Morgunblaðið - 23.12.1994, Page 11

Morgunblaðið - 23.12.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 11 AKUREYRI OTVIRÆÐIR YFIRBURÐIR í TÆKNI -ÞlNN TIMI MUN KPMA Hiuthafafundur Dagsprents haldinn eftir jól Kaupmannasamtök Akur- eyrar ætla að kaupa hlutafé KAUPMANNASAMTÖK Akur- eyrar og nágrennis hafa hug á að kaupa hlutabréf í Dagsprenti hf. útgáfufélagi dagblaðsins Dags á Akureyri. Fleiri fyrirtæki í bænum íhuga einnig að leggja fé í félagið. Hluthafafundur Dagsprents hefur verið boðaður eftir jól, 27. desember næstkomandi, en meirihlutaeigend- ur blaðsins, Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffibrennsla Akureyrar, hafa samþykkt að færa hlutafé félagsins niður í 5% og leggja fram nýtt hluta- fé að upphæð 10 milljónir króna. Þá er fyrirhugað að safna nýju hlutafé í'yrir sömu upphæð. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannasamtakanna, sagði ein- hug í stjórn félagins um hlutafjár- kaup í Dagsprenti en málið væri enn sem komið er á viðræðugrund- velli. „Það sem vakir fyrir okkur er að hér verði áfram gefið út sterkt og gott heimablað, norðlenskt blað sem hefði breiða eignaraðild og væri ekki pólitískt. Við viljum hafa hér gott norðlenskt málgagn," sagði Ragnar og benti á að kaup- menn væru stórir viðskiptavinir blaðsins í gegnum auglýsingar og þann vettvang vildu þeir ekki missa. „Við erum ekki til viðræðu um meirihlutaeign í blaðinu, það kemur ekki til greina af okkar hálfu, það er skilyrði að eignarað- ildin verði á breiðum grunni og viljum helst að hluthafarnir verði hundrað. Tilbúnir að skoða málið „Það hefur verið rætt við okkur um þetta og málið er í skoðun,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Höldi hf. Hann sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar, en fyrirtækið hefði átt löng og góð viðskipti við blaðið „og við erum tilbúnir að skoða þetta ásamt kjarna af góðum mönnurn", sagði Skúli. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norður- lands hefur lýst yfir áhuga á að skoða kaup á hlutafé í Dagsprenti en Jón Hallur Pétursson hjá sjóðn- um sagði að beðið væri eftir ítar- legri gögnum áður en endanleg afstaða yrði tekin. Guðmundur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Straumrásar, sagðist ætla að kaupa hlutafé í Dags- prenti. Stjórn Sandblásturs og málmhúðunar sem er í eigu fjöi- skyldu Guðmundar ætlar að taka afstöðu til málsins á fundi fyrir jól. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞRÁINN Karlsson og Sunna Borg í hlutverkum sínum í Óvæntri heimsókn. lagsins. Þráinn Karlsson og Sunna Borg leika Birling-hjónin, Rósa Guðný Þórsdóttir og Dofri Her- mannsson börn þeirra, Sigurþór Albert Heimisson væntanlegan tengdason þeirra og Bergljót Arn- alds er í hlutverki þjónustustúlk- unnar á heimilinu. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir, tónlist er eftir Lárus Halldór Grímsson og ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason. Þijár sýningar verða á leikritinu um jólin; frumsýning 27. desember, önnur sýning kvöldið eftir og sú þriðja 29. desember. Hlutafjárútboð KEA Um 60% hlutabréfa seld BÚIÐ ER að selja eða fá vilyrði fyr- ir sölu á 60% af hlutabréfum í hluta- fjárútboði Kaupfélags Eyfirðinga sem hófst í byijun desember. Ákveðið var að selja hlutabréf í félaginu að nafnvirði 50 milljónir króna á genginu 2,25 þannig að sölu- verðmætið er um 112 milljónir króna. Selt hefur verið eða vilyrði fengin fyrir 30 milljónum eða 67,5 milljón- um króna. Jón^ Hallur Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands sagði að salan væri í takt við þær væntingar sem gerðar voru, en áður en farið var af stað með hluta- íjárútboðið var markaðurinn kannað- ur og rætt við mögulega kaupendur. Hlutafjárútboði KEA lýkur í byij- un mars en Jón Hallur áætlaði að sölunni lyki í febrúarmánuði. Leikfélag Akureyrar Sakamálaleik- rit frumsýnt þriðjajóladag SAKAMÁLALEIKRITIÐ Óvænt heimsókn eftir J.B. Priestley í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar J. Bach- mann verður frumsýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar á þriðja daga jóla, 27. desember. