Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 19
Sparisj óðurinn
í Ólafsfirði
Eina heildstæða yfirlitið
BOKMENNTIR
Sagnfræöi
SPARISJÓÐUR í 80 ÁR
SAGA SPARISJÓÐS
ÓLAFSFJARÐAR
1914-1994
eftir Friðrik G. Olgeirsson. Spari-
sjóður Ólafsfjarðar 1994 —147 síður.
ALLT FRÁ því að ég, ungur
strákur fyrir hartnær hálfri öld,
var á vertíð með nokkrum Ólafs-
firðingum hef ég borið
virðingu fyrir þessum
harðgerðu, traustu
dugnaðarmönnum,
nágrönnum mínum úr
norðrinu. Alltaf hef ég
þóst vita að þeir kynnu
fótum sínum forráð og
stýrðu málum sínum
af fyrirhyggju.
Með nokkurri eftir-
væntingu opnaði ég
því þessa myndarlegu
bók. Þegar rakin er
saga einu peninga-
stofnunarinnar í litlu
bæjarfélagi má gera
ráð fyrir því að, ef
rétt er að staðið, end-
urspeglist þar þróun byggðarlags-
ins og maður geti séð a.m.k. vissa
grundvallarþætti byggðarlagsins
sem í skuggsjá.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum.
Sparisjóður Olafsfjaðar tók til
starfa rétt um þijátíu árum eftir
að fyrsta fjölskyldan settist að í
Ólafsfjarðarhorni. Þá voru íbúar
276. Mikil drift hafði verið í mönn-
um undanfarinn áratug og var
sparisjóðurinn bein afleiðing þess.
I tölum og texta má svo lesa hvem-
ig sparisjóðurinn hefur verið
burðarás margvíslegrar atvinnu-
starfsemi og hvernig viðgangur og
KVIKMYNPIR
Sagabíö
MARTRÖÐIN FYRIR JÓLIN
„A NIGHTMARE BEFORE
CHRISTMAS" ★ ★ ★ >/2
Leikstjóri: Henry Selick. Handrit:
Caroline Thompson. Framleiðandi
og höfundur: Tim Burton. Tónlist:
Danny Elfman. Raddir. Chris
Sarandon, Catherine O’Hara, Willi-
am Hickey. Touchstone Pictures.
1993.
Á TÍMUM þegar tæknibrellur
tröllríða bíómyndunum í Hollywood
gerir undrabarnið í draumaborginni,
Tim Burton, brúðumynd fyrir um
30 milljónir dollara með faljegri jóla-
sögu. Það hefði engum nema honum
tekist að sannfæra mógúlana um
að það gæti gengið en útkoman er
einhver sérstæðasta bíómynd sem
gerð hefur verið þar vestra, einfald-
leikinn uppmálaður en samt víðáttu-
flókið nákvæmnisverk. Martröðin
fyrir jólin eða „A Nightmare Before
Christmas" var frumsýnd í Banda-
ríkjunum fyrir jólin í fyrra en er nú
ein af jólamyndum Sambíóanna.
Myndinni leikstýrir Henry Selick
en Burton er höfundur hennar og
hefur þeim tekist að vinna þannig
með brúðurnar að það er eins og þær
séu lifandi komnar á tjaldið. Persónu-
sköpunin sjálf en einstaklega góð en
persónurnar eru samsafn af ýmsum
furðuverum, kómískum og harmræn-
um. Það sem gerir þó útslagið er að
ekki finnst skrykkjótt hreyfing í allri
myndinni heldur hreyfast brúðumar
fullkomlega eðlilega eins og fyrir
yfirnáttúrulegu afli. Flóknustu atriði
umfang sjóðsins hefur haldist í
hendur við viðgang bæjarfélagsins.
Enginn vafi er heldur á því að
sparisjóðnum hefur ætíð verið vel
stýrt. Mikill stöðugleiki hefur verið
í stjórn sjóðsins, menn hafa setið
lengi í stjórn. Sparisjóðsstjórar
hafa verið fáir, raunar aðeins fimm
og þar af tveir í 52 ár. Einungis
eitt ár var taprekstur og eru ástæð-
ur þess skiljanlegar. Auk þátttöku
sinnar í atvinnulífi, stuðningi við
húsbyggjendur og margs konar
framfaramál virðist sjóðurinn jafn-
an hafa styrkt ýmiss konar menn-
ingarstarfsemi að
þeim mörkum sem lög
heimiluðu.
Friðik G. Olgeirsson
hlýtur að hafa verið
nokkuð sjálfkjörinn til
að rita þessa bók.
Hann hafði áður samið
ágætt þriggja binda
ritverk um sögu Ólafs-
íjarðar (Hundrað ár í
Horninu, 1984, 1988,
1991) og var því öllum
hnútum kunnugur.
