Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 7
FRÉTTIR
Holræsagjald
Heimilt að
hækka
og lækka
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur staðfest reglugerð um hol-
ræsagjald í Reykjavík en reglu-
gerðin er samin af borgarstjórn.
Skylt verður að greiða árlegt
holræsagjald af öllum fasteignum
sem liggja við vegi eða opin svæði
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
til borgarsjóðs. Gjaldið nemur
0,15% af fasteignamati og er borg-
arstjórn heimilt að hækka eða
lækka gjaldið um allt að 50% án
þess að leita staðfestingar ráðu-
neytis. Gjald hvers árs fellur í
gjalddaga 15. janúar ár hvert og
skal innheimta með sama hætti
og fasteignaskatta.
------» ♦ ♦----
Laus presta-
köll og embætti
BISKUP íslands hefur auglýst
eftirtalin prestaköll og embætti
laus til umsóknar:
Hjarðarholtsprestakall í Dala-
sýslu. Séra Jens Hvidtfeldt Nielsen
hefur tekið köllun á vegum dönsku
kirkjunnar í Kanada.
Staðarprestakall í ísafjarðar-
prófastsdæmi. Séra Sigríður
Guðmarsdóttir hefur nú sagt kall-
inu lausu.
Þá er auglýst starf héraðsprests
í Eyjafjarðar- og Þingeyjarpróf-
astsdæmum. Einnig starf aðstoð-
arprests í Hjallaprestakalli í
Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 24. jan-
úar.
Morgunblaðið/Sverrir
JULIUS Sólnes forseti verkfræðideildar HÍ, forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, styrkþeginn, Kristín Friðgeirsdóttir, og
Sveinbjörn Björnsson háskólarektor.
Andlát
SÉRA JAN HABETS
SÉRA Jan Hubert
Habets, prestur við St.
Fransiskusspítalann í
Stykkishólmi, lést á
Borgarspítalanum
þriðjudaginn 20. des-
ember sl., á áttugasta
og öðru aldursári.
Jan Habets fæddist
19. nóvember 1913 í
Schaesberg í Hollandi
og stundaði nám við
menntaskólann í
Schimmert frá 1926 til
1932 þegar hann hóf
undirbúningsnám fyrir
prestskap í Meerssen, sem hann
stundaði til 1933. Hann tók fyrst
upp klausturheitið 8. september
1933. Frá 1933 til 1935 stundaði
hann nám í heimspeki í Oirschot í
Hollandi og kenndi síðan eitt ár við
menntaskólann í Schimmert. Þá hóf
hann guðfræðinám sem hann
stundaði til ársins 1949 og hann
var vígður til prests
3. mars það ár, frá
1941 til 1947 stundaði
hann nám í latínu og
grísku við Háskólann
í Nijmegen í Hollandi,
þá varð hann kennari
við menntaskólann í
Schimmert frá 1947
til 1968.
Þar á eftir var hann
í tvö ár við kennslu við
menntaskólann í Fat-
ima í Portúgal, og hóf
síðan 1970 störf sem
stúdentaprestur við
Háskólann í Lissabon, en því starfi
gegndi hann til ársins 1977 þegar
hann kom til íslands og varð prest-
ur við St. Fransiskusspítalann í
Stykkishólmi. Séra Jan skrifaði fjöl-
margar greinar, aðallega í Kaþólska
kirkjublaðið og Morgunblaðið. Eft-
irlifandi systir hans er búsett í
Hollandi.
Séra Jan Habets.
SIEMENS
írJOL*GJAFA
Það er gaman að gefa vandaða gjöf
-þú getur alltaf treyst á Siemens gœði.
Matvinnsluvél
Matvinnsluvél sem fékk hæstu
dnkunn í þýska neytendablaðinu
Test. Handa öllum mathákum.
Verð kr. 13.900.-
f Brauðrist
Brauðrist með hitahlíf,
uppsmellanlegri smábrauðagrind
og útdraganlegri mylsnuskúffu.
Verð kr. 4.300,-
. Djúpsteikingar-
pottur
Djúpsteikingarpottur fyrir
mest 2,3 1. Fyrir hvers kyns mat.
Franskar á færibandi!
Verð kr. 10.900.-
f Handryksuga
Handryksuga í vegghöldu.
Þráðlaus og þægileg.
Helsti óvinur smákusksins.
Verð kr. 3.750,-
^Símtæki
Símtæki í miklu úrvali.
l’ýsk völundarsmíð.
Ýmsar stærðir og gerðir.
Verð frá kr. 5.600.-
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs - Borgarnes: Glltnir • Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála • Hellissandur:
Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guöni Hallgrlmsson Stykklshólmur Skipavík Búðardalur: Ásubúö isafjöröur.
Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókun Rafsjá • Siglufjörðun Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík:
öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaöun Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn (Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar. Tréverk
Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn Garðun Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn
Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi
Blástursofn
Blástursofn - góðvinur í
vetrarkuldum. Tvær hitastillingar,
1000 og 2000 W.
Vcrð kr. 4.800.-
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 ■ Sími 628300
Úthlutað úr minningarsjóði
ÚTHLUTAÐ var úr Minningar-
sjóði Þorvalds Finnbogasonar
stúdents síðastliðinn miðviku-
dag. Styrkþegi að þessu sinni
var Kristín Friðgeirsdóttir,
nemandi á fjórða ári í vélaverk-
fræði við Háskóla íslands. Lauk
Kristín námi á misserinu með
9,1 í meðaleinkunn. Á undan-
förnum árum hefur styrkþegi
minningarsjóðsins yfirleitt ver-
ið sá nemandi á fjórða ári í
verkfræðinámi sem náð hefur
bestum heildarárangri í námi,
samkvæmt upplýsingum frá
verkfræðideild. Nemendur hafi
þá tekist á við verkfræðileg við-
fangsefni í rúmt ár og sýnt
hæfileika sem námsmenn og til
að beita þekkingu sinni. Sé þess
því að vænta að styrkþegar séu
hvort tveggja, góðir námsmenn
og verðandi athafnamenn á
sviði verkfræði. Sjóðurinn var
stofnaður af foreldrum Þor-
valds Finnbogasonar, Sigríði
Eiríksdóttur og Finnboga Rúti
Þorvaldssyni, prófessor við
verkfræðideild, á 21 árs afmæli
Þorvalds sonar þeirra, 21. des-
ember 1952. Er tilgangur sjóðs-
ins að styrkja stúdenta til náms
við verkfræðideild Háskóla ís-
lands eða til framhaldsnáms í
verkfræði við annan háskóia að
loknu prófi hér heima.
SAGA
Opnunartími
Hótel Sögu
yfirjólin.
Þorláksntessa
Skrúður opinn - skata í hádeginu
Grillið opið frá kl. 19.00
Mímisbar opinn frá kl. 19.00
Skrúður opinn kl. 12.00-14.00
Jóladagur
Veitingasalir lokaðir
Annar íjólum
Skrúður opinn kl. 12.00-23.30
Grillið opið frá kl. 19.00
Gamlársdagur
Skrúður opinn kl. 12.00-21.00
Súlnasalur. Kvöldverður og
skemmtun fyrir erlenda gesti
Nyársdagur
Skrúður opinn kl. 12.00-23.30
Grillið opið frá kl. 19.00
Mímisbar opinn frá kl. 19.00
Súlnasalur. Nýársfagnaður.
Uppselt fyrir
kvöldverðargesti
mk
■
Í::
-þín jólasaga!