Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hlutafélög stofnuð um skipakaup til að sveitarfélög geti ekki nýtt forkaupsrétt
Bæjarstjóri segir lögin gölluð
GUÐJÓN Hjörleifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyj-
um segir að lögin ufh fiskveiðistjómun séu gölluð,
sökum þess að þau hindri ekki stofnun hlutafélags
í sveitarfélagi um að kaupa skip úr plássinu, en
gera það út frá öðru byggðarlagi. Með því móti
sé komið í veg fyrir að sveitarfélagið geti neytt
forkaupsréttar. Skip með 600 tonna kvóta var
nýlega selt frá Eyjum á þennan hátt.
Samkvæmt 11. grein laga um stjóm fiskveiða
á sveitarstjóm forkaupsrétt, ef selja á fískiskip
úr sveitarfélaginu til fyrirtækis, sem á heimilis-
festi í öðru sveitarfélagi. Neyti sveitarstjómin for-
kaupsréttarins, skal hún strax bjóða fyrirtækjum
í sveitarfélaginu að kaupa skipið. í lögunum er
hins vegar ekkert, sem bannar mönnum að stofna
fyrirtæki í sveitarfélaginu, þar sem seljandi skips-
ins á lögheimili, en gera skipið út frá öðm plássi.
Stofnað félag um kaup á Sigurborgu VE
Nýlega var gengið frá sölu vélbátsins Sigur-
borgar VE, sem var eign Kleifa hf. í Eyjum, til
eigenda Vonarinnar hf. á Hvammstanga. Að sögn
Guðna Ólafssonar, eins af fyrri eigendum skips-
ins, fer það til Hvammstanga eftir helgina og
mun leggja upp þar. Skipið hefur um 600 þorsk-
ígildistonna kvóta. Guðni segir að nýju eigendurn-
ir hafí stofnað hlutafélag í Eyjum um rekstur
skipsins. „Er það ekki tískan?" sagði hann í sam-
tali við blaðamann. Hann sagði að báturinn hefði
verið í sölu frá því í sumar og í Eyjum hefði ekki
nokkur maður sýnt honum áhuga. Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri sagði að bærinn hefði haft
áhuga á að nýta forkaupsrétt að skipinu. Bærinn
skoðaði slík mál ævinlega í botn og hefði keypt
þijú skip á seinasta kjörtímabili og eitt, Ágústu
Haraldsdóttur VE, fyrir skömmu. Skipin hafa
verið seld einkaaðilum.
Forkaupsréttur sveitarfélaga hindraður
„Mér fínnst þetta vera galli í kerfínu. Sveitarfé-
lögin eiga að hafa forkaupsrétt að öllum skipum,
sem eru skráð í plássinu," sagði hann. „Það vita
allir að þótt það sé verið að stofna hlutafélag í
þessu sveitarfélagi er það bara til að koma í veg
fyrir að sveitarfélagið fái fórkaupsréttinn."
Hæstaréttardómur um ábyrgðir sveitarfélaga
Abyrgðir ógildar
sé skilyrðum
laga ekki fylgt
- : • : ::
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Austan hvellur
SAMKVÆMT nýlegum hæstaréttar-
dómi geta bæjarábyrgðir sem veittar
eru án gildra trygginga verið ómerk-
ar og án skuldbindinga fyrir bæjar-
sjóð, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Samkvæmt lögum eru
ábyrgðir sem veittar eru án formlegr-
ar ákvörðunar kjörinna fulltrúa í
bæjarráði eða bæjarstjóm jafnframt
ógildar.
í skýrslu Löggiltra endurskoðenda
hf. um úttekt á viðskiptum Hagvirk-
is-Kletts hf. og Hafnarfjarðarbæjar
kemur m.a. fram að allar bókanir í
bæjarráði Hafnarfjarðar um íjár-
málaleg viðskipti milli bæjarsjóðs og
Hagvirki-Kletts séu mjög ófullkomn-
ar sem leiði húgann að því hvernig
ákvarðanir um fyrirframgreiðslur og
veitingu ábyrgða voru teknar.
í skýrslu endurskoðendanna kemur
fram að í árslok 1992 og byijun árs
1993 hafi bæjarsjóður gengist í al-
mennar ábyrgðir fyrir víxlum sem
Hagvirki-Klettur var greiðandi að,
upphæð alls 43 milljónir króna, og
VINNUVETENDASAMBAND ís-
lands keypti í febrúar sl. 8 milljóna
kr. skuldabréf hjá verðbréfafyrir-
tæki, sem gefíð er út af Hymingar-
steini hf. sem skuldara til Hagvirkis-
Kletts hf. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar
hafði gengist í ábyrgð fyrir bréfínu
yrðu vanskil á því. VSÍ hefur óskað
eftir staðfestingu Hafnarfjarðarbæj-
ar á því, að bærinn stæði við ábyrgð-
aryfirlýsinguna og endurkeypti bréf-
ið verði vanskil á því.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segir að Vinnu-
deilusjóður VSÍ sé varðveittur í
skuldabréfum af margvíslegum toga,
þ.á m. umræddu skuldabréfi, og í
kjölfar gjaldþrots Hagvirkis-Kletts
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra hefur ákveðið að bjóða þeim
eigendum spariskírteina fyrir um
10 milljarða króna sem koma til
innlausnar 10. febrúar sem skipta
þeim fyrir ný spariskírteini, sér-
staka 0,3% skiptiuppbót ofan á 5%
ársávöxtun þannig að heildarávöxt-
un nýrra spariskírteina sem verði
gefin út í skiptum fyrir eldri skír-
teini verði 5,3%. Bréfin voru seld
á árinu 1990 með 6-7,05% ávöxtun.
