Morgunblaðið - 21.09.1994, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR
KRISTÓFERSSON
+ Eiríkur Kristófersson, fyrr-
1 verandi skipherra, var
fæddur á Brekkuvelli í Vestur-
Barðastrandarsýslu 5. ágúst
1892. Hann lést i Hafnarfirði
16. ágúst síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Hallgríms-
kirkju 30. ágúst.
HINN 30. ÁGÚST síðastliðinn var
Eiríkur Kristófersson skipherra til
moldar borinn frá Hallgrímskirkju.
Hann var fæddur á Brekkuvelli á
Barðaströnd 5. ágúst 1892.
Leiðir okkar Eiríks skipherra
lágu fyrst saman þegar ég var stýri-
maður undir stjórn hans á varðskip-
inu Þór vorið og sumarið 1959. Eg
kynntist honum einnig en á annan
hátt af félagsmálum. Mér er minnis-
stæð vera mín um borð í Þór undir
stjórn Eiríks skipherra við útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í tólf sjómílur.
Þá gerðist margt skondið úti á mið-
unum og einnig í síðari deilum okk-
ar við Breta, þótt þá yrðu ólíkt ill-
vígari átök og minna um skylming-
ar með orðsins brandi. Á umræddu
tímabili 1959 var ég á varðskipinu
Þór, ýmist sem 3. og 2. stýrimað-
ur. Það var mér hollur tími og lær-
dómsríkur að vera með þessari
gömlu kempu, fulltrúa þeirrar kyn-
slóðar sem hóf íslenzk landhelgis-
störf til vegs og virðingar. Hann
var einn þeirra manna sem tók við
umdeildri löggæzlu af Dönum og
breytti ásýnd hennar. Eiríkur skip-
herra var af gamla skólanum, barn
síns tíma, þegar allt annar andi ríkti
á sjónum en síðar varð. Hann var
sjálfur vakinn og sofinn fyrir starf-
inu og gerði einnig kröfur til ann-
arra. Hann nefndi engan með nafni,
heidur aðeins með starfsheiti og
mataðist ávallt einn í íbúð sinni þar
sem brytinn þjónustaði hann. Þó
kom fyrir að hann drakk með okkur
tíukaffið og fékk sér nýbakaðar
vöfflur sem oft voru á borðum bryt-
ans á þeim tíma. Enginn leyfði sér
að andmæla skipunum Eiríks, né
lét sér detta í hug að fara að rök-
ræða við skipherrann um fram-
kvæmd þess verks sem hann hafði
sagt fyrir um, nema ef vera skyldi
Garðar Pálsson sem sigldi með Ei-
ríki lengi. Um borð í Þór var aðeins
einn stjómandi og einn vilji. Ég
kunni að mörgu leyti vel við mig
þama, lærði margt og Eiríkur tók
mér vel. Allt var þó ópersónulegra
og með öðram brag en um borð í
litlu skipunum, þar sem allir vora
sem ein Qölskylda.
Um borð í varðskipinu var mjög
vandað bókasafn sem Eiríkur hafði
komið upp og var þar að finna flest-
ar perlur íslenskra bókmennta,
mörg öndvegisverk erlendra höf-
unda og þó nokkur fræðirit. Þetta
bóksafn fór forgörðum og eyðilagð-
ist í eldi. Fleyg eru mörg svör Ei-
ríks skipherra og tilvitnanir í Bibl-
íuna er hann sendi Anderson flota-
foringja og má fullyrða að brezki
aðmírállinn hafi ekki riðið feitum
hesti frá þeim viðskiptum.
Miðsumars 1959 vorum við við
gæzlu út af Vestfjörðum. Allt loft
var úr stjórnvöldum, upplausn kom-
in í stjórnarsamstarfið og deyfð
yfir allri gæzluframkvæmd. Af-
staða stjórnarandstöðunnar var síð-
ur en svo til að bæta ástandið.
Ráðaleysi og óvissa ríkti um fram-
kvæmd útfærslunnar og úti á mið-
unum máttu skipherrar varðskip-
anna helzt ekkert aðhafast. En það
mátti þó auðvitað ekki fréttast
vegna ótta við álit almennings.
