Morgunblaðið - 21.09.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 33
Atlasklúbburinn dregur
út bónusferðir vetrarins
VETRARBÓNU SFERÐIR Atlas-
klúbbsins voru dregnar út og sýnir
myndin vinningshafa sem allir eru
handhafar Atlas-korta eða Gull-
korta Eurocard. Að þessu sinni
leggja Flugleiðir til alla vinninga
sem féllu þannig: Alfreð Þór Al-
freðsson, Kópavogi, ferð fyrir tvo
til Glasgow, Þorsteinn H. Astráðs-
son, Seltjarnarnesi, ferð fyrir tvo
til London, Kristbjörn Þorkelsson,
Reykjavík, ferð fyrir tvo til Kaup-
mannahafnar, Sigurður Kr. Björns-
son, Reykjavík, ferð fyrir tvo til
Hamborgar, Jóhanna Kr. Guð-
mundsdóttir, Hafnarfirði, ferð fyrir
tvo til Luxemborgar, Ólöf Bjarna-
dóttir, Garðabæ, ferð fyrir tvo til
Baltimore og Ágúst Þór Jónsson,
Selfossi, ferð fyrir tvo til Amster-
dam. Með vinningshöfum á mynd-
HANNA Björk Wiium í hinni
nýju verslun sinni.
Stúdíó Hönnu
Bjarkar opnað
NÝLEGA var opnuð á Skólavörðu-
stíg 22c í Reykjavík verslun sem
ber nafnið Stúdíó Hönnu Bjarkar.
Þetta er sérverslun fyrir Shirley
Price á íslandi, en það er breskt
fyrirtæki og eitt af því stærsta i
heimi sem sérhæfir sig í fram-
leiðslu á vörum sem unnar eru úr
100% jurtum.
Verslunin hefur til sölu ilmolíur,
grunnolíur, krem, baðvöru, bækur
og plaköt allt tengt jurtum.
Eigandi verslunarinnar er
Hanna Björk Wiium. Verslunin er
opin alla virka daga frá kl. 13-18.
------♦ ♦ ♦
■ KVENFÉLAG Kópavogs er
nú að hefja 35. starfsár sitt og
verður fyrsti félagsfundur vetrar-
ins nk. fimmtudag, 22. september,
og hefst kl. 20.30. Á fundinn kem-
ur Hlíf Geirsdóttir og fjallar um
íslenska búninginn á ýmsum skeið-
um sögunnar og skartar búningi
sem hún hefur sjálf saumað. Stjórn
og varastjórn Kvenfélags Kópa-
vogs skipa: Helga Sigurjónsdótt-
ir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ása
Baldurs, Kristín Pétursdóttir,
Rannveig Garðarsdóttir, Sigríð-
ur S. Jónsdóttir og Sigríður
Andrésdóttir.
inni er Pétur Ómar Ágústsson, full-
trúi Flugleiða. Þetta er í sjöunda
sinn sem bónusvinningar Atlas-
klúbbsins eru dregnir út. Sumar-
bónusferðir, samtals 7 ferðavinn-
ingar, verða dregnir út í apríl nk.
Konukvöld
haldið í
Naustkjall-
aranum
HEIÐAR Jónsson snyrtir heldur
konukvöld í Naustkjallaranum
fimmtudaginn 22. september. Hús-
ið verður opnað kl. 19 og skemmt-
unin hefst kl. 20.30.
Um kvöldið munu Módelsamtök-
in sýna undirfatnað frá versluninni
Blái fuglinn, Borgarkringlunni, og
einnig kynnir snyrtivöruverslunin
Jósefína, Laugavegi 17, ilmvatnið
Vivid Liz Claiborne. Kynning verð-
ur á Grænu appelsínunni eða „Pis-
ang Ambon“ og verður það veitt
við innganginn.
Salurinn verður skreyttur af
blómabúðinni Uridir stiganum,
Borgarkringlunni. Aðgangseyrir er
500 krónur og eru allar konur vel-
komnar.
HEIÐAR Jónsson snyrtir sér
um konukvöld í Naustkjallar-
anum ásamt eigendum Naust-
kjallarans Siggu og Jönu.
Vernharður
Linnet
heiðraður á
Kringlukrá
VERNHARÐUR Linnet fram-
kvæmdastjóri RúRek-djasshá-
tíðarinnar varð fimmtugur á dög-
unum og af því tilefni ætla félagar
hans úr djassinum að heiðra hann
með djammsessjón á Kringlu-
kránni í kvöld, miðvikudaginn 21.
september.
Hrynsveit skipuð þeim Guð-
mundi Steingrímssyni, Karli Mell-
er og Bjarna Sveinbjörnssyni verð-
ur til taks til að leika undir fyrir
ljölda djassleikara sem hefur boð-
að komu sína. Vernharður Linnet
er einn af stofnendum Jassvakn-
ingar, framkvæmdastjóri RúRek
síðastliðin ár, varaformaður Jass-
klúbbs Reykjavíkur svo fátt eitt
sé talið Samkoman hefst skömmu
eftir kl. 21 og eru allir velkomnir.
Norræna Ráðherranefndin
Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórnanna á
Norðurlöndum. Skrifstofa nefndarinnar, sem staðsett er í Kaupmannahöfn,
auglýsir nú eftirfarandi stöður lausar til umsóknar.
