Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181,
PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
það fengi hér ákveðna fótfestu.
„Síðan verður það þá að keppa við
önnur olíufélög um þær lóðir sem
kæmu til afgreiðslu síðar,“ sagði
Ingibjörg.
Othar Örn Petersen, umboðs-
maður Irving Oil hérlendis, sagði
í samtali við Morgunblaðið þegar
umsóknimar voru lagðar fram í
haust að bensínstöðvamar yrðu
reistar í samræmi við ströngustu
kröfur, en ný reglugerð um bensín
og olíusölu í landi hefði verið sett
á þessu ári.
Olían flutt með eigin skipum
Irving-olíufélagið rekur um
1.600 bensínstöðvar á austur-
strönd Kanda og Bandaríkjanna,
í Quebec, Maine, Vermont og New
Hampshire. Félagið vinnur allar
olíuvömr í eigin olíuhreinsunar-
stöð í Kanada og hyggst nota eig-
in olíuskip til flutninga til íslands.
Ekki samið
við sjúkra-
liða fyrir jól
SAMNINGAFUNDUR í sjúkra-
liðadeildunni var árangurslaus í
gær og bendir allt til að sjúkralið-
ar verði í verkfalli um jólin.
Samningsaðilar gerðu í gær al-
varlega tilraun til að ná samkomu-
lagi og tókst að nálgast sjónarmið
hvor annars í nokkrum atriðum.
Enn ber þó of mikið í milli að
mati Þorsteins Geirssonar, for-
manns samninganefndar rík'isins.
Samninganefndir hafa undan-
farna daga einbeitt sér að því að
ná samkomulagi um sérkröfur
sjúkrahða og um ýmis tæknileg
atriði. í gær ræddu þær ítarlega
um ákvæði um námskeið og fram-
kvæmd þeirra og segist Þorsteinn
hafa trú á að samkomulag um þau
tækist fljótlega
Fyrst starfsstétta til að
halda jól í verkfalli
Sjúkraliðafélagið hefur verið
með lausa samninga í bráðum 22
mánuði og hefur verkfall þess
staðið frá 10. nóvember. Leysist
verkfallið ekki fyrir jól, sem fátt
bendir til sem stendur, verða
sjúkraliðar fýrsta starfsstétt á ís-
landi til að halda jól í verkfalli
eftir því sem best er vitað.
Fjárfestingar í verðbréfum erlendis
Keypt fyrir 7,1 milljarð
fyrstu ellefu mánuðina
ÍSLENDINGAR keyptu verðbréf
sem gefin eru út erlendis fyrir um
7,1 milljarð króna nettó fyrstu ellefu
mánuði ársins. Þar af nema kaup á
skuldabréfum sem ríkissjóður hefur
gefíð út erlendis alls um 3,7 milljörð-
um króna.
Takmarkanir á fjárfestingum í
erlendum langtímaverðbréfum voru
afnumdar um síðustu áramót og
núna um áramótin falla brott höml-
ur á viðskiptum með skammtíma-
verðbréf. Þá geta íslendingar fjár-
Test í ríkisvíxlum og öðrum skamm-
tímabréfum annarra landa og lagt
fé inn á bankareikninga að vild.
Yngvi Örn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Seðlabanka Is-
lands, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það væri mat Seðlabank-
ans að ekki væri von á stórkostleg-
um breytingum eftir áramótin þegar
takmarkanir á skammtímahreyfing-
um yrðu afnumdar. Erfitt væri þó
að fullyrða um hver áhrifin yrðu.
Hann sagði hins vegar afar mikil-
vægt að vaxtastigið á skammtíma-
bréfum væri í samræmi við vaxta-
stigið erlendis. „Ávöxtun á ríkisvíxl-
um hefur verið að þokast upp frá
því í haust bæði á eftirmarkaði og
í útboðum. 1 síðasta útboði hækkaði
ávöxtun ríkisvíxla um nítján punkta
[0,19%] og .kaupávöxtunarkrafa
Seðlabankans í þriggja mánaða rík-
isvíxla er komin í 5,95% á Verð-
bréfaþingi. Þannig hefur bilið
minnkað á milli vaxta hérlendis og
erlendra vaxta. Það er ekkert ólík-
legt að framhald verði á því á næstu
vikum og ef breytingar verða er-
lendis á vöxtum verðum við að fylgja
þeim.“
■ Spákaupmennska gagnvart/14
Rannsakað
hvort Nótt
sé enn á lífi
NÓTT frá Kröggólfsstöðum var í
gær færð til blóðtöku þjá Grétari
H. Harðarsyni dýralækni á Hellu
en sá orðrómur hefur komist á
kreik að hin raunverulega Nótt sé
fallin frá fyrir um tveimur til
þremur árum. Bæring Sigur-
björnsson hrossabóndi á Stóra-
Hofi mætti með Nótt á landsmótið
í sumar þar sem hryssan stóð efst
af heiðursverðlaunahryssum. Full-
yrt hefur verið að sú hryssa sem
hann mætti með þar hafi ekki ver-
ið sú rétta Nótt sem verið var að
verðlauna. Bæring segir að í þessu
felist alvarlegar ásakanir sem ekki
sé sitjandi undir og viþ'i hann fá
þessi mál á hreint. Blóðsýni verða
send utan til rannsóknar.
