Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Jimmy Carter lýsir viðræðunum við herf or ingj astj ór nina á Haítí
Flugrélar Bandaríkjahers
stefndu viðræðunum í hættu
Washington. The Daily Telegpraph.
JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ræðir við
bandarískan embættismann eftir viðræður við hershöfðingjana
á Haítí á sunnudag.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
stefndi friðarsamkomulagi við her-
foringjastjórnina á Haítí í hættu
með því að senda flugvélar áleiðis
til landsins skömmu áður en samn-
ingaviðræðunum lauk, að sögn
Jimmys Carters, fyrrverandi for-
seta, sem fór fyrir þriggja manna
sendinefnd Clintons í Port-au-
Prince.
Carter sagði þetta í opinskáu
viðtali við CAW-sjónvarpið á mánu-
dag. Hann sagði að hann og Colin
Powell, fyrrverandi forseti banda-
ríska herráðsins, og Sam Nunn,
formaður varnarmálanefndar öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings,
hefðu frétt af því fyrir tilviljun að
flugvélamar hefðu verið sendar af
stað. Embættismenn í Washington
hefðu ekki varað þá við því og
upplýsingamar hefðu borist frá her
Haítí, sem hefði líklega fengið þær
frá hermanni eða starfsmanni
Bandaríkjahers af haítískum ætt-
um.
„Við höfðum miklar áhyggjur
af þessu þar sem sá árangur sem
við vorum að ná var um það bil
að verða að engu,“ sagði Carter.
Hann sagði að litlu hefði munað
að viðræðurnar færu út um þúfur
og aðgerðin hefði öll einkennst af
„óundirbúnum ákvörðunum“. Ráð-
gjafar Clintons í Washington hefðu
verið „næstum eins heiftarlega
sundraðir og sumir á Haítí“.
Djúpstætt hatur
Carter fór þó lofsamlegum orð-
um um Clinton, sagði framgöngu
forsetans „athyglisvert dæmi um
innblásna forystu“. Clinton hefði
tekið réttar ákvarðanir undir miklu
álagi. Hann lofsamaði einnig Emile
Jonassaint, bráðabirgðaforseta
Haítí, sem fékk herforingjastjórn-
ina til að fallast á samning við
Bandaríkjastjórn á síðustu stundu.
Viðtalið veitti innsýn í þessar
örlagaríku viðræður. Carter sagði
frá ráðríkri eiginkonu Raouls Ce-
dras, æðsta yfirmanns Haítíhers,
sem brýndi fyrir eiginmanni sínum
að beijast gegn Bandaríkjaher;
varnarmálaráðherra herforingja-
stjórnarinnar sem hótaði að svipta
sig lífi frekar en að fara í útlegð;
og Jonassaint bráðabirgðaforseta
sem upptendraðist skyndilega af
myndugleika, barði í borðið og fékk
hershöfðingjana til að fallast á frið-
arsamninginn.
Carter kvaðst ekki viss um að
friðarsamningurinn yrði virtur.
„Ég held ég hafi aldrei áður staðið
frammi fyrir svo djúpstæðu hatri,"
sagði hann um Haítí-mennina sem
hann ræddi við, jafnt stuðnings-
menn Jean-Bertrands Aristide,
réttkjörins forseta, sem andstæð-
inga hans. Hann kvaðst vonast til
þess að bandarísku og haítísku
hersveitirnar gætu unnið saman
til að afstýra því að þetta hatur
leiddi til blóðsúthellinga.
„Hér skal verða friður!“
Þegar samningaviðræðunum
var um það bil að ljuka á skrif-
stofu Cedras ruddist Philippe
Biamby, hægri hönd leiðtogans,
inn um dyrnar með miklum bæg-
slagangi. „Hann kom inn í salinn
og sagði: „Powell hershöfðingi, ég
vil að þú skiljir að Bandaríkjastjórn
hefur þegar hafið . .. sent fallhlíf-
arhermenn af stað. Hvernig heldur
þú að her Haítí bregðist við þessu?