Stjómmálin snerust þá stundina um
það að finna leið út úr frumhlaup-
inu en án þess þó að blettur félli á
löggjafana. Sá háttur var hafður á
um borð í Þór 'að farið var kvölds
og morgna út á veiðislóð togaranna
innan tólf mílnanna og þeir mældir
og kærðir. Við sögðum okkar á
milli að við værum að messa yfir
þeim. Bretar, sem vissu nákvæm-
lega allt um stöðu mála hér innan-
lands, höfðu stækkað veiðisvæði sín
að vild og vora löngu hættir að
blaka svo miklu sem eyra, þótt við
kæmum upp að hlið þeirra og læs-
um þeim pistilinn. Eftir slíkar
messuferðir var annaðhvort farið
inn á einhvern fjörðinn til að gera
skipinu til góða eða það var kippt
upp á grannslóð og látið reka. Frei-
gáturnar dröttuðust oftast á eftir
okkur um veiðislóðina og fylgdu
okkur síðan upp á 4 mílna mörkun-
um og létu reka í nálægð okkar eða
biðu okkar þar. Að öðru leyti voru
þær hættar að skipta sér af ferðum
okkar, hafa vafalítið talið ástæðu-
laust að gera hávaða út af svo
meinlausum leik. Umræddan morg-
un höfðum við haft morgunandakt
með flotanum og haldið að því búnu
upp á grunnslóð. Þar létum við reka
allan daginn ásamt freigátu hennar
hátignar, Dunkan, sem þá var
flaggskip Andersons flotaforingja.
Það var suðvestan kaldi og H.M.S.
Dunkan lét reka fyrir aftan okkur
til hlés. Ég var nýbúinn að taka við
vaktinni eftir kvöldmatinn þegar
skipherrann birtist á stjómpallinum
og hringdi vélsímanum. „Það er
víst bezt að vera í fyrra fallinu með
aftansöpginn 2. stýrimaður," sagði
hann. Ég fór aftur í kortaklefann
til að setja stefnuna út á veiðisvæð-
ið og vélar varðskipsins voru'ræst-
ar. Varðskipið var komið á ferð
þegar skerandi sírenuvæl barst okk-
ur frá bakborða. Mér brá og hljóp
á eftir skipherranum út á bakborðs-
brúarvænginn. Og sjá, þar kom
skip hennar hátignar, öslaði sjóinn
fram með bakborðshlið varðskipsins
og beygði síðan í kröppum sveig
fyrir stefni þess. Þegar freigátan
var komin til Þórs og yfir á kul-
borða, blés hún gufu og kolamekki
úr sótrörunum. Biksvartur mökkur-
inn barst undan kaldanum, yfir
varðskipið og leitaði inn um hveija
gætt og glufu.
„Hvað skyldi nú þetta eiga að
þýða hjá stórveldinu?“ spurði skip-
herrann sjálfan sig. Nokkrum and-
artökum síðar barst orðsending frá
Anderson flotaforingja, sem sagði
að það gætu fleiri ausið skít en
Islendingar. I fyrstu skyldum við
ekki við hvað hann átti, en svo rann
ljós upp fyrir skipherranum. Þegar
aðalvélar Þórs voru gangsettar
gaus jafnan upp þykkur reykjarm-
ökkur, sérstaklega þegar lengi var
látið reka og langt á milli gangsetn-
inga. Vélar varðskipsins vora þá
af Crosley-gerð, enskar og galla-
gripir frá upphafi. Hið virðulega
flaggskip flotaforingjans, sem látið
hafði reka til hlés við Þór allan
daginn, fékk því reykjarmökkinn
yfir sig þegar vélar hans vora ræst-
ar. Skipherrann yfírgaf brúarvæng-
inn með þeim orðum að hann yrði
að gefa flotaforingjanum skýringu
og eyða þessum augljósa misskiln-
ingi. Um andlit hans lék kíminn
svipur.
