Morgunblaðið - 08.11.1994, Side 56

Morgunblaðið - 08.11.1994, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn * I geymslu STARFSMENN Hampiðjunnar í Reykjavík taka flotvörpu í land til geymslu úr rússneskum togara. Algengt er að Rússar nýti sér þá þjónustu, líkt og aðrir sem ekki þurfa á svo stórri flot- vörpu að halda um sinn, en hún er til dæmis notuð við karfa- veiðar og má því búast við geymslu til vors. Sjúklingar undirrita samþykki við aðgerð KVENNADEILD Landspítalans biður sjúklinga sem leggjast inn að undirrita samþykki við aðgerð. Eftir því sem næst verður komist er kvennadeildin frumkvöðuli hér- lendis að þessu leyti. í Bandaríkj- unum og Bretlandi hefur lengi tíðkast að fá samþykki sjúklinga við aðgerðum fyrirfram með þess- um hætti. Prófessor Reynir Tómas Geirs- son forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans segir að nú skrifi allar konur sem gangist undir fyrirfram ákveðna aðgerð á deild- inni undir sérstaka yfirlýsingu þar sem meðal annars kemur fram að þær hafi fengið fullnægjandi upp- lýsingar um aðgerðina, mögulega fylgikvilla og batahorfur. Tilgangurinn sé fyrst ög fremst sá að tryggja að nauðsynlegar upp- lýsingar fari milli læknis og sjúkl- ings fyrir aðgerð. En einnig geti þetta verið fyrirbyggjandi þannig að síður rísi skaðabótamál vegna læknisaðgerða á kvennadeild, sem grundvallist stundum á misskiln- ingi milli læknis og sjúklings. Reynir Tómas áætlar að nálægt tvö þúsund konur hafi nú þegar skrifað undir slíkt samþykki síðan eyðublaðið var tekið í notkun í byijun júní síðastliðins. Ekki hafa að hans sögn komið upp nein vand- kvæði við framkvæmd þessa. Hann segir að málið hafi verið vandlega undirbúið og hafi eyðu- blaðið verið borið undir alla sér- fræðinga á kvennadeild, lögfræð- ing Ríkisspítalanna og yfirstjórn þeirra, læknaráð Landspítalans og heilbrigðisráðuneytið. ■ Skriflegt samþykki/4 Morgunblaðið/Kristinn Sjúkraliðadeilan Ættingjar taki aldr- aða heim „MÉR þykir alvarlegast hvað stofnanir hafa tekið seint við sér að gera ráðstafanir vegna verkfallsins, sérstaklega fyrir aldraða," segir Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands. Hún segir neyðarástand blasa við á sjúkrastofnunum vegna yfir- vofandi verkfalls og kveðst ekki vera bjartsýn á að takist að ná samningum áður en ve’rkfall skellur á. Talið er að ástandið verði verst á öldrun- ardeildum og öldrunarheimil- um og er nú farið að kanna hvort ættingjar geti tekið aldr- aða heim til sín af stofnunum á meðan á verkfalli stendur. Verkfall á fimmtudag Stuttur samningafundur var haldinn í sjúkraliðadeilunni í gær en hann var með öllu árangurslaus. Til annars fund- ar hefur verið boðað í dag en verkfall sjúkraliða skellur á á miðnætti næstkomandi fimmtudagskvöld takist ekki aö semja fyrir þann tíma. Undirbúningur stendur nú yfir á sjúkrastofnunum vegna yfir- vofandi verkfalls og hafa við- ræðurfarið fram við sjúkraliða um framkvæmd verkfallsins og undanþágur frá vinnu- stöðvun. Áð sögn Bergdísar Kristjánsdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra á Land- spítala, munu stjórnendur spít- alans væntanlega taka ákvarðanir um tilflutning milli sjúkradeilda og hugsanlegar lokanir í dag í framhaldi af fundi méð trúnaðarmönnum sjúkraliða við spítalann í gær. Ákveðið hefur verið að setja á fót sérstaka undanþágu- nefnd sem fjallar um undan- þágur frá yerkfalli í þeim sjúkrastofnunum þar sem ekki eru til sérstakir undanþágu- listar. Þegar er farið að út- skrifa sjúklinga af sjúkrahús- um og við það mun beiðnum um heimaþjónustu fjölga en sjúkratiðar annast afgreiðslu þeirra. NOKKRIR starfsmenn garð- yrlqustjórans í Reykjavík eru að gróðursetja tré við Miklubraut, milli Grensásvegar og Háaleitis- brautar, um þessar mundir. Gerð voru ný beð á svæðinu fyrir skemmstu og er nú unnið að því Skógrækt að planta ösp, greni, víði og reynivið auk runnategunda. Ein- hveijum kynni að þykja seint að