Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
THE ANIMAL IS OUT
Stórmyndin ÚLFUR (Wolf)
' RIE
NICHOLSON
P F E I F F E R
VVOLF
DYRIÐ GENGUR LAUST.
Vald án sektarkenndar. Ást án skilyrða. Það er
gott að vera ... úlfur! Jack Nicholson og
Michelle Pfeiffer eru mögnuð í þessum nýjasta
spennutrylli Mike Nichols (Working Girl, The
| Graduate). Önnur hlutverk: James Spader, Kate
Nelligan, Christopher Plummer og Richard
Jenkins.
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20.
B.i. 16 ára.
Einnig sýnd í Borgarbíói, Akureyri.
STJORNUBIOLINAN
Sími 991065. Verð kr. 39,90 mínútan.
Taktu þátt í spennandi
kvikmyndagetraun! Verðlaun:
Bíómiðar,
Wolf hálsmen og bolir.
Simi
GULLÆÐIÐ
Sýnd kl. 11.
MIÐAVERÐ KR. 500
FYRIR BÖRN
INNAN 12ÁRA.
AMANDA VERÐLAUNIN 1994
BESTA MYND NORÐURLANDA
SÝND KL. 5, 7 og 9.
★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Betri tímar
hjá Lucy?
►HÚN Lucy litla úr Dallas-
þáttunum sálugu hefur ekki átt
sjö dagana sæla þau árin sem lið-
in eru siðan að þættirnir hurfu
af skjánum. Hvert mislukkað sam-
bandið rak annað, gjaldþrot og
fleira miður skemmtilegt dreif á
daga hennar. Um tíma leitaði hún
sér huggunar hjá sértrúarhópum,
en allt kom fyrir ekki. Nú vona
allir fyrrum aðdáendur Dallas að
betri tímar með blómum í haga
séu framundan hjá Lucy, sem
raunar heitir Charlene Tilton.
Hún er nú tekin saman við ungan
mann sem hún segir bera af öllum
þeim ótal körlum sem hún hafi
verið í tygjum við. Sá heitir Rob-
ert McCrain og er 27 ára, en
fregninni fylgir ekki hvaða at-
vinnu kappinn stundar og má því
ætla að hann tengist ekki kvik-
myndageiranum. Þau Robert og
Charlene hittust fyrst er þau voru
að gera helgarinnkaupin i mat-
vöruverslun. Eftir að hafa hist
nokkra föstudaga í röð og skipst
á augnagotum, tóku þau loks tal
saman og síðan hefur ekki komist
hnífur á milli þeirra, ef þannig
mætti að orði komast...
I á hverju miðvikudagskvöldi |
I í Kolaportinu I
| 12 ára og yngri kl. 17:00 |
| 13og14ára kl. 18:30 |
■ 15og18ára kl. 20:00 |
17 ára og eldri kl. 21:00
| Glæsileg verðlaun og ' |
| vinningar þar á meðal |
ferðir á NBA leiki
í New York!
I Þátttökugjald 500 kr. á hvern ■
I leikmann fyrir hvert mótskvöld. .
! Skráið lið ykkar til þátttöku
j hjá KKÍ í sima 685949 eða J
mætið á staöinn.
I_____________________________I
Tvær léttklæddar þokkadísir álpuð-
ust framhjá afmælisborðinu og lentu
með á myn af 007 og félögum.
Sean Connery skálar
í tilefni dagsins.
Smækkuð
afmælisveisla 007
SEAN Connery, skoski leikarinn
vinsæli, sá er gerði 007 ódauðleg-
an, átti 64 ára afmæli fyrir skömmu
og ætiaði ekki að gera of mikið
mál úr því, enda þykir það ekki til-
takanlega stórt afmæli. Til þessa
hefur hin franska eiginkona hans,
Micheline, skipulagt veislurnar og
boðið ýmsum frægum einstakling-
um sem eiga heimili á Costa del
Sol, rétt eins og herra og frú Conn-
ery. Má þar nefna auðkýfinginn
Adnan Kashoggi og Soayu, fyrrum
keisaraynju af Iran. Að þessu sinni
baðst kappinn undan glysinu og
valdi sjálfur gestalistann. Voru þar
saman komnir nokkrir af elstu og
bestu vinum Connerys.