Eftir litla stund fékk flotaforingi
hennar hátignar orðsendingu, sem
hljóðaði eitthvað á þessa leið:
„H.M.S. Dunkan, aðmíráll Ander-
son. Ég vil leiðrétta þann leiða mis-
skilning að ég hafi ætlað að setja
blett á yður eða hið virðulega skip
hátignarinnar. En ég vil benda aðm-
írálnum á að það getur verið vara-
samt að koma nærri varðskipinu,
því eins og honum mun vera kunn-
ugt um era vélar þess framleiddar
í Englandi.“ Svar Eiríks skipherra
hafði skilist, hann var ekki krafinn
frekari skýringa. Það ríkti þögn á
bylgjunni.
Nokkru síðar sama sumar sigld-
um við á Þór um Norðurland og
komum að hópi brezkra togara að
veiðum á Sporðagranni. Hafði
brezka flotastjómin helgað sér
þama stórt veiðisvæði á milli 4 og
12 mílna markanna. Til enn frekari
áréttingar og svo að ekki færi fram-
hjá sjófarendum, hafði skip hennar
hátignar sett út mjög veglegt kork-
dufl á 4 mílna mörkin, sem var
tengt tveim olíutunnum. Að húni
þess blakti stór nýpressaður sigl-
ingafáni heimsveldisins. Það sem
strax vakti athygli okkar var að
ekkert herskip var í augsýn, né sjá-
anlegt í ratsjá. Við gátum okkur
þess til að freigátan væri að lesta
eldsneyti. Ekki höfðum við fyrr
birzt togurunum er þeir hófu að
hrópa á herskipið og biðja um hjálp,
en við sigldum frá einum þeirra til
annars og lásum þeim kærur að
Erfidrytóijur
(ilæsileg kaiii-
hlaðborð fcdlegir
síUir og mjög
góð þjónustíL
Dpplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÓm LOFTLEIBIR
vanda. Að lítilli stundu liðinni sendi
Anderson flotaforingi orðsendingu
þar sem hann kvaðst hafa ákveðið
veiðisvæði og merkt með bauju.
Sagði hana vera staðsetta á úthaf-
inu utan 4 mílna markanna og flota-
stjórn hennar hátignar myndi líta
það mjög alvarlega aðgerð, og telja
tilræði við stórveldið, ef hreyft yrði
við henni. Eftir að hafa móttekið
þessa orðsendingu hvarf skipherr-
ann af stjórnpalli og aftur í loft-
skeytaklefa. Að lítilli stundu liðinni
barst um loftið svar varðskipsins,
þar sem veiðum brezkra togara inn-
an íslenzkrar lögsögu var mótmælt
og áréttað að þar giltu hvorki ensk
ákvæði né dagskipanir. Á úthafinu
væri hins vegar öllum fijálst að
veiða. Það leyndi sér ekki áhyggju-
svipurinn í andliti Eiríks skipherra
er hann kom fram í brúna aftur.
Honum var líka vorkunn, því nú
var honum mikill vandi á höndum.
Ekki aðeins að þurfa að horfa upp
á Breta bijóta íslenzk lög án þess
að geta nokkuð við því spornað,
heldur var nú veiðisvæðið nákvæm-
lega skilgreint og helgað heimsveld-
inu með dufli og fána þess. Við
lukum við að lesa yfir síðasta togar-
anum og skipherrann skipaði að
halda á duflið. Það upphófust sam-
stundis hróp og köll á öldum ljós-
vakans þegar togararnir urðu þess
áskynja að varðskippið sigldi í átt-
ina þangað. Hver togarinn af öðrum
kallaði í freigátuna og sagði Þór
halda í átt til duflsins. H.M.S.
Dunkan bað skipstjóra togaranna
að halda stillingu, kvaðst vera á
leiðinni inn á svæðið og bað þá að
hafa grannt eftirlit með aðgerðum
varðskipsins. Aftur barst orðsend-
ing frá freigátunni, þar sem enn
frekar var hnykkt á fyrri hótun.
