Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÍFSSKOUNN VESTURBERGI73 ÍDAG Selma Júlíusdóttir, ilmfræö- ingur, heldur námskeið í meöferö ilmolía og sog- æðanuddi, helgina 5.-6. nóvember Námskeið verða haldin í vetur um heilun, fingra eyrnapunktanuddi og um forvarnir almennt gegn sjúkdómum. ----- SÍMI77070 OPINN FUNDUR UM FRISVÆÐI Á ÍSLANDI í kvöld á kosningaskrifstofu Kristjáns Páksonary Hafnargötu 45, Keflavík, kl. 21.00 Fundarstjóri: Ellert Eiriksson, bajarstjóri Stuðningsmenn BRIDS Umsjön Guðm. Páll Arnarson TYRKINN Özdil er litríkur spilari með sjálfsálitið í lagi. Hann hefur góða frásagn- argáfu og er þess vegna í miklum metum hjá brids- blaðamönnum í leit að efni. Þeir koma ekki að tómum kofanum hjá Özdil. Hér er eitt afrek hans í Albuqu- erque. „Það tók mig um það bil fjórar sekúndur að greina spilið í botn,“ viður- kenndi Özdil, en það er óra- tími á hans mælikvarða: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K32 ¥ Á102 ♦ Á8652 ♦ 54 Vestur ♦ 10975 ¥ 986 ♦ KG ♦ K1098 Austur ♦ ÁDG864 ▼ 43 ♦ 109 ♦ D63 Suður ♦ - ¥ KDG75 ♦ D743 ♦ ÁG72 Austur Suður Özdil 1 hjarta Paæ 1 grandl 2 spaðar Dobl** 4 spaðar 5 hjörtu Allir pass *krafa **úttekt Útspil: Spaðatía. Özdil gerði sér strax grein fyrir vandanum: Að stinga lauf í borði án þess að missa vald á trompinu. Ekki gengur að dúkka lauf eða spila tígulás og tígli. Vömin spilár alltaf spaða og fær á endanum slag á tromp. Eftir fjórar sekúnd- ur sá Özdil lausnina. Hann dúkkaði tígul í öðrum slagi! Vestur átti slaginn og spilaði spaða. Özdil tromp- aði og gaf slag á lauf. Spili vörnin spaða í þriðja sinn, trompar suður, tekur KD í hjarta, fer inn í borð á tígul- ás og spilar hjartaás. Öfug- ur blindur. Og ef andstæð- ingarnir spila tígli, er hægt að trompa lauf í borði. Lyk- ilatriðið er að geyma tígul- ásinn í borði sem innkomu. VELVAKANDI Svarar í slma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Lítið framboð af norður- amerískum bókum HÉR Á landi er alltof lítið af bókum frá löndum eins og Bandaríkjunum og Kanada þó að þetta séu miklar bókaþjóðir. Ég vil gjarnan fá upplýsingar um það hjá þeim aðilum sem selja erlendar bækur hér á landi, eða öðrum, hvar ég geti keypt banda- rískar eða kanadískar náttúrulífsbækur um flór- ur, eða bækur sem fjalla um gróður, lönd og dýr. í lokin væri fróðlegt að fá vitneskju um það frá aðilum sem selja erlendar bækur hvers vegna bækur frá Bretlandseyjum séu langalgengastar í versl- unum hér á landi. Upplýsingar um þetta væru vel þegnar í síma 92-46558. Bókaunnandi Köttur tapaðist SVARTUR fresskettiing- ur með hvíta sokka tapað- ist frá Hraunbrún 2 sl. fimmtudag. Hafí einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 651715. Síamsfressið hennar Hörpu HARPA, sem á eyma- merkta síamsfressið úr Æsufelli, er beðin um að hafa samband í síma 877182. TAPAÐ/FUIMDIÐ Hanski tapaðist SVARTUR leðurhanski með ullarfóðri tapaðist sl. laugardag í Bónus við Holtagarða eða á bíla- stæðinu. Hanskinn er merktur inni í fóðrinu. Ef einhver finnur hann er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 12267. Myndavél tapaðist VETURLIÐI Gunnarsson tapaði myndavél sinni sl. miðvikudag í Grasa- garðinum í Laugardal. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 879321. Með morgunkaffinu Áster... 