Við verðum að hætta þessum við-
ræðum strax og fara og skipu-
leggja hersveitir okkar til að veija
landið."
Bandaríska sendinefndin var
jafn forviða og Haítí-mennirnirjvað
sögn Carters. Haítísku hershöfð-
ingjunum lék grunur á að viðræð-
urnar væru aðeins bragð til að
halda þeim frá hersveitum sínum.
Gengið hafði verið frá samningn-
um að öllu leyti nema því að eftir
var að ákveða hvenær herforingja-
stjórnin skyldi fara frá.
Biamby lagði til að Cedras færi
á öruggan stað til að stjórna
varnaraðgerðum hersins. Carter
tókst þó að fá hershöfðingjana til
að koma með sér í forsetahöllina
handan götunnar til að ræða við
Jonassaint.
„Þegar ég hafði útskýrt þetta
fyrir Jonassaint forseta hlýddi
hann á andstæð sjónarmið ráð-
herra sinna og hershöfðingjanna
og sagði síðan á mjög valdsmanns-
legan og tilfinningaþrunginn hátt:
„Eg hef verið í þessu landi í 81
ár, ég hef verið forseti hæstarétt-
ar, ég samdi stjómarskrána sem
kom á lýðræði í þessu landi árið
1987 [hann var formaður nefndar
sem lagði drög að stjórnarskránni]
og ég segi ykkur að hér skal verða
friður, ekki stríð!“
„Allir ráðherrarnir urðu orðlaus-
ir af undrun," hélt Carter áfram.
„Vamarmálaráðherrann lýsti því
íoks yfir að hann segði af sér.
Hann kvað ekki koma til greina
að láta undan síga... Biamby
hershöfðingi sagði Powell að hann
myndi svipta sig lífi frekar en fara
tilneyddur í útlegð. Það þýðir þó
ekki að hann farí aldrei frá Haítí
af fúsum og fijálsum vilja.“
Carter fékk hálftíma frest
Ónafngreindir embættismenn
hafa skýrt blaðamönnum frá orða-
skiptum Clintons við ráðgjafa sína
þegar hann tók ákvörðun um að
senda 61 flugvél til Haítí þótt
samningaumleitunum Carters væri
ekki lokið. Ráðgjafarnir sögðu að
forsetinn yrði að velja á milli þess
að senda flugvélarnar af stað sam-
kvæmt tímaáætlun, sem þegar
hafði verið ákveðin, eða gefa Cart-
er meiri tíma til að semja við hers-
höfðingjana. „Sendið þá af stað,“
svaraði þá forsetinn. Flugvélarnar
vom síðan kallaðar heim eftir að
Carter tilkynnti að samkomulag
hefði náðst.
Clinton hefur ennfremur skýrt
frá því að samningaviðræðurnar
hefðu tekið svo langan tíma á
sunnudag að hann hefði orðið að
segja Carter að hann fengi aðeins
30 mínútna frest til að semja við
hershöfðingjana, eftir þann tíma
yrði hann að koma sér úr landinu
vegna yfirvofandi innrásar.
Sú ákvörðun Clintons að senda
Carter til Haítí kom ýmsum á
óvart. Þeim þótti furðu sæta að
forsetinn skuli hafa árætt að velja
Carter til fararinnar á sama tíma
og atkvæðamiklir demókratar vara
við svokallaðri „Cartervæðingu
Clinton-stjórnarinnar".
Repúblikanar líta á Carter sem
holdtekju óskhyggju og þeirrar
stefnu að kaupa frið með undanlát-
semi. Þeirtelja að Bandaríkjastjórn
hafí gengið of langt til móts við
kröfur herforingjastjórnarinnar á
Haítí.
