Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Potturinn er lokaðajr meðan á steikingu stendur. Fitu- og lyktareyöandi síur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með steikingunni, sjálf- hreinsandi húöun og tæm- ingarslöngu til að auðvelda oliuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. DeLonghi FALLEGUR, FLJÓTUR 0G FYRIRFERÐARLITILL Verö aöeins frá 11.690r til 13.990,- (sjá mynd) HÁTÚNI4A SÍMI (91)24420 lútsending alla virka daga kl. 12.45 til 23.45. Auglýsliigasímar: 814472, 35150 og 35740/ Fax 688408 Dé Longhi djúpsteikingarpottarnir með snúningskörfunni eru byitingorkennd tækninýjung Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Reykja- foss baðaður ljósum í GEGNUM Hveragerðisbæ rennur á sem heitir Varmá. I ánni er foss, Reykjafoss, og hefur í gegnum tíðina þótt hin mesta bæjarprýði. Nú er unnt að sjá fossinn í nýjum búningi því veitustofnun Hveragerðis- bæjar hefur nýverið komið fyr- ir flóðlýsingu við fossinn. Búið er að leggja stíg niður að foss- inum frá lystigarði Hvergerð- inga og þar má nú sjá samspil ljóss og vatns í sinni fegurstu mynd. Haustönn Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lauk með útskrift 23 stúdenta TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA irO nix Mikil óánægja með áreld- ingu Mjólkursamlagsins Stærsti stúdenta- hópur frá upphafi Vestmannaeyjum - Haustönn Framhaldsskólans í Eyjum lauk fyrir skömmu með útskrift stúd- enta og annarra þeirra sem voru að ljúka námsáfanga. 23 stúdent- ar voru brautskráðir frá skólan- um, sem er stærsti stúdentahóp- ur sem útskrifaður hefur verið frá skólanum í einu. Auk þess voru útskrifaðir nemendur af vélstjórnarbraut og nemendur með verslunarpróf og netagerð- armenn voru útskrifaðir frá skól- anum í fyrsta skipti. í ræðu Ólafs Hreins Sigurjóns- sonar, skólameistara, kom fram að 290 nemendur hefðu stundað nám við skólann í vetur sem er mesti fjöldi nemenda sem verið hefur í skólanum. Tveir þriðju hlutar nemenda voru í bóknámi en þriðjungur á verknámsbraut- um. Við skólann starfa 22 kenn- arar sem sinna allri kennslu. Húsnæðisþrengsli hafa staðið skólanum fyrir þrifum en nú stendur yfir bygging nýrrar álmu sem taka á í notkun haust- ið 1995 og mun sú álma fyrst og fremst hýsa verknámskennslu við skólann. Flestir stúdentanna sem braut- skráðust voru af náttúrufræði- Meö hallandi körfu sem snýst meðan á steikingunni stendur: • jafnari og fljótari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í öðrum. • mun styttri steikingartími • 50% ofíu- og orkusparnaður Borgarnesi - Mikil og almenn óánægja ríkir meðal héraðsbúa með fyrirhugaða úreldingu Mjólkursam- lags Borgfirðinga, MSB, og þátt Kaupfélags Borgfírðinga, KBB, í því máli, sérstaklega er þessi um- ræða hávær í Borgarnesi. Fréttarit- ari Morgunblaðsins ræddi þessi mál við Þóri Pál Guðjónsson kaupfélags- stjóra. Ónóg kynning „Ég sé það núna að það hefði þurft að halda sérstakan borgara- fund um þetta mál,“ sagði Þórir Páll. „Ég hef orðið var við óvægna umræðu um þessi mál. Sumir eru jafnvel illir og hóta að hætta að versla við kaupfélagið sem er auð- vitað slæmt mál. En mér finnst að fólk vanti kannski að vita meira hvað að baki býr, sérstaklega hvað þátt KBB varðar." Kvaðst Þórir Páll vera nýbúinn að funda með starfsfólki MSB og þar hefði tónninn breyst hjá mörg- um eftir að málið hafi verið skýrt út og rætt opinskátt. Forsagan „Staðreyndin er sú,“ sagði Þórir Páll, „að það er mikil og vaxandi krafa um aukna hagræðingu í ís- lenskum landbúnaði og mjólkuriðn- aðinum þar með. Þessi krafa kemur frá landbúnaðarráðuneytinu, neyt- endum og síðan framleiðendum sjálfum. Mjólkurframleiðendur hafa sjálfír undirbúið þennan jarðveg í mörg ár, sumir að vísu óviljandi. Nýlegar breytingar á samþykkt- um Mjólkursamsölunnar, MS, tala sínu máli. Eftir þær breytingar hjá MS er KBB ekki lengur beinn aðili að mjólkurdreifingarstöð, heldur eru bændur það sjálfir sem mjólkur- framleiðendur og gátu því lagt inn sína mjólk hvar sem var. í þessari Morgunblaðið/Theodór MJÓLKURFRAMLEIÐENDUR samþykkja samkomulag um úr- eldingu MSB á fulltrúafundi Mjólkursamlags Borgfirðinga 16. desember síðastliðinn. stöðu voru því ekki nein rök fyrir óbreyttum rekstri MSB.