Þessi söguritun hans
er að mínu viti einstak:
lega vel heppnuð. í
nokkrum stuttum og
velskrifuðum köflum
fléttar hann á skemmtilegan hátt
saman sögu sparisjóðsins og sögu
bæjarfélagsins. Textanum fylgir
mikill fjöldi skýringarmynda og vel
fram settar tölulegar upplýsingar
auk margra annarra fróðlegra og
fallegra mynda.
Ólafsfirðingurinn Baldvin
Tryggvason, formaður Sambands
íslenskra sparisjóða, fylgir ritinu
úr hlaði með einkar vel rituðum
og persónulegum aðfaraorðum.
Ritið er hið glæsilegasta að öll-
um ytri búnaði og því einkar eigu-
legur prentgripur.
þar sem fleiri en ein og tvær brúður
koma saman ganga fullkomlega upp
og tímasetning hreyfínga og sam-
hæfing er einstök í bæði söng og
leik. Myndin er þrekvirki þolinmæð-
innar og nákvæmninnar og hún er
sannkallað listaverk.
Leikmyndirnar og leikmunirnir
lýsa einnig frábærri sköpunargáfu
en myndin segir af því þegar Jóa
graskerakóngi í Hrekkjavökulandi
tekur að leiðast lífið og finnur leið
inn í Jólalandið þar sem hann vill
koma góðu einu til leiðar en hann
fær illilega að kenna á því að
hrekkjavökustíllinn á ekki sérlega
vel við um jólahátíðina.
Jólasagan er dæmigerð fyrir Bur-
ton. Myndin er enn eitt afbrigðið af
sögum hans um þá sem eru utan-
veltu í heiminum og hvernig góðsemi
þeirra er misskilin og tekin fyrir
ónáttúru og illgirni en handritið ger-
ir Caroline Thompson, sem skrifaði
einnig Edda klippikrumlu. Hér er á
ferðinni sérstæð jólamynd fyrir bæði
krakka og fullorðna.
Arnaldur Indriðason
BÆKUR
VÍNIN í RÍKINU.
Árbók 1995
eftir Einar Thoroddsen. Mál og
menning 1995. Prentun G. Ben.-
Edda. 2.850 krónur
(1.995 í desember).
BÓK Einars Thoroddsens lækn-
is, Vínin í ríkinu, sem kom út fyr-
ir síðustu jól, hefur nú verið end-
urútgefin sem „Árbók 1995“. Fyrri
hluti bókarinnar (almennur fróð-
leikur um vín) hefur verið styttur
í um tíu blaðsíður en síðari hlut-
inn, það er sjálf úttektin á „vínun-
um í ríkinu“, hefur tekið breyting-
um í samræmi við breytingar á
úrvali ÁTVR síðastliðið ár. Upp-
seldar tegundir hafa verið felldar
út, umsögnum um nýjar tegundir
eða árganga bætt við en eldri
umsagnir annars látnar standa
óbreyttar. Þá einskorðar höfundur
sig nú við vín, styrkt vín (sérrí,
madeira og púrtvín) og bjór en
sleppir sterku áfengi.
Einar Thoroddsep er einhver
reyndasti vínsérfræðingur þessa
lands og fyllti bók hans í fyrra upp
í tómarúm, sem allt of lengi hafði
verið til staðar. Þrátt fyrir að ís-
lendingar kaupi áfengi fyrir rétt
tæpa sex milljarða króna árlega
hafa upplýsingar til neytenda og
leiðbeiningar verið af allt of skorn-
um skai.unti. Í verðskrám hefur
til skamms tíma ekki verið að finna
neinar upplýsingar um annað en
nafn, framleiðanda, magn og verð.
Á hinum Norðurlöndunum, þar
sem einnig er einkaverslun, inni-
halda verðskrár einnig lýsingar á
hvetju einstöku víni og upplýsinga-
flæði til neytenda er verulegt.
Vínin í ríkinu er hins vegar eina
heildstæða yfirlitið yfir vínúrvalið
í verslunum ÁTVR og ég held
óhætt að fullyrða að hún hafi fall-
ið í góðan jarðveg og verið mikið
notuð, þá ekki síst vínlýsingamar
og einkunnagjöfín.
Einkunnagjöf og lýsing á víni
er auðvitað alltaf mjög persónuleg-
ur og smekkbundinn hlutur og
marga fyrirvara ber að hafa á.
Flesta tekur Einar raunar sjálfur
fram í inngangi að bókinni, s.s.
það að vínin voru ekki smökkuð í
gæðaröð og þokkalegt vín sem kom
á eftir stóru víni fékk því hugsan-
lega lægri einkunn en það hefði
ella fengið. Hefði ekki verið betra
að smakka til að mynda Bordeaux-
vín saman, Rioja-vín saman o.s.frv.
til að fá sanngjarnan samanburð
innan hvers flokks? Á heildina litið
held ég samt að Einar komist mjög
vel frá þessu og ég hef enn ekki
rekist á neitt dæmi þar sem ég er
honum gjörsamlega ósammála.
Lýsingar eru Iifandi og á köflum
mjög persónulegar og einkennandi
fyrir Einar og kímnigáfu hans.