10-14 að giska á hvaða gjöf er frá henni. TM Reg. U.S. P«t. 0«. - afl rights reserved (e) 1094 Los Angeles Tbnes Syncbcate Ég veit alveg hvað þetta þýðir, svo þú getur sleppt þessu mín vegna. Þetta hafðir þú upp úr því að gefa vísindunum hjarta þitt. 14. Ég veit ekki, Pétur minn. Spurðu mig aftur þegar þú ert búinn að koma konunni þinni fyrir katt- arnef. Víkveiji skrifar... FYRIRHYGGJA er eitthvað sem ekki virðist hrjá íslenska öku- menn um of, þegar fyrstu snjóar vetrarins leggjast á götur og vegi höfuðborgarsvæðisins. Haust eftir haust verðum við vitni að því, að umferð á höfuðborgarsvæðinu gengur löturhægt í fyrstu snjóum. Bílamir eru enn í sumarbúningi og hvarvetna myndast óralangar bíla- lestir, þar sem hver bíll silast áfram nokkra metra í senn og víða eru sumardekkjabílar sem spóla og þvælast fyrir hinum sem forsjálli voru. Það var nú á mánudagsmorg- un, sem alhvít jörð og mikil hálka heilsaði þeim sem þurftu að leggja af stað til vinnu. Líklega voru þeir margir ökumennimir sem ekki höfðu haft þá fyrirhyggju að koma bílum sínum yfir á vetrardekk, jafn- vel þótt 1. nóvember væri í gær. Auk þess hafa þeir örugglega skipt þúsundum ökumennirnir, sem á mánudagsmorgun lögðu af stað til vinnu sinnar, á sama tíma og venju- lega. Eðlilegt hefði á hinn bóginn verið, að fenginni margra ára reynslu, að menn væru á fyrri skip- unum á leið til vinnu sinnar, því þegar óhætt er að tvöfalda, eða jafnvel þrefalda þann tíma, sem tekur að koma sér til vinnu, f hálku og ófærð, þá verður að taka tillit til slíkra útreikninga og leggja þess fyrr af stað. HAFA menn hugleitt það, hversu mörg þúsund vinnu- stundir glatast atvinnulífinu, við það að þorri vinnandi fólks mætir of seint til vinnu? Gefum okkur, að 30 þúsund manns hafi hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu mætt korteri of seint til vinnu, nú á mánudags- morgun. Það jafngildir því að at- vinnulífínu hafa tapast 7.500 vinnu- stundir á þessari morgunstund. Það jafngildir því aftur, að tæplega 200 vinnuvikur hafi farið í súginn, þar sem menn sátu fastir í bifreiðum sínum í bílalestunum, eða spóluðu sig löþurhægt í átt til vinnustaðar- ins. Út frá talnaleik sem þessum, má þannig komast að þeirri niður- stöðu, að hafi 30 þúsund manns mætt fimmtán mínútum of seint til vinnu, sl. mánudagsmorgun, þá jafngildir það því, að næstum því fjögur ársverk glötuðust í hálkunni. XXX MEÐ þennan leik að tölum í huga, sem þarf hreint ekki að vera fjarri lagi, að mati Vík- verja, er ekki úr vegi, að brýna fyrir ökumönnum að huga í tíma að vetrarútbúnaði bíla sinna. Það þarf ekki marga svarta sauði í sum- arbúningi, til þess að eyðileggja fyrir þeim hvítu, sem þrátt fyrir góðan útbúnað, geta verið dæmdir til þess að sitja fastir í bílalestinni, vegna þeirra svörtu. xxx STUNDUM virðist Víkverji sem hugmyndaríkum markaðs- mönnum takist að hafa fjölmiðla- fólk að hálfgerðum ginningarfífl- um. Þannig gerðist það um síðustu helgi að lögreglan stöðvaði að nóttu til tónleika sem haldnir voru í leyfís- leysi í miðbæ Reykjavíkur. Stöð 2 var strax komin á vettvang og á sunnudagskvöld var viðtal við einn hljómsveitarmeðliminn, sem svaraði fyrir um hvers vegna hljómsveitin hefði gerst brotleg með þessum hætti. Ungi maðurinn var ekki í vandræðum með svarið, þar sem hann sagði með bros á vör, að hljómsveitin væri að reyna að fá ókeypis auglýsingu vegna hljóm- plötu sem hún væri að gefa út. Brosti síðan breiðar og sagði við fréttamanninn, að augljóslega hefði þetta virkað, því hann væri kominn í sjónvarpsviðtal við Stöð 2! Það gerði gott betur en að virka, því fjórdálka litmynd á forsíðu ásamt fyrirsögn af atburðinum, prýddi svo mánudagsblað DV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.