“ Erfið ákvörðun „Staða KBB í þessu máli var mjög þröng. Annars vegar var að úrelda samlagið og fá um 400 til 500 milljónir inn í reksturinn, til að greiða niður skuldir kaupfélags- ins og íjármagna nýsköpun í at- vinnurekstri í héraðinu, meðal ann- ars með því að styrkja Afurðastöð- ina hf. Hins vegar var að láta ekki und- an þrýstingi kerfisins og halda rekstri MSB áfram, með tilheyrandi málarekstri vegna eignarhluta KBB í MS og eiga það síðan á hættu eftir 2 til 3 ár að okkur yrði ekki gert kleift að reka mjólkursamlagið áfram og missa það jafnvel bóta- laust frá okkur. Við ákváðum fýrri kostinn. Ég er sannfærður um að við höfum gert rétt og ég tel að það hefði orðið erfitt fyrir mig og stjórn kaupfélagsins að sitja áfram ef mjólkurframleiðendur hefðu hafnað úreldingu MSB. Þannig met ég stöðuna." Aðspurður um að hvað miklu leyti fjárhagsstaða KBB hefði ráðið ákvörðun um úreldingu MSB, sagði Þórir Páll: „Hún gerir það töluvert, sérstaklega upp á framtíðina. Það eru miklir fjármunir bundnir í MSB og hluta bótanna sem við fáum við úreldinguna verður varið til þess að greiða niður skuldir KBB. En hins vegar ef við hefðum ætlað að halda áfram og reka MSB með tapi, hefðum við tekið áhættuna á því að rekstur kaupfélagsins kæmist jafnvel í þrot innan fárra ára.“ Við erum að fórna „Við ætlumst til þess hér að aðr- ir aðilar í mjólkuriðnaðinum taki einnig þátt í hagræðingunni með því að skoða stöðuna hver hjá sér og á enginn að vera undanskilinn því. í dag erum það við sem erum að færa fórnir sem aðrir koma til með að njóta afrakstursins af.“ Kvaðst Þórir Páll spá því að hag- ræðingin héldi áfram og um alda- mótin yrðu aðeins starfandi fímm til sex mjólkurbú af þeim 15 sem nú eru starfandi í dag. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NÝSTÚDENTAR sem brautskráðir voru frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. braut, ellefu. Sex voru af hag- fræðibraut og sex af félagsfræði- braut. Þrír nemendur, Guðjón Agúst Gústafsson, Jón Ragnar Gunnarsson og Sighvatur Jóns- son, fengu viðurkenningar fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi. Jón Ragnar hlaut auk þess viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og Sig- hvatur fékk viðurkenningu fyrir félagsstörf í skólanum. Þá fékk Ilalldór Örn Engilbertsson viður- kenningu fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. Þegar stúd- entarnir höfðu tekið við einkunn- um sínum og sett upp hvítu koll- ana flutti Sighvatur Jónsson ávarp fyrir hönd nýstúdenta og þakkaði fyrir þeirra hönd sam- starf við kennara og annað starfslið skólans, auk þess sem hann tilkynnti að þau hefðu ákveðið að gefa ferðasjóð sinn til líknarmála. Tíu netagerðarmenn voru út- skrifaðir frá skólanum og að sögn skólameistara þurfti skól- inn að hafa mikið fyrir að fá leyfi til að útskrifa netagerðarmenn- ina frá skólanum. Stefán Er- lendsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur netagerðar- mannanna á lokaprófinu. Af vélstjórnarbraut voru brautskráðir 13 nemendur, fjórir með vélavarðarréttindi og níu luku prófi 2. stigs. Tveir nemend- ur luku svo verslunarprófi frá skólanum. Að lokinni útskrift nemenda kvaddi skólameistari nemendur og óskaði þeim velfarnaðar um leið og hann hvatti yngri nem- endur til dáða í námi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.