Veðsetning kvóta
Sighvatur
vill óbreytt
ástand
SIGHVATUR Björgvinsson við-
skiptaráðherra segir óhjákvæmilegt
að reynt verði að ná sáttum á Al-
þingi um að breyta frumvarpi um
samningsveð þannig að stjórnvöld
hafí áfram rétt til að breyta eða af-
nema núverandi fiskveiðistjómun-
arkerfí án þess að baka sér hugsan-
lega skaðabótaskyldu. Sighvatur
segist vilja viðhalda núverandi
ástandi varðandi veðsetningu kvóta,
með þeirri óvissu, sem því fylgi.
Þegar bankar taka veð í fiskiskip-
um gegn Iáni, er vanalega gerð yfír-
lýsing um að eigandi skipsins muni
ekki framselja veiðiheimildir, sem því
fylgja. Þetta telja bankar hins vegar
ekki tryggja öryggi veðsins.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
og dómsmálaráðherra segir nauðsyn-
legt að kveða á um það í lögum að
taka megi veð í kvóta. Þannig séu
hagsmunir lánveitenda og innstæðu-
eigenda í bönkum bezt tryggðir. Með
slíku sé heldur ekki verið að skapa
nein ný réttindi.
Sættir verði reyndar
Sighvatur Björgvinsson segist
telja óhjákvæmilegt að sættir verði
reyndar milli jóla og nýárs í nefndum
Alþingis. „Ég er reiðubúinn að taka
af tvímæli um að það sé allt í lagi
að halda áfram eins og menn hafa
gert hingað til, en ekki tilbúinn að
samþykkja að sett verði í lögin nein
ákvæði, sem gera það að verkum að
þjóðin missi stjómina á auðlindinni,"
sagði Sighvatur.
■ Deilt um réttaröryggi/4
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Morgunblaðið/Þorkell
Viðbyggingin
að koma í ljós
VIÐBYGGINGIN við Laugar-
dalshöllina er að bvrja að taka á
sig mynd. Búið er að reisa hluta
límtrésgrindar hússins. Ráðist
var í framkvæmdirnar vegna
heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik sem haldið verður hér
í vor. Starfsmenn ístaks hf. hófu
vinnu við bygginguna í lok nóv-
ember og er áætlað að verkinu
Ijúki 15. mars.
H AFNARSTJ ÓRN Reykjavíkur
hefur samþykkt að gefa kanadíska
olíufyrirtækinu Irving Oil kost á
lóð undir starfsemi sína á Kletta-
svæði í Sundahöfn. Umsókn fé-
lagsins um lóðir undir bensínstöðv-
ar eru enn til athugunar hjá
Reykj avíkurborg.
Að sögn Hannesar Valdimars-
sonar hafnarstjóra á borgarstjórn
eftir að samþykkja ákvörðun hafn-
arstjórnar endanlega en síðan
verður farið í viðræður við Irving
Oil um það hvenær félagið vilji
taka við lóðinni og á hvaða hátt.
Lóðin sem félaginu verður gef-
inn kostur á er 35 þúsund fermetr-
ar að stærð eins og farið var fram
á í umsókn. Svæðið sem hún er á
hefur verið í uppbyggingu og
mótun undir ýmsa starfsemi, að
sögn Hannesar, m.a. stækkun lóð-
ar Olís og iðnaðarstarfsemi. Þegar
Reykjavíkurhöfn var dýpkuð í
Úthlutun á 2-3
lóðum undir bensín-
stöðvar í athugun
sumar var efni sem tekið var upp
úr höfninni flutt í Sundahöfn og
notað til þessarar landstækkunar.
2-3 bensínstöðvalóðir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að nú sé verið
að skoða umsókn Irving Oil um
lóðir undir bensínstöðvar í Reykja-
vík, það hefði ekki haft neitt upp
á sig að afgreiða þá umsókn ef
ekki hefði verið hægt að gefa fyrir-
tækinu kost á lóð við höfnina. Ingi-
björg segist alltaf hafa sagt að
vonlaust væri fyrir borgina að
koma til móts við óskir fyrirtækis-
ins um 6-8 bensínstöðvalóðir en
til skoðunar hefði verið að gefa
því kost á 2-3 lóðum til þess að
Irving Oil fær
lóð í Sundahöfn