Þór nálgaðist duflið, sem valt með
mjúkum hreyfingum fyrir lognværri
haföldunni. Mynd þess og litur fán-
ans var skýr í fægðum haffletinum
og hinn rauði fáni með Iiti þjóðfán-
ans í hominu mókti við stöng. Skip-
herrann hringdi vélsímanum og
vélar Þórs stöðvuðust. Það var enn
nokkur spölur til duflsins, en með
sömu stefnu var ljóst að varðskipið
myndi fara framhjá því í fárra
skipslengda fjarlægð. Það var hæg-
ur skriður á varðskipinu og hornið
á milli stefnu þess og duflsins
gleikkaði smátt og smátt. Við stóð-
um hlið við hlið á stjórnborðs-
vængnum og fylgdumst með dufl-
inu í gegnum sjónauka. Mér var
sérstaklega starsýnt á fánann, tákn
þeirrar þjóðar sem deilt hafði og
drottnað á höfunum um aldir og
nú dottaði í mærð og mekt við söng
á þessum sólbjarta sólskinsdegi,
óttalaust og öraggt með sig í skjóli
valdbeitingar og vopnaskaks.
„Sækið rifflana og hlaðið þá,“ skip-
aði skipherrann. 1. stýrimaður,
Bjami Helgason, hljóp inn í korta-
klefann, tók tvo riffla úr rekkanum
og rétti mér annan. Fór síðan í
skáp undir kortaborðinu og náði í
tvö hlaðin skothylki. Við héldum
aftur út á brúarvænginn með hlaðn-
ar byssurnar þar sem Eiríkur skip-
herra stóð. Af einbeittum svip hans
mátti ráða, að hann hefði gert upp
við sig hvað hér ætti að gera. Hann
gat auðvitað sagt sér það sjálfur,
af biturri reynzlu, að hér yrði hann
einn að taka ákvörðun. Engin við-
hlítandi ráð yrðu sótt til stjórnvalda
og ákvörðun varðandi duflið varð
annaðhvort að taka hér á staðnum,
og það strax, eða hverfa af vett-
vangi og láta sem enginn hefði
Sérfræðingar
i l)lóniaskr<‘> (iiigiiin
vi<> öll lirkil'aTÍ
Skólavörðustíg 12,
á hurni Bergstaðastrætis,
sími 19090
heyrt né séð slíka storkun og fyrir-
litningu á íslenzkum rétti.
„Skjótið á tunnurnar, 1. stýri-
maður á vinstri tunnuna og 2. stýri-
maður á þá hægri.“ Við spenntum
byssurnar, lögðum olnbogana á
vængbrúnina og felldum þær í sigti.
Hvert skotið af öðru reið. Við sáum
að kúlurnar fóru í gegnum tunnurn-
ar, hvar þær lentu á bak við þær
og ýfðu upp lygnan sjóinn eins og
þegar stórgeii regn fellur. Sumar
breyttu um stefnu þegar þær lentu
ofarlega á tunnunum og fleyttu
kerlingar langan veg.
Bráðlega voru skotin til þurrðar
gengin og skipherrann gekk að
vélsímanum og hringdi á ferð. Við
fylgdumst með duflinu á meðan Þór
var siglt spölkorn inn fyrir 4 mílna
mörkin og stöðvaður. Tunnurnar
tóku að þyngjast, sigu dýpra og
dýpra uns þær að lokum hurfu
undir lygnan hafflötinn. Andartak
leið, en þá kom smá hnykkur á
duflið, rétt eins og það hefði verið
vakið af værum blundi, en tók svo
að sökkva. Hátignarlega seig fáni
hervaldsins í hafið, mynd hafls í
sindrandi sjónum tók að dragast
saman, styttast og minnka þar til
hún að lokum varð að engu og
hvarf í djúpið. Aðeins litlar loftbólur
ultu upp á yfírborðið og gáraðu
hringi þar sem duflið hafði flotið.
Örfáum augnablikum síðar höfðu
þeir fjarað út og hafið var aftur
ládautt og slétt. Ekkert minnti leng-
ur á vald hins sterka og hrokafulla.