gróðursetja tré á þessum árstima en samkvæmt upplýsingum frá embættinu er hægt að planta þeim hvenær sem veður leyfir og auðvelt að flytja þau milli staða þegar þau eru búin að fella laufin og komin í dvala. Breyttar tillögur um vegaátak Minni hækk- un benzíns DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því í gær að horfíð hefði verið frá fyrri hugmyndum um átak í vegagerð fyrir sjö milljarða króna á næstu 10 árum, sem átti að fy’ár- magna að verulegum hluta með hækkun benzíngjalds. Þess í stað verði framkvæmt fyrir þrjá og hálfan milljarð á fimm árum og fjármögnun- in fengin að hálfu með hækkun benz- íngjalds, en hinn helmingurinn með beinu framlagi úr ríkissjóði. Þetta þýðir minni hækkun á benzíni en fyrri tillögumar gerðu ráð fyrir. Davíð skýrði frá þessu í svari við fyrirspurn á Alþingi í gær. Hann sagðist hafa átt fundi með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins í gær, og með tillögunum væri verið að koma til móts við athugasemdir þeirra við fyrri áform. Áætlað er að um 60% upphæðar- innar renni til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og annað til landsbyggðarkjördæma í samræmi við íbúafjölda þeirra. ■ 60% á höfuðborgarsvæðið/4 76 sprautufíklar hafa greinst með merki lifrarbólgusýkingar Sýnir að sameiginleg sprautunotkun er útbreidd SÍÐASTLIÐIN þijú ár hafa 124 einstaklingar greinst með merki sýkingar af völdum lifrarbólgu- veiru C á Rannsóknarstofu Háskólans í veiru- fræði. Langflestir þeirra, eða 76, eru fíkniefna- neytendur sem nota sameiginlegar sprautur, en 25 hafa sýkst við blóðgjöf áður en skimun blóðs hófst hér á landi. Sprautufíklar eru því í mikilli hættu á að sýkj- ast af völdum lifrarbólguveiru C og veiran er orðin algeng meðal þeirra hérlendis. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn sem Arthur Löve yfirlæknir og Barbara Stanzeit líffræðingur hjá Rannsóknarstofu Háskólans í veirufræði gerðu og kynnt er í nýútkomnu Læknablaði. Þessi niðurstaða sýnir að sameiginleg sprautu- notkun er útbreidd meðal þessa hóps. Flestir sprautufíklarnir eru fæddir eftir 1960 og mjög ungir einstaklingar af báðum kynjum eru allstór hluti þeirra sýktu. 26 þeirra sprautufíkla sem rannsakaðir voru eru fæddir á milli 1970 og 1979 „Óttast að eyðniveiran geti breiðst út meðal fíkla á næstunni“ og reyndust 11 þeirra sýktir, þar af 7 stúlkur. Lifrarbólguveiru C sýking getur leitt til varan- legs skaða á lifur, s.s. skorpulifrar og lifrar- krabbameins. Sýkingin er alvarlegri eftir því sem hún hefur lengri tíma til að valda skaða og eru yngri sjúklingar því í meiri hættu en þeir eldri. Af 133 þekktum sprautufíklum reyndust 76, eða 57%, hafa merki um sýkingu af lifrarbólguveiru C. Af sýnum frá Hjartavernd og Rannsóknar- stofu Háskólans í veirufræði reyndust aðeins 0,20% bera merki um að hafa sýkst af lifrarbólgu- veiru C, sem er lægra algengi en fundist hefur víðast erlendis í löndum Evrópu og N-Ameríku. „Búast má við að nýgengi lifrarbólguveiru C sýkinga hérlendis muni aukast mjög á næstu misserum og árum verði ekki á áhrifaríkan hátt spornað við fíkniefnaneyslu sem er augljóslega að verða mikið heilbrigðis- og félagslegt vanda- mál hérlendis,“ segir Arthur. Eyðniveiran í hóp sprautufíkla „I þessari samantekt er fjallað um 133 fíkni- efnaneytendur sem eru án efa aðeins toppurinn af ísjakanum. Án aðgerða er þess vafalaust ekki langt að bíða að eyðniveiran komist einnig í hóp sprautufíkla og mun þá fjöldi þeirra sýkjast á stuttum tíma eins og gerst hefur erlendis. Það er gífurlegt vandamál í þessu sambandi að þetta eru bara krakkar sem eru að bytja að sprauta sig og þeir enda margir sem harðsvíraðir sprautufíklar og sýkjast af öllu því sem hægt er að sýkjast. Ég held að þetta gerist tiltölulega fljót- lega og þá er fjandinn laus. Þetta er tíma- sprengja sem ég er dauðhræddur um að geti sprungið á næstu mánuðum eða misserum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.