Morgunblaðið - 08.11.1994, Side 26

Morgunblaðið - 08.11.1994, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ NÝR SJÁLFVIRKUR OFNHITASTILLIR VETRARSKOÐUN Hefur þú hugleitt að fá pípulagningamanninn til að stilla hitakerfið í húsinu fyrir veturinn? Þannig gœtir þú komist hjá óþægindum og Lekkað orkureikninginn. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum áfrábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt ill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax:*3 58 21 Nú er meiri þörf fyrir þjónustu en steinsteypu I. Bráðasjúkrahús Enska máltækið „in splendid isolation", þ.e. í skrautlegri ein- angrun, kemur mér í hug þegar rætt er um framkvæmdagleði okkar á íslandi t.d. í byggingarmálum sjúkrahúsa. Tilefnið er, að á sama tíma og nágrannaþjóðir draga sem mest úr nýbygg- ingum legudeilda sjúkrahúsa, en auka göngudeildar- og dag- deildaraðstöðu, eru í bígerð veruiegar ný- byggingar við legudeildir sjúkra- húsa hér á landi. Þessi þróun er athyglisverð, því að við búum hlutfallslega mjög vel hvað varðar sjúkrarúm á íslandi eins og kemur fram í næstu töflu. Heildarfjöldi sjúkrarúma í Norður-Evrópu 1992 á1000 íbúa ísland .....................16,7 Noregur.....................14,5 Finnland....................12,5 Svíþjóð ....................12,4 Lúxemborg...................11,8 Holland ....................11,5 1960-1990 OECD Health Data. 1991-rl992 Secretarial estemate. Fjöldi sjúkrarúma er svipaður á íslandi og á öðrum Norðurlöndum því að elli- og hjúkrunarheimili eru talin með á Islandi en ekki á öðrum Norðurlöndum. Um fjölda rúma á bráðadeildum í Evrópu og í Banda- ríkjunum og fækkun þeirra á síð- ustu árin má lesa um í næstu töflu. Fækkun rúma á bráðadeildum í Evrópu og Bandaríkjúnum á 1000 íbúa á árunum 1980-1992 1980 1992 Svíþjóð 4,8 3,7 Danmörk 5,6 4.2 Noregur 5,4 3,5 Bretland 2,9 2,4 Bandaríkin 4,2 3,1 Sviss 7,1 6,2 Þýskaland 7,7 7,5 Belgía 5,5 4,8 ísland 4,8 1960-1990 OECD Health Data. 1991-1992 Secretarial estemate. Rúmum á sérdeildum fækkaði um 20% á tímabilinu 1980-1992. Þrátt fyrir verulega fækkun rúma hefur legutími styst verulega. Legutími á bráðadeildum sjúkrahúsa á Vesturlöndum 1970 1992 Finnland Danmörk 12,8 12,5 8,0 6,3 Noregur 14,8 6,9 Svíþjóð 11,0 6,0 Bretland 9,8 6,0 Bandaríkin 8,2 7,2 Holland 18,8 10,6 Sviss 15,5 12,1 ísland 6,3 1960-1990 OECD Health Data. 1991-1992 Seerelarial eslemate. Meðallegutími vartæpir 14 dag- ar 1970 en er nú rúmir 7 dagar. Þrátt fyrir verulega fækkun rúma á sérdeildum styttist legu- tíminn að meðaltali um 48% á árunum 1970-1992. Legutími á íslenskum sjúkrahúsum er styttri en meðallegutími margra sjúkra- húsa á Vesturlöndum. Aðalástæð- ur styttingar legutímans eru m.a. eftirfarandi: Allt að 50% skurðaðgerða eru nú framkvæmdar utan spítala eða á göngu- og dagdeildum. Lík- legt er að þetta hlut- fall hækki verulega á næstu árum m.a. vegna tilkomu betri tækni. Mjaðmaaðgerðir: Legutíminn hefur styst um margar vik- ur. Kransæðasjúkdóm- ar: Áður fyrr voru þessir sjúklingar vi- staðir í 4-6 vikur en nú er meðallegutíminn 1-2 vikur. Vegna betri tækni gengst mun eldra fólk undir aðgerðir en fyrr. Magasár: Áður fyrr lágu sjúk- lingar í 4-6 vikur á sérstökum matarkúr en nú hefur þessum sjúklingum fækkað mikið vegna nýrrar og kröftugri lyfjameðferðar utan spítala. Lýtaaðgerðir eru í vaxandi mæli gerðar utan spítala. Kögunaraðgerðir í kviðarholi og t.d. vegna gallsteina og annarra kviðarholsaðgerða hafa stytt legu- tímann vegna aðgerðar um 1-2 vikur. Nýrnasteinar: Steinbijótur (Mjölnir) hefur stytt legutímann um 2-3 vikur. Kostnaður við að- gerðir hefur þó ekki minnkað. Aðgerðir á börnum sem áður voru framkvæmdar á sjúkrahúsum eru gerðar utan spítala eða á mót- tökudeildum. • Flutningur hjúkrunarsjúklinga frá bráðadeildum til elli- og hjúkrunardeilda. • Sólarhrings heimaþjónusta fyrir aldraða hefur verið stórefld. • Efling á heilsugæslu. Víða kemur fram að aukin krafa um sparnað í heilbrigðisþjónustu hafi þvingað fram fækkun rúma. í nágrannalöndunum hafa sjúkrahótel sem rekin eru inni á sjúkrahúsum eða á lóð sjúkrahús- anna rutt sér til rúms. Jafnvel á Bretlandi, en þar þykja menn nokkuð íhaldssamir. Sjúkrahótelin taka við 15-20% sjúklinga bráða- deilda 1-3 dögum eftir aðgerð og fækka þar með rúmum á bráða- deiid. Biðlistar hafa heldur lengst á íslandi vegna þess að: 1) Ný tækni hefur aukið aðsókn eftir aðgerðum, en eldri sjúklingar gangast nú undir aðgerðir frekar en áður. 2) Skortur á heimaþjónustu og hjúkrunarrými t.d. í Reykjavík. 