Morgunblaðið - 21.09.1994, Síða 48
V í K
G
L*TT#
alltaf á
Miövikudögxun
Lífið snýstumfestu
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Fjórir unglingspiltar réðust inn í verslun Nóatúns við Kleifarsel í gærkvöldi
Ógnuðu með
hnífi og rændu
peningunum
FJÓRIR grímuklæddir piltar réðust inn í verslun Nóatúns við Kleifarsel
um kl. 21.35 í gærkvöldi. Einn þeirra ógnaði afgreiðslufólki með hnífi,
á meðan hinir hrifsuðu seðla úr tveimur afgreiðslukössum verslunarinn-
ar. Við svo búið hlupu þeir á brott. Einn þeirra náðist skömmu síðar
og lögreglan hafði upplýsingar um hverjir félagar hans voru. Þrír pilt-
anna réðust á afgreiðslustúlku í söluturni við Seljabraut á föstudags-
kvöld, en þá náðu þeir ekki að hafa ránsfeng á brott með sér.
„Þeir komu hlaup-
’ andi hérna inn og óðu
strax að peningaköss-
unum,“ sagði Pálmi
Pálmason, starfsmað-
ur verslunarinnar, í
samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
„Þeir voru allir svart-
klæddir, einn með
skíðahúfu og annar
með rauðan trefil fyrir
andlitinu og andlitin á
hinum tveimur voru
iíka hulin.“
Hrifsuðu seðlana
Einn ræningjanna
var með svokallaðan
butterfly-hníf og otaði
honum ýmist að Pálma
eða samstarfskonu
hans. „Þeir sögðu okk-
ur að opna kassana,
en tveir þeirra biðu ekki eftir því
að við gerðum það, heldur stukku
að kössunum og opnuðu þá sjálfír,"
sagði Pálmi. „Þeir hrifsuðu pen-
ingaseðla úr kössunum og hlupu svo
út. Þeir höfðu engan áhuga á öðru
og létu allar vörur eiga sig, enda
voru þeir að flýta sér mjög mikið.“
Samstarfskona Pálma hringdi á
lögreglu, en hann kvaðst hafa
hlaupið út til að reyna að sjá hvert
ræningjarnir fóru. „Það var eins og
jorðin hefði gleypt þá,“ sagði Pálmi,
sem viðurkenndi að sér væri mjög
PÁLMI Pálmason,
starfsmaður Nóa-
túns, sagði einn
ræningjanna hafa
ógnað sér og sam-
starfskonu sinni
með hnífi.
brugðið eftir þessa
reynslu.
Einar Jónsson, tals-
maður Nóatúnsversl-
ananna, sagði í gær-
kvöldi að ekki væri
ljóst hve háa upphæð
ræningjarnir hefðu
haft á brott með sér.
Hann sagði að þar sem
fjöldi viðskiptavina
greiddi með debetkort-
um í stað seðla eða
ávísana, hefðu ræn-
ingjarnir haft mun
minna upp úr krafsinu
en ella.
mmaem
noatú'n
Morgunblaðið/Kristinn
LÖGREGLUMENN við rannsókn í verslun Nóatúns í Kleifarseli í gærkvöldi.
Breiðholtslög-
reglan gómaði þann
fyrsta
Þegar lögreglan
fékk fréttir af ráninu
handtóku lögreglu-
menn í Breiðholti 15 ára pilt, sem
hefur áður komið við sögu í afbrota-
málum. Við yfirheyrslur játaði hann
aðild að málinu og benti á þrjá 17
ára vitorðsmenn sína. í gærkvöldi
átti lögreglan von á að ekki liði á
löngu þar til þeir yrðu gripnir.
Pilturinn 15 ára viðurkenndi
einnig að hann og tveir félagar
hans hefðu reynt að ræna peningum
í söluturni við Seljabraut síðastliðið
föstudagskvöld. Þar hrintu þeir af-
greiðslukonu í gólfið, en hlupu tóm-
hentir á brott við svo búið.
Hátt í 140 vínveitingastaðir í Reykjavík
Leyfilegur gesta-
fjöldi 25 þúsund
VÍNVEITINGAHÚS í Reykjavík
eru nú orðin hátt í 140 talsins og
hefur þeim fjölgað stöðugt frá ári
til árs síðan bjórbanninu var aflétt
árið 1989. Leyfilegur gestafjöldi á
þessum veitingahúsum er tæplega
25 þúsund manns og lætur nærri
að ríflega þriðjunginn af borgarbú-
um á aldrinum 18-65 ára þurfi til
að fylla alla staðina. Rúmlega helm-
ingur vínveitingahúsanna er í mið-
bænum eða tæplega 70 staðir.
Gjaldþrot vínveitingahúsa hafa
verið tíð í Reykjavík og segir Wil-
helm Wessman, formaður Sam-
bands veitinga- og gistihúsa, að
feta þurfi í fótspor Dana og endur-
skipuleggja áfengislöggjöfína þann-
ig að erfiðara verði að fá leyfi til
reksturs vínveitingastaða.
Ástæðan sé sú að hér standi
menn nú frammi fýrir því líkt og
verið hafi í Danmörku, að ákveðnir
veitingamenn láti staðina fara í
þrot án þess að greiða tilskilin gjöld
af rekstrinum til hins opinbera, en
opni að því loknu nýjan stað og
endurtaki leikinn.