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Leikritið er skrifað árið 1945 en gerist vorkvöld nokkurt árið 1912 á heimili velstæðra borgara í iðnað- arbæ á Englandi þegar menn voru fullir bjartsýni og höfðu óbilandi trú á að tækniframfarir tryggðu al- menna velsæld. Upphafsatriði leik- ritsins endurspeglar þetta viðhorf; annað kemur síðan á daginn þegar fjölskyldan verður fyrir óvæntri heimsókn. í leikritinu segir af stúlku sem verið hefur í þjónustu fjölskyldunn- ar og lætur lífið á voveiflegan hátt. Rannsóknarlögreglan fer á fund fjölskyldunnar og það kemur í ljós að hvert og eitt þeirra gæti borið ábyrgð á dauða stúlkunnar og að lokum er ekkert eins og áður sýnd- ist. Þessi margslungni gamanleikur hefur að undanförnu sópað til sín helstu leiklistarverðlaunum í ensku- mælandi borgum beggja vegna Atl- antshafsins, New York og London. Höfundur verksins, breska leik- skáldið J.B. Priestley, hefði orðið aldargamall 13. september síðast- liðinn ef honum hefði enst aldur. Óvænt heimsókn er meðal þekkt- ustu leikrita hans og það sem notið hefur mestrar hylli a.m.k. á íslandi því sýning LA nú á jólum er fj'órða uppfærsla verksins hér á landi. Pjörutíu ára leikafmæli Arnar Jónsson er gestur leikfé- lagsins og fer með hlutverk rann- sóknarlögreglumannsins. Hann er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Arnar steig sín fyrstu skref á leik- sviði með LA í hlutverki Hans í Hans og Grétu í jólasýningu félags- ins fyrir réttum 40 árum, þá barn að aldri. Hann hefur af og til á ferli sínum leikið með LA, síðast fyrir 11 árum í My Fair Lady. Með hlutverk heimilisfólksins fara margir af helstu leikurum fé- Morgunblaðið/Rúnar Þór Líflegjóla- tijásala JÓLATRÉ hafa selst sem aldrei fyrr hjá Skógræktarfélagi Ey- firðinga og síðdegis í gær voru einhverjar tegundir alveg búnar og lítið eftir af öðrum. Það var mikið að gera í jólatrjásölu félag- ins í miðbæ Akureyrar, fólk á þönum að ná sér í tré en lifandi jólatré prýða nú æ fleiri heimili ár frá ári. Bærinn leigir hús undir fé- lagssvið BÆJARRÁÐ Akureyrar hef- ur staðfest samkomulag við Kaupfélag Eyfirðinga um annars vegar kaup bæjarins á fasteigninni Kaupvangsstræti 17 og hins vegar kaup KEA á geymslurými undir kirkju- tröppum, milli almenningssal- erna bæjarins og Hótel KEA. Samþykkt var á fundi bæjar- ráðs í gær að fela tæknideild bæjarins að láta rífa húsið Kaupvangsstræti 17 þegar kaupin væru frágengin. Á fundi bæjarráðs var einn- ig greint frá samþykkt sem gerð var á fundi fulltrúaráðs foreldrafélaga í grunnskólum þar sem því var beint til bæjar- stjórnar að gangbrautarvörslu verði fram haldið við grunn- skóia bæjarins eins og verið hefur. Bæjarráð hefur ákveðið að halda slíkri gangbrautar- vörslu áfram eftir áramót. Bæjarráð heimilaði á fund- inum Jakobi Björnssyni bæjar- stjóra að ganga til samninga við Lífeyrissjóð Norðurlands um leigu á húsnæði sjóðsins við Glerárgötu 26 en þangað er fyrirhugað að flytja félags- og fræðslusvið Akureyrarbæj- ar. Fulltrúar Lífeyrissjóðs Norðurlands komu á fund bæjarráðs í gær þar sem rætt var um leigu á húsinu. Friðarganga FRIÐARGANGA verður gengin öðru sinni á Akureyri að kvöldi Þorláksmessu. Farið verður kl. 22 frá bílastæði Menntaskólans niður Eyrar- landsveg, Kaupvangsstræti, út göngugötuna, Hafnar- stræti og að Ráðhústorgi. Félagar úr kirkjukórum leiða jólasöng. Á Ráðhústorgi flytur Júlíus Gestsson læknir ávarp en hann hefur tekið þátt í alþjóð- legu hjálparstarfi í Bosníu. Gengið verður með kyndla en þá verður hægt að kaupa á kostnaðarverði við upphaf göngunnar. Messa í KVÖLD, Þorláksmessu- kvöld, kl. 18.00 verður messa í Kaþólsku kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26 á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.