Morgunblaðið - 21.09.1994, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
legur morgu/in!'
^—' EkMert gev&'
'il/erið vernz_ cn, ,
K. SL'/pur/nn <a />er
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Lítil þjóð
lítilla verka
Um nýja íþróttahöll
Frá Sigurði Gunnarssyni:
ÉG VAR í Höllinni árið 1988 þegar
gullaldarlið okkar í handbolta sigr-
aði Sovétríkin 23:21 í troðfullri
höllinni var hver taug spennt til
átaks og sigurstundin er enn þáttur
í hugarfari þeirra sem þar voru.
Andstæðingurinn var besta hand-
knattleikslið allra tíma og hafði
ekki tapað leik í 2 ár. Leikmenn
þess þoldu ekki álagið, fjögur þús-
und sameinaðir, sigurþyrstir and-
stæðingar hreinlega öskruðu þá í
kaf og okkar menn á gólfinu sýndu
sín bestu tilþrif. Þátttaka í slíkum
atburði hefur varanleg áhrif á menn
og skilur eftir með þjóðarsálinni
jákvæða eiginleika, samhuginn,
átakið og sigurreynsluna. Enda er
það keppikefli forsvarsmanna er-
lendis að skapa forsendur mikils-
metinna sigurstunda.
Eins og flestir vita þá er sigur-
vegarinn örlátur á sigurstund. Svo
var einnig þegar íslendingar unnu
B-heimsmeistarakeppnina í Frakk-
landi fyrir 4 árum. Þá um leið var
ákveðið að næsta heimsmeistara-
keppni í handbolta færi fram á ís-
landi. í gleðivímu þjóðarinnar lof-
uðu stjómendur landsins því hátíð-
lega að séð yrði til þess að ytri
aðstæður mótshaídsins myndu upp-
fylla skilyrði Alþjóða handknatt-
leikssambandsins þegar þar að
kæmi. Þetta voru sömu menn og
nú stjóma landinu. Nú kannast hins
vegar enginn við það að hafa lofað
nokkru sérstöku. Það getur vel ver-
ið að loforðin hafi verið loðin en
það lofaði mér enginn nýju húsi
yfir hæstarétt þó svo það sé verið
að ausa fé í slíkt hús meðan allir
áhugamenn um keppnisíþróttir eru
í öngum sínum út af íþróttahúsi.
Handboltinn á í vök að verjast
Þegar sóst var eftir heimsmeist-
arakeppninni á sínum tíma þá var
ég í vafa um réttmætið. Handknatt-
leikurinn var í mikilli uppsveiflu og
mér sýndist ótryggt að næg aðstaða
yrði til staðar hér heima. Nú em
að vísu aðrir tímar. Við hrun aust-
antjaldsríkjanna hrundi allt hand-
boltalíf þar eystra og áhrifanna
gætti fljótt í minni áhuga Vestur-
Evrópumanna á íþróttinni. Hand-
boltinn á í varnarbaráttu og smásál-
arleg umgjörð um heimsmeistara-
keppnina 1995 yrði meiri háttar
áfall fýrir íþróttina. Það væri okkur
til mikillar hneisu og þess óskandi
að þessi ákvörðun hefði aldrei verið
Gagnasafn
Morgxuiblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
tekin. Það hefur hins vegar verið
gert og það er enn tími til að bjarga
málinu.
Byggingarmáttur íslendinga
gífurlegur
Afkastageta íslenskra iðnaðar-
manna í tímaþröng er þjóðarein-
kenni. Ég hef starfað við járnsmjði
á hinum Norðurlöndunum. Við ís-
lendingarnir voram alls staðar eftir-
sóttir vegna þess hugarfars en ekki
vegna handverkskunnáttu. Þá er
það fátt sem vekur meiri furðu er-
lendra ferðamanna á Íslandi en hinn
ótrúlegi byggingarmáttur þjóðar-
innar. Enda efast ég ekkert um að
íslenskir hönnuðir og handverks-
menn geta með leik miklum byggt
okkur magnaða Valhöll íþróttanna
í vetur, og það á góðu heimsmark-
aðsverði. Það er leiðin að hinum
alþjóðlega stórvirkjamarkaði og
eðlilegur næsti alþjóðlegi leikur
okkar eftir undirbúninginn að fundi
Gorbatsjov og Reagan um árið.
Þó svo eitthvert stálgrindarhús
frá Svenson sé kannski klór í bakk-
ann, þá held ég að sú speki haldist
að ekkert sparist á því að kaupa
lélegt lágu verði. Við verðum að
gera þetta með stæl. Auk þess verð-
ur erfitt að markaðssetja stóra
skemmu að keppninni lokinni.
íþróttahöll á Kópavogshálsi
Ég átti mér þann draum að
íþróttahöllin yrði byggð á Kópa-
vogshálsi í hraðbrautarrennunni
sem sprengd er gegnum miðbæinn.
Vegurinn yrði þá tekinn í jarð-
göngum beint í gegnum klöppina
og undir höllina. Hallarstæðið yrði
mjög hagkvæmt og nóg væri af
bílastæðum í miðbænum, á gömlu
hraðbrautinni og auðum reitum á
svæðinu. Þá fengist í kaupbæti eðli-
leg tenging austur- og vesturbæjar
Kópavogs, en það væri hreinasta
gustuk. Ég tel ólíklegt að svona
hugmyndir klárist í tíma. Ég skora
á hönnuði okkar að sýna nú hvað
í þeim býr, það er beðið eftir teikn-
ingum.
Svo er spurt: „Hver á að borga?“
Auðvitað eigum við öll að borga,
það erum við öll sem njótum ávaxt-
anna. Það er eðlilegast að sveitarfé-
lögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu
borgi meira vegna nálægðarinnar,
en það er engin spurning að þetta
er þjóðarátak og ríkissjóði ber
minnst jafn stór hluti. Ríkissjóður
hefur nóg á sinni könnu segja þá
„nei“ararnir í ráðuneytinu. En ef
málið væri skoðað kæmi eflaust í
Ijós að áhugamenn um keppnis-
íþróttir eru skattahæsti hluti þjóð-
arinnar. Það er því ekki verið að
biðja um ölmusu.
Eg get ekki annað en glaðst yfir
framgangi kvennanna sem við kus-
um til að stjórna borginni. Þær
sýna málinu fullan skilning og ef
aðrir skildu sinn vitjunartíma þá
væra verkin hafin. Við verðum að
vinna þetta verk, annars lærir öll
þjóðin hvernig það er að tapa 14:2
og þess óska ég engum manni.
SIGURÐUR GUNNARSSON,
hagfræðingur og járnsmiður.