„Þetta er í samræmi við alþjóð-
legar venjur þegar um skuldbreyt-
ingar eldri lána er að ræða,“ sagði
Friðrik Sophusson og sagði hefð
fyrir því hér á landi að bjóða eig-
hefur 41 milljón af því fallið á bæjar-
sjóð. Endurskoðendur telja þessa
ábyrgðarveitingu bijóta í bága við 89.
grein sveitarstjómarlaga en sam-
kvæmt henni sé bæjarsjóðum aðeins
heimilt að veita einfaldar ábyrgðir. Þá
séu tryggingar þær sem félagið setti
fyrir ábyrgðum sveitarfélagsins jafnan
fólgnar í framtíðartekjum fyrirtækis-
ins vegna verkeftia fyrir bæjarsjóð og
veki þetta upp spumingar um hvort
stjómendur bæjarins hafí gætt nægi-
legrar varkámi við öflun trygginga.
Samkvæmt heimiidum Morgun-
blaðsins getur afgreiðsla ábyrgða
sem veittar eru án þess að gætt sé
reglna sveitarstjómarlaga talist
markleysa. Samhljóða yfírlýsing í
bæjarráði dugi til að veita ábyrgð
sveitarfélags eða ella þurfí til ákvörð-
un meirihluta bæjarstjómar.
Bæjarstjóri og embættismenn sveit-
arfélags geti hins vegar ekki skuld-
bundið sveitarfélag við ábyrgðir án
samþykktar kjörinna fulltrúa, sam-
kvæmt ákvæðum sveitarstjómarlaga.
hafí þótt varlegra að fá það staðfest
að bæjarábyrgð Hafnarfjarðar stæð-
ist. Sagði hann að bréfíð hefði verið
keypt í trausti þess að svo væri.
Þórami var ókunnugt um hvort sú
staðfesting hefði fengist en skv.
heimildum Morgunblaðsins kemur
fram í svari bæjarlögmanns Hafnar-
fjarðar að bærinn standi við þá yfír-
lýsingu sem fylgi skuldabréfínu.
Abyrgð bæjarins hafí tekið til þess,
að sjá um að greiðslur skv. tilteknum
verksamningi rynnu til greiðslu á
skuldabréfinu.. Þar sem Hagvirki-
Klettur væri nú gjaldþrota yrði ekki
af þessu greiðslufyrirkomulagi og
bæjarsjóðurinn tæki ekki á sig frek-
ari ábyrgð en yfírlýsingin kvæði á um.
endum spariskírteina skiptikjör,
sérstaklega þegar stór innlausn
ætti sér stað.
Friðrik sagði að lánskjörin væru
í samræmi vð vaxtastefnu ríkis-
stjórnarinnar og fælu í sér vaxta-
lækkun um 0,7-1,75% á ári frá þeim
flokki sem til innlausnar kemur.
VEÐRIÐ hnippti aðeins í íbúa
höfuðborgarsvæðisins í gær og
fyrradag þegar gerði strekk-
ingsvind og snjókomu, þótt
kannski sé ofmælt að tala um
blindbyl. Að sögn lögreglu virt-
ust vegfarendur kunna fótum
sínum forráð og var umferðin
„ÞAÐ er ekki hægt að segja að
Íiarna hafí verið um að ræða eðli-
ega viðskiptahætti af hálfu hvor-
ugs aðilans en ég sé ekki að bæjar-
ráð geti gert mikið í því sem þeg-
ar er orðin, staðreynd," sagði
Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri
í Hafnarfírði, í samtali við Morg-
unblaðið í gær um skýrslu þá sem
Löggiltir endurskoðendur hf. hafa
gert um úttekt sína á viðskiptum
Hagvirkis Kletts hf. við Hafnar-
fjarðarbæ. Skýrslan hefur ekki
verið lögð fram og að sögn Magn-
úsar Jóns hafa aðeins einstakir
bæjarfulltrúar hana undir hönd-
um.
Magnús Jón sagðist í samtali
við Morgunblaðið í gær ekki vilja
að svo stöddu tjá sig í einstökum
Tilboðið mun standa frá 10.-20.
febrúar og geta þeir aðilar sem
nýta sér skiptikjörin valið milli 5
og 10 ára spariskírteina af útgáfu
ársins 1995 og útgáfu 1994 meðan
birgðir endast en af lánstíma þeirra
eru eftir 4 og 9 ár.
