráðamönnum bréf þar sem
hvatt er til þess að spenna á
landamærum Grikklands að
nágrannaríkjunum Aibaníu og
Makedóníu verði rædd á vett-
vangi Evrópusambandsins.
Klaus Kinkel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagðist hafa
miklar áhyggjur af þróun mála
en Grikkir hafa fram til þessa
ávallt hafnað öllum boðum um
málamiðlun.
Sjálfsmorðs-
árás á herskip
TAMÍLSKIR skæruliðar drápu
eða' náðu sitt á vald 27 stjórn-
arhermönnum í Sri Lanka í
fyrrinótt en þá sigldu tvær
sjálfsmorðssveitir þeirra á eft-
irlitsskip við norðausturströnd
landsins. Fimm skæruliðar
létu lífið þegar bátar þeirra,
sem voru hlaðnir sprengiefni,
sigldu á eftirlitsskipið en í
áhöfn þess voru 43 menn og
hafði tekist að bjarga 16. Ótt-
ast er, að þessi atburður geti
gert að engu tilraunir nýrrar
stjórnar á Sri Lanka til að
binda enda á stríðið milli sing-
hala og tamíla en það hefur
staðið í 11 ár.
Eftirför á 220
km hraða
LÖGREGLUMAÐUR frá Þela-
mörk er ókrýndur ökuníðingur
Noregs eftir að hann brunaði
á 220 km hraða á klst. eftir
bugðóttum fjallvegi. Athæfi
hans sætir nú rannsókn hjá
innra eftirliti norsku lögregl-
unnar. Lögreglumaðurinn hef-
ur þá skýringu á aksturslaginu
að hann hafí verið að elta ann-
an ökuníðing. Sá var gripinn
og mældist á 136 km hraða.
Bíll lögreglumannsins var ekki
útbúinn sírenum eða blikkljós-
um en það hindraði hann ekki
í því að hefja eftirför, þar sem
hann taldi manninn aka allt
of hratt.
k
m
«
i
i
i