Hástemmd hróp bárast um loftið,
á toguranum öskraði hver í kapp
við annan og sögðu skipi hennar
hátignar að baujan væri horfin. Þór
væri án efa valdur að ódæðinu.
„Eruð þið alveg vissir um að baujan
sé horfin?" spurði freigátan. „Já,
alveg vissir, baujan er hvergi sjáan-
leg og enginn getur verið valdur
að hvarfi hennar nema varðskipið."
Þá barst þungorð orðsending frá
flotaforingja hennar hátignar þar
sem Eiríkur skipherra var sakaður
um að hafa tekið baujuna. Skipherr-
ann svaraði að bragði að hann hefði
ekkert dufl tekið. „Við settum út
bauju og staðsettum hana á úthaf-
inu og ef þú hefur tekið hana skalt
þú taka afleiðingunum.“ „Hafír þú
átt dufl á úthafinu er það þar enn,“
var flotaforingjanum svarað um
hæl. Þór hefur ábyggilega skotið
baujuna niður, kallaði einhver úr
togarahópnum. „Haldið þið það?“
spurði flotaforinginn með ákefð.
En áður en hann kæmist lengra í
eftir grennzlan sinni gerðist hið
óvænta og makalausa. Einhver tog-
arinn kom inn á bylgjuna og sagði:
„Ég er alveg viss um að Þór skaut
ekki niður baujuna, ég hef fylgzt
með honum allan tímann og það
var aldrei hreyft við yfirbreiðslu á
fallbyssunni. Hann fór heldur aldrei
að baujunni, en ég gæti frekar trú-
að að annar hlerinn hjá mér hefði
festst í henni.“ „Við skulum bíða
og sjá hvað síðar kemur í ljós,“
svaraði flotaforingi hennar hátignar
og urðu það hans endanlegu af-
skipti af málinu. Kannski feginn
að geta þvegið hendur sínar fyrri
orða, eða ekki nennt að ómaka sig
á að skjóta þessa varnarlausu vesal-
inga inn í eilífðina. Sérdeilis í svona
góðu veðri.
Eiríkur skipherra stóð í dyra-
gættinni út á brúarvænginn og
studdi baki við fremri dyrastafinn.
Hálfur inni og hálfur úti. Hvíldi
hendur sínar á sjónaukanum sem
hékk á bijósti hans og hlustaði á
viðræður togaranna við herskipið.
Það var ekki gott að ráða af svip
hans hvernig honum leið, en ég gat
ekki annað en dáðst að þessum
manni. Þessari kempu sem svall
slíkur móður í bijósti og trúði svo
staðfastlega á málstað okkar og
rétt. Bauð ofbeldisaðilanum byrginn
og var albúinn að taka afleiðingun-
um. Axla ábyrgðina og hætta stöðu
sinni, réttindum, æra og jafnvel lífi.
í mínum huga var Eiríkur Kristó-
fersson skipherra mikilhæfur
stjórnandi og einn af merkari sigl-
ingamönnum þessa lands. Bergljótu
Eiríksdóttur, Eiríki Eiríkssyni og
öðrum aðstandendum votta ég sam-
úð mína.
Höskuldur Skarphéðinsson.
t
Elsku sonur minn og frændi okkar,
GUNNAR NÍELSEN BJÖRNSSON,
Teigaseli 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 22. september kl. 13.30.
Snorra May Cheek,
Guðrún H. Halldórsson
og fjölskyldur.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug í
veikíndum og við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu,
langömmu og vinkonu.
JÓNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Fellsmúla 2,
Reykjavík,
sérstakar þakkir til Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins og starfsfólks deildar 4 á Borgarspítala.
Sigurður Pétur Högnason, Elin Jóhannesdóttir,
Einar Högnason, Sigrfður Guðmundsdóttir,
Sigrún Högnadóttir, Jón Á. Stefánsson,
Hilmar Högnason, Águsta Þórisdóttir,
Sigurður Pétursson,
barnabörn, barnabarnabörn,
Guðmundur Þorgrfmsson.