Friðrik Sophusson áréttaði að
slysalítil. Ýmsir höfðu samt ama
af, enda skyggni takmarkað og
skaflar fljótir að myndast, eins
og bíleigandi nokkur og farþegi
hans komust óþyrmilega að
raun um þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins rakst á þá við
Elliðavatn.
atriðum um efni skýrslunnar eða
tillögur sínar til bæjarráðs vegna
hennar.
Um það með hvaða hætti hann
teldi eðlilegt að leita niðurstöðu í
málinu sagði Magnús Jón Árnason
vandséð hvernig með það eigi að
fara. „Þama er víða pottur brotinn
en það er spuming hvað það hefur
upp á sig að vera að eltast við
það,“ sagði Magnús Jón Ámason.
„Þetta er ein af mörgum skýrslum
seny við báðum um þegar við
ákváðum að fara ofan í viðskipti
bæjarins við nokkur fyrirtæki sem
höfðu verið áberandi. Þetta kemur
reyndar heldur seint en ég get
ekki svarað því á þessu stigi hvað
menn gera með þetta frekar,"
sagði Magnús Jón Árnason.
10. febrúar verði 10 milljarðar
króna til ráðstöfunar á lánsfjár-
markaði. Fjölbreytni á markaði
hafi stóraukist þau 5 ár sem liðin
væru frá útgáfu spariskírteinanna
og muni ríkissjóður jafnframt bjóða
þeim eigendum þeirra, sem þess
óska, að skipta þeim í ECU-tengd
spariskírteini og ríkisvíxla að eigin
vali, á útboðskjörum Lánasýslu rík-
isins.
Friðrik kvaðst telja líklegt að
hluti ofangreindra 10 milljarða
muni leita inn á húsbréfamarkaðinn
og valda þar tímabundinni vaxta-
lækkun, allt eftir þeirri fjárhæð
sem á þann markað leiti. ■
Ég mun berjasttil
þautar
►Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins, ræðir stöðu flokksins og
sj ómmálaviðhorfín. /10
Heilagt stríð
►Jóhn Salvi myrti tvær konur í
Boston með guð að leiðarljósi.
Hryðjuverk Salvis er óhugnanleg-
asti verknaðurinn í baráttu and-
stæðinga fóstureyðinga til
þessa./13
Pappírslaust Morgun-
blað hvern dag
►Með hagnýtingu nýjustu tölvu-
tækni geta blindir nú hlustað á
texta Morgunblaðsins daglega og
þeir sem hafa aðgang að tölvu-
kerfí Internets geta auðveldlega
nálgastefni blaðsins./16
Hugvit á heimsvísu
►Ýmsir aðilar innan hugbúnaðar-
kerfisins hafa sóst eftir styrkjum
eða aðstoð frá hinu opinbera án
þess að hljóta hljómgrunn. Þrátt
fyrir þetta hefur atvinnugreinin
náð að blómstra./18
Pólitíkin er lífið
►Sigurgeir Sigurðsson hefur
haldið um stjórnartaumana á Sel-
tjarnesi hálfa lífævi sína, eða í
þrjátíu ár./20
Kortin í kjallaranum
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Eyþór Sig-
mundsson, sem hefur haslað sér
völl á sviði póstkortaútgáfu./22
B
► 1-32
Þjóðerni og tilviljanir
► Hann er sambland af ýmsum
þjóðernum, en býr nú í Þrándheimi
í Noregi, þar sem hann starfar sem
læknir. Hann er með íslenskan rík-
isborgararétt og nafnið hefur hann
frá afa sínum Vilhjálmi Finsen,
stofnanda Morgunblaðsins./l
Erfið verkefni eru
ögrandi
►Kiddi „bigfoot", sem rekur Dejá
vú, Tunglið ogRósenbergkjallar-
ann, ásamt félögum í Pizza 67,
hefur átt þátt í að breyta ímynd
margra skemmtistaða./12
Bridssvanurinn
►Sagt er að áhugi íslendinga á
brids sé óvenju mikill miðað við
aðrar þjóðir. Hér fylgjumst við
með námskeiði í Bridgeskólan-
um./14
Átak á nýju ári
►Margir nota upphaf nýs árs sem
hvatningu til að drífa sig í líkams-
rækt./30
C BÍLAR___________________
► 1-4
Bíll ársins
►Fiat Punto var kjörinn bíll ársins
1995 í Evrópu af evrópskum bíla-
blaðamönnum./l
Reynsluakstur
►Kraftmikill Dodge Ram með
ýmsum þægindum. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Bréf til blaðsins 36
Leiðari 26 Velvakandi 38
Helgispjali 26 Fólk í fréttum 40
Reykjavikurbréf 26 Bíó/dans 42
Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 48
Myndasögur 86 Dagbók/veður 51
Brids 36 Mannlífsstr. 6b
Stjömuspá 36 Dægurtónlist lOb
Skák 36 Kvikmyndir llb
INNLENDARFI ÉTTIR:
2—4—8—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4-6
Hagvirki-Klettur
VSÍ keypti skuldabréf
Eigendum spariskírteina fyrir 10 milljarða króna býðst skiptiuppbót
Heildarávöxtun
5,3% með uppbót
Magnús J. Ámason um úttekt endurskoðenda
Ekki verið eðlileg-
ir viðskiptahættir