Carter fær uppreisn æru
JIMMY Carter, sem olli vonbrigðum sem forseti Bandaríkjanna
1977-81, hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum sem milligöngumað-
ur um frið víða um heim á undanförnum fímm árum og honum hefur
verið skipað á bekk með virtustu stjórnmálaskörungum Bandaríkjanna.
í ár - þrettán árum eftir að hann
lét af embætti forseta - hefur hann
unnið afrek á tveimur vígstöðvum;
á Haítí og í Norður-Kóreu. Fyrr á
árinu tókst honum að fá ráðamenn
Norður-Kóreu til að hefja samn-
ingaviðræður um lausn deilu sem
margir töldu geta leitt til nýs stríðs
milli kóresku ríkjanna tveggja.
Tilnefndur til nóbelsverðlauna
Carter hefur verið tilnefndur til
friðarverðlauna Nóbels í ár og þetta
er í fimmta sinn sem hann hefur
orðið þess heiðurs aðnjótandi.
Nokkrir fréttaskýrendur telja lík-
legt að friðarförin til Haítí verði til
þess að hann fái verðlaunin í þetta
sinn, en valið á friðarverðlaunahaf-
anum verður tilkynnt í Ósló 14.
október.
Carter hóf ferilinn sem friðarstill-
ir árið 1989 þegar hann stuðlaði
að friðarsamningi í Eþíópíu sem
leiddi til þess að Erítrea öðlaðist
sjálfstæði. Árið 1990 var hann odd-
vití alþjóðlegrar eftirlitsnefndar
vegna kosninga í báðum ríkjum
eyjunnar Hispaníólu, Dóminíska
lýðveldinu og Haítí. Þá kynntist
hann Jonassaint og Cedras hers-
höfðingja, sem stjórnaði öryggisvið-
búnaðinum vegna kosninganna en
steypti Aristide af stóli níu mánuð-
um síðar.
í þágu friðar og fátækra
Carter fór einnig fyrir alþjóðleg-
um eftirlitsnefndum í kosningunum
í Nicaragua 1990, þegar sandínistar
misstu völdin, í Zambíu 1991, Guy-
ana 1992 og Paraguay í fyrra.
Hann hefur lagt sitt af mörkum í
ýmsum öðrum friðarumleitunum á
bak við tjöldin og einnig starfað í
þágu fátækra heima fyrir, meðal
annars beitt sér fyrir smíði ódýrra
húsa fyrir fátæka. „Hann er út um
allt, að láta gott af sér leiða,“ sagði
dálkahöfundurinn Mary McGrory.
Lítið fór fyrir Carter fyrstu árin
eftir auðmýkjandi ósigur hans fyrir
Ronald Reagan í forsetakosning-
unum 1980, en nú er hann orðinn
einn af virtustu mönnum Bandaríkj-
anna. Carter, sem er á 70. aldurs-
ári, er nú talinn í miklu meiri met-
um meðal almennings en Ronald
Reagan.
Heimildir: The Daily Telegraph og Fin-
ancial Times.
CARTER veifar í kveðjuskyni
áður en hann heldur yfir til
Norður-Kóreu. Honum tókst að
koma á samningaviðræðum milli
Bandaríkjastjórnar og ráða-
manna í Pyongyang en margir
óttuðust, að deila kóresku ríkj-
anna gæti leitt til nýs stríðs milli
þeirra.
Finnur þú til?
í Læknabókinni Heilsugæsla heimilannafinnurþú 2.350 ráðfrá rúmlega 500 þekktum bandariskum læknum og öðrum
sérfræðingum á sviði heilbrigðismála. Auðveld og örugg ráðsem hafa jafnmikil -eða meiri áhrif en dýrarlyfjameðferðir. Bóksem jafnvel læknarnirnota sjálfir.
Verið öll velkomin á útgáfusýningu
í Listhúsinu Laugardal.
Kynningarverð kr. 4.950,-.
Pantanasími (91) 32886.