Morgunblaðið - 21.09.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 37
BRÉF TIL BLAÐSINS
DAGMÆÐUR hafa verið einn hlekkur í dagvistarmálum og mál
þeirra þurfa að komast á hreint, segir í greininni.
Dagvistar-
mál bama
Rangfærslur
leiðréttar
Athugasemd frá foreldri einhverfs barns
Frá Krístjönu Jacobsen:
MIG LANGAR að koma með at-
hugasemdir varðandi skoðanakönn-
un, sem Dagvist barna sendi frá
sér nýlega til foreldra allra barna
í Reykjavík frá 6 mánaða til 5 ára.
Við dagmæður erum undrandi á
hve könnunin er stefnumótandi. Þar
er aðeins spurt um eina tegund vist-
unar fyrir börn, þ.e. leikskólann,
og foreldrar fengu umsóknarblað
um leikskólapláss og spurt var hve
margar stundir foreldrar óskuðu sér
fyrir barn sitt. Okkur dagmæðrum
finnst að við hefðum átt að vera
með í könnuninni sem valkostur,
svo könnunin væri marktæk og
raunhæf. Dagvist barna hefur varla
nefnt dagmæður á nafn í umræð-
unni um dagvistarþörfina, þó sann-
arlega hefði svo átt að vera þar sem
við höfum um árabil verið einn
hlekkur í dagvistun barna og þessi
mál þurfa að komast á hreint, þó
fyrr hefði verið.
Dagmæður eru orðnar lang-
þreyttar á að fram hjá þeim sé
gengið, þegar þessi mál eru rædd.
Eina umfjöllunin sem við höfum
fengið í langan tíma er neikvæð
fyrir okkur, eins og oft áður. Þar
er talað um hvað heilsdagsdvöl hjá
dagmæðrum væri dýr og hjá einka-
reknum leikskólum.
Raunverulegur kostnaður
aldrei sýndur
Er ekki verið að fela eitthvað í
umræðunni, þegar talað er um hve
dýrt sé að vista börnin hjá okkur?
Af hverju er hinn raunverulegi
kostnaður á barn á dagheimili og
leikskóla aldrei sýndur. Það kostar
um 38.000 á mánuði fyrir barnið á
dagheimili, en það er ódýrara á leik-
skólunum, enda þjónusta minni, t.d.
er matur ekki innifalinn og skemmri
vistunartímar (það hefur þó breyst
undanfarið sumstaðar, a.m.k. þahn-
ig að- matur fæst á Ieikskólanum).
Þessir tveir vistunarkostir eru mun
dýrari fyrir borgina, en dagmæður
(þó byggingarkostnaði við dagvist-
arheimili sé sleppt). Okkur finnst
að þessir hlutir eigi að liggja ljóst
fyrir, en ekki bara að dýrt sé að
borga dagmæðrum.
Dagmæður vilja vera með í
umræðunni
Við viljum vera inni í umræðunni
sem valkostur í vistunarmálum
barna, við spörum borinni upphæð
með hverju barni sem vistast hjá
okkur. Við teljum okkur engan veg-
inn hafnar yfir gagnrýni, en við
teljum að hin dagvistarformin séu
það ekki heldur.
Við dagmæður teljum það aug-
ijóst og höfum lengi vitað að fólk
(giftir foreldrar) myndi halda áfram
með börn sín í vistun hjá okkur og
ekki setja þau á leikskóla ef gjaldið
væri sama hjá okkur og leikskólun-
um. Með því er ég að sjálfsögðu
ekki að segja að margir foreldar
myndu ekki hætta með börnin hjá
okkur og setja þau á leikskóla, þó
gjaldið væri það sama, en það er
langur vegur frá að allir myndu
gera það. Við það myndi umsóknum
um leikskóla fækka. Leikskóli er
án efa góður kostur, dagmæður
geta líka verið góður kostur, við
erum misgóðar, það er starfsfólk á
leikskólum einnig og í skólunum. í
sambandi við nýfengna vistunar-
möguleika fólks í grunnskólunum
hefur komið fram að gæsla á barn,
er 110 kr. á tímann, það er svipað
og hjá okkur, þó aðeins dýrara. Ég
hef ekki heyrt fólk kvarta yfir að
það sé dýrt.
Þá er aftur komið að könnun-
inni, hún sýnir aðeins eina hlið þ.e.
leikskólann. Dagmæður þurfa at-
vinnuöryggi eins og aðrir, ef við
eigum að geta starfað áfram sem
dagmæður, það hefur ekki verið
tekið tillit til þess hjá Dagvist barna.
Kristín Blöndal mætti á fund hjá
Samtökum dagmæðra nýlega, og
svaraði fyrirspurnum. Hún fullyrti
að taka ætti á okkar málum, og
við myndum mæta skilningi þar.
