Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lokahönd lögð á áramótaskaup Sjónvarpsins Spjótum beint að lýðveldis- hátíðinni NÚ ER verið að leggja lokahönd á hljóðsetningu áramótaskaups Sjónvarpsins en tökum og klipp- ingu myndefnis er nýlokið. Tök- ur stóðu yfir í þrjár vikur, frá miðjum nóvember og fram í des- ember, að sögn Þorgeirs Gunn- arssonar, aðstoðardagskrár- stjóra innlendrar dagskrárdeild- ar Sjónvarpsins. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á 4,5 milljónir króna, sem er svipað og skaupið kostaði í fyrra. Helstu höfundar áramóta- skaupsins 1994 eru Guðný Hall- dórsdóttir, sem jafnframt leik- stýrir, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Randver Þorláksson, sem leika öll í skaup- inu ásamt Bessa Bjarnasyni, Helgu Braga Jónsdóttur, Eggert Þorleifssyni, Magnúsi Ólafssyni, Guðmundi Ólafssyni, Ragnhildi Gísladóttur, Hjálmari Hjálmars- syni, Margréti Helgu Jóhanns- dóttur og fjölmörgum aukaleik- urum og ungum börnum. Tage Ammendrup stjórnaði upptök- um. Árið ekki bitastætt Guðný stýrði áramótaskaup- inu einnig í fyrra, en kveðst vænta þess að hún muni nú segja skilið við skaupið nema sem áhorfandi. Hún segir að megin- þema áramótaskaupsins að þessu sinni sé lýðveldishátíðin, þjóðhá- tíð á Þingvöllum, en frá því spretti ýmsir angar og útúrdúr- ar. Skaupið sé fremur hefðbund- ið að allri gerð, með áherslu á gamanmál, tónlist og eftirherm- ur. Nokkur launung hvlli á nán- ari útfærslu. „Það hefur enginn áhuga á að sjá áramótaskaupið fyrr en á ÁHUGASAMIR áhorfendur virða fyrir sér þátttakenda spranga um sviðið í keppninni um þjóðbúning íslenskra karia. gamlárskvöld, sem er skemmti- legt að mínu mati, enda má ekki of mikið kvisast út,“ segir Guðný. Hún segist hafa gaman að stýra þessu efni sem öll þjóðin horfir á og hnakkrífst síðan fyrstu vik- ur nýs árs um ágæti þess eða galla, en hins vegar hafi árið í fyrra verið bitastæðara en árið í ár. „Núna er minna úr að moða, sérstaklega í stjórnmálunum, en það er alltaf hægt að finna eitt- hvað sem má hlæja að.“ Áramótaskaupið verður textað fyrir heyrnarskerta á síðu 888 í textavarpi. GÍSLI Rúnar Jónsson í hlutverki ónefnds skátahöfðingja flytur ræðu með tilheyrandi áherslum í áramótaskaupi Sjónvarpsins sem þjóðin ber að venju augum á gamlárskvöld. Vinabæjarsamband Akureyrar við Yelisovo endurnýjað Núverandi ráða- menn vissu ekki af tengslunum Akureyri. Morgunblaðid. ____ ÞORARINN E. Sveinsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, var nýlega á ferð um Kamtsjatka þar sem hann endurnýjaði m.a. tengsl við vinabæ Akureyrar, Yelisovo, og kom hann með úr förinni myndabók og kveðjur frá borgarstjóra. Vinabæjasamband við Yelisovo var tekið upp árið 1991 en hefur ekki verið mjög virkt. Þegar Þórarinn bankaði upp á hjá borgarstjóra í ferð sinni kom hann ráðamönnum í opna skjöldu, enginn vissi af vinabæjasam- bandinu við Akureyri. Ástæðan var sú að borgarstjóri sá sem skrifað hafði undir vinabæjasamkomulagið hafði verið settur af og hirti hann með sér öll gögn þar um við brott- hvarfíð. Féll á prófinu Þórami var tekið fagnandi er hann hafði útskýrt málið og greint frá hinum góðu vinum á Islandi. Fyrri borgarstjóri hafði að sögn Þórarins fallið á eins konar prófí sem útsend- arar Moskvustjórnar leggja fyrir stjómendur bæja og borga á þeirra umráðasvæði og felst í því einkum að jjeta sýnt fram á árangur í starfí. I viðræðum Þórarins og núverandi borgarstjóra Yelisovo kom fram að hann hefur sérstakan áhuga á að þróa vinabæjatengslin til samvinnu á sviði atvinnumála, m.a. í tengslum við vinnslu landbúnaðar- og sjávaraf- urða. Þórarinn sagði mikla þörf fýrir þekkingu á þessum sviðum þar í landi en varaði menn við að ijúka yfir hálfan hnöttinn umhugsunarlaust til að kenna Rússum að búa til jógúrt og pylsur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Spenntur að velja jólatré ÚRVALIÐ í skógunum hjájóla- trjásölum hefur farið ört minnk- andi undanfarna daga og sumar tegundir eru uppseldar. Lífleg tijásala hefur verið á Akureyri og börnin fylgjast grannt með eins og þessi drengur sem kíkti í gegnum pökkunarrörið hjájól- atrjásölu Skógræktarfélags Ey- firðinga í miðbæ Akureyrar í gær. \R segir reglur um opnunar- tíma verslana þverbrotnar Ekki hægt að meina fólki að reyna að auka tekjur sínar, segir formaður Kaupmannasamtakanna MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, segir að kjarasamningar um opnunartíma verslana séu þver- brotnir fyrir jólin og starfsfólk verslana sé í nokkurs konar þræla- búðum. „Fólk þorir ekkert að gera vegna slæms atvinnuástands," seg- ir hann. Bjami Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna, segir að ljóst sé að kaupmenn fari ekki eftir gerðum kjarasamningum og ekki sé hægt að meina fólki að reyna að auka tekjur sínar með meiri vinnu. í kjarasamningum verslunarfólks er kveðið á um að fyrsta laugardag í desember megi vera opið tiljd. 