Morgunblaðið - 21.09.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 17
LISTIR
Þrjár skáldsögnr
Guðbergs Bergssonar
komnar á svið
LEIKRITIÐ Sannar sögur af sál-
arlífi systra verður frumsýnt á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á
morgun, fimmtudag.
Sannar sögur byggja á þremur
skáldsögum Guðbergs Bergsson-
ar, Hermann og Dídí, Það sefur
í djúpinu og Það rís úr djúpinu,
sem saman ganga undir nafninu
Tangasögurnar.
I fréttatilkynningu segir: „Lýst
er íslensku mannlífi í öllum sínum
furðumyndum og persónur verks-
ins eru hver annarri kostulegri.
Systurnar Anna og Katrín, sem
þó-eru engar systur, heldur tengd-
ar böndum óskyldleikans, togast á
um athygli leikhúsgesta og stýra
strengjabrúðum sínum um sviðið
uns ekkert verður við ráðið. Mein-
fyndin og raunsönn lýsing á svo-
kölluðum íslenskum veruleika í
öllum sínum grodda og slori!
Leikgerðin er eftir Viðar Egg-
ertsson, sem jafnframt er leik-
stjóri verksins. Aðstoðarleikstjóri
er Ásdís Þórhallsdóttir. Leikendur
eru Guðrún S. Gísladóttir, Ingrid
Jónsdóttir, Þóra Friðriksdóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Kristbjörg Kjeld, Valdimar Örn
Flygenring, Herdís Þorvaldsdóttir,
Björn Karlsson, Jón St. Kristjáns-
son, Höskuldur Eiríksson og
Sverrir Örn Arnarson. Um lýsingu
sá Ásmundur Karlsson, búninga
Ása Hauksdóttir, leikmynd Snorri
Freyr Hilmarsson og bókmennta-
ráðunautur Þorvaldur Kristinsson.
INGRID Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Guðrún S. Gísladóttir í bakgrunni.
Allir vinna
LEIKLIST
Lciklistarhátíð í
Mosfcllsbæ
LEIKFÉLAG
HÓLMAVÍKUR
Lífið er lotterí. Syrpa úr verkum
Jónasar Amasonar. Sýnd á leiklistar-
hátíð Bandalags íslenskra leikfélaga
í Mosfellsbæ.
Á EINHVERN hátt passa fé-
lagsheimiji vel utan um leikverk
Jónasar Árnasonar. Hann skrifar
verk sín af næmum skilningi á
íslenskri alþýðu til sjávar og
sveita. Það fólk er í senn viðfang
hans og áhorfendur/áheyrendur.
Þetta fólk sækir þorrablót í sínum
félagsheimilum, styður sitt byggð-
arlag með ráðum og dáð og er svo
rótgróið í íslenskri menningu og
tilteknum samfélagslegum við-
horfum að erlendir straumar og
stórviðburðir eru lítið annað en
hjákátlegur endurómur í eyrum
þess. Reykjavík er oft íjarri þessu
fólki. Ókunnir vindar kveina þar
við dyr.
Því var það fjarskalega vel til
fundið þegar Leikfélag Hólmavík-
ur sýndr syrpu úr verkum Jónasar
í Hlégarði á leiklistarhátíðinni sem
haldin var nýlega í Mosfellsbæ.
Leikendur brugðu upp atriðum úr
Skjaldhömrum, Deleríum Búbónis,
Koppalogni og á milli söng leik-
hópurinn með leikrænum töktum
ýmis lög við texta Jónasar og flest
þjóðkunn. Hólmvíkingar brugðu á
það heillaráð að setja upp kaffihús
á dansgólfinu í Hlégarði og þar
sá.tu áhorfendur í hálfrökkrinu og
sötruðu kaffi og fengu sér mola
með, þeir sem vildu, og þótt eng-
inn dómur sé lagður á frammi-
stöðu einstakra leikenda verður
að segja að hópurinn hreif mig og
að mér fannst alla aðra með feimn-
islegu hispursleysi og að því er
virtist eðlislægri kurteisi (sem er
alls óskyld innflutta Dale Carn-
igie-afbrigðinu). Þessi kurteisi fel-
ur í sér hógværð og einlægni en
um leið rögg og engan falskan
slepjuskap. Húmorinn sem sprett-
ur af slíku viðhorfi er ljúfur, léttur
og hreinsandi eins og þegar maður
þvær sér um hendurnar uppúr
lindarvatni. Að vera áhorfandi að
sýningu sem þessari rífur ekkert
upp með rótum. Það sættir. Höf-
undurinn, Jónas Árnason, sem fyrr
um daginn hafði séð góða sýningu
á Tápi og fjöri í Bæjarleikhúsinu
í Mosfellsbæ, var viðstaddur.
Reisnin stafar af honum, rétt rúm-
lega sjötugum, eins og af enskum
lordi. Hann var klæddur bleiser-
jakka, rauðum.
Á síðastliðnu leikári settu
áhugaleikfélög upp sjötíu og fimm
sýningar. Fjörutíu þúsund manns
sáu þessar sýningar. Þessi félög
hafa því miklu menningarlegu
hlutverki að gegna, bæði fyrir leik-
hópana sjálfa og byggðarlögin sem
þeir starfa í.
Stjórn Leikfélags Kópavogs skil-
greinir þetta hlutverk ágætlega í
leikskrá með Brúðuheimilinu og
Heddu Gabler: Fyrir það fyrsta
þarf leikfélagið að vera lifandi list-
afl í bæjarfélaginu; bjóða bæjarbú-
um og öðrum gestum upp á fjöl-
breyttar sýningar og höfða í því
sambandi til allra. Þannig þarf
verkefnaskráin að taka mið jafn
af börnum, unglingum og fullorðn-
um, vera hæfileg blanda af íslensk-
um leikverkum og erlendum, létt-
meti og þyngra efni o.s.frv. I ann-
an stað hefur félagið skyldum að
gegna við félagsmenn sína og þarf
að gæta að því að fólkið sem kýs
að veija nær öllum frístundum sín-
um við leiklistariðkan fái viðfangs-
efni við sitt hæfi og njóti hveiju
sinni hinnar bestu leiðsagnar fag-
fólks. Annar flötur á málinu:
Reyndur leikstjóri sagði mér að
leikhúsvinna væri besta tiltæka
meðalið við skammdegisþunglynd-
inu. Fólk tæki aftur gleði sína í
stórum hópum í glímunni við Þesp-
is.
Guðbrandur Gíslason
Yisual Basic námskeið
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
TölvusKóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
VELDU VERÐLAUNATÆKIN FRÁ
Blomberq
■
Blomberg hlaut
hin eftirsóttu,
alþjóðlegu IF
verðlaun fyrir
framúrskarandi
glæsilega og
vandaða eldavél
á stærstu iðn-
sýningu Evrópu
í Hannover
Pýskalandi. 586
framleiðendur frá
25 löndum kepptu
um þessa eftirsóttu
viðurkenningu.
Við bjóðum 6 gerðir
eldavéla á verði
frá aðeins
kr. 55,955* stgn m
Að auki bjóðum við
mikið úrval af
helluborðum og
innbyggingarofnum
frá Blomberg
*StaðgreiðslmfsIdttur er 5%
Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28 “B 622901 og 622900
- Þjónusta í þína þágu -
M 9406