Þvi ber vissulega að fagna því við
viljum vera valkostur í dagvistar-
málum, og viljum vera góður val-
kostur. -
Foreldrum verði veitt sama
fyrirgreiðsla alls staðar
Ég vona að það sé misskilningur
að ætlunin sé að leggja okkur niður
annað hvot fljótt eða smám saman,
eins og umrædd könnun getur
vissulega gefið til kynna. Við viljum
að hætt verði að hundsa okkur eins
og gert hefur verið alltof lengi,
þegar fjallað er um okkar mál.
Kannski hefðum við dagmæður átt
að kæra fyrir löngu til Samkeppnis-
stofnunar þar sem við erum alls
staðar í samkeppni við niðurgreidda
barnagæslu.
Mín stóra ósk, og allra dag-
mæðra held ég, er sú að borgin
sjái sér fært að veita forldrum í
sambúð og giftum sömu fyrir-
greiðslu hjá dagmæðrum og um
leikskólavistun væri að ræða og
hætti að mismuna foreldrum eftir
vistunarformi. Þá loksins væri tekið
á þessum málum af skilningi og
sanngirni.
KRISTJANA JACOBSEN,
Vaglaseli 1, Reykjavík.
Frá Sigfúsi Bjarnasyni:
í MORGUNBLAÐINU 9. septem-
ber síðastliðinn var yfirlýsing frá
menntamálaráðuneyti sem var svar
við opnu bréfi stjórnar Umsjónarfé-
lags einhverfra, sem var í Mbl. 6.
september.
Mér er þetta mál skylt þar sem
ég er foreldri eins af þessum ein-
hverfu börnum sem rætt er um í
báðum þessum bréfum og tel mig
knúinn til að leiðrétta nokkrar
rangfærslur ráðuneytisins.
Þetta mál snýst um skólagöngu
þriggja einhverfra barna sem eiga
að hefja skólagöngu nú í haust.
Menntamálaráðuneytið er búið að
vera með ótrúlegan feluleik í þessu
máli og halda okkur foreldrunum
í óvissu í allt sumar, um það hvort,
hvenær og hvar börn okkar eiga
að vera í skóla nú í vetur og í fram-
tíðjnni.
1. í yfirlýsingu menntamála-
ráðuneytis er því haldið fram að
ljóst hafi verið í sumar að ekki
væri hægt að veita þessum börnum
kennslu í Digranesskóla. Þetta er
rangt, það var í vor og ráðuneytið
hafði allt sumarið til að finna úr-
ræði fyrir börnin, en það var ekk-
ert gert.
2. Því er haldið fram að tekist
hafi að finna úrræði fyrir eitt barn
í Ölduselsskóla, þetta er rangt, enn
er allt í óvissu um hvar þetta til-
tekna barn mun stunda nám.
3. Því er haldið fram að öll þessi
börn fái samsvarandi þjónustu og
einhverf börn í Digranesskóla.
Þetta er einnig rangt, okkar dreng-
ur er í Melaskóla og er langt frá
því að hann fái jafn langa kennslu
og einhverfu börnin fá í Digranesi.
4. Því er vísað á bug að okkur
foreldrum hafi verið synjað um við-
töl við ráðherra og fleiri í ráðuneyt-
inu. Þessu er haldið fram gegn
betri vitund.
5. Það er fagnaðarefni að ráðu-
neytið skuli hafa hafið viðræður
við Reykjavíkurborg um að finna
hentugt framtíðarhúsnæði fyrir
kennslu þessara barna. Ég vona
einungis að forsenda þessarar stað-
hæfingar sé haldbetri en þær sem
að framan greinir.
Ég sem foreldri einhverfs barns
er mjög ánægður með það að barni
mínu skuli vera tryggt jafnrétti til
náms og tel mig vera heppinn að
lifa í þjóðfélagi, þar sem svo mikill
skilningur ríkir gagnvart fötluðum.
Það er aftur á móti dapurlegt til
þess að vita að þeir aðilar sem
starfa við það í menntakerfinu að
sjá til þess að þörfum fatlaðra sé
sinnt, skuli sýna af sér slíkt virðing-
arleysi gagnvart þeim eins og hér
er rakið að framan. Er það von
mín og trú að menntamálaráðu-
neytið fari nú að snúa sér að því
að vinna að framtíðarlausn í þessu
máii og hætti þessum skollaleik.
f mínum huga er það skylda
stjórnvalda að koma heiðarlega og
án yfirlætis fram við þegna sína.
Það getur verið að þeir sem stjórna
í menntamálaráðuneytinu séu ekki
sömu skoðunar, en ég vona þó að
svo sé ekki.
_ SIGFÚS BJARNASON,
Ásvallagötu 79,Reykjavík.
leysir vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
! háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin.
BYGGINOAVÖRUVERSLUN
P. Þ0R6RÍMSS0N & GO
Alltaf tll á lagar Ármúla 29, sími 38640
Weetabix
- hjartans mál!
rmm
Hollt fyrir barnið
Auömolt fyrir afn