■ Vínveitingastöðum fjölgar/24
Allt að 201 í hali við línuna að fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða
Útflutningsverðmæti
Smugnfisks þrír milljarðar
VERÐMÆTI þeirra 30.000 tonna af þorski, sem Landssamband íslenskra
útvegsmanna telur að hafi fengist í Barentshafi á árinu, er um þrír millj-
arðar króna, miðað við að útflutningsverðmæti hvers kílós af þorski sé
um 100 krónur. Aðstæður á mörkuðum geta þó verið mismunandi og
mikið framboð stuðlað að verðlækkun. Nokkur ij'öldi íslenskra togara
hefur undanfarið verið að veiðum á eða innan línunnar að fiskverndar-
svæði Norðmanna við Svalbarða, en ördeyða er nú í Smugunni og hefur
verið undanfarinn hálfan mánuð. Eitt norskt strandgæsluskip er á þessum
slóðum og hefur það stuggað við togurunum en þeir jafnan haldið inn
fyrir eða á línuna aftur.
Sala á Smuguþorski gengur vel
miðað við aðstæður, að sögn Sæ-
mundar Guðmundssonar hjá ís-
lenskum sjávarafurðum, en upp-
gripafiskiríið sem var í Smugunni
til skamms tíma hefur leitt til þess
að verð hefur fallið nokkuð á Bret-
landsmarkaði. Sæmundur segir að
auk íslendinga líti Færeyingar og
Norðmenn þann markað einnig hýru
auga, og sakir þess reyni íslending-
ar nú í auknum mæli að stefna af-
urðum sínum inn á markaði á megin-
landi Evrópu og í Bandaríkjunum.
Hann segir að erfitt sé að gera sér
grein fyrir verðmæti afurðanna um
þessar mundir þar sem verðið breytt-
ist nánast dag frá degi, en meðal-
verðið hefði þó verið þokkalegt. Á
annað þúsund tonn af þorski séu nú
í pípunum hér á landi í augnablik-
inu, og að stórum hluta sé þegar
búið að selja þær birgðir.
Geysilega stór fiskur
Togarinn Siglir var í gær ásamt
fjölda annarra íslenskra skipa við
veiðar rétt við línuna að fiskvernd-
arsvæði Norðmanna við Svalbarða
og sagði Bjarni Eyjólfsson skip-
stjóri í samtali við Morgunblaðið
að þeir sem ekki brjóti norsku lögin
fái ekki neitt, svo einfalt sé málið.
Hann segir að fiskurinn sé allur
þeim megin línunnar núna. Norska
strandgæslan hafi ekkert annað
gert en að fara um borð í ein þrjú
eða fjögur íslensk skip og samskipt-
in hafi verið ágæt.
„Þeir gera í sjálfu sér ekki neitt,
vara menn bara við og eru mjög
kurteisir. Þetta er á línunni eins og
við segjum. Við fáum engan stuðn-
ing frá ríkisstjórninni sem er lið-
ónýt og ekki útgerðinni heldur. Við
eigum bara að koma með fisk,“
sagði Bjarni.
Hann sagði að skipin veiddu í
botntroll núna og fiskurinn væri
geysilega stór. Skipin fengju allt
upp í 20 tonn í hali.
Siglir hefur verið í einn mánuð
á miðunum. Fiskurinn er flakaður
og frystur á Ameríkumarkað en
allur úrgangur er bræddur. Bjarni
kvaðst ekki eiga von á því að Norð-
menn gripu til einhverra aðgerða
vegna veiða íslensku skipanna við
línuna. „Þeir væru þá búnir að því,“
sagði hann.
Húsbréf
fyrir 3,7
milljarða
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra lagði fram tillögu
á ríkisstjórnarfundi í gær um að
gefinn yrði út nýr flokkur húsbréfa
að upphæð 3,7 milljarðar. Að sögn
Guðmundar Áma var ríkisstjórnin
sammála um útgáfuna. Tæknilegum
frágangi væri hins vegar ólokið.
I lánsfjáflögum var gert ráð fyrir
að gefin yrðu út húsbréf fyrir 11,5
milljarða í ár. Eftirspurn eftir hús-
bréfum reyndist meiri og skýrist það
fyrst og fremst af lækkun vaxta.
Horfur eru á að útgefin húsbréf klár-
ist í næsta mánuði. Leita verður
heimildar Alþingis fyrir útgáfunni í
aukalánsfjárlögum.
„Við viljum koma í veg fyrir að
það myndist biðlistar í húsbréfakerf-
inu. Það væri ákaflega óheppilegt
fyrir þá einstaklinga sem hlut eiga
að máli og fyrir kerfið í heild. Það
gæti leitt til breytinga á gengi bréf-
anna og afföll gætu aukist. Þessi
mál þurfa að geta gengið snurðu-
laust fyrir sig og það munu þau
gera,“ sagði Guðmundur Árni.
—• ----♦ ♦ ♦-----
Drukknaði
í Hvamms-
tangahöfn
Hvammstanga. Morgunblaðið.
MAÐUR á áttræðisaldri fannst látinn
i höfninni á Hvammstanga í fyrri-
nótt. Hann hafði verið um tíma á
öldrunardeild Sjúkrahússins á
Hvammstanga.
Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar
lögreglumanns var mannsins saknað
síðla kvölds og var þá leitað af lög-
reglu og Björgunarsveitinni Kára-
borg. Um kl. 4.30 fanhst hann og
virðist hafa fallið út af bryggjunni.
Hinn látni hét Jakob Ágústsson, til
heimilis að Lindarbergi á Vatnsnesi.