3) Við erum sein til þess að taka í notkun sjúkrahótel hin nýju. 4) Fækkun stærri og minni að- gerða á litlu sjúkrahúsunum á landsbyggðinni hefur skapað aukið álag á stærri sjúkrahúsin. 5) Eins og áður hafa skriffinnar gert rangar fjárhagsáætlanir fyrir rekstur bráðasjúkrahúsa. íslend- ingum virðist vera fyrirmunað að gera haldbærar áætlanir. Skortur á raunhæfum áætlunum hefur því skapað skuldahala og aukið veru- lega vinnuálag á sjúkrahúsum. Skuldahali og mikið vinnuálag er þó ekki alíslenskt fyrirbæri. Sem dæmi má nefna að skuldahali frönsku sjúkrahúsanna samsvarar því að íslensku sjúkrahúsin skuld- uðu um 2 milljarða íslenskra kr. árið 1993. Yfirleitt hefur þó þessi breyting orðið til þess að heildarút- gjöld hækka ekki frá ári til árs eins og áður. í Danmörku og víðar hefur örri fækkun smásjúkrahúsa einnig fylgt aukinn heildarkostn- aður því að smáaðgerðir litlu sjúkrahúsanna fylla nú skurðstofur stærri sjúkrahúsanna og legu- tíminn er dýr þar á bæjum. II. Sjúkrahús á landsbyggðinni Smám saman hefur skurð- læknaþjónusta lagst af á minni sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni samfara bættum samgöngum. Má t.d. nefna Patreksfjörð, Hvamms- tanga og Egilsstaði. í framtiðinni verður skurðlæknaþjónusta aðal- lega á Akranesi, Isafirði, Akur- íslendingum virðist vera _ fyrirmunað, segir Olaf- — ur Olafsson, að gera haldbærar áætlanir. eyri, Neskaupstað, í Vestmanna- eyjum, Keflavík og á Selfossi. Trú- lega verður þó að halda uppi „feril- vakt“ í skurðlækningum á Sauðár- króki, Siglufirði og Húsavík. Uppi hafa verið hugmyndir um að leggja niður skurðlæknaþjónustu á síðar- nefndu sjúkrahúsunum. Hér verð- ur þó að fara með gát. Vissulega verða þessi sjúkrahús aðallega rek- in sem hjúkrunarsjúkrahús, en búsetuskilyrði, atvinna og íbúa- íjöldi vega þungt þegar ákvarðanir eru teknar um bráðaþjónustu. Við sem sitjum í Reykjavík gleymum gjarnan eða höfum aldrei upplifað þá óöryggistilfinningu sem fylgir skorti á bráðaþjónustu á sviði heil- brigðismála. Forsenda búsetu t.d. barnafóiks og eldra fólks á þessum stöðum er góð og nærtæk heil- brigðisþjónusta. Það hefur geig- vænleg áhrif ef þessir íbúahópar hverfa frá framangreindum stöð- um. Þeim er sinna áætlunargerð í heilbrigðismálum hættir til þess að horfa aðeins á kostnað við einn þátt þjónustunnar en gleyma fé- lags- og atvinnuþáttum sem eru mjög samtvinnaðir heilbrigðisþjón- ustunni. Lokaorð Við búum einna best varðandi fjölda bráðasjúkrarúma hér á landi miðað við Evrópulönd. Afköst, t.d. útskriftartíðni, er þó sambærileg við nágrannalöndin og gefur það góða hugmynd um framleiðnina. Við megum ekki láta fram- kvæmdagleðina leiða okkur í ógöngur. Vonandi upplifum við ekki svipaða offjárfestingu í heil- brigðisþjónustunni og öðrum greinum. Sér í lagi þegar fjöldi rúma á bráðasjúkrahúsum standa nú ónýtt dag hvern. Gífurlegt álag er nú á bráða- sjúkrahúsum, t.d. á Borgarspítala. Iðulega verður að senda innkallaða sjúklinga heim vegna þess að rúm- in fyllast af bráðasjúklingum. í dag skortir því fé til þjónustu á þéttbýl- issvæðum en ekki til steinsteypu. Byggingar verða að bíða betri tíma. Einhliða ákvarðanir um sam- drátt í sjúkrastofnanaþjónustu úti á landsbyggðinni mega ekki verða til stórfjölgunar smáaðgerða á skurðstofum stóru sjúkrahúsanna í þéttbýli, vaxandi óöryggi íbúa á landsbyggðinni og jafnVel byggð- aröskunar. Ólafur Ólafsson I ) ) i i i i í Í I I I I 9 9 \i i i í 9 Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.