„Þægilegt hunang og steinefni.
Minnir dálítið á gamla gosdrykkinn
Polo.“ (Morio Muskat.) „Dálítið
oxað vín, gæti verið bætt með vel-
lyktandi (nei annars): Kryddaður
ilmur, þumbaralegt." (Sidi Bra-
him.) „Lifrarpylsa og innmatur
annar.“ (Blush Chablis.) „Mætti
prófa með einhvers konar rækju-
kokkteil, en farið varlega með
kokkteilsósuna, sem drepur að
sögn vín (og fólk - að sumra
mati).“ (Anheuser Liebfraumilch.)
Lýsingar af þessu tagi kunna
að virka stuðandi á suma en ég
held að þær geti samt oftar en
ekki orðið til að hrista upp í mönn-
um og fá þá til að velta hlutum
fyrir sér.
Einn helsti ókostur bókarinnar
er að ekki er gerð nein tilraun til
að útskýra fyrir lesandanum það
breytta fyrirkomulag
sem ríkir í áfengissölu-
málum hér á landi og
er ein helsta ástæða
þess að fjölmargar
tegundir, sem ijallað
var um í fyrstu útgáfu
bókarinnar, eru nú
hvergi fáanlegar og að
um hundrað tegundir
til viðbótar hafa bæst
við_.
í stað þess að allar
áfengistegundir fáist í
öllum verslunum
ÁTVR er nú þrískipt
kerfi í gangi. I fyrsta
lagi aðallistinn, það er
þær tegundir, sem fást
í öllum verslunum. í öðru lagi sk.
sérlisti en það eru vönduð vín (og
raunar einnig bjór og sterkari
drykkir) sem eru sérpöntuð í tak-
mörkuðu magni og einungis seld
í áfengisverslununum í Austur-
stræti og Mjóddinni í Reykjavík. í
þriðja lagi var svo á þessu ári tek-
inn upp „reynslulisti“ í samræmi
við þróunina á hinum Norðurlönd-
unum. Umboðsaðilar áfengis geta
lagt inn umsóknir fyrir tegundir
og þær eru þá með tíð og tíma
teknar í sölu til reynslu í útibúum
ÁTVR í Kringlunni, Heiðrúnu, Eið-
istorgi og á Akureyri. Nái tegund-
in ákveðinni lágmarkssölu fer hún
inn á aðallista að loknu átta mán-
aða reynslutímabili.
Þetta þrískipta kerfi gerir það
að verkum að neytandinn getur
alls ekki gengið að öllum tegundum
vísum hvar sem er. Mér hefði þótt
sjálfsagt, í handbók af þessu tagi,
að gera greinarmun á því hvar
ákveðnar tegundir séu í kerfinu til
að auðvelda fólki leitina. Handbók
á jú að spara sporin, ekki satt.
Samkvæmt lauslegri athugun
sýnist mér að af 78 rauðvínum,
sem um er fjallað í bókinni, séu
rúm tíu á jafnt
reynslulista sem sér-
lista; að af 68 hvítvín-
um séu 11 af reynslu-
lista og 12 af sérlista
og að af 26 bjórteg-
undum séu 8 af sér-
lista og 4 af reynslu-
lista. Það gefur því
augaleið að það væri
til mikils hægðarauka
fyrir lesandann að til-
greina það með ein-
hveijum hætti hvar í
kerfinu viðkomandi
tegund eigi heima.
Og fyrst ég er byij-
aður að fjalla um
merkingar á annað
borð tel ég að það hefði einnig ver-
ið til bóta ef þau vín er höfundur
skilgi-einir sem „góð kaup“ hefðu
verið auðkennd á einhvern hátt.
Öll vinnsla bókarinnar er ágæt
og einungis á einum stað hefur
orðið myndabrengl (Val de Joanis
hvít- og rósavín).
Það er góð hugmynd að end-
urnýja þessa bók og raunar nauð-
synlegt því hún úreldist hratt vegna
breytinga á úrvali. í desembermán-
uði er hún seld á kynningarverði,
1.995 krónur, en hækkar svo í
2.850 krónur. Mér finnst jafnvel
tæpar tvö þúsund krónur fyrir ár-
bók af þessu tagi vera í dýrari kant-
inum og spuming hvort að ekki
eigi að gera útfærsluna ódýrari
fyrst hún á hvort eð er einungis
að endast sem verðlisti í ár.
Falleg ný lína
ítrúlofunar-
og giftingar-
hringum
Steingrímur Sigurgeirsson
wmmmm
1 olagfonii i ai'c <?
er .ívldll'’ að Hótel Örk
y y 0, -
Fæst íBorgai'kiinghuini
’★( i
c cT
ÖDK
r
I
1
S
i
■
I
i
M
8
HVERAGERÐI. Súni 98-34700. Bréfsími 98-34775 .
: n m■n mmmmwma■n■■
Friðrik G.
Olgeirsson
Sigurjón Björnsson
Sérstætt listaverk
Einar Thoroddsen