Ekkert var til sparað í veitingum,
hver bakkinn af öðrum, hlaðinn
sjávarréttum, var borinn fram og
hver hvítvínsflaskan af annarri var
framreidd og tæmd. Aldrei fór það
svo, að kvenþjóðin fengi ekki full-
trúa í veislunni, því er hún stóð sem
hæst álpuðust óvart tvær léttklædd-
ar þokkadísir fram hjá borðinu.
Voru þær óðar kallaðar til og er
þær báru kennsl á aðalmanninn á
svæðinu slógu þær til. Lentu meira
að segja á sumum afmælismynd-
anna.
Fjölskyldan heiðraði
Tony Richardson
►FYRIR stuttu var
kvikmyndin „Blue Sky“
frumsýnd í New York,
en það var síðasta kvik-
myndin sem Tony Ric-
hardson leikstýrði áður
en eyðniveiran dró hann
til dauða. Meðal þeirra
sem heiðruðu leikstjór-
ann við þetta tækifæri
var Vanessa Redgrave,
breska stórleikkonan og
fyrrum eiginkona Ric-
hardsons, og dætur
þeirra hjóna, Natasha,
sem einnig er orðin mik-
ils metin leikkona, og
Joely. Fjáröflunaruppá-
koma til handa eyðni-
sjúkum var skipulögð í
tengslum við frumsýn-
inguna, en hana skipu-
lagði og stjórnaði Eliza-
beth Taylor. Á myndinni
eru Vanessa Redgrave,
fyrir miðju, t.v. er Nat-
asha Richardson og t.h.
Joely Richardson.
Macintosh námskeið
Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur.
Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum.
Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti,
leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð!
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Verkfræðístota Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegí 16 • sími 68 80 90
Keanu Reeves.
Of mikill hraði
í Speed?
►MYNDIN Speed, sem nú verið
að sýna hérlendis hefur notið
feikilegra vinsælda vestanhíifs
og er ein mest sótta mynd sum-
arsins og hefur einnig hlotið
frábær viðbrögð gagnrýnenda.
Einn er sá hópur kvikmynda-
áhorfenda sem einnig þykist.
hafa fengið mikið fyrir sinn
snúð þar sem Speed er annars
vegar en það eru þeir sem fara
í bíó með því hugar-
fari að koma auga á
smáatriði sem ekki
virðast geta komið
heim og saman við
framvindu sögunnar.
Þessir aðilar eru t.d.
búnir að komast að
því að skömmu áður
en fyrsta rútan
springur upp í loft í
myndinni er Keanu
Reeves í þann veginn
að fara að opna læst-
an bilinn sinn. Hann
hleypur af stað frá
hálfnuðu verki en
snýr svo við og rífur
þá upp dyrnar á bíln-
um og þeysir á brott.
Hver opnaði dyrnar?
Annað atriði snertir
það að félagi Reeves,
sem Jack Daniels
leikur, er skotinn í
vinstri fótinn en
skömmu síðar er
hann farinn að
ganga við staf og
haltrar þá á hægri
fæti.
Þá finnst sumum það
ekki koma heim og
saman að heyra ill-
mennið sem Dennis
Hopper leikur smella
fingrum vinstri
handar í símklefa i
einu atriði myndarinnar með-
an hann heldur á símtólinu í
hægri hendi. Ástæðan? Jú, það
hefur áður komið fram í mynd-
inni að það vantar vinstri þu-
malfingurinn á illmennið.
Allir þorri þess fólks sem farið
hefur á Speed lætur smámuni
af þessu tagi hins vegar ekki
tefja sig frá því að njóta mynd-
arinnar.