Tvær stöður skrifstofustjóra
Skrifstofustjóramir vinna í nánu
sambandi viö framkvæmdastjórann
og sitja í framkvæmdastjórn
stofnunarinnar. Umsækjandinn þarf
að hafa forystuhæfileika og geta
unnið markvisst og þverfaglega.
Skrifstofustjóri
fjármála og rekstrar
Skrifstofusljórinn ber ábyrgð á stjóm u n
og skipulagningu á rekstri skrifstof-
unnarásamttuttugustarfsmönnum, •
gerð fjárhagsáætlunar og fylgist
með framfylgd hennar. Norrænu
fjárlögin nema 706 milljónum d.kr.
Starfið krefst samningslipurðar og
breiðrar faglegrar þekkingar frá fyrri
störfum. Upphaf ráðningartíma er
eftir nánara samkomulagi.
Skrifstofustjóri samstarfs
sem varðar atvinnumarkað,
vinnuvernd, félags- og heil-
brigðismál, jafnrétti,
neytendamál og matvæla-
iönaö
í samvinnu við átta starfsmenn ber
skrifstofustjórinn ábyrgð á
undirbúningi og framkvæmd á sam-
starfi ráðherranefndar og
embættismanna á fyrrnefndum
sviðum. Þar á meðal telst starf nor-
rænna stofnana og ýmis sam-
starfsverkefni. Starfið krefst
þekkingar á öllum geiranum í heild
sem og norrænni stefnu þar að
lútandi. Upphaf ráðningartíma er 1.
apríl 1995.
Deildarstjóri alþjóðlegra
samskipta
Alþjóðadeildin stjómarog skipuleggur
starfsemi ráðherranefndarinnar á
grannsvæðum Norðurlanda
(Eystrasaltsríkjum, Rússlandi), en
þar á meðal teljast fjórar
upplýsingaskrifstofur. Fjárlög starf-
seminnar nema 50 milljónum d.kr. Þá
sér deildin um námskeið og aðra
starfsemi á vegum ráðherranefdar-
innar á meginlandi Evrópu.
Deildarstjórinn þarf að vera vel til
forystu fallin(n), hafa reynslu af
skipulagningu, góða tungumála-
kunnáttu og vera vel að sér í
málefnum Norðurlandanna og
Evrópu í dag. Ráðning frá 1. febrúar
1995.
Tvær stöður
deildarsérfræðinga
- Deildarsérfræðingur á sviði
rannsókna og æðri menntunar
- Deildarsérfræðingur á sviði
fullorðins- og alþýðufræðslu
Starfið felst m.a. í því að undirbúa og
fylgja eftir ákvörðunum raðherra-
nefndar og annarra norrænna nefnda
og annast upplýsingastarf og önnur
samskipti við aðila á þessu sviði í
aðildarríkjunum og á
alþjóðavettvangi. Ráðningartími hefst
1. mars 1995 eða eftir samkomulagi.
Fimm fulltrúastöður
- Deildarfulltrúi mennta-, menn-
ingar og rannsóknarskrifstofu er ritari
skrifstofustjóra og skipuleggur
verkaskiptingu og vinnutilhögun
innan deildarinnar. Deildarfulltrúinn
aðstoðar m.a. við undirbúning og
framkvæmd funda menningar-
málaráðherranna og embættis-
mannanefndar. Ráðningartími frá 1.
janúar1995.
- Fulltrúi á mennta-, menningar- og
rannsóknaskrifstofu sér um meðferð
skjala, bókanir, ritarastörf o.fl. á
menntadeild. Ráðningartími frá 1.
febrúar 1995.
- Fulltrúi á umhverfismála- og
iðnaðarsviði sér um meðferð skjalá
bókanir, ritarastörf o.fl. á umhverfis-
mála- og iðnaðarsviði. Ráðningartími
frá 1. janúar 1995.
- Fuiltrúi í bókhaldsdeild sér um
launagreiðslur, eftirlit með
ferðareikningum og bókfærslu, auk
annarra tilfallandi starfa í bókhaldi.
Ráðningartími frá 1. desember 1994.
- Fulltrúi í starfsmannadeild að-
stoðar m.a. við mannaráðningar,
endurmenntun og önnur verkefni í
starfsmannahaldi. Ráðningartími frá
1. janúar1995.
Upplýsingar um allar stööur
Ráðningin er tímabundin til fjögurra
ára. Opinberir starfsmenn eiga rétt á
orlofi sem ráðningartímabilinu
nemur. Umsækjandi þarf að hafa
góða fræðilega menntun og margra
ára starfsreynslu hjá hinu opinbera
eða í einkageiranum. Skrifleg eða
munnleg færni í dönsku, norsku eða
sænsku er forsenda fyrir ráðningu.
Þekking á öðrum tungumálum er
æskileg.
Skrifstofa norrænu ráðherranefnd-
arinnar vill stuðla að jafnri kynskipt-
ingu og hvetur því bæði karla og
konur til að sækja um störfin.
Nánari skriflegar upplýsingar um
ofannefndar stöður og
umsóknareyðublöð má panta hjá:
Nordisk Ministerrád, Box 3035,
DK-1021 Köbenhavn K, Danmörku,
eða í bréfsíma 90 45 33 96 02 02
eða 90 45 33 96 02 16.
Þar eru gefin upp nöfn á fólki sem
getur sagt nánar frá hverju starfi
fyrir sig.
Umsóknarfrestur rennur út 19.
október 1994.