16, annan laugardaginn megi vera opið til kl. 18, þann þriðja til kl. 22 og á Þorláksmessu er heimilt að hafa verslanir opnar til kl. 23. Ekki sé heimilt að hafa verslanir opnar á sunnudögum. Magnús segir að nú hafí verslanir hins vegar opið til kl. 22 öll kvöld, einnig á sunnudögum. „Starfsfólkið er hreinlega orðið örmagna,“ segir Magnús. „Það er eitthvað skipt um fólk, en skólafólk leysir ekki af reynt fólk með sér- þekkningu. En fólk þorir ekki að kvarta, því alls eru um 800 manns í Verslunarmannafélaginu atvinnu- laus eða um 7%. Það er hátt hlutfall." Hann segir að þetta veki einnig upp spurningar um fullyrðingar kaupmanna um að ekki sé hægt að hækka 50.000 króna grunnlaun verslunarfólks, því með þessu væru kaupmenn stöðugt að lengja þann tíma sem borga þarf 80% álag á. Álagið er lagt á vinnu unna eftir klukkan 18. Bjarni Finnsson segir að nú eigi sér stað miklar breytingar í verslun- arháttum. Þó þessar opnunarreglur standi enn í kjarasamningum þá hafí menn litið svo á að eftir að borgarstjórn Reykjavíkur afnam reglur um opnunartíma verslana árið 1991 hafi opnunartíminn verið gefínn fijáls. Hvað varði mikla aukavinnu starfsfólks, þá þætti sér ekki rétt að meina fólki að vinna og auka þannig tekjur sínar. „Það er heldur ekki alltaf um það að ræða að vinnutíminn lengist,“ segir hann. „Það er mjög misjafnt. Menn í matvöru hafa til dæmis sagt mér að þeir hafí ekki þurft að bæta við sig fólki þrátt fyrir lengri opnun- artíma. Verslunartíminn lengist og þannig hafi verið hægt að dreifa starfskröftunum og nýta þá betur.“ Verðþróun og verðbólga undan- farin tvö ár hafi svo sýnt að þetta hafi ekki leitt til hærra verðlags. Dagur á Akureyri Kaupmenn áforma hluta- bréfakaup KAUPMENN á Akureyri ætla ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum í bæn- um að leggja fram hlutafé í Dags- prent hf., útgáfufélag Dags, á móti aðaleigendum blaðsins, KEA og Kaffíbrennslu Akureyrar. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar og nágrennis, sagði einhug i stjórn fé- lagins um hlutafjárkaup í Dags- prenti en málið væri enn sem komið er á viðræðugrundvelli. ■ Kaupmannasamtök/11 Útflutningur á vikri hefur stóraukist á þessu ári Náttúruverndarráð vill vemda eldborgir NÁTTÚRUVERNDARRAÐ hyggst koma í veg fyrir að menn geti unnið vikur úr eld- borgum og þannig flutt þær úr landi í nán- ast heilu lagi, segir Amþór Garðarsson, for- maður ráðsins. Það hefur nú til umfíöllunar þetta mál, en útflutningur á vikri hefur auk- ist verulega á þessu ári. Alls voru flutt út 177.590 tonn af vikri fyrstu 10 mánuði þessa árs, samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar. Nam verðmæti hans 381,5 milljónum króna. Til samanburðar þá voru einungis flutt út 34.591 tonn árið 1993, að verðmæti 84,7 milljóna. Arnþór segir að Náttúruverndarráð hafi ekki lagst gegn annarri nýtingu á vikri, vik- ur hafí verið unninn lengi bæði á Snæfells- nesi og hjá Heklu. „Það er eins og hver önnur námuvinnsla. Hún á í sjálfu sér ekki að eyðileggja landslagið eða merkar náttúru- minjar, þó svo að skiptar skoðanir séu um það,“ segir hann. „Þegar hins vegar eru tekn- ar heilar eldborgir þá hefur verið mjög skýr afstaða á móti því.“ Reglur óljósar Hann segir að hingað til hafi staðið á eign- arrétti manna til að koma í veg fyrir þetta og gildandi reglur séu óljósar. Reglurnar segi til um að ef hætta sé á að náttúra spill- ist, þá þurfí umsögn ráðsins, en ekki leyfí. Náttúruverndarráð leggur mat á þessa hættu, auk þess sem öll stærri námavinnsla heyrir undir umhverfísmat sem byijað var með á síðasta ári. „Þannig að ef maður á einhvern eldgíg þá getur maður ekki bara fjarlægt hann,“ segir Amþór. „En þetta er enn á gráu og erfíðu svæði.“ Hann segir að stærst sé vandamálið á Reykjanesskaganum, þar sem tekinn nai verið gígur eftir gíg, en þó hafi tekist ac friðlýsa einhveija þeirra og aðrir séu á nátt- úruminjaskrá. Gígamir koma ekki aftur Þetta hafí einungis verið vandamál á þessi ári. Nándin við stórskipahafnirnar í Þorláks- höfn og Hafnarfírði geri þetta svo meiri freistandi en áður var. „Ég geri ráð fyrir því að við reynum ac koma í veg fyrir þetta á einhvem hátt, endí er þetta okkar landslag hér á Reykjanes- inu,“ segir Arnþór. „Það eru miklir hagsmun- ir að við fáum að halda því. Hagsmunimii liggja með náttúruverndinni, því eftir ac gígarnir eru farnir þá koma þeir ekkert aft- ur. Við þurfum því að spyma við fótum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.